Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1966, Side 14
h&fi gert klofninginn innan flokksins
njeiri en hann hafi þurft að verða. Gait-
skell hafi heimtað hreinar linur, lagt
xnálin fyrir flokkinn eins og háskóla-
kennari, sem vill fá rétt svar eða
rangt, en þekkir ekki milliveginn, og
gert sáttaumleitanir ógerlegar með ó-
bilgirni. Um þetta segir Healey: „Fjöldi
fólks er meira en reiðubúinn til þess
að drýgja hór daglega, en það sama
fólk mundi hins vegar berjast fram í
rauðan dauðann gegn minnstu breyt-
ingum á boðorðunum“. Honum finnst
Gaitskell hafa knúið andstseðinga sína
til þess að taka ósveigjanlega afstöðu
með hinum gömlu og heilögu „boðorð-
um“ flokksins, í stað þess að „lempa þá
til með lagni“. Healey var einn harð-
vítugasti baráttumaður flakksins um
þetta leyti, en honum var þá þegar
einkennilega gjarnt til að koma með
særandi, persónulegar athugasemdir um
andstæðinga sína. Hann heifur ekki lagt
þennan ósið niður, sem hetfur bæði
afiað honum lífstíðaróvina og spillt
fyrir honum meðai flokksbræðra.
Um líkt leyti mótaðist stefna hans
í kjarnorkuvopnamálum, sem hann hef-
ur síðan staðið mjög ákveðið við og
af fyllstu samkvæmni. Hann einseíti
sér í upphafi að horfast í augu við vand
ann kalt og rólega; aðalatriðið væri að
láta ekki stærð vandamálsins og hinar
hræðilegu staðreyndir þess koma sér úr
jafnvægi. „Grátkerlingaraus og hryllings
sögur tefja fyrir því, að lausn finnist á
þessu máli“, sagði hann eitt sinn. Er
hann hafði kannað allar hliðar málsins
af hlutlægni nokkra hríð, einbeitti hann
sér að því að finna lausn á þvi hvemig
hægt væri að tryggja öryggi Bretlands,
koma í veg fyrir kjarnorkustríð og
girða fyrir frekari útbreiðslu kjarna-
vopna. Honum finnst hlægilegt, að sum-
ir innan Verkamannaflokksins skuli
viija, að Bretar afsali sér kjarnavopn-
um einhliða, vegna þess að þau séu
af hinu illa í sjá'lfu sér, án þess að taka
nokkurt tillit til staðreynda alþjóða-
mála eða gera minnstu tilraun til þess
að hugleiða hverjar yrðu afleiðingarn-
arnar, og hvemig nota mætti tilveru
vopnanna sem tæki til að tryggja
heimsfriðinn.
Þegar Bevan var gerður að talsmanni
Verkamannaflokksins í utanríkismálum
árið 1056, til þess að friða vinstri menn
fLokksins, var Healey gerður að aðstoð-
armanni hans, til þess að friða hægri
öflin. Þegar Bevan lézt, tók Healey
sjálfkrafa við stanfi hans. Ári síðar
var hann látinn spreyta sig á samveldis-
málum, og enn siðar varð hann tals-
maður flokksins í vamarmálum. Þegar
Verkamannaflokkurinn komst til valda
árið 1964, var hann þegar skipaður
varnarmá'laráðherra, þótt álitið sé, að
hann hafi viljað verða utanríkisráð-
herra.
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 3
hvað svo skrítinn á svipinn, þá er hún
góð við mig og klappar mér og þá er
allt gott aftur.
Eger oftast sofnaður, þegar pabbi
kemur heim, ef hann hefur farið niður
í þorp. Þá talar hann stundum mjög
hátt. Ég heyrí oft, að hann talar um
þegar hann var í riddaraliðinu. Mamma
segir: Uss, vektu ekki barnið; svo talar
hann lægra. Annars talar hann aldrei
um það, þegar hann var í riddaraliðinu. í
það minnsta ekki við mig. Ég hef stund-
um spurt hann. Þá verður hann önugur
og segir mér að þegja. Pabbi er góður
maður. Hann segir mér kannski stimd-
um að þegja og fleira, en það er af því
að hann er þreyttur. Mamma segir það.
Það er snarbrattur stigi upp á loftið,
þar sem pabbi malar kornið. Það hefur
verið gengið svo oft upp og niður stig-
ann, að þrepin eru orðin skálalöguð og
þunn í miðjunni, en þykk og gljáandi
í endana. Mamma sópar oft stigann. Hún
segir að ég skuli ekki sitja í honum, því
þá fái ég flísar í mig. Það er alltaf mik-
ið ryk uppi. Ég vil helzt ekki vera þar.
Ég hósta af rykinu og mér þykir óþægi-
legt að fá mjelið á mig. Það fer inn í föt-
in mín og það rnarrar í því og mig klæj-
ar undan því.
Stundum verð ég samt að vera uppi
og sópa hýðinu saman í hauga og bera
það niður. Við getum hvort eð er ekki
talað af því að hávaðinn er svo mikill
og pabbi er alltaf alveg upp við stein-
ana. Annars mundi ég spyrja hann um
margt sem mig langar til að vita. Mig
langar líka til að segja eitthvað svo að
hann brosi. Stundum gerir hann það og
klappar mér á kollinn og kallar mig
litla sauðinn sinn. Það er mjög gott.
Þegar við borðum þá talar hann stund-
um við mig. Við tölum öll saman. Ég
fæ eitt glas af rauðvíni, því sama og
pabbi og mamma drekka. Það er strák-
ur neðan úr þorpinu, sem hjálpar pabba
við þreskinguna. Hann ber upp pokana,
og við hjálpumst stundum við að moka
hýðinu í poka uppi. Svo fer hann með
þá niður og staflar þeim á vagninn.
Þeir eru seldir í svínabúinu niðri við
þjóðveginn.
Hann er langur, strákurinn, sem
hjálpar pabba, með útstandandi eyru og
asnalegur. Ég segi honum það oft af þvi
að hann er leiðinlegur. Hann er alltai
í fýlu og montinn. Hann hrekkir mig
stundum þegar enginn sér til. Einu sinni
velti ég fullum poka ofan á bakið á
honum. Hann sagði, að ég hefði hrygg-
brotið sig og klagaði fyrir pabba. Svo
var ég skammaður. En ef ég klaga hann
er ekkert sagt af því,pabbi má ekki
missa hann. Það eru svo fáir sem vilja
vinna svona verk, þegar þeir geta unn-
ið við vínyrkjuna. Hann er alltaf í sömu
fötunum. Skyrtan hangir í poka fram-
an á kviðnum á honum og rassinn í bux-
unum nær langt niður, næstum niðui
í hnésbætur. Ég held, að hann sé heimsk-
ur. Hann fer stundum með brauðið með
sér niður í þorpið á kvöldin.
Annars fer ég með það. Það er mjög
sjaldan. Kannski einu sinni í viku. 1
mesta lagi tvisvar. Það er gaman. Kon-
urnar í húsunum gefa mér stundum
eitthvað gott. Stundum gefa þær mél
rúsínur eða jarðarber eða hindber. Þæi
eru fallegar, sumar, í sléttum og alveg
hreinum fötum. Það er allskonar fólk.
Hjá einni konunni er eitt herbergið með
bréfi á veggjunum með myndum af alls
konar blómum. Þegar ég verð stór ætla
ég að setja svoleiðis bréf á veggina hér
í myllunni. Ég verð nefnilega rnalari
eins og pabbi. Afi var líka malari. Þeg-
ar ég kem með brauðið eru krakkarnir
í þorpinu oft að leika sér á götunni.
Þeir hafa mjög hátt. Það er oft mikill
hamagangur í þeim. Þeir reyndu nokkr-
um sinnum að taka af mér brauðið. Svo
var þeim bannað það. Ég leik mér
stundum við þá. Mjög sjaldan. Þeir vilja
oftast láta mig gera leiðinlegustu verk-
in. Þeir halda alltaf hópinn og geta oft
verið að leika sér. Þeir segja að ég sé
druslulegur og skítugur. Það er ekki
satt. Svo ég ledk mér einn við lækinn
í staðinn.
Þegar ég hef skilað af mér brauð-
unum, þá fer ég aftur upp eftir. Stund-
um þegar ég labba upp hallann er sólin
að setjast bak við mylluna. Þá er him-
inninn allavega á litinn eins og vanginn
á mömmu við ljósið frá hlóðunum. Það
er afar fallegt.
FERÐAÞANKAR
Framhald af bls. 8.
og Vesturlandaborg fyrir þann, sem
kemur frá Moskvu. Nokkur ár eru lið-
in síðan ég gekk seinast eftir Nevskij,
en mig minnir að það hafi aðeins verið
umgerðin, sem mér virtist vestræn —
innflutningsvara mikillátra keisara.
Reval er þrátt fyrir allt öðru vísi farið,
þar er raunverulega vestrænt umhverfi,
hernumið, mengað rússneskum áhrif-
um, en af okkar sauðahúsi. Þetta á ekki
aðeins við um hin fornlegu Hansa-
hverfi, það á líka við um fólkið, kurt-
eisi þjónustufólksins og hvernig konurn-
ar reyna að klæðast. Maður reikar trega-
fullur um listiðnaðarsafnið í Kadriorg
(áður Katharinental) og virðir fyrir sér
hinn norræna smekk, sem birtist í
röggvafeldum og leirmunum.
Og rússneku áhrifin? í stuttri heim-
sókn verður maður að láta sér nægja
ónákvæmar upplýsingar. Hér sem ann-
ars staðar í hinu víðlenda ríki eru stat-
istík og tölur ríkisleyndarmál eða lygi.
Hversu margir Rússar búa nú í Reval?
Enginn, sem maður spyr, virðist vita
það. Svörin, sem ég fæ, spanna bilið frá
15 til 20 af hundraði .... Eistlending-
ur einn, sem ætti að hafa nokkur skil-
yrði til að mynda sér skoðun um þetta
atriði, taldi, að nokkru minna en helm-
ingur íbúa Reval væri Rússar. Það virð-
ist sennilegt. Börnin læra rússnesku í
skólanum, allt frá því í fyrsta bekk. En
ef ég segi, að öll börn, sem ég hitti uppi
á Dómkirkjuhæðinni, hafi talað rúss-
nesku sín á milli — sem þau reyndar
gerðu — gefur það þó einungis til
kynna, að þau kunna málið. í eist-
neska sovétlýðveldinu eru nú sagðir
vera 1300.000 ífoúar, þar af um það bil
300.000 heimilisfastir Rússar. Fjöldi Eist-
lendinga hefur komið heim aftur úr út-
legð í vinnufoúðum — en hversu marg-
ir?
Næst á eftir hinni rússnesku áhrifa-
mótun virðist húsnæðisskorturinn vera
það, sem Eistlendingum fellur þyngst.
Óánægja brýzt meira að segja fram í
samræðum leiðsögumanna. Það er sagt,
að Eistlendingar geti þurft að bíða eft-
ir íbúð í tíu ár, Rússar í tvær vikur . . .
Skemmtanalífið blómstrar að sjálf-
sögðu; tónleikatímabilið, sem er í þann
veginn að hefjast, verður fjölbreytt eft-
ir auglýsingunum að dæma. Veitinga-
húsin eru vel sótt, kampavínið frá Krím-
skaga fyllir glösin, rauðum styrjuhrogn-
um er skolað niður með Viro valge milli
lettnesks jenka og tékknesks foxtrots.
Kunningi minn, sem oft hefur" dvalizt
austantjalds, segist einhvern tíma hafa
dreypt á margra stjarna kinversku kon-
íaki — það minnti á Chanel 5. En ég
fann það ekki í Tallinn, kannski er það
orðið óæskilegt af pólitískum ástæðum.
Kaffihúsin eru næstum jafnmörg og
áður, í gömlu Reval voru kaffihúsaset-
ur ástríða, allt frá því er Alfonso nokk-
ur Tellado, spænskur að kyni, innleiddi
þennan bílífissið. Fyrsta kaffihúsið var
opnað árið 1702. En ég leitaði árangurs-
laust að frönsku og ensku blöðunum,
sem ég var vanur að lesa með kaffinu
nokkru síðar í veraldarsögunni.
Þegar ég kom aftur til Helsingfors,
hitti ég kunningja minn einn, sem er
mjög hlynntur Rússum. „Nú já, svo að
þú varst þar bara þrjá daga“, sagði hann
fussandi og lét sér fátt um finnast. „Þá
hefurðu ekki haft tíma til að sjá neitt..“.
Sem sagt, ekki trúverðugt vitni. Hversu
blindur og minnislaus halda þessir fugl-
ar að maður sé?
Geðfelldasti þátturinn í fari nú-
verandi valdhafa Eistlands er áhugi
þeirra á gömlum minjum. Hinum sögu-
legu hverfum er haldið við af alúð og
þekkingu. Skjaldarmerki gömlu sænsku
barónanna í dómkirkjunni eru máluð
að nýju í réttum litum. Grafletursskildir
með andlitsmyndum þeirra prýða súl-
urnar á ný, þungbúin andlit með snúið
yfirskegg. í kórnum stendur silfruð kista
með blómum umhverfis, í hliðarkap-
ellunni önnur — útför á morgun. Kirkju
vörðurinn skýrir frá því hvíslandi, að
söfnuðurinn telji sextán hundruð með-
limi, „flest gamalt fólk“. Söfnuðurinn
er svo fátækur, að hann hefur varla ráð
á að kveikja rafljósin við messur, að
því er mér var sagt annars staðar. I þess-
ari kirkju sefur stórveldistími Svíþjóð-
ar. Skóhljóð rússneskra ferðamanna
kveður við undir hvelfingunum milli
lútherskra kirkjubekkja og hinna ólýð-
ræðislegu dýra skjaldarmerkjanna.
St. Nikulásarkirkjan (Niguliste) er
verr komin. í marz 1944 varð Tallinn
fyrir rússneskri sprengjuárás, sem olli
mikilli eyðileggingu. Sagt er, að þýzkir
herforingjar hafi haft aðsetur í hinu
fræga hóteli Kuld Lövi (Gullna ljón-
ið). Sprengjuflugvélarnar ruddu breiða
rústagötu þvert í gegnum borgina frá
Kuld Lövi niður að Estonialeikhúsinu
— það hús hefur verið endurbyggt í
nákvæmlega sömu mynd og fyrr. Niku-
lásarkirkjan með óviðjafnanlegum bar-
okk-búnaði sínum, brann. Unnið er að
endurbyggingu hennar, en fallegan turn-
hettan frá sænska tímanum varð eldin-
um að bráð. He-ilagsandakirkjan, Púhav-
aimu, er sama gotneska perlan og fyrr-
um. Barokk-úrið fræga hefur verið
hreinsað af óhreinindum margra ára-
tuga og tifar nú glaðlega að nýju. Og
sænska Mikjálskirkjan neðan við Kiek
— inde — kök er sögð vera notuð sem
æfingasalur fyrir glímumenn, alveg eins
og áður. Bogagöngin undir Ráðhúsinu
hafa verið grafin upp, og litlu, snotru
safni hefur verið komið fyrir á neðstu
hæðinni. Stóra gildishúsið er líka safn,
þar sem áherzla er lögð á minjar um
byltinguna. Það er forvitnilegt, einnig
fyrir sannfærðan hvítliða, að kynnast
trúarbaráttu og goðsögnum andstæðing-
anna. Því miður er safnið harla graut-
arlegt. En það hefur að geyma verð-
mætar minjar frá dimmum ánauðar-
öldum. Hinn marxísk-leniníski talsmáti
er stundum gæddur töfrum fáránleik-
ans, maður les áróðursvígorðin um ill-
mennsku „lénshöfðingja.nna“ með :iimu
ánægju og lýsingar á hrekkjabrögð-
um vondra stráka í ævintýrum. Orðalag-
ið er keimlíkt.
ýzku Baltarnir eru á bak og burt.
Hver og einn er frjáls að því að segja
nokkurn veginn hvað sem er um þá, og
þegar allir hrækja á sama steininn,
verður hann fljótt blautur. Víst er það
margt, sem þeir áttu sök á — bænda-
ánauðin, jarðeigna-skipulagið, þýzki
hrokinn. Sagnfræðinni má þar að auki
rangsnúa eftir hentugleikum, skringi-
leg dæmi slíks er að finna í nýút-
komnum bókum um sænska tímabilið.
En það voru þrátt fyrir allt afkomend-
ur Hansakaupmannanna og barónanna,
sem sköpuðu gömlu Reval, og mikið af
því, sem gaf henni sína sérkennilegu
töfra, átti rót sína að rekja til þessara
eftirlegukinda, sem voru heimsborgar-
ar að hálfu, óðalsbændur að hálfu. Nú
eru þeir dreifðir víðsvegar um heim,
mest um Vestur-Þýzkaland, þar sem
þessir gömlu herramenn bollaleggja í
tímaritum sínum um arfskipti á Ey-
sýslu í Napoleonsstyrjöldunum og önn-
ur mikilvæg efni. Fólk frá Voronesh og
Tjeljabinsk hefur flutzt í spjallaðar
ibúðir þýzku Baltanna á Dómkirkjuhæð-
ínni og staflar nú brenni til vetrarins,
þar sem uppstrammaður þjónn aðals-
frökenanna von Tiesenhausen rakaði
gangstíginn í eina tíð.
T íminn er ekki sérlega meðfæri-
legur gripur. Hann vill skreppa úr hönd-
imum á manni. Þegar ég stóð fyrir
nokkrum dögum við gamla dóm'kirkju-
skólann og horfði inn í húsagarðinn, sá
ég að reynirinn var þar enn, dálitlar
sprungur í berkinum að vísu, en hvað
eru þrjátíu ár í ævi reynitrés? Það
hafði gildnað ögn, og skugginn er enn
þá dýpri, sem fellur í gluggaskotið, þar
sem ég var vanur að standa og raka
mig með rakbollann í hendinni tæra
septembermorgna. Ég vona, að gömlu
Frau von S. — H. hafi hlotnazt mildur
ellidauði, áður en stálvöndurinn sópaði
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
3. apríl 1966