Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Side 9
samlþykkt og einnig að byrja þegar á iuppfyllin,gunni. Bæjarstjórn brást vel ivið þessari málaleitan. Fyrir nær tveim- iur árum hafði hún leyft Hirti Hjartar- evni að gera uppfyllingu fram í tjörn- ina vestan lækjaróssins, svo að hann cfengi þar 30x30 álna lóð. Nú leyfði hún Iðnaðarmannafélaginu að gera uppfyll- ingu vestan við þessa lóð, 30 álna langa frá austri til vesturs og 25 álna ibreiða. Jafnframt var leyft að reisa á hinni nýju lóð hús, sem væri 12x14 álnir. Margir létu sér þetta vel lynda, en iMagnús Benjamínsson úrsmiður var ekki ánægður. Hann vildi að félagið iværi ekki að hugsa um að reisa smá- kofa fyrir sig, heldur ætti það að reisa stórhýsi fyrir bæinn — samkomuhús og leikhús, sem orðið gæti menningarmið- etöð. Og með lagni og fortölum hafði ihann sitt mál fram, iþótt það tœki lang- ar tíma. En 7. marz 1896 samþykkti bæj- larstjórn, að félagið mætti reisa stór- hýsi það er enn stendur. Hafði Einar J. Pálsson byggingameistari gert teikningu af húsinu. Þess er oft getið í fornsögum, að ís- lenzkir höfðingjar fóru utan til þess að ikaupa sér húsavið. Nú tóku iðnaðar- anenn upp þenna gamla sið og sendu ut- an Svein Jónsson snikkara að kaupa allan efnivið í húsið. Tókst sú för vel og greiðlega og er sagt að hún hafi borgað sig vel, því að Sveinn komst að góðum kaupum á efniviðnum. Munu jþau ekki mörg húsin hér í borg er eiga sér slíka sögu. Þótt allt virtist nú ganga að óskum, var þó einn þrándur í götu — féleysi. Eins og allir vita verður stórhýsi ekki reist án peninga, en peninga átti félagið ekki. Það byx-jaði á því að fá að láni tvo smásjóði, Leiktjaldasjóðinn og Thalíusjóðinn. Leiktjaldasjóðurinn var í umsjá bæjarstjórnar. Höfðu nokkrir menn stofnað hann árið 1866 með 100 ríkisdölum og gefið honum auk þess nokkuð af leiktjöldum og öðrum áhöld- um til leiksýninga. Peningarnir áttu að ávaxtast, en leikáhöldin skyldu léð til afnota fyrir borgun. Sjóðurinn var stofnaður í því augnamiði, að komið yrði upp fyrir hann: annað hvort leik- sviði í samkomuhúsi, eða þá fullkomnu leikhúsi, þegar honum væri vaxinn fiskur um hrygg. Thalíusjóðurinn hafði einnig verið stofnaður til framdráttar leiklist í Reykjavík, en var í vörslu ein- stakra manna. — Þessa sjóði fékk fé- lagið að láni gegn því, að söngfélög bæjarins fengi til afnota leigulaust eitt herbergi í húsinu til æfinga. S íðan fékk félagið 12.500 kr. lán í Söinunarsjóði gegn fyrsta veðrétti í húsinu og 5000 króna lán í Landsbank- anum gegn sjálfskuldarábyrgð 25 fé- lagsmanna. Og aftur fékk það lán í Landsbankanum gegn sjálfskuldar- ábyrgð allra félagsmanna, og sýndi þetta mikla fórnfýsi þeirra. Þarf svo ekki að rekja þá sögu nánar. En þegar húsið var fullsmíðað kostaði það 36.000 kr. og þótti það óhemju fé í þá daga. Hús þetta hét Iðnaðarmannahúsið, en almenn- ingur stytti það sér í munni fljótlega og nefndi Iðnó, og það nafn festist við það. Húsið var svo veglegt, að það varð bæði félaginu og félagsmönnum til stór- sóma. Um það fórust „ísafold“ svo orð: „Það er mikils háttar fyrirtæki, sem Iðnaðarmannafélagið hér í bænum hefir ráðist 1 og leyst af hendi öllum vonum framar: að reisa samkomuhús handa sér, er gengur næst að fyrirferð Al- þingishúsinu og Latínuskólahúsinu, 43 alna langt og 20 alnir á breidd, af timbri og járnvarið, á lóð, sem til hefir verið búin af mannahöndum úti í tjörninni norðanverðri, við hið fyrirhugaða Yonarstræti. í húsinu er m. a. leiksvið, stærra miklu og haganlegra, en hér hefir til verið áður, IIV2 x 15 alna vítt og 9 álna hátt af palli, en áhorfenda- salur 14 x 21 alin og HV2 alin undir loft. Fyrir smiði þessari hefir formaður Iðn- aðarmannafélagsins staðið, Matthías Matthíasson verzlunarmaður, við annan mann úr stjórn þess, Andrés Bjarnason söðlasmið, ásamt þremur kjörnum öðrum mönnum: Einari J. Pálssyni snikkara sem var yfirsmiður að húsinu, Magnúsi Benjaminssyni úrsmið og Ólafi Ólafssyni prentara. Verður eigi annað sagt, en verk þetta sé þeim og félaginu til mikils sóma, og bænum veruleg framför og prýði“. — Benedikt Gröndal skáld hrósaði ekki öllu, en í lýsingu Reykjavíkur um alda- mótin segir hann þó um þetta hús: „Úti við tjörnina er hið mikla og fagra hús Iðnaðarmannafélagsins, Iðnaðar- mannahúsið, með skrautlegum sal og stórum herbergjum. Þar eru haldnir dansleikir og þar er nú hið helzta sjón- leikahús Reykjavíkur“. F élagið hélt fyrsta fund sinn í liúsinu 29. des. 1896 og vígði það þar með sem félagsheimili sitt. En segja má, að vígsla samkomuhússins hafi íarið fram 30. og 31. janúar 1897, því að þá voru haldnir þar samsöngvar undir stjórn þriggja helztu söngstjóra bæjarins, Steingríms Johnsens, Bjöi-ns Kristjánssonar og Jónasar Helgasonar, og með „úrvalsliði“. Ágóðinn skyldi allur hafður til þess að kaupa hljóð- færi handa húsinu. Áheyrendur voru hvort kvöldið um 400, eða um 10. hver maður úr Reykjavík í hvort skipti, því að þá voru bæjarbúar um 4000. Aldrei höfðu svo fjölmennar skemmtanir verið hér á landi innan fjögurra veggja, enda hafði slíkt samkomuhús sem þetta aldrei verið til á landi hér. Þetta sam- svarar því, að nú væri hér í borginni samkomusalur, sem tæki 8000 manns. Þetta gefur bendingu um hvílíkur stór- hugur og trú á vöxt og viðgang Reykja- víkur hefir þá ríkt hjá forustumönn- um Iðnaðarmannafélagsins. Þegar Góðtemplarar reistu hús sitt hjá tjörninni 1887, var dálítið leiksvið í því, og þar hófust þegar leiksýningar. Og árið 1894 var stofnað reglulegt leik- félag til þess að halda þar uppi leik- sýningum undir forustu þeirra Árna Eiríkssonar kaupmanns, Kristjáns Þor- grímssonar konsúls og Sigurðar Magn- ússonar cand. theol. Og þar hóf Stefanía Guðmundsdóttir glæsilegan leikferil sinn, þá kornung stúlka. En þegar leik- húsið kom í „Iðnó“ og var mörgum sinnum betra, langaði þessa leikendur til að fá að reyna krafta sína og hæfi- leika þar. Stofnuðu þeir þá „Leikfélag Reykjavíkur" og segir Indriði Einars- son svo um það: „Leikfélagið var stofnað 11. janúar 1897 og gengu í það þessir leikarar: Árni Eiríksson verzlunarmaður, Borg- þór Jósefsson verzlunarmaður, Friðfinn- ur Guðjónsson prentari, Gunnþórunn Halldórsdóttir ungfrú, Hjálmar Sigurðs- son ritari, Jónas Jónsson alþingisvörð- ur, Kristján Ó. Þorgrímsson kaupmað- ur, Sigríður Jónsdóttir húsfrú, Sigurð- ur Magnússon cand. theol., Stefanía Guð- mundsdóttir ungfrú, Steinunn Runólfs- dóttir ungfrú og Þorvarður Þorvarðarson prentari. — Þess utan gengu sjö hand- iðnamenn í félagið, sem ekki ætluðu að leika, en vildu halda félaginu til þess að leigja Iðnaðarmannahúsið“. — Á þessu má sjá, að stjórn hússins hefur lagt kapp á að fá æfða leikara þangað, í stað þess að hefja þar sýningar með eintómum nýliðum. Þarna hefst saga Leikfélags Reykja- víkur, en hún verður ekki sögð hér. Nægir að benda á, að þarna starfar leikfélagið enn. Um hálfrar aldar skeið sat það að eina leikhúsinu í bænum, og það hefur ekki látið sinn hlut þrátt fyrir breytta tima. Reykjavíkurborg stendur í mjög stórri þakkarskuld við Leikfélagið fyrir 70 ára menningarstarf þess. En borgin stendur ekki siður f þakkarskuld við þá menn, sem af fram- sýni og ósérplægni réðust í að reisa þetta leikhús fyrir Reykjavík. Og þar má óhætt nefna nafn Magnúsar Benja- mínssonar, sem hugsaði þá öðrum hærra og stærra fyrir hönd bæjarfélags síns. „Magnús Benjamínsson var aldrei leik- ari, en ekki má nafn hans þó gleymast, þá er saga leiklistar Reykjavíkur verður skráð, því að án hans atbeina hefði Iðnó ekki verið reist í þann munJ, sem það var gert“, segir Knud Zimsen. í Iðnó fór fleira fram en leiksýning- ar, því að það var um langt skeið aðal- samkomustaður bæjarbúa. Þar voru dansleikir og veizlur, þar voru fluttir fyrirlestrar, þar voru haldnir fjöldafund- ir, þar voru tombólur og bazar o.m.fL Skyldi það vera um of að ætla að fyrstu áratugina hafi hver einasti fullorðinn Reykvíkingur lagt þangað leið sína einu sinni á ári og margir oft? Slíkt yrði ekki sagt um neitt annað hús í bænum á þeim tíma. Iðnó var nokkurs konar miðdepill bæjarlífsins, og á þeim árum hefði eng- inn getað hugsað sér Reykjavik án Iðnó. Ef húsið hefði brunnið, mundi almenn sorg og söknuður hafa ríkt í bænum og mörgum fundizt að hann væri þá ekki nema svipur hjá sjón. Svo miklu hluí- verki hefir þetta hús haft að gegna. A fleira má minnast. Fyrir for- göngu Elínar Briem tók Hússtjórnar- skólinn til starfa sama árið og Iðnó var reist, og fékk hann inni þar á loftinu. Skólastýra var sómakonan Hólmfríður Gísladóttir, systir séra Eiríks á Stað I Hrútafirði, og stjórnaði hún skólanum alla tíð, fyrst 1897—1918 í Iðnó og síðan í Þingholtssti'æti 35 til 1933. Mat- sala var í sambandi við skólann og veit- ingar þau kvöld, sem leikið var. Þarna voru að jafnaði 10—15 ungar og glæsi- legar stúlkur, sem voru að búa sig undir húsmóðurstörf. Þessi fríði kvennahópur hafði það seiðmagn, að allir einhleyp- ingar í bænum vildu fá fæði „á Hús- stjórn". Vegna þessa var Iðnó líka ofar- lega í hugum manna, og margir hafa eflaust sótt þangað hjúskapargæfu sína. En þrátt fyrir það þótt húsið hefði miklu hlutverki að gegna í bæjarlífinu, var fjárhagur þess jafnan þröngur, og lánin lágu eins og mara á félagsmönn- um. Þeir urðu þreyttir á því að vera alltaf í ábyrgð gagnvart lánveitöndum, og þurfa að útvega ný og ný lán vegna breytinga og viðhalds á húsinu. Þess vegna vildu margir selja húsið. Svo barst félaginu kauptilboð frá Fr. Hákanson veitingamanni. Leikfélaginu var boðinn forkaupsréttur, en það treysti sér ekki að ráðast í kaupin. Og svo var á félags- fundi 6. maí 1918 samþykkt þessi tillaga: „Fundurinn samþykkir að selja Fr. HSkanson Iðnaðarmannahúsið fyrir 75 þús. kr.“ Útborgun var 10.000 kr. HSkanson rak síðan húsið í tiu ár, en seldi það síðan Alþýðuflokknum og heit- ir húsið síðan „Alþýðuhúsið Iðnó“. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á húsinu, en þó ekki svo miklar, að þær hafi breytt upphaflegum svip þess. Til fróðleiks má geta þess, að það fékk vatns veitu löngu á undan öðrum húsum. Um það segir Knud Zimsen svo: „Sumarið 1902 sóttu allir Þinghyltingar vatn i Skálholtslindina og margir fleiri. Vatns- leiðsla mátti þá heita óþekkt hugtak í Reykjavík. Þótt margir kvörtuðu undan vatnsburðinum, fannst flestum að byrð- in sú 'hlyti að fylgja kynslóðunum, það hafði hún gert siðan Ingólfur kom fyrst- ur manna til Reykjavíkur. Ég var á armari skoðun, og því var það eitt af fyrstu verkum mínum, eftir að ég kom heim, að leiða vatn úr Skálholtslindinni í Iðnaðarmannahúsið. Vissi ég ekki til að áður væri komin vatnsveita í nokkurt hús í bænum, nema spítalann í Landa- koti, en hún var í senn frumstæð og lítilfjörleg". Skálholtslindin kom upp þar sem nú stendur höggmyndin „Móðurást“ í al- Framhald á bls. 12 27. nóvember 1966 •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.