Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Síða 1
Ieftirfarandi grein lýsir maður, sem hefur til jþess góðar aðstæður og veit af eigin reynslu, hvernig de Gaulle stjórnar. Myndin er ekki fegruð, sem skiljanlegt er. Bidault sagði að lokum skilið við goð sitt, enda þótt hann væri utanríkisráðherra í fyrsta ráðuneyti de Gaulles eftir stríðið og síðar forsætisráðherra Frakklands. Það var stefna de Gaulles í Alsír, sem varð þessum herrum að vinslitum. Bidault var síðan hrakinn frá Evrópu af leynilögreglu de Gaulles, og hann skrifar þessa grein sem útlagi í Brasilíu. — Eg mun veita þér réttlæti — sagði hann og h*etti síðan við eftir stundar- þögn, — og kennimannlegt embætti. Kéttlæti þýddi hreinsun af öllum ákærum og hið síðara — kennimanlegt embætti — líka. Þetta var árið 1944 skömmu eftir freií-un Parísar, og de Gaulle hafði tilkynnt már að hann þyrfti á mér að halda til að vinna fyrir sig. í nokkra daga fékk ég ekkert að vita nánar, en þá birtist mynd, eins og venja var, ásamt tilkynningu til heimsins. og reyndar mín sjálfs líka, þess efnis að ég hefði verið skipaður utanríkisráðherra. Þessi embættisskipun kom mjög á óvænt og var reyndar hæpin, þar sem vera min í andspyrnuhreyfingunni hafði það óhjákvæmilega í för með sér, að ég hafði ekkert samband haft við útlendar þjóðir um þriggja ára skeið og vissi næstum ekki neitt um heiminn á þessu ári 1944. Ég tók við embætti í Quai d’Orsay os var þar við störf í fimm ár, og er þá ekki talinn sá tími, sem ég var forsætisráðherra, ríkisráðsforseti og varnarmálaráð- herra, auk ýmissa annarra embætta sem ég hafði á hendi. mt að var erfitt að framfylgja utanríkisstefnu de Gaulles eða réttara sagt undir stjórn de Gaulles — svo að skynsamlegt samræmi væri í henni. Mér féll stöðugt verr við hringlandann og þann hátt sem hann hafði á allri afgreiðslu mála. Ég verð að játa þá staðreynd að de Gaulle var eini meðlimur stjórnarinnar, sem hafði vald og traust, og réð öllu um gang mála, enda þótt ekki væri um neina stjórnarskrá að ræða, kosningar eða lagnlegar forsendur. Við gátum prísað okkur sæla, þegar okkur var gefið eitchvað í skyn um ákvarðanir de Gaulles og þá stefnu, sem hann hafði ákveðið að taka; um skýringar var vissulega ekki að ræða. De Gaulle er ekki fær um að ráðgast við einn eða neinn. („ . . . þýð- ingarlaust skvaldur og tímaeyðsla“) né heldur getur hann skilgreint afstöðu mema með yfirlætislegum fullyrðingum og fjarrænum athugasemdum („ . . . það á aldrei að útskýra neitt“. Hann getur ekki heldur deilt völdum eða ábyrgð við framkvæmdir sínar („ . . . ég duga einn“). Ég varð aldrei var við að hann léti hafa áhrif á sig né stöðva sig eða hvetja, nema af sjálfum sér. Ákvarðanir hans byggðust á skýrslum, k.iaftasögum, minningum (að mestu leyti neikvæðum) og hans eigin skoðunum sem oft eru takmarkaðar og óljósar. Það gildir einu hversu góð ráð honum eru gefin, hann hefur þau að engu, einfaldlega vegna þess að hann treysur ekki neinum nema sjálfum sér. E inhverjir hafa orðið til þess að bera Hershöfðingjann saman við Lúðvík XIV, en hann er alls ekki líkur honum. Lúðvík hlustaði á alla og dró síðan sínar eigin ályktanir. Það eina, sem hann og de Gaulle virðast hafa sameiginlegt, er tortryggnin, ekkert annað. Einu mennirnir, sem mér finnst að de Gaulle líkist, eru spænsku einvaldskóngarnir, eins og Filippus II, og þó sérstaklega þeir Filippus III og IV. Þessir kóngar voru þöglir og leyndardómsfullir og einmana, af því að sú var skylda þeirra. Það hefur einhver skilgreint þessa tegund einvaldsherra, og sú skilgreining er enn sönn: „Þú ert stór, en stór á þann hátt sem jarðgöng eru stór. Þeim mun meira sem þú tekur í burtu þeim mun stærri verða þau“. Hvenær sem de Gaulle fannst eitthvað májefni ekki aðkallandi eða mætti sitja á hakanum, var ekki möguleiki að fá hann til að gefa því gaum, og hann sýndi áhugaleysi sitt með því að draga það á langinn, þar til það var orðið lífs- nauðsyn eða þá að hann hafði myndað sér eigin skoðun á því. Undir slíkum kringum- stæðum var hann vanur að segja: „Við sjáum til“ eða „Frakkland mun sjá okkur öllum fyrir legstað". Þegar um var að ræða sérfræðilegar skýrslur eða tækniatriði, þá fengu sérfræðingarnir fjálsar hendur. Stjorn borgaralegra málefna fékk einnig miög frjálsar hendur og notaði það frjábræði stundum til að hægja ískyggilega á sér. Hvað sem segja má urn hæfileika de Gaulles til að skilja og leysa hagfræðileg vandamál, þá er hitt víst að hann hafði ekkj hinn minnsta áhuga á þeim efnum. Til er það fólik, 9em er reiðubúið til að leggja eið út á, að hann hafi aldrei sagt: „Stjórnsýslan verður að sitja á hakanum“ eða „Ég frelsaði ekki Frakkland til þess að þurfa að hafa áhyggjur af makkaronuskammtinum". Ég heyrði hann þó sesja þessi orð með mínum eigin eyrum . Það lærðu allir starfa sinn, og þar á meðal kennarinn, á hinum löngu stjórnar- ráðsfundum. Mér fannst oft eins og allir ráð'herrarnir væru aðeins litlir skólastrák- Samdeikuritm um de Gauile Ceorges Bidauii, fyrrw*i rdðharra í sij- 'rn d 3 Gaulhs, gerir hreint fyrir sínum dyrum og segir umbúðalaust frá því sem hann reyndi, sá og hzyrii .e^n hann vann með forsetanum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.