Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Qupperneq 1
I eð dómi Hæstaréttar Dana, fimmtudag 17. nóv. sl., verður að telja fullan endi bund- inn á handritamálið. í rauninni var mjög ósennilegt, ef ekki óhugsandi, að Hæstiréttur treysti sér (fremur en Eystri landsréttur áður) að ó- merkja samþykktir Þjóðþingsins, og það af ýmsum ástæðum. Þær höfðu verið gerðar á tveimur þing- um, í síðara sinnið að nýafstöðnum kosningum, og bæði skiptin með ríflegu atkvæðamagni. Hverjum dómstóli hlýtur að þykja mikill ábyrgðarhluti að ganga þvert gegn slíkum samþykktum löggjafarþings- ins, þótt um algjört innanríkismál væri að tefla. En handritamálið var, samkvæmt eðli sínu og undirbún- ingi þess, jafnframt utanríkismál, sem enn varlegar þurfti með að fara vegna sóma þingsins. Eftir er að vísu að ganga nákvæmlega frá skiptingu handritanna, og má bú- ast þar við þófi um smáatriði. En vit- að er, að af hálfu danskra stjórnarvalda ■ yinMio- Jput.ktuu'* - ^ I * ■' _ _.iiffftí! rtvi ÖSáí-V fiíitfi 4 tn. : i v ' " og meirihutans í þinginu var við af- greiðslu málsins miðað við þá skipt- ingu, sem samkomulag varð um í öll- um meginatriðum milli trúnaðarmanna dönsku og íslenzku stjórnarinnar í apríl 1961. Þótt greinargerð fyrir þeim sund- urdrætti væri ekki unnt að taka upp í lögin sjálf, verður að líta á hann sem forsendu þeirra, er örugglega megi vísa til. Það hefur líka komið fiam, engu síður í ummælum Dana en undirtekt- um íslendinga, að nú hljóti handrita- málið að vera á enda kljáð. Og þótt dómur Hæstaréttar sé ekki nema síðasta sporið af mörgum, er hann það úrslitaspor, sem auðveldast verður framvegis að hafa í minnum. öllum vegamótum er reyndar æskilegra að horfa fram en aftur. Samt get ég ekki stillt mig um að drepa hér á örfá atriði úr sögu handritamálsins. Um hana verður vafalaust ýmislegt rit- að smám saman, af meiri eða minni þekkingu, glöggskyggni og réttsýni, eins og títt er í sagnfræðum. Málið hefur verið þannig vaxið, að sumt af því, sem miklu skipti, hefur ekki verið rétt eða skynsamlegt að gera heyrum kunnugt — og er jafnvel ekki enn í dag. Heim- ildir um slíkt verða og mega vel bíða betri tíma. Hér vakir það helzt fyrir mér að gefa yngri kynslóðunum ofur- litla hugmynd um einstöku áfanga. H. ii. Dr. Sigurður Nordal. i andritamálið hefur verið svo of- arlega í hugum íslendinga tvo síðustu áratugi, að ekki væri óeðlilegt, þótt mörgum fyndist það gamalt baráttu- mál, sem hefði miðað óhæfilega seint áfram. f rauninni er það nýlegt mál, sem hefur komizt í höfn á furðu skömm um tíma. (Codex argenteus), brotið af hinu æva-er gamla og dýrlega handriti gotnesku biblíunnar, sem margir munu telja mestu gersemi norænna bókasafna, fyrst komin í eigu Svía. Nú má segja, að víkingar fari ekki að lögum, og hér sé hefðin orðin býsna gömul. En yngri dæmi eru til og aðrar aðferðir. Frá 1788 til 1823 var yfirbókavörður Konunglega bókasafnsins í Höfn þýzk- ur guðfræðingur, Moldenhawer, sem varð stofnun sinni ómetanlegur þarfa- maður, því að hann arfleiddi hana að fjölda handrita, sem hann hafði stol- ið úr spænskum og frönskum bóka- söfnum. Ég hef séð á sýningu í Höfn gullfallegt franskt handrit frá 9. öld, sem nú er í Konunglegu bókhlöðunni, og var þess hreinskilnislega getið í sýn- ingarskránni, að það hefði verið í til- teknu bókasafni í París fram undir 1800, en verið þá „fjarlægt" þaðan af Moldenhawer! Ekki get ég heldur ef- azt um það, þótt engin rekistefna hafi til efnis kemur er mun dýrmætari en sjálf Silfurskinna í Uppsölum. N. aumast var von, að I.slendingum kæmi lengi vel til hugar, að þeir gætu nokkurn tíma endurheimt neitt af þeim Fáfnisarfi, er í senn var svo dýrmætur og torsóttur. Fátæktin hér heima var svo mikil, að fram að 1908 var Lands- bókasafni holað niður á neðsta gólfi Al- þingishússins og Landsskjalasafni uppi á háalofti þess undir þakinu. SjálfstaVis- málið varð líka að ganga fyrir öllú. í samningum íslendinga og Dana í Reykja vík 1918 kom einstaka íslenzkum nefnd- armönnum til hugar að nefna handritin, en þorðu það ekki, af því að það gæt.i teflt öllu samkomulagi í hættu, enda þóttust vita, að þar væri að höggva í harðan stein. Ef til vill má segja, að handritamálið hefjist með kröfum íslendinga til skjala, embættisbóka o.s.frv. og handrita, sem Lok handritamálsins ■11 ■ i. !(’df fjíþ fí Íj\ ívnc-c::!j'rtbvr.y.:’ lj1 (í ■ fin íjjiítf ííwS könS rttitei ýb’rig-f-ti-ej; Jk ?> jijte cfoj&tujwtfcpti Eftir dr. Sigurð Nordal Handrit af Njáls sögu. Bóka- og handritasöfn og önnur söfn þjóðminja, listaverka o.s.frv. eru rúmar stofnanir inngangs, en þröngar brott- farar, eins og kveðið var fyrrum að orði um konungsgarða. Sjaldan er um það hugsað, með hverju móti handrit, bækur eða aðrir gripir séu komnir þar inn fyrir múrana. Varzlan er fyrsta skyldan, eins og íslenzka orðið bóka- vörður o.s.frv. lýsir ágætlega. Hvert safn er eins konar heilagt vé, sem aðrir „verðir“ bera lotningu fyr- ir, hvað sem þeir annars lcynnu að hugsa um siðferðilegan eignarrétt. Söfn stórvelda eru full af herfangi, sem ekki er reynt að hrófla við af þeim þjóðum, sem missinn hafa beð- ið. Þarf ekki að fara lengra en til Svíþjóðar til þess að sjá þar í bóka- söfnum heila sali fulla af ránsfeng sunnan úr álfu frá þrjátíu ára stríð- inu, Með því móti er Silfurskinna verið gerð út af því, að hin frægu blöð um Kópavogseiðana m.m., JS 64, 8 vo, sem Arni Magnússon hefur að mestu leyti ritað eigin hendi, hafi verið í Arnasafni (AM 224, 8vo), þangað til Jón Sigurðsson „fjarlægði" þau það- an. Hefur Jón verið uggandi um, að einhver þjóðrækinn Dani mundi ann- ars komast í þau og fela þau eða brenna vegna hinna hörðu dóma Arna um danska Bessastaðamenn. Þegar slíkra dæma er gætt, er ekki furða þótt Dön- um hafi fundizt íslenzku handritin í Höfn heiðarlega fengin. Auk þess voru hin dýrmætustu þeirra „oldnordiske“, norræn, samkvæmt málvenju, sem íslendingar sjálfir hanga enn þá í (sbr. „norrænadeild11 háskólans!) og ekki sérstaklega íslenzk. Og meðal þeirra voru slíkir kjörgripir sem Kon- ungsbók Sæmundar-Eddu, sem að því Arni Magnússon hafði fengið að láni og ætlaði að skila (sbr. þingsályktanir 1907 og 1924). Þar mátti vísa til samskonar dæma frá fyrri tímum og öðrum lönd- um, enda leiddu þær kröfur til nokkurra skila samkvæmt samningi 1927, og voru þau samt hvergi nærri fullnægjandi. En það er ekki fyrr en með ályktunum Al- þingis 1930 og enn skýrari 1938, sem farið er fram á afhendingu allra ís- lenzkra handrita „sem þýðingu geta haft fyrir þjóðlíf og menntalíf íslendinga‘% Þessi krafa náði því til handrita, sem voru ólíkt verðmætari en skjöl og em- bættisbækur. Og þar var ekki unnt að vísa til neinna fordæma af sama tagi í skiptum þjóða í milli. Ekki verður heldur sagt, að hér væri fast fylgt eftir af íslendingum, enda full afsvör af hálfu Dana, er málinu var hreift á þessum grundvelli. Má t.a.m. geta þess, að þingsályktunin frá 1930 var aldrei rædd á fundum íslenzk-dönsku samninganefndarinnar (sjá m.a. Sögu Framhald á bls. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.