Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Blaðsíða 6
Dómkirkjan í Flórens, sem byrjað var að reisa árið 1296. Hvolfþakið og turninn voru ekki byggð fyrr en á 15. öld. BÖKMENNTIR Framhald af bls. 5. Frakklands“. Áhugi á krossferðum er dvínandi um þetta leyti og Dante minn- ist þessa í Komedíunni og átelur páfana fyrir áhugaleysi um að frelsa Landið helga úr höndum villutrúarmanna. Þrátt fyrir þetta var áhugi manna á trúmál- um sívaxandi og sá áhugi kom fram í siðbótakröfum ýmissa sértrúarflokka, sem kirkjan afneitaði og bannfærði. Albígensar og Valdensar koma mest við sögu. En þessi áhugi á siðbót vaknar einnig innan kirkjunnar og fær útrás í stofnun og starfi tveggja munkareglna sem stofnaðar eru snemma á öldinni, Fransiskana og Dóminikana. Um daga Dantes er eldmóður reglubræðra tekinn að dvína og Dante minnist þess í XI og XII söng „Himnaríkis". Boðskapur hei'l- ags Frans hafði mikil áhrif á mótun Dant- es og samtíðarmanna hans. Hl. Frans boð aði einfalda trú og bræðralag með mönn- um og er einn af höfuðstoðum kirkjunn- ar. Einnig ber nokkuð á „flagellöntum“, sem hlupu um berjandi sig svipum og hrís. Þessir ofsatrúarmenn voru illa séð- ir bæði af páfa og furstum; sjálfspynd- ingar þeirra og art öll minnir á veinandi trúbrjálæðinga nú á dögum. rettánda öldin er öld hl. Frans, hl. Thomasar Aqvinasar og baráttu páfa og veraldlega valdsins. Einnig er þetta öld vaknandi borgarastéttar og aukinnar verzlunar og auðmagns ítölsku borg- anna. í þessum borgum geisaði stöðug barátta milli furstanna og borgaranna og svo borgaranna innbyrðis. Sumir telja þessa öld boða siðskiptatímana. Fram- farir í vísindum eru litlar, en þó vottar fyrir nýstárlegum hugmyndum í kenn- ingum Rogers Bacons, sem sumar birtast í „Komedíunni". Þetta er öld Thomasar Aqvinasar; hann leggur grundvöllinn að alhliða heimsmynd kirkjunnar. Evrópu- menn kynnast um þetta leyti arabískri stærðfræði og Dante virðist hafa haft mikinn áhuga á því efni. Aukin land- fræðiþekking berst mönnum með MarcO Póló og Vivaldi og fréttir af fjarlægum ríkjum og þjóðum berast til Evrópu. Dante talar um „Tyrki og Tartara" í „Helvíti" XVIII söng, og þekking manna á menningu Arabíu hafði aukizt allan krossferðatímann. Á þessum tímum var mikil gerjun í Evrópu og ekki sízt á ítalíu, en þangað lágu leiðir flestra. Evrópuverzlunin var í höndum ítölsku borganna og þar voru augljósar minjar um forna frægð og heimsveldisdýrð Rómverja. F lórens liggur í Toskana og sögur herma að borgin hafí verið stofnuð árið 70 fyrir Kristsburð. Borgin liggur í alfara leið, en hennar er sjaldan minnzt til forna. Á fyrri hluta miðalda er borgin hluti hertogadæmisins Toskana. Sagt er að Attila hafi látið rífa borgina og Karl mikli látið endurreisa hana, en þetta mun líklega vera þjóðsaga, þótt Dante virðist trúa þessum sögum. Á 11. öld og fram á þá 12. ríkir hertogaynjan Matilda í borginni; af henni fóru miklar sögur. Flórens lá vel við samgöngum og í gegnum borgina streymdu hópar pílagríma á leið til Rómar. Borgarastétí- in tekur að eflast á 12. og 13. öld og þar hefjast deilur milli aðals og borg- ara, hin nýja stétt auðgast stórlega á vefnaðariðju og bankastarfsemi og borg- in eflist mjög á 13. öldinni. Á þessum árum gætir tveggja flokka í Flórens eins og víðar á Ítalíu, Welfa og Ghibell- ína. Welfar voru stuðningsmenn páfa, en Ghibellínar studdu keisarann, en oft voru þessi mörk óljós og kom þar til marg- vísleg og flókin hagsmunabarátta. Bar- áttan milli þessara flokka innan borgar- innar leiddi til þess að Welfar voru gerð- ir útlægir 1249. Við fráfall Friðriks keis- ara II koma Welfar aftur til valda í borginni, en missa völdin um tíma, og þessari baráttu lyktar að lokum með sigri Welfa. Þetta var öðrum þræði bar- átta aðals og borgara, en oft voru mörk- in óljós, og oft kom til afskipta páfa eða keisara af þessum deilum. Seint á öld- inni koma fram tveir flokkar í Flórens, þeir „svörtu" og „hvítu“. Þeir „svörtu“ voru að nokkru arftakar Welfa og stuðn- ingsmenn páfa, en hinir „hvítu“, þótt Welfar væru, nálguðust Ghibellína nauð- ugir viljugir; baráttan leiddi til þess að lokum, að þeir gengu í flokk með sínum fornu fjendum. Eina von hinna „hvítu“ var Hinrik af Lúxemburg, sem kemur til ítalíu og var krýndur í Róm, en deyr skömmu síðar. Þar með var von Ghibellína öll. Ibúatala Flórens hefur verið áætluð um 90 þúsund á þessum tímum. Þetta var stór borg á þeirrar tíðar mælikvarða og auk þess ein auðugasta borg Evrópu. Flórens efldist mjög á 13. öldinni og var um margt í skipulagi langt á undan öðrum borgum. Stræti voru steinlögð og borgin hafði þanizt út fyrir hina gömlu múra, svo að þrengslin voru ekki eins ofboðsleg og víðast hvar annarsstaðar, þrifnaður var einnig meiri en tíðkaðist. Borgarlífið var litauðugt, flækingar, betl- arar og hórur héldu sig venjulega í nánd við kirkjurnar, og farandsalar fóru um götur og torg og falbuðu vöru sína hástöfum. Lífshættir manna voru mjög misjafnir, æðri stéttirnar höfðu nóg að bíta og brenna samkvæmt þeirra tíma kröfum. Þeir snauðari lifðu á brauð- mat, ávöxtum og ólífuolíu, eins og enn tíðkast. Ýmiskonar lúxusvara var nú auðfengnari en áður og sundurgerð jókst í klæðaburði bæði karla og kvenna. Það sem setti sérstakan svip á borgina um daga Dantes, voru turnarnir, sem ein- kenndu flestar borgir á Norður-ítalíu á þessum tímum. I Flórens hurfu þeir smátt og smátt, eftir því sem vald borg- aranna óx á kostnað aðalsins, en turn- arnir voru vígi og heimkynni aðalsætt- anna. Mikið af þeim byggingum sem nú prýða Flórená var til um daga Dantes eða var þá í byggingu. Ágætir lista- menn störfuðu í borginni um þetta leyti, meðal þeirra Cimabue og Giotto, sem Dante þekkti. Flórens var auðugasta borgin á Ítalíu og uppspretta auðsins var ullariðnaður, verzlun og bankastarfsemi, sem náði um alla Evrópu. Frægustu bankamannaætt- irnar voru Berdi- og Peruzzi-ættin og ítalir höfðu þegar hér var komið tekið að sér starfa Gyðinga, en fjárokur var einkum í þeirra höndum á fyrri hluta miðalda. Flórínan var traustasti gjald- miðill. Evrópu. Flórens var miðstöð bankastarfseminnar í Evrópu, auk þess ein mesta iðnaðarborgin. B occaccio hefur sett saman ævi- sögu Dantes. Hann segir frá fyrirburð- um, sem urðu áður en skáldið fæddist. Móður hans dreymdi undarlega drauma, meðan hún gekk með hann, og „honum var gefið nafnið Dante, sem þýðir gjaf- arinn, sem má vissulega segja að hann væri. Hér var í heiminn borinn sá gjaf- ari, sem lauk upp hliðunum fyrir gyðj- um lista og skáldskapar, sem höfðu alltof lengi verið útlægar af Ítalíu. Hann hóf hina fögru tungu til vegs. Hann endur- lífgaði ljóðlistina. Hann gat ekki heitið annað en Dante“, svo segir Boccaccio í sinni bók. Dante fæddist undir tvíburamerkinu (á tímabilinu 21. maí.til 21. júní) árið :: ■■ : ■ . • í l'-% Ú UŒSé — ' ^ / li Dante eftir Giotto (hluti af veggmálverki í Flórens). 1265. Þetta ár ráða Ghibellínar borginni. Dante segir sjálfur frá ætt sinni í „Hel- víti“, XV söng, segir að ætt hans sé af- sprengi Rómverjanna, sem fyrstir tóku sér bólfestu í borginni. í „Himnaríki“ segir einn forfeðra hans honum frá tengslum ættarinnar við Elisei og Frangi pani-ættirnar, sem frægar voru á íta- liu á miðöldum. Þetta er um föðurætt hans, hann getur ekki móðurættar sinn- ar. Dante var mjög stoltur af ætt sinni, en svo virðist sem Alighieri, faðir skálds- ins, hafi ekki talizt til fyrirmanna í borg inni, hann taldist til flokks Welfa og var ekki gerður útlægur sem helztu Ghibel- línar um þetta leyti. Hann virðist hafa átt einhverjar eignir og ef til vill hefur hann stundað útlánastarfsemi; hann þarf þó ekki þar með að hafa talizt til okr- ara. Dante missir móður sína ungur og faðir hans deyr áður en Dante nær átján ára aldri. Hann átti þrjá hálfbræður og minnist systur sinnar í „Vita Nuova“. Áð ur en faðir hans lézt hafði hann gengið frá trúlofun sonar sins og Gemmu Don- ati, en frændur hennar birtast bæði í „Hreinsunareldinum“ og „Himnaríki“. Dante minnist á marga ættingja sína í „Komedíunni', en getur þar hvorki föð- ur síns né móður, einnig minnist hann aldrei á konu sína, Gemmu. Boccaccio segir að Dante hafi stundað ljóðagerð, málaralist og hljómlist og það má draga þær ályktanir af ritum hans að hann hafi lesið og kynnt sér skáld- skap, bæði suður-franska ljóðlist, ítalska og klassíska. Ekkert er nánar vitað um skólagöngu hans og margir fræðimenn álíta að hann hafi ekki numið undir handarjaðri neins meistara eða í skólum. Unglingaskólar voru starfræktir í Flór- ens, en frekari menntunar var helzt að afla innan kirkjunnar eða í háskólum. Frægustu háskólarnir um þetta leyti voru í París og Bologna. Það er vitað að Dante dvaldi um tíma í Bologna, en hvort hann sótti fyrirlestra þar, eru eng ar heimildir til um. Hann áleit sig full- numa 18 ára gamlan. Hann var þá tekinn að yrkja og heimsótti Guido Cavalcanti og sýndi honum sonnettu eftir sig (hann var fræg- asta skáld ítala um þetta leyti; deyr 1300). Eftir þetta minnist Dante Caval- cantis sem síns bezta vinar. Dante tók mikinn þátt í félagslífi æskumanna í Flórens á þessum árum, sem sjá má i ljóðum hans. Hann tók þátt í orrust- unni við Campaldino 1289, «g þegar hann eldist hefur hann töluverð afskipti af opinberum málum í ættborg sinni. Þýðingarmesti atburður í lífi Dante3 gerðist í æsku hans og sá atburður mark aði allt líf hans og því meir sem árin færðust yfir hann. Boccaccio lýsir þessu með miklu orðskrúði og flúri: „Á þeirri árstíð, þegar sætleiki himinsins klæðir jörðina unun sinni og lætur hana brosa fegurstu blómstrum innan um græn laufin, þá var það siður að unglingar borgar vorrar og einnig hinir fullorðnu komu saman hver í sínu hverfi til gleði- fundar...... þá gerðist það að Folco Portinari, vel kynntur gæðamaður, hafði inni boð fyrir nágranna sína í eigin húsi; meðal gesta var Dante, þá aðeins tæp>- lega níu ára gamall, ásamt föður sínum Alighieri. Eftir borðhaldið tók hann ásamt öðrum börnum að iðka leiki og meðal þessara barna var dóttir hins áð- urnefnda Folco, Bice að nafni (Dante nefndi hana alltaf fullu nafni, Beatrice), sem þá var átta ára gömul. Hún bar af öðrum börnum bæði að útliti og sálar- göfgi og var í tali langt á undan sínum jafnöldrum. Fegurð hennar og hreinleiki var slíkur, að margir voru þeir, sem álitu hana lítinn engil. Hún var slík sem ég lýsi þegar Dante leit hana fyrst aug- um og þessi fagra mynd varð honum æ síðan hugstæð, svo mjög að hún vakti stöðugt með honum æ og ævinlega". Ý msir vilja vefengja slíka reynslu barna, eins og Dante lýsir henni í „Nýju lífi“. En þetta er algengara en margir ætla, og T.S. Eliot álítur að níu ára börn séu fullgömul fyrir slíka uppljóm- un, hann styður þessa kenningu með um- sögn frægs sálfræðings. Dante sér ekki Beatrice aftur fyrr en að níu árum liðn- um. Hann lýsir síðan sambandi þeirra 1 „Nýju lífi“ og dauða Beatrice 1290. Flestir hlíta frásögn Boccaccios um Beatrice og að hún hafi verið gefin Simoni de Bardi um 1288. Gifting henn- ar þurfti enganveginn að útiloka ást og aðdáun Dantes, þetta var allt í stíl suðurfranskrar riddaramennsku og við dauða hennar lifir ástin til hennar með honum, hún verður honum tákn hin3 fullkomna hreinleika. sæi og vizku. Það má vera að þessi at- burður hafi orðið honum tilefni til und- Dauði Beatrice olli þáttaskilum í lífi Dantes. Þetta kemur greinilega í ljós i „Nýju lífi“; sorgin fágar hann og þrosk- ar, agar hann og eykur með honum inn- sæi og vizku. Það má vera að þessi at- burður hafi orðið honum tilefni til und- irbúnings stórvirkis hans, „Komedíunn- ar“, en útlegðin varð það örugglega, þótt þetta megi einnig hafa stuðlað að því. Boccaccio telur að vinir Dantes hafi hvatt hann mjög til þess að kvænast Gemmu, ef það mætti verða til þess að hann gleymdi sorgum sínum; hvað um það, hann er kvæntur henní fyrir 1294 og þau eiga saman þrjá syni og dótturina Antó- níu, sem kölluð var Bice og deildi útlegð- Framhald á bls. 15 G LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 25. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.