Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1966, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1966, Side 15
frændum hennar burt af því landi, þar sem þeir höfðu búið í sjö hundruð ár, sem „lénshöfðingjar“, satt er það, en einnig sérkennilegt menningarfólk. Svo kom förunautur minn og hnippti í mig, og við gengum burt, niður á hótelið og snæddum rjúkandi rússneska „seljanka". Hvernig komst aftur pólski rithöfundur- inn að orði í blaðinu um daginn? „Það er ekki hægt að gera sér upp frelsi“. Það er hverju orði sannara. — Húmanismi Framhald af bls. 4. um aðhæfingu, sem hann hefur haft fram yfir dýrin. Prófessor Kluckhohn fellst þó ekki á það sjónarmið, því að hann telur mannkyn eiga enn mikla andlega og félagslega þróunarmöguleika. Maðurinn 'hefur að vísu ekkert breytzt að likamsskapnaði í þúsundir ára, ef frá eru teknar mjög smávægilegar breytingar, svo sem afnotamissir vís- dómsjaxlanna. Aðrar breytingar stafa af kynblöndun, nýju umhverfi, bættu xnataræði og læknisfræðilegum aðgerð- um. Að sumu leyti sýna gibbon-aparnir í einum einasta dal í Síam eins mikinn mismun sín í milli og allar kynkvíslar manhanna samanlagðar. Frjó menning verður öðrum stöð- um fremur þar til sem blöndun kyn- stofna og menningarstrauma á sér stað. Sú skoðun er allmerkileg fyrir okkur íslendinga, því að menning okkar varð til við blöndun norrænna manna og vest- rænna, og blöndun heiðins dóms og krist- ins dóms. Sérhver menning er ofin úr samslungnum þráðum, sem eldri kyn- slóðir hafa valið sér, og hún á sér sína sérstöku hætti í hugsun, mataræði og viðbrögðum. Maðurinn bregzt ekki við eins og vél, nema að þvi er snertir ó- sjálfráðar kipphræringar eða við yfir- 3. apríl 1966 _______________ þyrmandi líkamlegt stress. Þekkingin á lögmálum þeim, sem menningin er háð, er einna lengst komin að því er snert- ir framþróun tungumálanna, en málitf er bæði lykill að hugsuninni og fjötur hennar. Það munu þeir taka undir, sem hafa fengizt við að yrkja ljóð. Nýjar hugmyndir og ný tækni berast ekki út með jöfnum hraða eða í allar áttir jafnt. Þær eru fremur eins og skóg- areldur, sem berst í þá átt sem vindur- inn blæs. Allskonar tæki og smíðis- gripir breiðast út örar en trúarlegar eða pólitískar hugmyndir, og að jafnaði eru konur íhaldssamari í því efni en karlar. Margt bendir til að þeir einstaklingar, sem verst er að gera til hæfis og illa hafa aðhæfzt sínu eigin samfélagi, séu fljótastir til að gleypa við nýjum trúar- brögðum eða félagslegum og pólitískum riýjungum. Samkvæmt þessu þarf nýja- brum í slíkum efnum ekki að þýða sér- lega aðlögunarhæfni eða betur vakandi skilning, heldur þvert á móti. Það getur verið s | ikdómseinkenni eða hrörnunar- merki gamallar menningar. P A rófessor Kluckhohn telur mann- fræðina hafa leitt það í ljós, að trúar- brögðin eru ekki eitthvað utan við lífið sjálft, heldur straumur sem vökvar allar lendur lífsins, því að þau hjálpa ein- staklingum ti laðhæfingar, eru samfélag inu til styrkingar og auka lífsmátt þess. Trúarlífið gefur öryggistilfinningu í heimi, sem virðist frá náttúrlegu sjón- armiði vera háður ófyrirsjáanlegum at- vikum, duttlungum og hryggilegum slys- um. í þessari áhættusömu veröld stað- festa helgisagnir og helgisiðir þá trú, að hún sé þrátt fyrir allt háð röð og reglu. Sem tákn órofa samhengis milli fortíðar og nútíðar veitir þetta öryggi með til- liti til framtíðarinnar. Trúin er því andleg og líkamleg heilsuvernd gagnvart því stressi sem hrjáir manninn, ekki hvað sízt á um- brotatímum. Hún er líka einn af frum- þáttunum í eðli manns frá upphafi eða svo langt sem heimildir ná til, hvort sem þær eru skráðar eða grafnar úr jörðu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 Sir Julian Huxley

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.