Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Blaðsíða 9
N,
IÚ þykjast þeir vera búnir að
reikna það út hjá VASP eða HVASP
eða SNAPS eða hvað það nú heitir
þarna vestur í Bandaríkjunum að yfir
borðið á Islandi í nágrenni Öskju sé
ósköp svipað og á tunglinu, nefni-
lega ferlegt. Mér þykir þeir kaldir
hjá SNAPS. Ég veit ekki betur en
að ég hafi einmitt verið að lesa um
það í einhverju blaði fyrir skemmstu
að menn séu síður en svo á eitt sáttir
um áferðma á tunglinu. Sumir halda
því fram að ryklagið þar efra sé
margir metrar á þykkt, það er að
segja, að þegar fyrsti tunglfarinn
stígi út úr geimfarinu assgoti rogginn,
þá viti hann ekki fyrri til en tunglið
opnist við fætur honum og gleypi
hann með húð og hári; en aðrir full-
yrða aftur á móti að ryklagið á tungl-
inu sé varla millimetri á þykkt, það
er að segja naumt í klof á sjálfum
Sigurði Þórarinssyni.
Það skiptir auðvitað ekki öllu máli
fyrir okkur íslendinga hvor kenj/i-
ingin reynist rétt, af því það er eins
víst og tvisvar tveir eru fjórir að við
eigum ekki eftir að senda mann til
tunglsins í náinni framtíð. Fyrsti ís-
lenski tunglfarinn snýr áreiðanlega
við á miðri leið og heimtar hærra
kaup. En ef þeim í SNAPS er alvara
og ekkert er nógu gott handa þeim
nema það versta, þá þykir mér þeir
leita langt yfir skammt. Ég veit ekki
betur en að íslendingar séu einmitt
sérfraeðingar að búa til ferlegt lands-
iag rétt við bæjardyr sínar. Hér var
á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarð-
ar til skamms tíma stór og mikill
grasvöllur sem ríkið átti. Ég tek hann
sem dæmi. Hér var nefnilega eitt með
myndarlegustu túnum í nágrenni
Reykjavikur. Jæja, um daginn koma
nokkrir röskir kallar og hirða túnið.
Það sést ekki stingandi strá þegar
þetta er skrifað þar sem áður var
iðgrænt gras. Mér er sagt að þeir sem
hirtu völlinn hafi fengið fimmtán
krónur fyrir fermetrann af þökunum
með heimakstursgjaldi. Menn geta
séð nýja glæsilega flagið okkar ef
þeir skyggnast inn eftir dalnum þegar
þeir koma að brúnni á leiðinni til
Hafnarfjarðar. Það má vera fögur
sýn þeim sem langar til tunglsins.
E,
hann hefði hreinlega drepið sig. Síð-
an fór þessi sami maður aftur út í
Syrtling ef marka má blöðin með
umslög og frímerki og stimpil og
stimplaði eins og hann ætti lífið að
skoðunar að það væru menn í tungl-
inu, þó að þeir sjáist að vísu hvorki
með berum augum né heldur á sjón-
varpsmyndum eldflauganna sem þar
eru á sveimi. Ég giska á að þeir séu
kannski svona smávaxnir, en þeir
gætu auðvitað líka verið á bólakafi
í rykinu sem ég nefndi áðan, eða í
þriðja lagi eru þeir bara staddir úti
í einhverri eldeynni að stimpla
fyrsta-dags-umslög þegar sjónvarps-
vélarnar ber að garði.
Það er allur munurinn að
eiga frímerki sem stimpluð eru í
lífsháska. Ég segi fyrir mig að
ig las líka einhversstaðar um
daginn (mikið hvort það var ekki í
sjálfum Mogganum) að heimsfrægur
Vestmannaeyingur sem ég man ekki
í bili hvað heitir, hefði brotist út í
Syrtling hinn fyrri og stungið þar
niður flaggi sem síðan fauk um koll
eða hvarf í hafið. Ég er viss um að
hann er heimsfrægur, þó hann hefði
náttúrlega orðið ennþá frægari ef
leysa á meðan honum var vært; og
siðan seldi hann umslögin og fri-
merkin með stimpilmerkinu á fyrir
morð fjár, en stimpillinn er vafalaust
kominn á Þjóðminjasafnið.
Svona vinnubrögð líkar mér. Ég er
viss um að þeir í tunglinu bera sig
eitthvað svipað að þegar þá vantar
peninga. Ég hef lengi verið þeirrar
bússtjórinn i Suðurey stimplaði fyrir
mig í kappkyntri gufubaðstofu í
gæruskinnsfóðraðri síðkápu.
Ég hef stundum undrast yfir því að
enginn skuli hoppa fram af Heima-
kletti með slatta af frimerkjum og
umslögum og svo stóran stimpil. Það
yrði hopp sem við í frímerkjabrans-
anum kynnum að meta.
M
ég lít ekki við öðruvisi vöru nú orðið.
Ég á merki sem kaupfélagsstjórinn
í Elliðaey stimplaði fyrir mig á hjóla-
skautum á bjargbrúninni um miðja
nótt, og augafullur að auki. Ég á ann-
að merki sem útibússtjórinn í Bjarn-
arey stimplaði nakinn uppi á Vatna-
jökli. Og ég á enn eitt frimerki sem
er með þorskum á og sem mjólkur-
enn eiga stundum bágt með
að trúa því að það séu menn í tungl-
inu, þó að þeim hinum sömu finnist
það kannski í stakasta lagi þó að
menn hagi sér stundum eins og þeir
ættu hvergi annarstaðar heima. Ég
var að tala um bókaútgáfu við bóka-
útgefanda um daginn, og hann stað-
festi það sem mig hefur lengi grunað:
að stórar bækur á íslandi seldust
yfirleitt betur heldur en smáar. Ég
er viss um að þannig er það í tungl-
inu líka. Ég heyrði á tal tveggja
manna í hitteðfyrra að mig minnir
sem auðheyrilega höfðu verið gerðir
út til Reykjavíkur af bókasafni sveit-
ar sinnar að kaupa nýjar bækur í
safnið. Þeir völdu þær eftir stærð.
Annar tók upp bók og hampaði henni
framan í sveitunga sinn og sagði:
„Þetta er stór og mikil bók“; og hinn
jánkaði því að bókin væri stór og
mikil og líklegast vænt kíló í þokka-
bót, og svo slógu þeir sér á hana og
lögðu hana í hrúguna hjá hinum
stóru og miklu bókunum sem þeir
voru búnir að kaupa.
Ég hef líka fyrir satt að ef bók
seljist ekki á svipstundu, glóðvolg
frá forleggjara, þá seljist hún vísast
aldrei. Það er af því að bækur eru
keyptar til gjafa fremur en til lest-
urs, og Amalia frænka getur auð-
vitað ekki verið þekkt fyrir að færa
sparifrænda sínum bók í jólagjöf
sem er kannski orðin hérumbil eins
árs gömul.
Ég hef það líka eftir útgefanda
nokkrum að huggulegar og skýrar
ljósmyndir í bókum geri þær oftast
að betri söluvarningi. Mynd af Jóni
forseta er alltaf til bóta (jafnvel þó
hans sé hvergi getið í ritinu), og
sömuleiðis eru menn sólgnir í hvers-
lags myndir af sauðfé og glímuköpp-
um og (upp á síðkastið) háhýsum.
Sauðféð og glímukapparnir gefa bók-
inni þjóðlegan blæ, en háhýsin sanna
hinsvegar að höfundur sjálfur sé
hvorki sauður né glímukappi heldur
þvert á móti barn nýja tímans.
Það verður spennandi þegar þeir
komast til tunglsins og þegar þeir
dusta af sér rykið og byrja að svip-
ast um i bókaverslunum þar um
slóðir. Mér segir svo hugur að þar sé
æði margt með svipuðu sniði og hér
neðra. Ef ég gæfi út bækur, þá mundi
ég búa mig undir þennan dag með
því að láta prenta bók sem væri ekki
minni en einn fermetri og alveg
sneisafull af myndarlegum myndum.
Og hví ekki að vera nú einu sinni
virkilega sniðugur og tileinka hana
Kallinum í tunglinu?
einni fljótandi ammoníak, sem Áburðar-
verksmiðjan í Gufunesi hafði keypt frá
Glámfjord í Norður-Noregi. Er þetta
töluvert nýmæli, enda er skipið, sem vör-
una flutti, fyrsta skip í heimi sinnar gerð-
er og eitt af þeim þremur, sem ég sagði
frá fyrr, að N. H. hefði látið smíða til að
flytja ammoniak frá Glámfjord suður til
Heröya til fullvinnslu þar. Ammoníak-
kaup verksmiðjunnar í Gufunesi byggj-
•st á þeirri staðreynd, að sökum skorts á
raforku getur verksmiðjan ekki framleitt
Uægilega mikið ammoníak til þess að
það samsvari afkastagetu verksmiðjunn-
ar að öðru leyti, og verksmiðjan geti
skilað fullum afköstum af fullunnum
áburði. Þannig verða ammoníakkaup frá
útlöndum eðlileg og heppileg úrlausn og
langtum betri en að láta áburðarfram-
leiðsluna dragast saman.
Þetta leiðir hugann að því sem er
minning ein, að þegar stofnun áburðar-
verksmiðjunnar í Gufunesi var á döfinni
kom sú hugmynd fram, þótt lítt væri
henni hampað, að reisa eigi hærra í bili
en að fiytja inn fljótandi ammoníak,
binda það hér í kalki og fullvinna sem
kalkammonsaltpétur. Hefði það orðið ó-
dýr verksmiðja að stofnkostnaði og góð
vara, en við auðvitað háðir útlandinu
um framleiðsluna, sem gat komið sér illa,
t;d. á stríðstímum, ef til slíks skal hugsa.
Úr þessu varð aldrei neitt svo sem kunn-
ugt er, „fullkomin" verksmiðja var
byggð, sem betur fer, mun sennilega rétt
að segja.
Þess er einnig að minnast, að í þann
tíð, er bygging áburðarverksmiðjunnar
var ákveðin, munu hafa farið fram ó-
formlegar umræður um, að Norðmenn.
byggðu verksmiðjuna og létu í té þá
reynslu og þau einkaleyfi, sem þeir
höfðu á þessu sviði, enda yrði það keypt
til verksmiðjunnar í Noregi, sem Norð-
menn væru færir um að láta í té, til
jafns við aðila í öðrum löndum. Þetta
, tilboð“, eða hvað það skal kalla, leiddt
eigi til neins jákvæðs í málinu. Án þess
að ræða það frekar, er ég fyrir mitt leyti
sannfærður um, að slíkt var illa farið,
þar eð ég efa ekki, að við hefðum fengið
Framhald á bls. 10
25. fcbl. 1065
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9