Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Síða 2
GEORGES BIDAULT: de Gaulle ráðgast aldrei við ne/nn...
Georges Bidault.
ar, sem sætu umhverfis borð undir
kennslu strangs kennara. Þetta gekk svo
langt, að de Gaulle leyfði sér einn dag-
inn að segja við okkur: „Sjáið til, þið
eruð vissulega farnir að læna eitthvað“.
Enda þótt ég hefði óvænt verið
skipaður utanríkisráðherra, þá hirti eng-
inn um að skýra eitt eða neitt fyrir mér
eða ráða mér eitt eða annað né gefa
mér fyrirmæli. Ég sá Hershöfðingjann
de Gaulle oft og langtimum saman.
[Hann var þá þegar farinn að láta álit
sitt í ljós á þann hátt, sem síðar varð
kunnur bæði af ræðum hans og blöðun-
um. Hann talaði aðeins á víð og dreif,
kastaði fram yfirlætisfullum athuga-
semdum og sögulegum tilvitnunum. All-
ar ráðstefnur, þar sem hann var við-
staddur, voru mér ekki annað en
kennslustund, þar sem kennarinn mælti
af munni fram hinar og aðrar athuga-
semdir í stjórnmálalegri heimspeki, og
þar fékk ég ekki vitneskju um raun-
verulegar fyrirætlanir hans né neinar
staðreyndir um það málefni sem til um-
ræðu var. Álit hans á fólki breyttist éft-
ir aðstæðum, þannig að ég gat aldrei
reitt mig á dómgreind hans í þeim
einum.
Strax á þessum árum hafði hann til-
einkað sér „Ieynd konungsins", og ég
held að þessi leyndarhjúpur hafi þykkn-
að með árunum. Sú hugmynd að trúa
einhverjum algerlega fyrir hugrenning-
um sínum hefur áreiðanlega aldrei
hvarflað að de Gaulle. Það er að
minnsta kosti staðreynd að hann hefur
aldrei ráðgazt við neinn né heldur að-
varað neinn um það, hvað hann hefði
í huga. Hann heldur jafnmikilli leynd
yfir því smáa sem því stóra.
Þar sem hann hefur komið sjálfum
sér fyrir í miðju sólkerfisins og hugsar
þar látlaust og hrærist í eigin efasemd-
um, getur vel verið að hann geri ekki
greinarmun á táknrænni athöfn og einsk-
isverðri athöfn. Því að de Gaulle fylgir
ekki stefnu í stjórnmálum sínum, í
venjulegum skilningi þess orðs. Hann
hefur enga stefnu og ekki einu sinni
nokkra merkjasteina til að fylgja. Stefna
hans samanstendur af táknum, eða með
öðrum orðum sagt, af áningarstöðum,
sem hann leggur af stað frá í það og
það sinnið. Hugsanir hans leiðast frá ein-
um punkti til annars og koma ævinlega
af þeim sökum öðrum á óvænt; það veit
enginn hver næsti áfangastaður kann
að verða. Þetta er snjöll aðferð til að
halda starfsfólki sínu vakandi og skapa
ótta eða áðdáun hjá öðrum.
Mig langar til að nefna hér dæmi
úr minni eigin reynslu sem utanríkis-
ráðherra um þá erfiðleika, sem allir
þeir er lentu í skoðanahringiðu de
Gaulles áttu við að etja, jafnvel þó að
þeir væru allir af vilja gerðir til að
fram.fylgja skipunum af viti. Ég hef í
huga hið svonefnda Clippertonævintýri,
og síðan söguna af móti þeirra Roose-
velts og de Gaulles sem aldrei varð.
Clipperton er lítil óbyggð eyja í Kyrra-
hafinu, og þar er ekki hægt að fá ferskt
vatn. Skip, sem átti þarna leið fram-
hiá, varpaði akkerum við eyjuna og
lagði hana undir Frakkland og var
það á tímum annars keisaradæmisins.
Þar sem ekkert var aðhafzt þarna sem
gaf til kynna að Frakkland ætti eyjuna,
krafðist Mexíkó hennar. Hún var
reyndar ekki neitt í námunda við
Mexíkó, en þó enn lengra frá Frakk-
landi. Laust eftir aldamótin 1900 leituðu
báðar þjóðirnar aðstoðar Viktors Emm-
anuels við að fá úr því skorið, hvorri
þeirra bæri yfirráð yfir þessu eylandi,
og hann dæmdi Frakklandi í vil. í seinni
heimsstyrjöldinni ákváðu fyrst Englend-
ingar en síðar Bandaríkjamenn, að
þarna væri valinn staður fyrir útvarps-
stöð meðan Kyrrahafsstyrjöldin stæði.
Og svo var sett upp þarna engilsax-
nesk stöð án þess að nokkur hirti um að
spyrja Frjálsa Frakka um leyfi. Þegar
de Gaulle frétti um þetta, ákvað hann,
einnig auðvitað án þess að spyrja nokk-
urn, að binda snöggan enda á þetta at-
hæfi. Hanri fór svo sem ekki að öllu
leyti villur vegar þar.
Hershöfðinginn skipulagði með
mikilli leynd leiðangur, sem átti að
leggja upp frá vesturströnd Mexíkó,
frá Acapulco, ef ég man rétt. Freigáta
mónnuð „sjóræningjum“ átti að sigla til
Clipperton og taka eyjuna og láta síðan
gilda þar alþjóðleg lög og frönsk yfir-
ráð. Eg komst af tilviljun að þéssari
ráðagerð og gerði það sem ég gat til
að koma henni fyrir kattarnef.
Bandamenn voru að vísu lagalega séð
þarna í órétti, en það réttlætti ekki
aðgerðir af þessu tagi, sem gátu haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Ráðagerðin
var lögð á hilluna. Ég veit ekki enn
þann dag 1 dag, hvað olli því, enda
skiptir hitt meira máli, að hætt skyldi
vera við þetta.
Ég kynntist fleiri dæmum um slíkan
„Cl:.ppertonisma“. Það er staðreynd, að
hvenær sem de Gaulle finnst að vald
hans, tign eða eigin persónuleiki sé dreg-
inr. í efa þá hverfur honum öll skyn-
samleg dómgreind. Honum verður ekki
meira um svöðusár en títuprjónsstungu
af þessu tagi.
Mót þeirra Roosevelts og hans, sem
aldrei átti sér stað og því réð de Gaulle,
var löng og ömurleg streita. Eins og öll-
um er kunnugt, þá er de Gaulle óskap-
lega tilfyndinn í sambandi við siðaregl-
ur. Það er nú svo, að siðabók er á marg-
a.r hátt góð og nauðsynleg. Hún útilokar
ókurteisi og ruddaskap, en allt þetta
getur leitt til vandræða. Samt er það
svo, að reglur siðabókar verður að nota
af skynsemi, enda eru þær settar til að
auðvelda mönnum umgengni hverjum
við annan, en ekki til þess að gera
mönnum lífið erfiðara.
B andaríski sendiherrann í París,
Jefferson Caffery, kom að máli við mig
í byrjun febrúar 1945. Þó að honum
félii ekki allt vel í Frakklandi, var
hann almennt séð mjög mikill aðdáandi
Frakka og Frakklands, og hann var mjög
sterkur og ákveðinn persónuleiki. Hann
var lítið hrifinn af de Gaullé og var
algerlega ósveigjanlegur og þrár með
afbrigðum ef hagsmunir lands hans voru
f veði. Hann ræddi við mig um mögu-
leika á fundi þeirra Roosevelts og de
Gaulles.
Ég svaraði því til, að slíkur fundur
nægði ekki til að setja niður allar deil-
ur milli þessara manna, sem vaknað
höfðu upp út af Jaltaráðstefnunni, og
síðan auðvitað af því, að mennirnir voru
gerólíkir að lundarfari. Ég féllst þó á,
að hreinskilnislegar skýringar af
beggja hálfu myndu geta lægt öldurnar,
en mér var ekki ljóst, hvernig ætti að
koma þessum fundi á. Sendiherrann
gæ-ði enda á þessar bollaleggingar með
þvi að spyrja skyndilega: „Hvernig
væri að _ Roosevelt kæmi til Frakk-
lands?" Ég svaraði að þetta væri annað
mál. Það yrði máski möguleiki á að efna
til fundar ef Bandarikjaforseti kæmi.
Sendiherrann hélt beint til fundar við
de Gaulle eftir að hafa talað við mig.
Hershöfðinginn hefur lýst því í stríðs-
minningum sínum, hvernig hann hafn-
aði boðinu. Hann vissi það meira um
þetta en ég, að honum var kunnugt
um, að Roosevelt hugðist hitta hann í
Alsir. Hann neitaði ákveðið að fara þang-
að, nema mótstíminn væri ákveðinn af
báðum aðiljum löngu fyrr.
Auðvitað var skakkt af Roosevelt að
reyna að efna til fundar við mann á
hans eigin umráðasvæði, án þess að
ráðgast við hann fyrst, ekki sízt þar
sem sambandið milli Bandaríkjanna og
Frakklands var síður en svo hlýtt, þar
sem Frakkland hafði ekki átt fulltrúa
á Krimráðstefunni.
etta mál vakti mikla athygli i
Frakkiandi, þar sem Roosevelt var vin-
sæll Yfirleitt féll fólki þetta illa, en
de Gaulle var hinn kátasti þar sem
hann fékk þarna tækifæri til að láta í
ljós óánægju sína. Hann kættist enn
meir, þegar hann vissi, að Roosevelt
heíði verið búinn að nefna menn til
fylgaar við sig. Frakkland lætur ekki
segja sér fyrir verkum.
Mér finnst enn, að þetta hafi verið
rétt ákvörðun hjá de Gaulle, en ég þarf
víst ekki að taka það fram, að það er
einmiti þetta sem de Gaulle gerir við
hvern einasta Frakka, sem hann þarf
að hafa tal af; hann segir honum fyrir
verkum.
Þýzkalandsmálin voru mikilsverðustu
viðfangsefnin, sem ég fékkst við undir
fyrstu stjórn de Gaulles.
Daglega varð ég að yfirfara mína eigin
afstöðu til Þýzkalands. A þessum tíma
og reyndar lengi eftir það var afstaða
de Gaulles til Þýzkalands byggð á því
sem hann hafði lesið ungur. Þýzkaland
var hinn hefðbundni óvinur Frakklands,
kynslóð eftir kynslóð. Til þess að losna
við þessa hættu og gera enda á þá
eilífu martröð að hafa þennan óvin sí-
fellt gráan fyrir járnum við landa-
mærin, sá de Gaulle aðeins eitt ráð, og
það var að hverfa aftur til samning-
anna í Westphalen.
(Samningarnir í Westphalen 1648
bundu enda á Þrjátíu ára stríðið og
gerðu hina 300 einstöku prinsa í Hinu
heilaga rómverska ríki að algerum ein-
valdsherrum hvern á sínu yfirráðasvæði,
rýrðu vald keisarans og alríkisþingsins
og bjuggu til ný landamæri, er ógerning-
ur var fyrir keisaraveldið að verja fyrir
Frakklandi, ef í odda skarst).
E g er viss um, að de Gaulle er
enn sannfærður um að það hafi verið
tilviljun ein að Þýzkaland sameinaðist,
og hafi það átt sér þær forsendur, að
Þýzkaland vann allmarga sigra, sem síð-
an stigu Þjóðverjum til höfuðs. Það var
skoðun de Gaulles að friður héldist því
aðeins í álfunni, að Þýzkaland væri veikt.
Skoðun hans í þessu efni hefur áreið-
anlega fallið Rússum vel í geð, en þeir
höfðu nú fengið því framgengt, sem þeir
vi’du, svo að þeir þurftu ekkert við
Frakkland að tala, enda áttu Frakkar
ekki þá upp á annað að bjóða en svo-
nefnda „áætlun“, og áttu í erfifileikum
með að fá yfirráðasvæði til hersetu í
Þýzkalandi. Fyrst Þýzkaland var nú
eirvu sinni fallið aftur í parta, því þá
ekki að lofa því að vera þannig? De
Gaulle gekk svo langt í þessu efni, að
hann vildi ekki einu sinni nota nafnið
„Rínarlönd".
Það var þetta ár, 1945, sem de Gaulle
gerði mér það ljóst, hver raunveruleg
afsíaða hans gagnvart Þýzkalandi var.
Hann lét falla spaugsyrði, sem lýsti þessu
gremilega. Það var við eina af þess-
um vikulegu hersýningum í París. Við
hortðum oftast á þessar sýningar af
Place de la Concorde, þar sem reistur
var pallur til þessa við hliðina á Tuiler-
ies. Hinir erlendu stjórnarerindrekar,
sem þurfa að vera viðstaddir, voru orðn-
ir dálítið þreyttir á þessum sífelldu sýn-
ingum. Það var svo eitt sinn, án þess að
ég óskaði þess, að Jefferson Caffery,
bandaríski sendiherrann, kom til mín og
sagðist hafa mjög litla ánægju af því
að þurfa sífellt að vakna fyrir allar
aldir og mæta þarna „til þess að horfa
á mína skriðdreka, sem brenna minni
olíu fara þarna framhjá". Þessi athuga-
semd sýndi auðvitað skort á háttvísL
enda var henni ekki vel tekið.
Framhald á bls. 13.
De Gaulle við fyrri og siðari kosningarnar nú í vetur. Skopmynd úr amer-
ísku blaði.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS'
16. apríl 1967