Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1966, Page 10
—--— SgfelAVEÐTALIÐ -
ÁLLIR Á SKÍÐI
— 10135.
■— Borgarþvottahúsið!
— Er Sigurjón Þórðarson
við?
— Jú, andartak.
— Sigurjón.
— Þetta er hjá Lesbók Morg-
unblaðsins. Hvað segið þið
skíðamennirnir í fréttum þessa
dagana?
— Við ættum að segja allt
gott. Skíðasnjórinn hefur a.m.k.
ekki verið betri í vetur en hann
er nú. Við töpuðum síðasta
vetri nær alveg, hér festi ekki
snjó að ráði. Það var kominn
tími til þess að setja á sig skíð-
in.
— Þér eruð formaður skíða-
deildar Í.R.?
— Jú, rétt er það.
— Þið eruð búnir að fullgera
skálann ykkar, er það ekki?
— Já — og ekki já. Það er
alltaf eitthvað eftir. Þetta er
ágætur skáli, við erum farin
að nota hann, en okkur vantar
samt enn eitt og annað — t.d.
vatnslögn, rafmótor og annað
því um líkt. En það verður að
koma með tímanum. Fjárhag-
urinn er það þröngur, að við
getum ekki gert allt í einu.
— Skálinn er við Hamragil?
— Já — í ágætu skíðalandi.
Við getum haft þarna um
fimmtíu næturgesti með góðu
móti. Þarna höfum við líka tog-
braut, 250—300 metra langa, og
segja má að aðstaðan sé góð að
öllu leyti, þegar snjóinn vantar
ekki.
— Er skíðaíþróttin stunduð
jafnmikið og aðrar íþróttir inn-
an félagsins — þ.e.a.s. er áhug-
inn tiltölulega jafnmikill, þegar
hægt er að komast á skíði á
annað borð?
— Áhuginn er mjög mikill,
en snjóleysið hlýtur auðvitað
að hafa útslitaáhrifin. Það er
tiltöilulega kostnaðarsamara að
stunda skíðaferðir en aðrar
íþróttir. Útbúnaðurinn kostar
töluvert fé. Fólk þarf líka að
leggja meira á sig, það er erfið-
ara að komast á skíði en að fara
í sundlaug eða á íþróttavöll. En
um leið og snjórinn er kominn
og veður er skaplegt eru þús-
undír Reykvíkinga komnar á
skíði. Þetta sást bezt síðasta
sunnudag. Áhugann vantar
ekki.
— Er skálinn ykkar ekki
fjölsóttur á slíkum góðviðris-
dögum?
— Jú — og svo gistir þar
fólk af og til allan veturinn,
virka daga sem helga. Fyrsta
veturinn, sem við gátum notað
nýja skálann, komu þangað um
fimm þúsund gestir. Ég geri
ráð fyrir að fjöldinn verði ekki
minni á þessum vetri.
— En fullnægja skálar
íþróttafélaganna hinni raun-
verulegu þörf?
—• Þessir skálar gegna þýð-
ingarmiklu hlutverki. En þeir
fullnægja ekki þörfinni, þegar
skíðasnjór er góður og almenn-
ingur fer á sidði. Þetta gamla
fyrirkomulag er orðið úrelt
þótt skálar félaganna þjóni
sínu hlutverki innan ákveðins
ramma. Við þurfum að taka
höndum saman og leggjast allir
á eitt — og reisa raunverulegt
skíðahótel á heppilegum stað í
nágrenni borgarinnar. Frum-
skilyrði fyrir því að sæmilegt
lag komist á þessi mál er, að
hægt sé að reka slíkan veit-
inga- og gististað fjárhagslega.
Að fólkið, sem annast rekstur-
inn, geti fengið sæmileg laun.
Það er liðin tið, að hægt sé að
ætlast til þess að slíkur rekst-
ur gangi snurðulaust með sjálf-
boðavinnu. Á því verður aldrei
nein mynd — og almenningur
hefur ekkert á móti því að
greiða jafnmikið fyrir þjónust-
una, hvort sem hún er innt af
hendi í skíðalandi eða í borg.
Fólk biður um þægindi og góða
þjónustu — og er reiðubúið til
þess að greiða fyrir.
— Við þurfum með öðrum
orðum að koma upp þokkalegu
hóteli, sem yrði rekið með svip-
uðu sniði og önnur slík?
— Já, og staðinn verður að
velja með það fyrir augum, að
hægt sé að reka hótelið allan
ársins hring. Það þarf fyrst og
fremst að vera í góðu skíða-
landi og við það þyrfti að
byggja fullkomna skíðalyftu.
Ekki frumstæða togbraut, held-
ur raunverulega lyftu. Á þess-
um stað þyrfti að vera aðgang-
ur að jarðhita, fyrst og fremst
til upphitunar að vetrinum —
en einnig til þess að auka
möguleikana á starfrækslu að
sumrinu. Sundlaug, e.t.v. að-
staða til þess að hafa leirböð
eða eitthvað því um likt gæti
gefið hótelinu gildi að sumrinu.
Þar þyrftu líka að vera golf-
vellir, tennisvellir og annað
þess háttar — og gott skauta-
svell að vetrinum.
— Hve stórt haldið þér að
slíkt hótel þyrfti að vera?
— Ég er ekki til'búinn til
þess að koma með tillögur í
smáatriðum, en ég gæti ímynd-
að mér, að hótel sem tæki um
50 næturgesti, væri góð byrjun.
Veitingasalir yrðu samt að vera
fyrir langtum meiri fjölda —
og vitanlega ákveðnir stækk-
unarmöguleikar. Öllum kemur
saman um, að fátt er heilsu-
samlegra en að stunda skiða-
íþróttina — og ef við ætlum að
fá almenning á skíði verðum
við að skapa aðstöðu fyrir fólk-
ið. Skálar íþróttafélaganna
Jí
koma að ákaflega takmörkuð-
um notum á þessu sviði.
— Hafið þér komið auga á
einhvern heppilegan stað?
— Ég hef mikið hugsað um
þetta — og sjálfsagt fleiri. Við
höfum talað iyn Marardal í
Hengli, en staðsetningin er auð-
vitað mál, sem þarf ítarlegrar
og mikillar rannsóknar við.
— Og væri hugsanlegt að
framkvæma þetta á svipuðum
grundvelli og ílþróttahöllin var
reist?
—Það væri auðvitað æski-
legt, að íþróttafélögin fengju
einhverja í lið með sér, en í
fljótu bragði virðast ekki aðrir
koma til greina en þeir, sem
leggja stund á hótelrekstur.
— Og að lokum: Hvað hafið
þið reykvískir skíðamenn að
segja um þá ráðstöfun Skíða-
sambandsins að gera Akureyri
að miðstöð skíðaíþróttarinnar?
— Um það hef ég ekki annað
en gott að segja. Hins vegar
verður Akureyri aldrei miðstöð
skíðaferða Reykvíkinga. Þar á
ég við almenning, fólkið sem
fer á skíði um helgar — og
mundi e.t.v. taka sér nokkurra
daga frí og gista á skíðahóteli
í nágrenni borgarinnar. Til Ak-
ureyrar fara fáir aðrir en kepp-
endur til æfinga eða þátttöku
í mótum. Fjöldinn sækir ekki
þangað af eðlilegum fjárhags-
legum ástæðum — og við, sem
erum að hugsa um að koma
allri fjölskyldunni á skiði,
byrjúm á því að leita að góðri
brekku í nágrenni borgarinnar.
-rmwi imniiwiinwimiMiii iiTiiinmi i imrii
Á REKAFJÖRUM
Framhald af bls. 1
við Bolungavík, þá blasir við þeim önn-
ur sjón og hún sérstæð. Þar hafa bol-
ungar hlaðizt upp á litlu svæði fyrir
botni víkurinnar, en enginn reki í fjör-
unni út með landinu.
Þennan stað kalla þeir Bolungavík.
Orsök nafngiftarinnar er svo auðsæ,
þeim sem kunnugir eru, og hún hefur
lifað svo góðu lifi fram á þennan dag, að
það er algerlega út í hött að hafa uppi
aðrar skýringar á nafngift staðarins.
]Vú myndu flestir ætla, að þar sem
víkin dregur nafn sitt af karlkynsorð-
inu bolungur, þá léki enginn vafi á um
ritháttinn, að hann ætti að vera Bol-
ungavík, því að varia er víkin kennd
til eins bolungs.
Og reyndar er það svo, að það leik-
ur enginn vafi á um ritháttinn, en samt
hefur gengið á ýmsu og hefur nafnið
ýmist verið ritað BolungAvík eða 3ol-
ungaRvík, og er það sðara að sækja á
rétt einu sinni.
Við vitum ekkert um framburð stað-
arnafnsins um fjfigur hundruð ára skeið
í sögu bygigðarinnar. í byrjun 14. ald-
ar er fyrst að finna ritaða heimiid fyr-
ir nafninu og á þeirri öld og fimmtándu
og sextándu öld, virðist R-rithátturinn
hafa verið ríkjandi. Síðan fer A-rithátt-
urinn að sækja á í byrjun sautjándu ald-
arinnar og á nítjándu öldinni hefur sá
rilháttur alveg náð yfirtökum, enda fóru
menn þá að gera sér grein fyrir orsök
nafngiftarinnar.
SAGA MISMUNANDI RITHÁTTAR
Saga hins mismunandi ritháttar á
staðarnafninu er í stuttu máli sem hér
segir. Nafn staðarins kemur fyrir í Fóst-
bræðrasögu og er þar ritað með R-end-
ingu, og hefur sá kafli sögunnar varð-
veizt í skinnhandriti af Möðruvallabók
frá því á fyrri hluta 14. aldar. í Land-
námabók kemur staðarnafnið fyrir á
einum stað, og hefur sá staður varð-
veizt í Hauksbók, skinnbók frá því um
1300. Þar er einnig ritað með R-endingu.
Í Sturlungu kemur nafnið fyrir tveim-
sinnum og er þá ritað með R og eru
þeir staðir varðveittir á skinni í Króks-
fjarðarbók frá því um miðja fjórtándu
öld.
Nafnið kemur með A-endingu í skjali
frá 1327, en það skjal er máldagi rit-
aður upphaflega á Hóli í Bolungavík.
Þetta skjal er til í pappírshandriti frá
1601. Það er tvennt merkilegt um þetta
skjal, og er það fyrst, að það hefur upp-
haflega verið ritað af staðarmanni, og
er það fyrsta sem frá þeim sézt, og upp-
hafið er.. ritað með A:
Holl.Bolunngavijk
en síðan er nafnið ritað með R inni í
textanum. (Er óleyfilegt að láta sér detta
í hug, að afritarinn 1601 hafi gætt sín
í upphafi afritunarinnar og ritað því
orðrétt upphafsorðin eftir frumritinu
frá 1327, en síðan slævist athyglin og
hann fer að rita eftir eigin framburði,
í meginmálinu?)
Á sautjándu öldinni virðist R-rithátt-
urinn ríkjandi. í Jarðabók Árna og Páls
í byrjun átjándu aldarinnar er ritað
með R, en hins vegar ritar Eggert ólafs-
son með A-endingu í lok aldarinnar.
A-endingunni vex ásmegin alla nítj-
ándu ölldina og þá ritar Finnur Jóns-
son með A í örnefnatali.
Enginn maður er nú svo gamall, sem
ég hefi hitt að hann muni R-framburð
í nafninu, og trúa mín er sú, að vestra
hafi aldrei heyrzt R í þessu orði.
egar nítjándu aldarmenn fóru að
gera sér grein fyrir staðarnafninu, sáu
þeir auðvitað, að skinnbóka ritháttur,
eða sá eldri, sem þekktur er, stangaðist á
við auðsæja skýringu á nafngiftinni
sjálfri.
Hana töldu þeir svo ótvíræða að fæst-
ir þeirra leiddu hugann að rithætti á
skinnbókum heldur töldu hann fortaks-
laust rangan og stafa af ókunnugleika
ritaranna. Ýmsir sérvitringar urðu þó til,
annað veifið, að halda í skinnbókarit-
háttinn, án þess þó að séð verði, að þeir
hafi rannsakað þann rithátt né leitað að
skýringu á honum. Það var ekki fyrr
en um miðja þessa öld, sem nú er, að
þessir R-menn bjuggu sér til kven-
kynsorðið bulung eða bolung til að
reyna að samræma skinnbóka rithátt-
inn og orsök nafngiftarinnar, og segir
af þvi síðar.
Þannig standa sem sagt málin framan
af þessari öld, að A-endingin virtist loks
algerlega hafa sigrað í rithætti,
og um framburðinn er rétt
að endurtaka, að það kannast enginn
við, það ég veit, að R- hafi heyrzt í
framburði nafnsins vestra ,í manna
minnum. Á Alþingisbókum og opinber-
um gerningum var ritað A. Menn héldu
að R-rithátturinn væri endanlega dauð-
ur og horfinn með öllu.
á gerist það ótrúlega í lok
heimsstyrjaldarinnar, að yfirvöld stað-
arins sjálfs taka upp R-rithátt á öllum
sínum plöggum. Menn utan héraðsins
töldu að óhætt væri að taka upp rit-
hátt nafnsins eftir þessu, og sézt nú
varla annað á prenti í blöðum en rit-
að sé BolungaRvík. Það sama á við um
alla opinbera gerninga. Þessi ritháttur
er kominn inn á Alþingisbækurnar á ný
Framhald á bls. IX
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
3. apríl 1966