Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1966, Blaðsíða 12
TVÖ MERKILEG HÚS
Framhald af bls. 9
menningsgarðinum norðan við Mið-
bæj arskólann.
Iðnskólinn
E itt af áhugamálum Iðnaðarmanna-
félagsins var frá upphafi að efla iðn-
menntun hér í bænum, en ekki var
auðfundin leið til þess. Þá var vinnu-
tími hér 12 stundir, byrjað klukkan 6 að
morgni og ekki hætt fyrr en klukkan
sjö að kveldi. Þessu urðu þeir að hlíta
sem stunduðu verklegt iðnnám, og þótti
ekki vænlegt að þeir vildu setjast að
bóknámi eftir þann tíma. Þó var gerð
tilraun árið 1869 að koma á fót kvöld-
skóla fyrir hina yngstu iðnaðarmenn,
en aðsókn var lítil og varð sá skóli ekki
langær. Árið 1873 var svo stofnaður
sunnudagaskóli og stóð hann til 1888.
Gekk svo á ýmsu með skólahaldið, en
það skal ekki rakið hér nánar, því að
saga þessa skóla hefir þegar verið rak-
in í minningarriti um hann.
Árið 1903 lauk Jón Þorláksson verk-
fræðiprófi við háskólann í Kaupmanna-
höfn og kom heim þá um vorið. Var
það þá eitt af áhugamálum hans að
stuðla að því, að hér kæmist á fót
reglulegur iðnskóli. Ritaði hann þá Iðn-
aðarmannafélaginu bréf, þar sem hann
skýrði frá því hvernig hann hefði hugs-
að sér að hægt væri að koma upp’ slík-
um skóla og hvernig hann skyldi rek-
inn. Félagið tók hugmyndum hans feg-
ins hendi. Um haustið flutti hann svo
erindi á fundi félagsins um stofnun iðn-
skóla, og á þeim fundi var samþykkt,
að félagið skyldi beitast fyrir stofnun
skólans.
Skólinn var svo stofnaður 1904. Fékk
hann inni í Vinaminni og var Jón Þor-
láksson fyrsti skólastjórinn.
að kom fljótt í ljós, að húsa-
kynnin í Vinaminni vom bæði ónóg og
óhentug fyrir skólann. Varð framsýn-
um mönnum þegar ljóst að reisa þyrfti
nýtt hús handa skólanum, sniðið við
hans hæfi. Og enn var það Magnús
Benjamínsson, sem gekk fram fyrir
skjöldu og fékk samþykkt á fundi í
desember 1904, að Iðnaðarmannafélagið
skyldi ráðast í að reisa hús handa skól-
anum.
Nú varð að byrja á því að fá lóð
undir skólahúsið. Mun félagið hafa vilj-
að að það yrði sem næst Iðnaðarmanna-
húsinu. Þess vegna sótti það þá þegar
um leyfi bæjarstjórnar til þess að mega
gera nýja uppfyllingu í tjörninni, sunn-
an og vestan við Iðnaðarmannahúsið.
Veitti bæjarstjórn það leyfi 21. janúar
1905. Er þá tekið fram að uppfyllingin
skuli ná 15 álnum lengra suður í tjörn-
ina hel en gamla uppfyllingin og
síðan ve^.ur svo langt, að vesturbrún
hennar sé í beinni stefnu frá steingarði,
sem þá var austan við Góðtemplarahús-
ið. Steyptur veggur skyldi gerður við
brún lóðarinnar bæði að sunnan og
vestan. Var þá öll lóðin sunnan Vonar-
strætis 4S álnir á breidd, en 73 álnir
frá austri til vesturs. Þá var félaginu
gert að greiða bæjarsjóði 50 aura fyrir
hverja feralin af hinu uppfyllta svæði.
Sennilega hefir félaginu fundizt að þetta
væri ekki nein kostakjör, og því farið
að líta betur í kringum sig.
Eins og fyrr er getið hafði Hjörtur
Hjartarson snikkari fengið að gera upp-
fyllingu fram í tjörnina vestan lækjar-
óssins, og var sú lóð 30x30 álnir að
stærð. Þessa lóð seldi hann svo Hús-
stjórnarskólanum í ágúst 1898. Fékk
skólinn leyfi til þess að stækka upp-
fyllinguna suður á bóginn um 15 álnir,
og síðan að reisa þar stórhýsi. En úr
þessu varð aldrei. Búnaðarfélagið keypti
lóðina. Og svo varð það úr, að Iðnaðar-
mannafélagið keypti norðurhluta lóðar-
innar af Búnaðarfélaginu undir skóla-
bygginguna. Þetta var 1905. Fékk það
svo leyfi til þess að reisa þarna tví-
lyft hús með turni, 24x19% alin að
grunnfleti, með brunagafli að sunnan-
verðu. Jafnframt þessu fékk Búnaðar-
félagið leyfi til þess að reisa hús á suð-
urhluta lóðarinnar og sambyggt skól-
anurn.
S kóla'húsið var teiknað á teikni-
stofu Rögnvalds Ólafssonar, en Einar
J. Pálsson var ráðinn yfirsmiður þess.
Og svo. var ekki beðið boðanna, bygg-
ing hússins hafin síðsumars 1905 og
unnið af kappi.
Finnur Thorlacius, sem þá var lærling-
ur hjá Einari Pálssyni og vann að hús-
smíðinni, segir svo í Endurminningum
sínum:
„Hafizt var handa síðla sumars við
grindarsmíðina á óbyggðri lóð beint á
móti þar sem húsið átti að standa hinum
megin við götuna. Smíði hússins var
haldið áfram sleitulaust allan veturinn
og aldrei slakað á, svo að unnið var í
öllum veðrum, jafnvel í stórviðri. Það
var mjög hættuleg vinna að standa á
vmnupöllunum í stórviðri, sérstaklega
þó þegar unnið var við turninn. Ég man
sérstaklega eftir einum stórviðrisdegi
6 apríl 1906, þegar ég vann að turn-
inum. Þá var ofsaveður og ég og félagar
mínir héngum á grindunum þarna háct
uppi í loftinu og gátum í raun og veru
ekki hamið okkur . . . Okkur varð lítið
að verki þennan dag og það var í eina
skiptið, sem mér fannst meistari minn
leggja meiri stund á kapp en forsjá, ea
stjórnendur Iðnaðarmannafélagsins ráku
á eftir. Einari fannst að sér hefði verið
falið mikið trúnaðarstarf fyrir stétt sína,
enda var aldrei annað eins kapp í hon-
um við neina aðra byggingu og sagði
hann hvað eftir annað við okkur: Legg-
ið ykkur alla fram, allan hraða ykkar,
allan hug ykkar, alla kunnáttu og aila
vandvirkni“. Og ég held að ég geti full-
yrt það, að við reyndum að fylgja þess-
ari reglu hans við byggingu mennta-
stofnunar iðnaðarmanna í landinu. En
erfiðastur varð turninn og smíði hans
minnisstæðust".
Þetta mikla kapp, sem lagt var á
það að koma húsinu sem fyrst upp,
varð til þess, að Iðnskólinn gat flutt
þar inn næsta haust. Kennslustofur
voru á neðri (hæð hússins og í turnin-
um, en efri hæðin var leigð. Þar bjó
ólafur Ólafsson prentari, sem var um-
sjónarmaður hússins, og ekkja hans eft-
ir hans dag. Ennfremur margir leigj-
endur.
Þess má geta hér, að þá er Iðnaðar-
mannafélagið seldi Iðnó 1918, hafði það
engan fundarsal til sinna umráða. Varð
það þá úr, að það gerði hina forkostu-
legu Baðstofu í rishæð skólans. Gerði
Guðmundur Þorláksson uppdrætti að
henni, en Ríkarður Jónsson skreytti
með útskurði. Þarna hefir svo félagið
haldið fundi sína síðan.
Nokkrir skólar hafa verið leigjendur
í 'húsinu. Þar átti Gagnfræðaskóli Reyk-
víkinga heima frá því hann var sto'.n-
aður og þar til hann fluttist í gamla
Stýrimannaskólann. Aðrir skólar hat'a
fengið þar inni þegar þeim lá á auka-
húsnæði, svo sem Vélstjóraskóiinn,
Menntaskólinn og Verzlunarskólinn. En
svo er fram í sótti varð alltof þröngt
fyrir Iðnskólann sjálfan í húsinu, og
varð hann þá að fá viðbótarhúsnæði
annars staðar, svo sem í Varðarhúsinu,
Austurstræti 14, Lækjargötu 6a, Mið-
bæjarskólanum, Vélsmiðjunni Héðni,
Aiþýðubrauðgerðinni og Víðishúsinu
Laugaveg 166.
H ér hefir nú verið rakin í stórum
tíráttum byggingarsaga þess húss, sem
stendur á horni Lækjargötu og Vonar-
strætis og í bókum borgarinnar heitir
Lækjargata 14a, en almenningur kall-
ar enn Iðnskólann, enda þótt skólinn
sé farinn þaðan fyrir nokkrum árum.
Húsið hefir enn sama svip og þegar
það var nýreist, en þó hafa ýmsar
breytingar verið gerðar þar. í húsinu
voru upphaflega kolaofnar, en í fund-
argerðum bæjarstjórnar segir að i
ágúst 1918 hafi eigendum hússins verið
leyft að reisa móskúr á bak við húsið.
Þessi stutta setning bregður upp mynd
af ástandinu, sem hér var í lok fyrri
heimsstyrjaldar, þegar kol voru ófáan-
leg, og jafnt fátæklingar, efnamenn og
opinberar stofnanir urðu að viða að sér
mó í stórum stíl, til þess að geta var-
izt vetrarkuldanum. — Haustið 1921
var húsið raflýst, en miðstöðvarhitun
kcan ekki í það fyrr en 1928. Haustið
1944 var gerð viðbygging úr steypt-
um steini að baki hússins og meðfram
Vonarstræti til þess að auka húsnæði
skólans. Fengust þar tvær góðar
kennslustofur.
Iðnskólinn var stofnaður 1904 og
fékk þá inni í Vinaminni, eins og fyrr
er sagt. Þar hafði hann til umráða tvær
Þóra Jónsdóttir frá Kirkjubœ
og
Jóhann Frímann Guðmundsson, fulltrúi
— sem fórast af slysföram 23. okt 1966 —
Eftir HjÖrt Kristmundsson
Af lundi þeirra ásta
liljur spruttu tvær,
yndisfagrar dætur
með augun djúp og skær.
Þeim var ekki skapað að skilja.
Sólin hló í heiði
og sex liðu ár.
Þá fölnaði önnur liljan
og luktust hennar brár.
Systrunum var skapað að skilja.
Til eru lífgrös,
sem lækna ofurmein.
Þá eldsár var treginn
þau eignuðust svein.
Þeim var ekki skapað að skilja.
Lífið þeim færði
lítinn augastein.
Og liljan önnur spratt
svo f ögur og hrein.
Þeim var ekki skapað að skilja.
Silfruð voru hjónin,
en ást þeirra ung,
þau aldurtila biðu
og sorgin er þung.
Þeim var ekki skapað að skilja.
Silfruð voru hjónin,
en ást þeirra ung.
Þau aldurtila biðu,
og sorgin er þung.
Þeim var ekki skapað að skilja.
Ung þau bundust tryggðum
og ást þeirra var heit.
Enginn skyldi rjála
við tveggja blómareit.
Þeim var ekki skapað að skilja.
27. nóvember 1966
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS