Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Qupperneq 7
Tvenns konar gerðir stjörnukíkja
eru hclzt í notkun. Eldri gerðin, eins
og sá sem Galileo notaði, byggist aSal-
lega á sjónpípuglerjum, en í hinni gcrS-
inni eru líka notaSir speglar.
Stærstu stjörnukíkar „sjá“ milljónir
ljósára út í geiminn.
1 ljósár er sú vegalengd, sem ljósiS fer
á einu ári.
Ljósmyndavéhn er eitt mikilvæg-
asta rannsóknartæki í nútíma stjörnu-
fræSi. .
StjörnufræSin er ein elzta visinda-
greinin, en löngu áSur en hægt var- aS
kalla hana vísindi, var hún jafnframt
stjörnuspáfræSi, hjátrú og frumstæS
trúarbrögS. Hinir fyrstu raunverulegu
stjörnuíræSingar komu fram meðal
Grikkja. Þeir náðu einnig langt á sviði'
stærSfræSinnar, (flatarmáls- og rúm-
málsfræSi), s'em hefur orðið aS ómet-
anlegu gagni fyrir fjölmargar nútíma
vísindagreinar.
Á þesari tækniöld hefur þörf fyrir
hvers konar þekkingu aukizt, — og þá
ekki sízt í stærðfræði og eSlisfræSi.
Eitt veigamestá tækiS er radio kíkir-
inn. Hann ,,hlustar“ á hljóð utan úr
geimnum. Milljómr stjarna eru ósýni-
legar sterkustu stjörnukíkjum. Margar
þokur og stjörnuþyrpingar gefa frá sér
radioöldur, sem er orka eins og ljós og
hiti, og kemur fram sem hljóS í móttak-
ara radio kíkisins þegar stillt er á þær.
Þannig er mögulegt aS kortleggja him-
ingeiminn samkvæmt hljóðmyndunum
utan úr geimnum eins og það er mögu-
legt samkvæmt stjörnunum (þ. e. ljósi
þeirra).
ÁriS 1609 er merkisár í sögu st jarn-
fræðinnar, því aS þá beinir ítalski vís-
indamaðurinn Galileo (1564—1642)
kíki sínum að stjörnunum. Rannsóknir
hans urðu til þess að staSfesta kenni-
setningar pólska stjarnfræðingsins Kop-
ernikusar (1473—1543), að jörð-
in, gangi kringum sólina, en ekki aS sól-
in gangi kringum jörðu eins og lengi
hafði veriS kennt.
É m
■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7