Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Qupperneq 3
Eftir Vladimir P. Gorjúskín Pétrúsa gekk út úr skóginum og litaðist um. Kúahjörðin silaðist eftir veginum og sópaði upp ryki. Smalinn gerir letilega smell með keyrinu, hrópar hás á kýrn- ar, sem gjóta ágirndaraugum til þrosk- aðra hafranna, einhvers staðar drynur traktor, kvöldskýin eru ljósrauð og hreyfingarlaus — dagur hnígur að kveldi. Gamli maðurinn horfir lengi um kring; rétt eins og hann geti ekki dáðst nóg að ökrunum og skýjunum, rétt eins og hann vilji festa sér um allar tíðir í minni þessa sólarlagsmynd, sem honum er nákunnug frá barnæsku. En nú fara grettur um andlit gamla mannsins, hann deplar augum (tár renn- ur niður kinn hans: augun eru tekin að eldast og augnalokin rauðleit — hann hefur horft nóg á heiminn). Hann tók fiautu upp úr rifrildi af hermannatösku, bar hana að vörum og lék eitthvað og hélt af stað. Leiðin heim í þorpið verður tvær vérstur.*). Á höfði bar hann sveig úr bláum kornblómum, gráyrjótt skegg- ið' flaksaðist í vindinum, en flautan, sem hann var nýbúinn að gera, lék einföld lög. Öldungurinn gengur eftir stíg um rúg- inn, nýtur þess að sjá akra og kjarrviði; hann kemur að slegnum ökrum í slakka við ána. Þar er flokkur samyrkjubænda eð hlaða í stakka. Hálmhrúgan er mikil um sig, lík skipi, og rykugir og þreyttir bændurnir jafna úr sætinu efst. Traktor með stórri gaffallyftu skóflaði upp síð- ustu tuggunni, og rumdi í honum eins og villidýri, og stöngullinn lyftist til hins ýtrasta úr vökvadælunni þar til olían slettist út, ók að galtanum og bændurnir sópuðu hálminum af gafflin- um eins og úr lófa. Þótt gamli maðurinn sjái hálmhleðslu- vél ekki í fyrsta sinn, þá hallar hann aftur höfðinu og horfir undrandi, og tekur ekki eftir að blómsveigurinn dett- ur af höfði hans. Bændurnir uppi á galtanum taka eftir honum og kasta á hann kveðju. öldungurinn kinkar kolli, brosir og dregur andann djúpt: — Drott- inn hjálpi ykkur! — hrópar hann. Það brakar og brestur í traktornum. A. ndlit bændanna eru svartkámug — það er mikið af mold í hálminum, og rykið límist við sveitt andlitin. Þar þagnar traktorinn; stráklingur stekkur undan stýri, honum er rétt byrjuð að vaxa grön, svartkámugur eins og hinir, vart þekkjanlegur. Það er systursonarsonur Pétrúsu — Vanjka. — Sæll vertu, gamli, segir ungi trakt- orsekillinn, og einungis tennurnar gljá hvítar í andlitinu. Hann þurrkar sér um hendur með tvisti og heilsar gamla manninum. — Úr skóginum, eða hvað? spyr Vanjka. Alltaf að leita? — Þú ert farinn að stjórna vél, segir gamli maðurinn, — vel af sér vikið! — Já, glottir Vanjka, búinn að skila ef mér sjö dagsverkum. — Ég þarf að halda áfram, segir gamli maðurinn og kveður. — Bíddu við, segir ungi maðurinn, ég skýzt með þig á traktornum. Ha? —. Nei, hvað! segir gamli maðurinn og bandar frá sér hendinni. Ég kemst þetta sjálfur. Hann gengur eftlr broddóttri rótinni á slegnum akrinum, út á veginn og skil- ur eftir í rykinu sérkennileg spor eftir bastskóna. Hann hugsar stöðugt um hleðsluvélina, um Vanjku, sem stýrir þessari óhemju vél svo fimlega, og hann ýtii' þessum hugsunum ekki frá sér fyrr en hann kemur að þorpinu. Þá ber hann fiautuna að vörum sér. Berfætt stráka- stóð mætir gamla manninum með fjör- legum hrópum, þeir reyna að herma eft- ir göngulagi hans og fylgja honum hJaupandi og stökkvandi að bjálkakof- anum hans. Við tágagirðinguna lendir flautan í höndum strákanna, og Pétrúsa lýkur upp dyrum, en hikar við andartak eins og hann sé að hugsa sig um, hvort hann eigi að ganga inn. Hann lyftir tréhlemmi af fötu í ganginum, og drekk- ur vatnið hægt og í smásopum. Hann lætur töskuna síga af öxl sér og tekur upp úr henni vönd af ilmandi grösum. Loft og veggir í húsi Pétrúsu eru ómál- uð, ólíkt því sem gerist í öðrum húsum í þorpinu. Dökk eikarborðin hafa sortn- að af sótinu í lampanum og af vaxi kertanna. Það eykur enn á dökkvann, hve þær hafa verið fágaðar oft og um- hyggjusamlega, svo að þær eru orðnar sem gljábornar. í hægra horni herbergis- ins hanga drungaleg andlit heilagra manna í dökklitum römmum. Þessi íkon fékk konan hans, hún Vasílísa, í arf. í öllu þorpinu eru engin slík íkon til. Ikon eru að vísu hvarvetna, en þau eru öll nýtízkulegri sem berast með vegfar- endum. Húsráðendur skreyta þau papp- írsblómum eða gullnum pappír utan af sælgæti. En engin eru sem þessi. Þau hafa lifað af sex eða sjö hús. G amli maðurinn signdi sig ekki, þegar hann horfði á íkonin. Augnaráð hans var afskiptalaust og jafnvel mein- ingarlaust. Það var grafið í minni hans, þegar hann lá á hnjánum frammi fyrir einu af þessum íkonum og snerti bólgna hönd föður síns með vörunum; þegar hrópað var „beiskt“ og hann kyssti brúði sína svo hann náði vart andanum.*.... .....Gamli maðurinn hafði mörgu gleymt. Já og hví ætti hann að rekja minn- ingar löngu liðinna daga, sem á stundum skaut upp í hugann, minningar frá ævi- skeiði sem svo var hlaðið atburðum, að allt hringsnerist fyrir augunum, ef hann reyndi að rifja það allt upp, eins og þegar mislit hæna ber vængjunum? Pétrúsa sezt þyngslalega á bekk og tekur af sér bastskóna. í þorpinu er löngu aflagður sá siður að ganga í bast- skóm. Hann birkir ung linditré og flétt- ar svo, þegar nauðsyn krefur. Á stund- um fléttar hann bastskó fyrir héraðs- læ'ninn, sem hann er vel kunnugur. Læknirinn sendir bastskóna til Moskvu, en þar stundaði hann nám, og þar á hann kunningja. Þannig lenda þessi handaverk gamla mannsins uppi á vegg í íbúðum með skínandi parketgólfum og baðherbergi. Og þegar fólk kemur í heimsókn í þessar íbúðir, beinist at- hyglin ekki að parketinu og ekki að baðherberginu, heldur lyftist á þeiin brúnin af undrun og sumir spyrja: „Hvaðan?“ eða segja: „En sá munaður!" Húsbóndinn ýtir léttilega við bastskón- um, geislandi af stolti, og þeir taka á ferð kringum naglann, sveiflast eins og pendúll. Pétrúsa á bæði gúmmískó og stig- vél, en hann gengur í bastskóm. Sam- *) 1 vérsta =1,06 km. *) Rússneskur siður við brúðkaup. 27. nóvember 1966 yrkjubændurnir undrast það. Bastskór kosta mikið umstang, en gúmmískór eru ódýrir og þægilegir. Annars þykir bændunum vænt um Pétrúsu. Engin há- tíð fer fram í þorpinu án hans. Ein- hverra hluta vegna álíta allir, að nær- vera hans sé blátt áfram nauðsynleg. Þegar gestgjafi hefur boð inni, minnist hann Pétrúsu ætíð næst á eftir for- manni samyrkjubúsins. í slíkum boðuin er gamli maðurinn kátur: talar ákafur um kálfana sem tróðu niður maísinn, um hænuna sem fór fyrst að gala á þriðja ári. Allir telja sér skylt að hlýða á rödd Pétrúsu. Einmitt rödd hans, því að rödd hans var óvenjulega blíð og gæðaleg og samræmdist ágætlega and- rúmslofti drykkju og hátíðar. Þegar hann kom heim, sat hann lengi á dyra- pallinum og reykti heimaræktað tóbak og faldi vindilinn í lófanum. Það gerði hann af tveim ástæðum: Hann vildi ekki að Vasílísa tæki eftir því — því að gamla konan áleit tóbak vera „eitur Satans“, og svo gat hann hlýjað kaldar lúkurnar við glóðina í vindlinum. Herbergið fyllir strangur og höfugur ilmur af myntu, finkli og blágresi, sem síendur í gluggakistunni. Gamli maður- inn strýkur lófanum um eikarborðiði, sem hann smíðaði og bjó vandlega úr garði fyrir um þrjátíu árum og Vasílísa hefur skúrað í ótalin skipti og er þvi orðið lítið eitt hrufótt. Síðan opnar hann gluggann. Milli glugganna hanga fjölskylduljós- myndir í glerjuðum ramma. Við hliðina á ljósmynd af Pétrúsu á yngri árum, klæddum í hermannsbúning Nikulásar tímans, er stungið undir glerið póstkortív með mynd af Búratíno — gjöf frá lækn- inum, en þar fyrir neðan við hliðina á mynd af gömlu hjónunum, tekinni á brúðkaupsdaginn, er mynd sonar þeirra, sem fórst í Föðurlandsstyrjöldinni.*). *) þ. e. í seinni heimsstyrjöld. Framhald á bls. 13 BYR Eftir Ramakrishna Byr náðar hans blæs dag og nótt yfir höfði þínu, yfir haf lífsins. Drag að húni segl sálar þinnar. Yngvi Jóhannesson þýddi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.