Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1966, Blaðsíða 14
ekki að hugsa um að bjóða mér I bæ- inn? Við sem höfum ekki sézt í fimmt- án ár. — Nei, Riehard, hrópaði ég upp yfir mig. — Þú getur ekki farið að koma aftur. — En ég er bara kominn, sagði hann og ýtti mér til hliðar um leið og hann gekk inn í stofuna. — Ég hef lengi ætl- að mér að heimsækja þig og fannst til- valið að nota tækifærið í kvöld. — Hvaða erindi átt þú hingað? hreytti ég út úr mér. — Þú ert dauður, Manson læknir og ég dxápum þig. — Louise er dauð líka, sagði Richard. — En hún er á leiðinni til þín, engu að síður. Því skyldi ég ekki eins geta kom- ið? — Hvað viltu mér? — Mig langar bara til að hjálpa þér. Þú þarft á aðstoð að halda í kvöld. í>ú hefur ekki nokkrar taugar til þess að standa augliti til auglitis við dána eig- inkonu þína aleinn. — Farðu burt, Richard, sagði ég í bænarrómi. — Það stendur einhver við dyrnar, svaraði hann. — Það hlýtur að vera Louise. Ég ætla að leyfa þér að tala við 'hana undir fjögur augu. En minnstu nærveru minnar, ef þú þarft á hjálp að halda. Hann gekk inn í næsta herbergi. Aft- ur hljómaði hvell hringing dyrabjöll- unnar, og ég lauk upp. Louise stóð fyr- ir utan. Hún var hvítklædd, alveg eins og þegar ég síðast leit hana augum í kistunni, og slæðan sem hafði hulið andlit hennar afmyndað af brunasárum blakti lítið eitt til, þegar hún sveif fram hjá mér inn í stofuna og hneig niður í stól, hægt og mjúklega. I heila eilífð, að því er már fannst, sagði Louise ekki neitt. Loks rauf hún þögnina: — Jæja, David, það er eins og þú hafir misst málið. Þú ætt- ir nú að leggja aftur hurðina á eftir mér. Það næðir inn á mig, og ég er óvön dragsúgi. Ég er búin að liggja í þessari mollulegu kistu í næstum ár, eins og þú veizt. Ég lokaði hurðinni ósjálfrátt og tókst með erfiðismunum að stynja upp: — Hvað vilt þú eiginlega hingað? Hvers vegna kemurðu til mín? Þú ert dáin. Hún skellihló. Ó, David, þú trúir eins og nýju neti því sem ég sagði. Já, ég sé að þú hefur látið blekkjast. En ég er ekki dáin. Mér fannst bara gaman að glettast dálítið við þig. — Þú að glettast við mig, endurtók ég fálkalega, og hún hló og hló, eins og hún væri að ganga af vitinu. — Já, David, sagði hún hæðnislega. — Þú hefur alltaf brugðizt þannig við erfiðleikunum, að þú hefur reynt að hliðra þér hjá þeim, svo að ég stóðst ekki freistinguna að leika draug, þér til heiðurs. Svona rétt til að skemmta mér við viðbrögð þín, þegar þú hafðir engin ráð með að smeygja þér undan. — Þú lýgur, hrópaði ég. — Þú ert dauð. Ég sá þegar þú varst jörðuð. — í guðanna bænum, David, láttu ekki svona, sagði hún móðguð. — Er ég ekki nógu lífleg, eða hvað? f jjn lyfti slæðunni frá andliti sínu og sveifl- aði henni yfir öxlina. Hún var rjóð í vöngum, augun skær, og um varirnar lék spotzkt bros. — Líkið sem var jarðað, var lík stúlku, sem ég tók upp í bílinn til mín, af því að hún var á sömu leið og ég. Ég fékk hugmyndina eftir slysið, þegar ég sá að hún hafði látizt, og setti hring- ana mína á fingur hennar og veskið mitt hjá henni. Síðan kveikti ég í bíl- flakinu. — Já, en hvers vegna? stundi ég upp og lét fallast niður á næsta stól. — Hvers vegna gerðirðu þetta? — Af því að mér fannst þetta stór- snjöll og skemmtileg hugmynd. Ég var ennþá leiðari á þér en þú á mér, og mér fannst freistandi að geta sagt skil- ið við mína fyrri persónu og byrjað )íf- ið að nýju. Auk þess hafði ég það alltaf I bakhendinni, að ég gæti snúið aftur til þín, ef ég yrði þreytt á leiknum. Og nú er ég orðin blönk — og komin aft- ur. — En ég ætla að gifta mig á morg- un —■ Ann. — Ég veit það, ég les blöðin. Mér datt í hug, að þú værir kannski ekkert hrif- inn af að hafa mig viðstadda. Það er allt í stakasta lagi, David. Ég fer burt og þykist vera dauð áfram. Þú heldur þínu striki og getur kvænzt dóttur bezta við- skiptavinar þíns, eins og ekkert hefði í skorizt. En að sjálfsögðu verð ég að fá peninga. — Nei, ég læt þig ekki hafa peninga. Þú ert dauð. — Ég get ímyndað mér fyrirsagnirnar í blöðunum annað kvöld, sagði Louise. — Eiginkona ungs, efnilegs lögfræðings rís upp frá dauðum. — Eiginkona, sem álitin var látin, truflar giftingarathöfn manns síns. — Nei, nei, hrópaði ég æstur. — Þú færð ekki að gera þetta. — Ég hélt ekki. Mig vantar tíu þús- und dollara, það er allt og sumt. Við látum ganga frá skilnaðinum í kyrrþey, og seinna er hægt að gera nýja hjóna- bandið þitt löglegt. Eins og þú sérð, geta allir orðið ánægðir. E g kom ekki upp nokkru orði. Hugur minn var í uppnámi, og ég var svo ruglaður, að ég gat ekki hugsað hálfa hugsun skynsamlega. Það var ein- ungis vissan um að þetta væri martröð sem bjó einhvers staðar í huga mér, sem bjargaði mér frá því að gefast alveg upp. Louise reis á fætur. — Athugaðu málið. Ég ætla að snyrta mig svolítið á meðan. Þú færð fimm mínútna umhugsunarfrest, en síðan ætl- ast ég til að ávísunin komi múðurlaust. Hún gekk út úr stofunni. Ég huldi and- litið í höndum mér og óskaði þess heitt og innilega að ég gæti vaknað. Þegar ég leit upp, stóð Richard tvíburabróðir minn fyrir framan mig. — Ég verð að segja, að þú stóðst þig ekki sérlega vel, David. Þú lætur hana hræða þig með þessum asnalega drauga- leik sínum. Og nú þykist hún viss um að hafa töglin og hagldirnar í viðskipt- um ykkar. — En hún er dáin, æpti ég. — Þetta er allt saman draumur. — Hver getur sagt um það með vissu, hvað er draumur og hvað er veruleiki? Mitt ráð er, að þú ættir ekki að hætta á neitt. Ef þú lætur hana hafa pening- ana, máttu reiða þig á að hún kemur aftur og heimtar meira. — Já, en ég sé ekiki að um annað sé að ræða, sagði ég í öngum mínum. — Auðvitað er til lausn á rnálinu. Louise dó einu sinni. Hún verður að deyja aftur. — Nei, ég hlusta ekki á þig. — Þá verð ég að taka málin í mínar hendur, eins og ég gerði, þegar við vor- um drengir . . . Horfðu á mig, David. — Nei. Ég reyndi að líta undan, en augnaráð hans, hvasst og sefjandi í senn, svipti mig öllu viljaþreki. — Horfðu beint í augun á mér, Dav- id. — Ég vil það ekki, ég vil það ekki. En mér var ömögulegt að slíta augnaráð mitt frá andliti hans, og sama gamla til- finningin kom yfir mig á ný. Þannig var það lííka, þegar við vorum dreng- ir. Augu Rionards urðu stærri og stærri, þar til þau voru orðin að dökkum tjörn- um, sem voru að lykjast yfir höfuð mitt. — Jæja, David, nú er það ég, sem nota líkama okkar, eins og ég gerði í gamla daga. Og þú verður að fara á þann stað, sem hefur verið aðsetur mitt síðan við vorum drengir, inn í fjærstu afkima huga þíns. Ég reyndi að berjast á móti, en augu hans, tjarnirnar svörtu, komu nær og nær, og ég var að falla í þær. Síðan fann ég til snöggs sársauka og um leið hvarf Richard. Ég fann, að hann hafði sigrað — hann réð yfir líkama okkar. Ég var einskis megnugur. Ég gat skynj- að með augum okkar og eyrum, en ég gat engin áhrif haft á atferli hans, var aðeins áhorfandi að því, sem hann tók sér fyrir hendur. L ouise kom aftur inn í stofuna. Hún ljómaði af sigurvissu. — Já, Louise, ég er búinn að því. — Jæja, David, mælti hún, ertu bú- inn að gera þetta upp við þig? Rödd Richards var dýpri en mín, hljómmeiri og öruggari. Louise virtist hafa tekið eftir breytingunni; hún hruk'kaði ennið. — Skrifaðu þá ávísunina, sagði hún snögg upp á lagið. — Ég fæ skilnaðinn í Las Vegas. Engum mun detta í hug að setja mitt nafn í samband við þitt. Car- penter er algengt nafn. — Það verður enginn skilnaður og engin ávísun skrifuð, sagði Richard við hana. — Þá verður allt opinbert. Það verð- ur óglæsilegt og mjög óheppilegt fyrir embættisframa þinn. — Það opinberast ekkert heldur. Og svona til að þú vaðir ekki í villu og svíma, ætla ég að láta þig vita það, að ég er ekki David. Ég er Richard. — Richard. Louise var rugluð á svip. Svo hristi hún höfuðið. — Hvað í ósköpunum ertu að tala um? — Ég er tvíburabróðir Davids. Sá sem framkvæmir það sem David hefur ekki hugrekki til að gera sjálfur. — Þetta er fáránlegt. En nú fer ég. Ég gef þér frest til kl. 9 í fyrramálið. Ef þú breytir ekki afstöðu þinni, veiztu hvað það kostar. — Það verður ekki um neina ávísun að ræða. Þú lætur þig ekki dreyma um að standa við þá hlið samningsins, sem að þér snýr, og það veit ég. Richard tók eitt skref í áttina til hennar. Nú gerði Louise sér loks ljóst, að hætta gæti verið á ferðinni. Hún sneri sér við, eins og hún ætlaði að leggja á flótta. En hann greip þéttings- fast um handlegg hennar, sneri henni að sér og spennti greiparnar að hálsi hennar. Ég gat ekkert aðhafzt, aðeins horft á hvernig hann herti takið að hálsi hennar, hvernig andlitið blánaði og aug- un stækkuðu. Hún brauzt um, kannski í hálfa mínútu, reyndi að slá og klóra. Síðan hætti hún að berjast um. Hún hafði misst meðvitund. Andlit hennar var helblátt. Froða rann úr munnvikj- unum. Augun virtust vera að springa út úr augnatóttunum, galopin og star- andi. Richards sleppti ekki takinu, fyrr en hann var alveg öruggur um að hún væri búin að gefa upp öndina. Þá lét hann hana falla í hrúgu á gólfið hjá mér. — Jæja, David, sagði hann. — Nú mátt þú tala. — Þú hefur myrt hana! ííichard þurrkaði sér um munninn með vasaklútnum mínum. — Mjög athyglisvert atriði. Hef ég myrt hana eða hef ég það ekki? Var hún lifandi eða var hún steindauð all- an tímann? — Þú gerir mig alveg ruglaðan, stundi ég í uppgjöf. — Auðvitað er hún dáin. Þetta er aðeins draumur. En ... — En jafnvel í draumi getum við ekki skilið við lík á gólfábreiðunni í íbúðinni þinni, eða hvað? Það virðist augljóst, að við verðum að fara með hana þangað sem henni ber að vera, í Fairfield-kirkjugarðinn. — En það er óframkvæmanlegt. — Það mundi vera útilokað fyrir þig. En ekki fyrir mig. Málið er einfalt, ég ber Louise niður í lyftunni, fæ mér leigubíl og læt hann aka mér til kirkju- garðsins. Og nú skalt þú ekki segja múkk, fyrr en ég leyfi þér það. IHann byrjaði nú framkvæmd þessar- ar brjálæðislegu áætlunar sinnar. Fyrst setti hann upp hattinn minn og hanzk- ana. Síðan tók hann blæjuna, sem Lou- ise hafði haft, þegar hún kom, upp úr veskinu hennar og festi hana við hatt- inn, svo að hún huldi andlitið. Hann dustaði af kápunni hennar og lagfærði hár hennar, sem var allt í óreiðu eftir átökin. Síðan tók hann hana upp og hélt á henni eins og sofandi barni og lagði af stað með hana fram að lyftunni. Hann ýtti á hnappinn og raulaði fyrir munni sér, meðan hann beið eftir lyft- unni með andvana líkama Louise í fang- inu. Lyftan kom innan stundar, og Jimmy, næturvörðurinn, opnaði hurð- ina. — Smávegis óhapp, Jimmy, sagði Richard um leið og hann steig inn. Hann varð að skáskjóta sér inn um þröngar lyftudyrnar með byrði sína og veski Louise rann úr keltu hennar. Jimmy beygði sig eftir því og lagði það aftur á sinn stað. — Þessi unga dama — það var trún- aðarhreimur í rödd Richards, eins og þegar karlmenn spjalla saman um kvennamál sín — hefur greinilega ver- ið búin að innbyrða þó nokkuð, áður en hún kom hingað. Ég gaf henni einn kokkteil og hún leið út af eins og Ijós. Nú verð ég að koma henni heim með einhverjum ráðum. Getur þú útvegað mér leigubíl að bakdyrunum? — Já, það skal ég gera, hr. Carpenter. Það var augljóst að Jimmy var fullur skilnings og hjálpsemi. — Ég hafði búizt við grunsemdum, uppljóstrun og handtöku. í þess stað náði Jimmy í leigubíl, Richard settist upp í hann með Louise og við ókum af stað, eins og ekkert væri eðlilegra en að fara um New York að næturlagi með lík meðferðis. En þó að Richard væri slyng- ur, (hlaut að verða einhver brótalöm á þessari geggjunarlegu áætlun hans. Hún kom í ljós, þegar leigubílstjórinn sneri sér við og spurði, hvert ætti að aka. — Til Fairfield-kirkjugarðsins, svar- aði Richard. — Fairfield-kirkjugarðsins, sagði bíl- stjórinn. — Á þessum tima sólarhrings? Þér eruð að gera að gamni yðar. — Alls ekki. Richard varð alltaf móðg aður, ef fólk vildi ekki taka hann al- varlega. Þessi unga kona er dáin og ég ætla að jarða hana. — Hlustið nú á mig, piltur minn. ,Ríl- stjórinn sneri sér við í sætinu, lítill kubbslegur náungi, eldrauður í fram- an af reiði. — Ég hef aldrei verið neitt sérlega hrifinn af ykkur, þessum skemmtanalýð og ykkar fáránlegu uppá tækjum. Ég vil fá að vita ákvörð- unarstað ykkar möglunarlaust, annars getið þig snautað út úr bílnum á stund- inni. Richard hikaði við, yppti síðan öxlum. — Afsakið, sagði hann svo. Brandarinn hitti ekki nógu vel í mark, eða hvað? Akið okkur til Riverdale — 937 West 235. götu. — Jæja, þetta var skárra, sagði bíl- stjórinn. Augnabliki síðar vorum við komin út í umferðina sem var mikil á þessum tíma, þegar fólk streymdi heim úr leikhúsum og kvikmynda'húsum. Riohard, sem enn sat með Louise í fang- inu eins og sofandi barn, hallaði sér aftur á bak í sætinu og blístraði „Einn vals enn, elsku Vigga“. Ferðin, sem í hönd fór, gat ekki gerzt nema í draumi. Við ókum eftir Times Square og Ijós glamparnir dönsuðu yfir andlit Lou- ise undir slæðunni. Fótgangandi fólk streymdi fram hjá, surnt gægðist inn í bílinn og glotti við, þegar það sá Rich- ard sitja með kvenmann í fanginu. Við fórum framhjá lögregluþjónum, þeir sýndu ekki snefil af áhuga á bíln- um eða farþegum hans. Richard flutti lik gegnum hjarta stærstu borgar heims án þess að nokkrum manni dytti í hug að skipta sér af því. Nú beygðum við út á Henry-Hudson- veginn og ókum í áttina til Riverdale. Innan skamms var bíllinn kominn á ákvörðunarstað — að þessu húsi, hús- inu sem ég hafði keypt handa okkur Ann og átti að verða framtíðarheimili okkar. Richard smeygði sér varlega út 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. marz 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.