Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1966, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1966, Qupperneq 6
er raunar stórmerkilegt að unnt skull vera að halda hálfsmánaðarlega sin- fóníuhljómleika, fyrir fullu húsi áheyr- enda í borg ekki stærri en Reykjavík. Ég held, að mér sé óhætt að fullyrða, að jafnvel hér í Þýzkalandi væri slík aðsókn að sinfóníutónleikum óhugsandi í borg með hundrað þúsund íbúa, þótt hver slík borg hér hafi sína óperu eða söngleikahús, sem nær því fullsetið er hvert kvöld. Þótt svo muni vera, að nokkuð sé það sama fólkið, sem sækir sinfóníuhljómleikana í Reykjavík á 14 daga fresti, þá breytir það ekki þeirri óvenjulegu og ánægjulegu staðreynd, sem er aðsóknin að þessum hljómleik- um. En þetta er þó ekki nóg. Hljóm- sveitin er, eins og t.d. Ríkisútvarpið, fyrirtæki, sem þarf að ná til fleiri hlust- enda en þeirra, sem eingöngu vilja sin- föníur. Vonandi eykst áfram aðsóknin að tónleikum hljómsveitarinnar, en til hins breiða hóps áheyrenda nær hún hvergi eins vel og með flutningi á óper- um og óperettum. Ekki vegna þess að sú tegund tónlistar sé óæðri hreinni hljóð- færamúsík. Sú gamla kenning er löngu orðin vængjalaus. Ég þykist ekki með þessu hliðarstökki vera að segja hljóm- sveitinni eða forráðamönnum hennar nýjan sannleika. Ég veit að þeir hafa oft velt þessu verðandi vandamáli fyrir sér, að ein og sama hljómsveitin verði í senn sinfóníu- og óperuhljómsveit, og ég efa ekki að þeir yrðu fúsir til við- ræðna um að leysa þann vanda. E igum við söngvara, sem eru fær- ir um að syngja allar þær ólíku radd- „týpur“, sem t.d. 3-5 óperur á ári, ólíkar að stíl, krefjast? Ég er viss um, að radd- irnar eru til, sem slíkt óperu-„reperto- ire“ krefst. En hefðum við getað búizt við því að eignast leikara án þess að aðstaða til þjálfunar fyrir þá hefði verið fyrir hendi, þ.e.a.s. íverustaður, þar sem þeir gátu iðkað sína list og þroskað fyrir framan áhorfendur? Ef svo hefði ekki verið, ættum við ekki í dag leik- arana, sem kynna okkur nú ýmsar teg- undir leikbókmennta. Ég hef oft dáðst að hug þeirra tiltölulega mörgu ís- lenzku söngvara, sem lagt hafa í langt, erfitt og kostnaðarsamt söngnám heima og erlendis vitandi það, að á íslandi biðu þeirra engir möguleikar til áfram- haldandi þjálfunar, heldur aðeins að koðna niður í vonleysi og sársauka yfir möguleikaleysinu. Annar var jú sá möguleiki að setjast að í öðru landi og syngja þar „á meðan sólin skín“, en sá leikur er fyrir ýmsar sakir ekki öllum auðveldur, og því taka flestir fyrri kost- inn, þótt þeir viti að til lítils hafi þeir lært. Væri söngvurum okkar skapaðir stöðugir atvinnu- og þjálfunarmöguleik- ar, kæmi fljótlega í ljós raunveruleg geta þeirra og kunnátta. Það kæmi einn- ig fljótlega í Ijós, að við ættum stóran hóp söngvara, sem nú sitja heima en leggja ekki út í nám, sem lofar aðeins miklum peningaútlátum og atvinnuleysi þegar heim kemur. Höfum við íslendingar nokkrar skyldur gagnvart stétt söngvara? Höfð- um við skyldur gagnvart stétt hljóð- færaleikara? Já. Höfðum við skyldur gagnvart stétt leikara? Já. Viljum við kallast menningarþjóð en ekki siðlausir og réttlausir „barbarar", höfum við skyldur gagnvart hverjum einstaklingi og hverri þeirri stétt eða viðleitni, sem til menningar horfir. Ekki vil ég halda því fram, að þessurn skyldum hafi ekki verið vel framfylgt, síður en svo. Og undravert mun a.m.k. mörgum útlend- ingi þykja, hversu lítil þjóð hefur spjar- að sig. Jú, skyldur höfum við, og einn- ig gagnvart okkar ágætu söngvurum og þeim hópum áheyrenda, sem ekki vilja síður sjá og heyra söngleiki en leikrit. Og hvað dvelur okkur þá, þegar mögu- leikarnir eru fyrir hendi? Getum við verið án söngleikaflutnings okkur að skaðlausu? Þegar Þjóðverjar risu upp úr rústum síðustu heimsstyrjaldar, byrjuðu þeir á því að endurbygigja söng- leikahús sín, leikhús, skóla og kirkjur. Framhald á bls. 12. Stefán tslandi og Guðmunda Elíasdóttir í „Rigoletto“ (1951), fyrstu óperunni sem flutt var i Þjóðleikliúsinu. RABB Framhald af bls. 5. 600-menningana komst aö orði viö mig um daginn. Þeir, sem ekki vilja una því, að hér verði tekin upp ritskoðun og frelsi manna skert til að sjá og heyra það, sem þeim sjálfum bezt þykir, hafa nú sent Alþingi undir- skriftaskjal með nöfnum um 14. 700 manna. Sum blöðin hafa ekki sagt frá þessu, önnur falið frétt- ina, og ekkert blaðanna nema e.t.vi eitt gerði eins mikið úr þeirri frétt og hinni, þegar 600-menn- ingarnir lögðu skjal sitt fram. Kannske vilja blöðin með þessu búa okkur undir hina nýju lýðrœðistegund, þar sem nöfn manna gilda misjafnlega mikið? 487 menn fyrir norðan hafa sent Alþingi „mótmœli gegn fyrirhug- aðri stóriðju á Suðvesturlandi“. Athyglisvert er, að ekki var leitað til almennings nyrðra, er nöfnum var safnað á skjalið, heldur „leit- að til sveitarstjórnarmanna, félags- stjórnarmanna stéttarfélaga á Ak- ureyri, Hrísey og Húsavík, mennta- manna, atvinnurekenda og félags- stjórnarmanna kvenfélaga, ung- mennafélaga og búnaðarfélaga ... auk nokkurra áhugamanna“. Þetta er fróðleg upptalning og minnir mest á þjóðfélagsskipan syndikal- isma, falangisma eða fasisma. Eða minnir þetta á eitthvað fleira? í blaðinu „Moscow News“, sem kom út í Moskvu 5. marz sl., segir um kommúnistaflokkinn % Sovétríkjun- um: „Flokkurinn hefur ávallt að- hyllzt þá meginreglu Leníns, að það sé ekki tiltöluleg aukning (qu- antitative increase“) heldur gœða- aukning („qualitative increase“) í röðum flokksmanna, sem skipti höfuðmáli. Þess vegna er því stranglega framfylgt, . ... að ein- ungis það fólk, sem lengst er á veg komið í Sovétríkjunum, fái inn- göngu í Flokkinn“. Hugsunarhátt- urinn á bak við er sá sami, svo og tilhneigingarnar til þess að gera lítið úr lýðrœðishugsjóninni. Ég sé ekki, að þetta brot íslenzkrar menntamannastéttar, sem vill láta loka fyrir eða takmarka Kefla- víkursjónvarpið, eigi að ráða nokkru um það mál fram yfir þær stéttir, er Sigurður telur upp („leigubílstjórar, iðnaðarmenn, verzlunarmenn, sjómenn eða veit- ingaþjónar“). íslenzk menning er sameign allrar þjóðarinnar ,en ekki einkaeign lítils hóps lœrðra manna, hluta íslenzkrar menntamanna- stéttar. Þótt vera megi, að of mik- ið sé stundum gert úr alþýðumenn- ingu okkar, er það samt engu að síður víst, að meðal lítt skólageng- inna manna hér á landi má oft finna sannmenntaða menn, er bera íslenzkri menningu betra vitni en margir þeir, sem hafa hlotið lœr- dóm hér og erlendis og treysta sjálfum sér til þess að þola erlenda menntun, um leið og þeir vilja banna þorra manna að liorfa á út- lent sjónvarp af ótta við, að íslenzk menning glatist. Merkilegheitin, sem lýsa sér í þessum hugsunar- hœtti, eru menntuðum mönnum ekki samboðin. Það er ástœðulaust með öllu fyrir suma þessara manna að hreykja sér yfir „réttan og slétt- an almúgann“ og upphefja sig á kostnað annarra stétta. Sigurður kveðst þekkja mig svo vel, að ég mundi ekki sætta mig við einokun Rússa á sjónvarpi hér- lendis, jafnvel þótt enginn áróður fyndist í því. Nú er geysimikill sovézkur floti að veiðum fyrir aust- an land allan ársins hring með spítalaskipum, kvikmyndahúsum, bókasöfnum o.fl. Ekki yrði ég hissa, þótt lítil sjónvarpsstöð yrði bráð- lega starfrœkt fyrir Norður-At- lantshafsflota Sovétríkjanna, sem nœðist e.t.v. á Austfjörðum, og teldi ég ekkert athugavert við það, þótt Austfirðingar horfðu á sovézkt sjónvarp sér til dœgrastyttingar! Alla vega yrði þess skammt að bíða, að þeir gœtu náð sjónvarpi hvaðanœva að úr veröldinni á tœki sín, og þá vœri þessi hrœðilega einokun úr sögunni. Annars eru Rússar ekki bangnari við áhrif er- lends sjónvarps en svo nú orðið, að Eistlendingar fá í friði oð horfa á finnska sjónvarpið yfir Kirjála- flóa. Eftir styrjöldina reistu Rúss- ar, Pólverjar o.fl. austantjaldsþjóð- ir öflugar truflanastöðvar til þess að koma í veg fyrir, að þjóðir A- Evrópu gœtu hlustað á vestrœnt útvarp. Nú er þessi móðursýki að mestu úr sögunni, t.d. munu Pól- verjar hafa rifið flestar „sagar- hljóðsstöðvar“ sínar, sem voru fleiri og dýrari í rekstri en eiginlegar útvarpsstöðvar. Eigum við þá að fara að taka upp sams konar andlega kúgun? Kannske er hœgt að fá ódýr truflunartœki nú í Póllandi? Mergur málsins er sá, að íslend- ingar sœtta sig ekki við, að fá- mennur hópur geti látið skipa þeim fyrir verkum í þessum málum. Jafnvel þótt fallizt væri á sumar röksemdir sjónvarpsandstœðinga, þá eru þær allar úr sögunni innan skamms, og þá verður allt þetta brambolt liðin saga og hjákátleg. Á meðan skulum við vona, að rétt- kjörin yfirvöld láti ekki háreysti 600 manna yfirgnœfa rödd 15.000 manna. Magnús Þórðarson. 6 LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS- 3. apríl 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.