Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Blaðsíða 10
HANDRITAMALIÐ Framhald af bls. 1 Alþingis III., 437—444). Og vantrú ís- lendinga á málstað sinn lýsir sér óbein- línis í bæklingi þeim, sem utanríkis- málanefnd Alþingis lét taka saman 1939, áður en málinu loks var hreift í samninganefndinni. Það var þá enn, eins og þrjú undanfarin sumur, rætt í Árnanefnd, þar sem fjórir íslendingar éttu sæti á þeim árum. Erik Arup vildi nú sýna þá tillátssemi að gera þennan bækling að umtalsmáli. En við land- arnir neituðum því algjörlega og kváð- umst engu bættari, þótt Öllu væri skil- að, sem þar var talið. Nokkru eftir fundina í þessum tveimur nefndum skall síðari heimsstyrjöldin á og var sam komum þeirra þar með lokið. En síðar létu báðir hlutar Árnanefndar álit sitt i té í samræmi við afstöðu sína á sein- asta fundinum (sjá Einar Arnórsson, Handritamálið, Reykjavík 1951, 9—10 bls.). III. I samningum þeim, sem hófust í Kaupmannahöfn haustið 1945 um reikningsskil milli hinna fyrrverandi sambandsríkja, íslands og Danmerkur, báru íslenzku nefndarmennirnir í rauri- inni ekki fram nema eina ósk, um flutning hinna íslenzku handrita, sem geymd voru í dönskum bókasöfnum, heim til íslands. Með þeseu hófst alveg nýr þáttur í sögu handritamálsins. Hér skal einungis reynt að drepa á sumt af því, sem málinu varð til framdráttar. Danmörk var hernumin af Þjóðverj- um í rúm fimm ár, frá því í apríl 1940 til þess snemma í maí 1945. Þetta var mikil, erfið og nýstárleg reynsla fyrir þjóðina, og hún var ekki söm eftir. Mikið af gamalli íhaldssemi, trú á hið óum- breytanlega, var gengið úr skorðum, auðveldara að skilja tafl misjafnra ör- laga, setja sig í spor þeirra, sem höfðu verið og voru minnimáttar. Þessi hug- arfarsbreyting kom fram í ýmsum myndum eftir skapferli einstaklinga, en var engu síður raunveruleg. Hvað sem íslendingar hugsa um gagnsemd og hagnýtan árangur norrænn ar samstöðu og samvinnu, hefur hún á síðustu áratugum orðið fjölda áhrifa- manna í Danmörku miklu meira alvöru- mál en fyrr. í handritamálinu hefur fátt orðið þyngra á metunum en sú ábyrgð, er Danir tækju á sig, ef íslend- ingar þess vegna fjarlægðust aðrar N orðurlandaþ j óðir. Þarna kemur líka til greina uggur margra Norðurlandabúa, sem er engan veginn ástæðulaus, að íslendingar væru að „þokast í vestur“, hneigðust að því að ráða sig meir og meir undir ára- burð engilsaxneskra þjóða, bæði póli- tískt og menningarlega. Þetta aðdráttar- afl úr annarri átt var fullsterkt, þó að ekki væri of mikið gert af norrænni hálfu að stugga íslendingum frá. Samskipti fslendinga og Dana hafa löngum verið með þeim hætti, að allt of mikill brestur hefur verið á persónu- legum kynnum. Jafnvel fslendingar í Danmörku hafa einangrazt og furðu fáir beztu fulltrúar dönsku þjóðarinnar sótt ísland heim. Einmitt á síð- ustu tuttugu árum hefur þetta gjör- breytzt vegna nýrra samgöngutækja. Og vitanlega hefur fullur pólitískur skilnaður og endir allra deilna um sjálfstæðismálið gert öll kynni eðlilegri, — engu síður vegna þess, að íslendingar hafi losnað við sinar geðflækjur en af því að Danir hafi hætt að finnast þeir vera „herraþjóð". Ég hef sjálfur dval- izt í Danmörku a.m.k. rúm 16 ár af tímabilinu 1906—1957, án þess að vera þar þó nokkurn tíma heimilisfastur. Ég hef haft gott tækifæri til þess að fylgjast með þessari breytingu, sem er mikil og á eftir að verða enn meiri, og það hefur verið mér lærdómsríkt. Almenningi hér á landi er kunnara en frá þurfi að segja, hversu margir dansk- ir ágætismenn hafa gengið fram fyrir skjöldu í lausn handritamálsins, svo að ranglátt væri að telja aðeins fáa, ef nokkrir væru nafngreindir. En mér er líka fullkunnugt um, að ófáir þeirra stjórnmálamanna, sem af flokkspóli- tískum ástæðum hafa verið knúðir til að snúast gegn því undir lokin, hafa verið því fylgjandi í hjarta sínu, — og sumir þeirra jafnvel áður greitt götu þess meir en mér er nú leyfilegt að segja frá. Ég efast um, að mér hafi sárnað þetta meir en þeim sjálfum. En stjórnmál í þingræðislandi eru víst þessu lík. Og hér var ekki annars kostur en pólitískrar lausnar. D önskum stjórnmálamönnum var að vonum ekki auðvelt að daufheyrast við háværum fortölum samlendra fræði- manna um „vísindalega" nauðsyn þess að hafa skinnbækurnar handbærar í Höfn, þótt fæstir þeirra virtu þær við- lits. En hér kom nokkuð til sögu, sem gerði þessar fortölur áhrifaminni eða áhrifalausar. Eftir því sem meiri fram- farir urðu í tækninni að nota kvarz- ljós, útfjólublátt ljós, ekki aðeins til lestrar skinnbóka, heldur auðveldrar ljósmyndunar, sem skilaði furðu skýr- um myndum, horfði þetta allt öðru vísi við. Mér er það minnisstætt, hversu þungum steini það létti af þeim dönsku forvígismönnum í handritamálinu, sem ég gat fyrst sagt frá því, að Jón Helga- son hefði bent mér á, að eftir 10—20 ár mundi engum manni koma til hugar að nota sjálfar skinnbækurnar við út- gáfur. Ljósmyndirnar væru nú þegar miklu betri aflestrar, og væri þetta samt allt enn á framfaraskeiði. Þetta var hvorki fyrsta né síðasta sinn, sem Jón hefur lagt handritamálinu lið, sem seint verður fullmetið, þótt hann hafi ekki látið þeyta lúðra fyrir sér á torg- um, — enda hafa íslendingar þakkað það eftir því sem þeir hafa haft vit og drengskap til! — En með þessari að- stöðubreytingu var svo komið, að varla þurfti að spyrja um annað en hvort skinnbækurnar væru fslendingum eða Dönum dýrmætari minjagripir. IV. T il sanns vegar má færa, að lok handritamálsins séu um leið lok sjálf- stæðisbaráttunnar við Dani. Hún var meginuppistaðan í sögu íslendinga frá því á fyrra helmingi 19. aldar til 1918, er hinn raunverulegi skilnaður íslands og Danmerkur var gerður. Eins og eðli- legt var, hefur þetta mál litað alla ritun fslendinga sögu á þessu tímabili og að mestu leyti fram á þennan dag. Og því fer fjarri, að við séum enn lausir undan áhrifum þess á hugsun- arhátt, tilfinningalíf, og andlega heil- brigði. Að vísu fer þeim mönnum smá- fækkandi, sem máttu ekki missa Dani, af því að þeir höfðu svo lengi lifað á því að berja á þeim með orðum. En nóg er samt enn af öðrum sálarkvillum eftir þessa baráttu, og má hafa ýmis atvik úr sjálfu handritamálinu til merk- is um það. íslendingar hafa að vísu aldrei verið leiddir í þá freistni að geta ráðið yfir annarri þjóð, kúgað hana né arðrænt. En þeir hafa í sjálfstæðisbaráttunni vanizt því að hafa alltaf á réttu að standa, vera syndlausir og hafa því bæði rétt og skyldu til þess að vera óbil- gjarnir. í þessu gátu engu síður ýmsar freistingar verið fólgnar, og er hætt við, að það setji svip á innanlandsmál okk- ar enn um skeið. Allir sveitamenn hafa séð hesta halda áfram að hoppa nokk- urar lengdir sínar eftir að hnappheldan var leyst af þeim. Og eitt skyldasta hlut verk raunverulegrar sagnfræði er ein- mitt að losa þjóðir við ýmisleg ímynd- uð höft frá fortíðínni, — þótt það gangi einatt heldur erfiðlega. S íðustu daga hefur margt fallegt og skynsamlegt verið sagt hér á landi um Dani og um fyrri sambúð okkar við þá. íslendingum er auðvelt að játa, ao sú lausn handritamálsins, sem nú er fengin, muni vera einsdæmi í skipt- um þjóða á milli og rifja það upp um leið, sem allir heilskyggnir menn hafa lengi vitað, að þrátt.fyrir allt hafi okkur verið skárra og hættuminna að vera í tengslum við Dani, bæði fyrr og síðar, en orðið hefði við nokkra aðra þjóð. Að sjálfsögðu hafa líka, og að fullum verðleikum, verið mælt mörg þakkar- orð í garð stuðningsmanna íslands í handritamálinu — og jafnvel örlað á skilningi á afstöðu andstæðinganna. En líka í þessum fögnuði verður að varast alla vímu. Þegar norrænn bræðrahugur hefur verið innilegastur, hefur meðal annars verið heimtað, að í kennslubókum í sögu skyldi um skipti milli þessara þjóða ekki einungis gold- in varúð við hlutdrægni, heldur sumt fært til betri vegar en efni stóðu til eða jafnvel þagað yfir því. Þetta getur haft alveg gagnstæð áhrif við góða til- ætlun. íslenzkur barnakennari, sem ætlaði sér að fara að lýsa einokunar- verzluninni sem bjargráði, eins og gert er enn í dag af sumum dönskum fræði- mönnum, getur átt á hættu, að einhver pattinn rísi upp og spyrji hann um skreiðarverðið fyrir og eftir 1600! Og þá er verr farið en heima setið. Við þurfum ekki vegna þeirra, sem nú lifa, að þurrka út neinar staðreyndir frá fyrri öldum. Og við þurfum jafn- vel eKKi i gleöi oKKar yiur iausn iiand- ritamálsins og annarra áfanga í sjalf- stæðismálinu að reyna að gleyma pví, að í allri heimtufrekju sinni, sem Danii; stundum hafa kvartað yfir, hafa ís- lendingar aldrei ásælzt neitt annaö en það, sem þeir höfðu áður misst. V. V afalaust er öllum ljóst, að með endurheimt handritanna eru íslending- ar að takast nýjar skyldur á herðar og það er ekki ástæðulaust að reyna að átta sig á þeim þótt hér sé fátt eitt unnt um það að segja. f fyrsta lagi er sjálfsagt að sjá þess- um dýrgripum fyrir sem öruggastri géymslu. í því er vandalaust að jafnast við Dani, þótt miðað sé við það hús- næði, sem notað hefur verið allra síð- ustu árin. f öðru lagi er naumast orða vert, að ströngustu kröfur verður að gera til þess að vanda það, sem unnið er. Um það er margt til fyrirmyndar, sem gert hefur vérið í Árnasafni í Höfn á síðari árum, — og verður vonandi hald- ið áfram að gera þar framvegis. í þriðja lagi er skylt að skapa bæði íslenzkum og erlendum mönnum, sem úr handritunum vilja vinna, sæmileg starfsskilyrði. Eitt er vafalaust, að sem vinnuhúsnæði mun hið fyrirhugaða hÚ3 Handritastofnunarinnar bera mjög af salakynnum Árnastofnunar í Höfn. Hinsvegar má játa, að bæði almennur bókakostur og fjármagn til starfslauna og útgáfustarfsemi er takmarkað og úrbætur hvors tveggja undir högum þjóðarinnar komnar. Framhald á bls. 13 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. nóvember 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.