Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Side 3
n
Ellsworth Bunker, sem nýlega
var tilnefndur sendiiherra Banda-
ríkjanna í Suður-Víetnam, er um
margt athyglisverður maður og
skipun hans í þetta embætti eftir
Henry Cabot Lodge kom engum á
óvart. Hann hefur á undanförnum
árum tekið i ð sér hvert hlutverk-
ið eftir annað sem sérlegur sendi-
herra lands síns til þeirra landa og
þjóða þar seir mikils hefur þótt við
þurfa, að erfið mál leystust far-
sællega. Þannig var hann fyrir fá-
um árum sérlegur sendifulltrúi
lands síns í Saudi Arabíu, Brazi-
líu og Indónesíu og eftir það var
hann árlangt í Dóminikanska lýð-
veldinu á vegum ríkisstjórnar sinn-
ar. Er sú dvöl sögð vera einhver
sú athyglisverðasta, sem sérlegur
sendifulltrúi hefur átt í öðru landi
eftir síðari heimsstyrjöldina. Því að
enda þótt á ýmsu gengi og oft kæmi
afturkippur í samkomulagsumleit-
anir urðu málalok Bandaríkja-
mönnum til heiðurs. Þótti það vel
af sér vikið, því að afskipti Banda-
ríkjamanna höfðu hafizt af illri
nauðsyn og að sumra áliti hafði
framkoma þeirra í þessum málum
í upphafi verið til skammar. Það
var því haft á orði, er Bunker kom
heim til Bandaríkjanna síðastliðið
sumar, að hann hefði getað valið um
næstum hverja stöðu sem vera
vildi á vegum ríkisins nema
embætti Deans Rusks. Hann
kaus þó að vera áfram sérleg-
ur sendifulltrúi ríkisstjórnarinn-
ar. Starfsbróðir hans í þeirri grein
er Averell Harriman, sem einnig
þykir meistari í því að leysa af
ELLSWORTH
BUNKER
hendi viðfangsefni, sem öðrum
virðast óleysanleg.
Þegar Bur.ker var fyrst falið að
gegna embætti sérlegs sendifull-
trúa, vakti val hans undnun og
furðu margra. Hann var þá alger-
lega óþekktur á opinberum vett-
vangi. Það var Dean Adheson, sem
í ráðherratíð sinni sendi Bunker til
Argentínu árið 1951. Þá stóð valda-
tímabil Perons sem hæst og mjög
órólegt ástand ríkti í landinu í alla
staði. Þeir sendifulltrúar, sem sótt
höfðu landið heim á vegum Banda-
ríkjastjórnar, höfðu sízt orðið til
að bæta ástandið, því að þeir höfðu
margir hverjir verið sambland
spákaupmanna og sendiherra og
komið fram í báðum hlutverknm.
Þarna var því brýn þörf á hæfum
manni, gætnum og rólegum sendi-
fulltrúa, sem væri þess umkominn
að bæta um ýmis afglöp fyrirrenn-
ara sinna.
Sagt er, að Dean Adheson haíi
hugsað sig vel um áður en hann vaidi
mann til að takast á hendur sendifull-
trúaförina til Argentínu Og þegar hann
tók ákvörðun að lokum hafði hann ekki
valið manninn úr hópi stjórnmálamanna
eða starfsmanna utanríkisþjónustunnar.
Hann hafði horft lengra aftur í tímann
í leitinni að hæfum manni og að lokum
valið vin sinn og kunningja frá liá-
skólaárunum í Yale og einn af félóg-
unum úr róðrarsveitinni. Bunker ^ar
um 'þessar mundir forstjóri sykurverk-
smiðiju, en hafði þá enga reynslu af ut-
anríkismálum .
iÞað sýndi sig þó brátt, að Adheson
hafði valið rétt. Bunker tókst ekki að-
eins og koma meiru til leiðar í Buones
Aires en nokkrum öðrum manni hafði
fyrr tekizt, heldur hélt hann áfram að
vinna sig í álit í sendiherrastörfium á
ítalíu og á Indlandi. En ýmsir spurðu,
hvað hefði gert það að verkum,
Fram eftir ævi var hann lítt
þekktur kaupsýslumaður, en er
nú einn athyglisverðasti sendi-
fulltrúi Bandaríkjastjórnar.
Hann hefur til að bera óbil-
andi traust viðmælenda sinna,
jafnvel úr hópi andstæðing-
anna.
að Ac'heson valdi Bunker til að
senda hann til Argentínu 1901.
Og er Acheson var spurður þeirr-
ar spurningar nú fyrir skemmstu,
hvað hefði valdið því, að hann fól
óreyndum kaupsýslumanni stöðuna í
Argentínu, sagði thann: ,,Þið skuluð gera
ykkur ljóst, að það er mikill munur á
Ells'wortih og ýmsum öðrum. Fólk er
ekki hvað öðru líkt eins og sardínur í
tunnu. Ellsworbh er Ellswortih.
Hvar sem Ellsworth fer er hann alltaf
sjálfum sér líkur og í allri sinni fram-
göngu er hann trúverðugur fulltrúi
Bandaríkjanna. Hann er ekki eins og
sumir þessir menn, sem sveipa um sig
skikkjunni og ganga inn í hlutverkið.
Hann er ætíð agaður og ró og jafnvægi
hvílir yfir öllu hans fasi. Einu sinni bað
Neihru mig að senda sér fleiri slíka
menn. Hann sagði mér að hann vildi
ekki fá þessa verðandi Indíána".
Enda þótt Bunker sé kurteis í fram-
göngu og brjóstgóður, getur hann einnig
verið ósveigjanlegur og þol hans er óbil-
andi. Bæði elskulegt viðmót hans og
harka hans og úthald kemur honum að
góðu haldi þegar honum er fengið það
hlutverk að miðla málum milli ósættan-
legra aðila. Og hann hefur enn til að
bera tvo eiginleika, sem eru honum
gagnlegir í þessum viðfangsefnum:
hann er þolinmóðir og það sem er enn
mikilvægara, hann vekur traust, og það
jafnvel hjá andstæðingum, sem vegna
vantrausts hvor á öðrum höfðu lokað
öllum möguleikum til samkomulags og
höfðu tilhneigingu til að telja sér hvern
þann mann fjandsamlegan, sem reyndi
samkomulagsumleitanir.
Árið 1963 áleit Faisal konungur, sem
þá var krónprins Saudi Arahíu, að
Bandaríkin hefðu hallazt á sveif með
Nasser í deilunni um Yemen. Er hann
að lokum samþvkkti að hætta hernað-
araðgerðum, gaf hann til kynna, að
það væri persónulegt traust sitt á Bunk-
er, sem hafði verið sendur til málamiðl-
unar, sem gerði það að verkum að hann
veldi þessa leið.
Ellswort'h Bunker er fæddur í Yonk-
ers New York 11. maí 1894. Faðir hans
var auðugur sykurveiksmiðjueigandi.
Eins og áður segir stundaði Bunker nám
í Yale-háskólanum, og það hafði hvarfl-
að að honum að gerast kennari, en nið-
urstaðan varð hins vegar sú, að hann
gerðist starfsmað'Ur fyrirtækis föður
síns. Auk starfa sinna þar tók hann
ætíð nokkurn þátt í félagsmálum. Þá
hefur hann alla ævi verið mikill bóka-
maður.
Bunker kvæntist i janúar sl. Carol C.
Laise, ambassador Bandaríkjanna 1
N'epal.
Bunker er nýgiftur, og hér er hann
ásamt konu sinni, Carol C. Laise,
ambassador í Nepal.
16. apríl 1967
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
3