Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Page 4
1
Ein af ástæðunum til þess, að brezk leiklist er „upp-
spretta sannrar listnautnar" er að lítil leikhús, sera
studd eru með fjárframlögum, hafa á að skipa leik-
urum eins og Albert Finney, er leikur jafn óskyld
hlutverk og kynvilltan tízkuteiknara (sitjandi) í
„Svörtum gamanleik" eftir Peter Schaffer og þjón-
inn í „Fröken Júlíu“.
Fyrir meira en hálfri öld harmaði írska
leikritaskáldið John Millington Synge
þau skil, sem voru milli skynsemi og skynhrifa
í leikhúsheimi hans tíma. „Leiksviðið verður að
sýna okkur raunveruleikann og það verður að
skemmta okkur. Þess vegna hefur hin nýja skyn-
semihöfðandi leiklist brugðizt, og fólk er orðið
hundleitt á falskri kátínu gamansöngleiksins,
sem það hefur efngið í stað sannrar gleði, sem
hvergi er að finna nema í því sem er frábært
og óbeizlað í raunveruleikanum“.
Synge var ívið fljótur á sér að fella dóminn
um leiða á'horfenda á þessum tveim stefnum leik-
listar — enn er talsvert líf í hinu gáfulega (intel-
lectual) nútímaleikriti, og söngleikirnir halda að-
dráttarafli sínu á fjölda fólks — en hitt var vissu-
lega hárrétt athugað hjá honum, að „raunveru-
leiki“ og skemmtun" eru hugtök, sem einlægt eru
aðskilin, þegar um leikhúsverk er að ræða.
Sannast að segja hafa flestir Bandaríkjamenn til
skamms tíma litið á leikhúsið sem þægilegan tíma-
bana, sneitt hjá raunveruleikanum og sótzt eftir
„falskri kátínu“ söngleikja og léttra gamanleikja.
Og jafnvel þótt hin skírskotandi nútímaleikrit hafi
vaxið í áliti og að vinsældum, hefur þeim ekki
tekizt að láta þetta fara saman, skemmtun og raun-
veruleika, og áhangendur þeirra eru sagðir kreddu-
fullir einstefnumenn.
Við munum ekki ræða yfirborðsmennsku Broad-
way-leiksýninga hér — hún er óhjákvæmileg afleið-
íng þess, að eingöngu er tekið tillit til fjárhagslegs
ávinnings — en súrmysulegur hátíðleiki alvarlegri
leikhúsverka okkar er vandamál, sem ekki er van-
þörf að taka til umræðu. Hvers vegna eru alvarleg-
ar leikihústilraunir okkar svo oft stirfnar og kreddu-
kenndar? Hvers vegna eiga velunnarar alvarlegrar
leiklistar svona bágt með að skemmta sér á leiksýn-
ingu?
„Tiny Alice“ og „Eftir syndafallið" Það er þrúg-
andi andi Boðskapar og Táknmáls, en „skemmtilegt“
er orð sem sízt á við andann er ríkir í Lincoln
Center.
Með þessu er ég ekki að lýsa persónulegu áliti
mínu á slíkum leikritum og leikfélögum, þó að ég
hafi á hinn bóginn ekkert sérstakt dálæti á þeim.
Ég er öllu fremur að tala um það andrúmsloft sem
þau skapa. Það er erfitt að hugsa sér mann fara
til slíkrar leiksýningar, fullan ánægjulegrar tilhlökk-
unar. Þvert á móti finnst áhorfandanum hann rek-
inn áfram af einskærri skyldurækni, sem hann hefur
til þessa aðeins kennt við kirkjuferðir eða skóla-
slitaatfhafnir.
Hér kemur fram þversögn. sem segja má að eigi
rót sína að rekja til misræmis milli framboðs og
eftirspurnar. Það er sama sagan og með fegrun
Ameríku, sem varð ekki almennt áhugamál fyrr en
landið var orðið næstum samfelldur ruslhaugur.
Eins hefur áhugi á góðri leiklist almennt vaknað á
þeim tíma, sem ekkert nýtt hefur komið fram á því
Fram'hald á bls. 6.
FRÁBÆRT
ÓBEIZLAÐ OG
FULLT GLEÐI
EFTIR ROBERT BRUSTEIN
Hina „sönnu gleði“, sem Synge talar um, hef-
ur að sjálfsögðu ætíð verið að finna í miklum leik-
húsverkum. „Hamlet og Lear voru léttir í lund“, sagði
Yeats í kvæði, „gleðin bregður birtu á allar ógnir“,
og hver sá, sem hefur orðið djúpt snortinn á leik-
sýningu, veit að tilfinningin er einhvers konar víma.
En það er ekki gleðin, sem ber uppi verk eins og
„Annað Ieikhúsið":
„Eftir syndafallið" — Jason Robards og Barbara
Loden í leikriti Arthurs Millers í Lincoln Center.
„Það er ekki glaðværðin, sem ber nppi slík verk,
það er þrúgandi andi táknmáls".
„Fyrsta leikhúsið":
„Funny Girl“ — Barbra Streisand leikur aðalhlut-
verkið í þessu vinsæla Broadway-leikriti. „Til
skamms tíma hafa flestir Bandaríkjamenn litið á
leikhúsið sem dægradvöl, sneitt hjá raunveruleik-
anum og sótzt eftir „falskri kátínu" söng- og gaman-
leikja.
„Dynamite Tonite“ gerist í ímynduðu stríði og sýnir
okkur fram á, „hvernig stríðandi þjóðir nota manns-
líf til þess að útkljá deilumál sín“.
■
4 LESBÓK MOHGUNBLAÐSINS
16. apríl 1967