Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Blaðsíða 4
ESiir Björn Þorsleinsson
Leiðir og samgöngutœki
Aðalsamgöngutæki forfeðra okk-
ar voru hestar, postularnir og skip
og bátar allt fram á þessa öld. Þessa
verður greinilega vart í örnefnum.
Fjöldi örnefna um allt land eru
kennd við brýr, brautir, götur, vegi,
leiðir og vöð, en þar hafa menn lagt um
aldir leiðir sinar um landið. Eyfirðinga-
vegur liggur norðan Hofsjökuls á Kjal-
veg, en Skagfirðingavegur um Stóra-
stöðvar við ströndina. Örnefni vitna um
forna stjórnskipan: Þingvöllur, I'ing-
skálar, Þingey, Þinghóll, Mannamóta-
flöt o. s. frv. Um refsiréttinn vitna
Hangahamrar, Gálgaklettar, Aftökugil
og Brennugjá, og ótal mörg önnur. Að
fornu komu menn ekki einungis saman
til þess að sitja yfir lögmálsþrætum og
refsa sakamönnum. Fangbrekka og Leik
skálar minna á það, að þeir stunduðu
íþróttir og áttu sér jafnvel skála til
Hér finnast varla nokkur ömefni
dregin af heitum vagna eða farar-
tækja á hjólum. Að vísu erVagn-
brekka norður í Mývatnssveit, en
bærinn mun kenndur við mann,
sem hét Vagn. Hins vegar áttu þeir
talsvert af sleðum, eins og sleða-
ömefnin gefa til kynna: Sleðaás,
jSleðbrjótur o. s. frv. Þeir stund-
uðu sjósókn og siglingar, og víða um
land eru hólar, sem kenndir eru
við skip. Oft mun nafngiftin tilorð-
in af því að Skipholtið líktist skipi
á hvolfi. Síðan hafa stundum mynd-
ast sagnir um að, að skip sé grafið
í hólnum. Knörr var eitt helzta ís-
landsfarið, hafskipið, á miðöldum.
Hér em bæir kenndir við þann far-
kost. Knörr er bær á Snæfellsnesi
og Knarrarberg í Öngulsstaðahreppi
í Eyjafirði, en auk þess eru til nöfn
eins og Knarrarhöfn og Knarrarnes
og fleiri sömu ættar. Eflaust m-un
nafngiftin til orðin, af því að eitt-
hvað í landslaginu, hamrar eða fell,
líkjast hinum fomu knörrum. Þetta
eiga að hafa verið hnarreist skip
(þ.e. knarreist). Ein kvenhetja ís-
lendingasagna nefnist Þorbjörg
knarrarbringa, og var hún Gils-
dóttir skeiðarnefs. Sú hefur senni-
lega verið allbarmfögur, en nefið á
föður hennar hefur tæpast verið
jafn aðlaðandi.
Hér við Reykjavík eru Elliðaár, EIl-
iðavatn og Elliðaárvogur, og eiga öll
nöfnin að vera dregin Eif skipsheitinu
Elliða, en því stýrði Ketilbjörn gamli,
sem land nam á Mosfelli í Grímsnesi.
Skip með þessu nafni kom furðuoft
fyrir í fornum sögum.
Hrynja háar bárur,
haug verpa svanteigar
nú er Elliði orpinn
í örðugri báru.
Svo segir í Friðþjófssögu. Elliðanafn-
ið birtist alloft í örnefnum: Elliðaey er
bæði á Breiðafirði og við Vestmanna-
eyjar og Elliði var bær á Snæfellsnesi,
og fleiri Elliðanöfn eru til á landinu
Sennilega munu staðirnir, sem þau prýða
hafa eitthvert svipmót af skipL
Nökkvi er skipsheiti í þulum fornum
og víðar í skáldskap. í þjóðsögum er þess
oft getið, að tröll rói á nökkva jafnvel
úr steini, og standa slík tröllaskip sums
Staðar uppi á þurru landi eins og t.d. í
Nökkvabrekku í Mývatnssveit og fleira
leynist víða af líkum toga spunnið.
Fjarða grein
sand niður með Norðlingafljóti í Hvít-
ársíðu. Á Tvídægru voru menn tvö dæg-
ur milli byggða. Brautarholt er á Kjalar-
nesi, en um það hafa Hofverjar eflaust
rutt braut út yfir nesið til sjávar. Ak-
braut er í Holtum við Þjórsá hjá Ár-
nesi. Þar var mikill þingstaður í eina
tíð og þar hefur þjóðbraut legið. Hrís-
brú er forn jörð í Mosfellsdal, en menn
brúuðu víða keldur og svakka í gamla
daga með því að bera í þá hrís og tyrfa
yfir. Þá voru trébrýr byggðar yfir fall-
vötn, eins og örnefni og aðrar heimild-
ir sanna: yfir Hvítá í Borgarfirði hjá
Brúarreykjum, Jökulsá í Hlíð hjá Brú,
Brúar er örnefni á Laxá í Þingeyjar-
sýslu (sbr. Brúarvirkjunin), og Brúará
í Biskupstungum og mörg önnur ör-
nefni vitna um forna brúargerð. — Þótt
menn fengjust nokkuð við brúarsmíði
þegar á þjóðveldisöld, þá urðu þeir löng
um að vaða árnar eða ríða þær á vöð-
um. Vaðará er á Mýrum eystra; það er
hin væða á, en menn virðast hafa orðið
að skeiða yfir Skeiðará. Vakrir hafa
gæðingarnir eflaust runnum um Skeið-
in í Árnessýslu milli Þjórsár og Hvítár.
Þar er bæði Skeiðháholt og Hlemmiskeið,
en um þau hafa menn skeiðað á þing-
staðina að Árnesi og Áshildarmýri, en
álfarnir um Álfaskeið í Hreppum. í
flestum héruðum landsins eru örnefni
kennd til leiða, leiðmóta eða haustþinga,
sem menn héldu upphaflega á heimleið
af aiþingi. Þannig er Leiðarhólmur í
Dölum, Leiðarhóll í Reykjadal, Leiðar-
nes í Fnjóskadal og Leiðveiiir víða um
land.
Sfiórnskipan og samkomur
Höfuðleiðir manna lágu á Þingvöll, að
Skálholti, til Hóla og í kaupstaði og ver-
slíkra iðkana.
Kaupangur er bær í Eyjafirði og Fest-
arklettur neðan túns drjúgan spöl frá
sjó. Þar hefur verið verzlunarhöfn í eina
tíð, en Eyjafjarðará hefur verið allið-
in við það að hlaða óshólmum í fjarð-
arbotninn. Þá er Hlaðhamar í botni Hval
fjarðar. Þar munu skip hafa verið hlað-
in í eina tíð, og mörg önnur örnefni á
strönd landsins minna á fornar verzl-
unarhafnir.
Nöfn á miðum og leiðum með strönd-
um fram eru gríðar mörg og merkileg,
en hér verður einungis steytt á skerjum
að sinni. Sker eru ekki einungis klettar
í sjó og flæðisker, heldur ennig tindar,
sem skaga upp úr jöklum og heiðum,
og nefnast þau fyrirbrigði nunatök á
grænlenzku. Þannig tala Skaftfellingar
um sker og skersl á Vatnajökli.
— Maður hét Gunnbjörn Úlfsson.
Hann hrakti vestur um ísland á land-
námsöld og sá þar land, sem síðan var
við hann kennt um skeið og nefnt Gunn-
bjarnarsker. Þetta land hlaut síðar nafn
3ð Grænland. Menn hefur löngum furð-
að sig á nafngiftinni Gunnbjarnarsker.
Þótt Grænland sé ekki réttnefni á jökul-
eyjunni miklu, þá er það auðvitað hrein
fjarstæða og fyndni að kenna hana til
skerja; margur sæfarinn hefur a.m.k.
steytt á minna skeri en stærstu eyju
heims.
Milli Vestfjarða og Grænlands eru ein
ungis 287 km. þar sem skemmst er; þar
er grænlenzka ströndin hálend mjög og
nefnist Blosseville Kyst; um og yfir
2000 m háir tindar skaga þar upp úr
gríðarlegum skriðjöklum. Ef það er
forn íslenzka að nefna nunataka sker,
þá getur að líta stórkostlegasta skerja-
garð í heimi á Blosseville-ströndinni.
Þar væru þá fundin skerin hans Gunn-
bjarnar gamla, en ýmsar aðrar skýr-
ingar á nafninu koma auðvitað til greina,
þótt þessi þyki mér sennilegust.
Eyfirðingavegur norðan Hofsjökuls.
Afvinnu- og hyggSarsaga
A tvinnusaga fslendinga um aldir
er örnefnum skráð um allt land. Hvar-
vetna er fjöldi örnefna kenndur til sauða
og lamba: Sauðafell, Sauðhagar, Lamba-
tungur, Lambhagar o. s. frv. Þá vitnar
fjöldi örnefna um það, að geita- og svína
rækt hefur verið hér allmikil fyrr á
öldum: Hafursfell og Hafratindar, Geita
hlíð, Kiðagil, Svínahraun, Grísanes o. s.
frv. Sýnu færri nöfn virðast kennd við
nautgripi, en fæst til hrossa. Af slík-
um nöfnum kannast flestir við Kýr- og
Kálfholt, Nauthaga, Nautavað, Bolabás,
Hestfjall, Hest og Kaplaskjól. Hér skal
engum getum leitt að því, hvort tíðni
kvikfjárnafna í örnefnum gefur til
kynna hlutfall milli einstakra greina bú-
peningsins á fyrsta skeiði landsbyggðar-
innar. Ef svo væri, þá hafa landnáms-
menn haft fá hross út með sér í árdaga
og stofninn gengið heldur seint fram.
Hinsvegar hefur hesturinn löngum verið
stolt og yndi eigenda sinna. Örnefni eins
og Hestaþingshamar vitna um forna
skemmtun manna, hestaötin eða hesta-
þingin, sem hér voru háð fram á 17.
old. — Hundar hafa löngum verið lítils-
metnir hér á landi, þótt nauðsynlegir
væru, en hundaþúfurnar vitna um fjölda
þeirra. Þær teljast ekki einu sinni til
örnefna, heldur eru samnefni á sérstakri
tegund þúfna. Kettir eru þau húsdýr,
sem sennilega sér sízt staði í örnefnum.
Þó eru til í íslenzku landslagi bæði
Kattarhryggir og Kattarnef, og af þeim
mætti helzt ráða, að hér hafi tímgazt
sérstakt mjóhryggjað og trýnisbratt
kattakyn. — Forfeður okkar stunduöu
alifuglarækt, eins og frægt er í sög-
um. Hér eru bæði Ilanatún og Hana-
kambur í Eyjafirði, Hænuvík og Hæna
vestra, Gásahús austur í Holtum, en Ali-
fiskalækur í Berufirði gefur til kynna að
fiskirækt sé eklti ný af nálinni hér á
landi.
Engjar, tún, hagar, akrar, kolgrafir,
skýli ferstiklur og sel gefa til kynna með
hverjum hætti menn nýttu landið að
fornu og nýju. Akranöfn eru ótrúlega
mörg miðað við staðhætti og sanna, að
menn hafa reynt akuryrkju allt frá Vest
mannaeyjum til Grímseyjar norður. —
Þessi nöfn eru m.a. Akrar, Ekrur, Garð-
ar, sbr. einnig Bygggarður, Gerði, sbr.
Akurgerði og Þrælsgerði, Rein, Tröð
(akurtröð). Menn stunduðu á sáðskipti
og lögðu akurinn í tröð öðru hverju.
Sviðnur og Sviðholt gefa til kynna að
þar hafi land verið sviðið til ræktunar,
og ýmis önnur örnefni vitna um forna
jarðrækt. Norðan Holtavörðu- og Lóns-
heiðar hefur akuryrkja lagzt niður
snemma á öldum, sennilega með skjóli
skógarins á 11. öld. Kornið var malað i
handsnúnum steinkvörnum, sem oftast
voru úr íslenzku grjóti. Kvarnatök voru
á ýmsum stöðum, sbr. bæjarnafnið Kvar
grjót, nú Kveingrjót í Dalasýslu og
Kvarnavegur á Geitlandi.
Kolgrafarfjörður og Kolviðarhóll og
mörg önnur kolanöfn minna á forna
kolagerð. Menn brenndu við til kola,
fóru í kolskóg, og unnu járn úr mýrar-
rauða með rauðablæstri, eins og kunn-
ugt er. Rauða-nöfn eru allmörg, eins og
Rauðalækur og Rauðavatn.
Búsmala var mjög haldið til beitar,
og skýli hlaðin í úthögum fénaði til
skjóls, þar sem berangur var. Þannig
eru Skýlisrimar á mýrum í Holtum, og
kemur þar m.a. fram örnefnið Fer-
stikla, en svo nefnist sérstök tegund
skjólgarða ætluð stórgripum. Ferstiklu-
garðarnir hafa verið krosshlaðnir eða
svipað að nokkru til biðskýla á leiðum
strætisvagna höfuðstaðarins. Þá hlóðu
menn einnig búsmalanum borgir, eina
og áður getur, og höfðu hann í seljum
á sumrin.
Framhald á bls. 6
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
27. nóvember 1966