Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Qupperneq 5
SUMARLE TFI EFTIEl BEHGÞÓRU CÍSLADÓTTUR P óstur berst til D. með áætlunarbílnum sex daga vik- unnar. Bíllinn gengur frá E. til H., sem eru flugsamgöngumið- stöðvar, aðra leiðina á dag, og skilar farþegum og flutningi á milliliggjandi svæði. Þessar greiðu póstsamgöngur eru aðeins eitt dæmi um þær gífurlegu framfarir, sem orðið hafa, síðan ég flutti suður fyrir x árum. Meðan ég þekkti til á D. barst póstur með strandferða- skipunum og var því viku til hálfsmánaðar gamall. Þá hafði póstkoma sjálfstætt gildi sem andlit. Eg virtist svo dæmalaust merkileg persóna. Svo miklu merkilegri, en þegar ég var á á meðal þeirra sem eitt af börn- um M. á Siglunni. Var þetta virðing fyrir menntun minni? Virðing sem aðeins er að finna hjá því fólki, sem ekki þekkir hver hin raunverulega innistæða menntunar er? Þekkir ekki. að hún er starf, hversdagslegt strit engu síður en þeirra. Og til að tengja hana sínum hugarheimi, yfirfærir það menntun á eitt- hvað háleitt, listir, visindi, hug- sjómr eða á þjóðfélagslegar virðingarstöður og örugga af- komu. Var þetta virðing fyrir ímynduðum uppgangi föður míns, síðan hann byrjaði að vinna hjá flokknum? Eða var þetta einfaldlega ánægja þeirra við að endurhitta gamalt andlit? Nú var ég komin til pósthúss- ins og fékk afhenta tvo blaða- stranga. Það voru engin bréf. Fólk er orðið eitthvað svo latt að skrifa. Mér fannst fallegt á D. og ég vissi, að svo þótti einnig mörgum ferðamönnum. Það var ekki laust við, að ég hefði horn í síðu nýju húsanna, sem hvarvetna höfðu sprottið upp á kostnað þeirra gömlu. Ef ég byggi hérna, mundi ég þó lík- lega kjósa nýtt. atburður í lífi fólks. Við höfð- um bitizt um það krakkarnir að sækja á afgreiðsluna þykka bréfaböggla og þungar kippur af blaðaströngum. Næstu daga var heimilið undirlagt pósti. Eitthvað á þessa leið hugsaði ég, þar sem ég gekk í hægðum mínum til pósthússins. Ég hafði boðizt til að fara. Krakkarnir nenntu ekki, og ég sagði systur minni, að ég hefði ekki nema gaman að því að labba eftir póstinum. Það var sannleikur. í rauninni naut ég þess að sjá hvarvetna fagnandi gamalkunn Br að var enginn í húsinu, þegar ég kom heim. Systir mín líklega farin með krakkana til tengdamóður sinnar. Ég hellti mér kaffi í bolla og settist inn í stofu með blöðin. Þetta var eins og í höfuðborginni, blöðin Augu mín hvörfluðu yfir síðuna og staðnæmdust við and- lit, sem kom kunnuglega fyrir sjónir. Jú, ekki bar á öðru, R. frænlca mín búin að gifta sig. Teikning: Baltasar. samdægurs, og ég saknaði þykkra blaðabunka bernsku minnar, er ég fletti í gegnum þau. Ég stað- næmdist við dálkinn :árnað heilla:. Var vön að lesa hann, og gerði það án öfundar eða kvíða, sem margir telja að konur á mínum aidri séu haldnar af. Þó ég væri orðin xx ára gömul, hafði aldrei hvarflað að mér annað en ég myndi giftast og eiga eftir að lifa í hamingjusömu hjónabandi. í þessum dálki rakst ég næstum daglega á kunningja mína, skólasystkin og vinnufélaga. Ágætt meðan ég þekkti ekki obb- ann af fólkinu í :dánarfregnir og jarðarfarir:, og ég brosti með sjálfri mér yfir að vera ennþá ung. Augu min, sem höfðu hvarflað um síðuna, stað- næmdust allt í einu við andlit, sem óneitanlega kom mér kunnuglega fyrir sjónir. Jú, ekki bar á öðru. R. frænka mín búin að gifta sig. Ekki svo að skilja, að það kæmi mér á óvart. Ég kunni skil á manninum og hafði átt von á þessu. Bara að hún hefði ekki staðið í þessu einmitt núna. Bara að hún hefði ekki staðið í þessu nú þessa fáu daga, sem ég ætlaði að eyða í æskuhögunum í ró og næði. Notalegheitin sem höfðu umvafið mig voru gjör- samlega gufuð up, og í stað þeirra komin einhver truflandi óvissa, eins og vegna yfirvofandi hættu. Nú myndi allt hefjast að nýju. Ég þekkti ekkl sveitunga mína, ef þeir höfðu nokkru gleymt. Nú myndi moldviðrið hefjast að nýju og ég andvarpaði. Hefði ég aðeins ekki verið heima, þegar það átt.i að hafa gerzt. Barn, sem fætt er í október, hefur komið undir í janúar. Ég hafði einmitt fengið jólaleyfi mitt framlengt til að geta unnið áfram í frystihúsinu meðan hrotan hélzt. Hún hafði staðið út janúar, og ég farið stuttu eftir þorrablótið. Ekki svo að skilja, að þessi janúarmánuður væri á nokkurn hátt eftirminnilegur. Þvert á móti stóð hann mér fyrir hugskotssjónum sem einn dimmur dagur með kulda, krapa og vinnu í frystihúsinu frá morgni til kvölds. Það var sumarið eftir, að ég neyddist til að yfirfara í huganum hvern dag, hverja stund þessa janúarmán- aðar. Fyrst í samtölum við þorpsbúa. Seinna gat ég sjálf ekki varizt áleitni þessarar gátu. R.. frænka mín var barnshafandi. Þungi hennar leyndi sér ekki, þar sem hún gekk aðalgötu þorpsins, framsett en frjálsmannleg. Hún virtist ekkert gera til að leyna ástandi sínu. Mér fannst næstum að hún nyti að láta sem mest á því bera. Fólk á D. er alls ekkert sérstaklega siðavant, og ekkert einsdæmi að stúlka eigi barn i lausaleik, meira að segja undantekning ef ógift stúlka liðlega þrítug á ekki einn króga eða svo. Alltaf vöktu þannig atburðir þó víst umtal, umtal sem hjaðnaði eðlilegum tíma eftir að atburðurinn fór fram og allar staðreyndir lágu ljósar fyrir. En nú skorti upp á með staðreyndirnar. Enginn þorpsbúi vissi né taldi sig vita, að R. hefði þennan vetur verið í tygjum við karlmann. Þegar svo stendur á, eru allir jafn líklegir, eða hér öllu heldur ólíklegir. Þrír myndarlegustu ungir menn þorpsins lágu undir grun. Enginn þeirra vildi gefa nokkrar upplýsingar sjálfur, sem mig undr- aði ekki, þar sem ég vissi, að allir höfðu þeir meira eða minna gert hosur sínar grænar fyrir R., en ár- angurslaust. Fólk skiptist í hópa eins og við kosn- ingar, og hélt hver hópur sínum fram. í október, þegar aliir hóparnir virtust vera að sameinast um einn af þremenningunum, dundi reiðarslagið yfir R. fæddi barnið heima með hjálp ljósmóður og að viðstöddum lækni. Fæðingin var eðlileg, og engin ástæða til að ætla það stundarruglun eða óráðshjal, þegar hún kenndi barn sitt G. verkstjóra í frystihús- inu. G. átti er þetta gerðist fjóra fjóra drengi með konu sinni, og þann elsta um fermingu. Hann var að allra dómi vel giftur, og hjónabandið hafði verið talið farsælt allt til þessa. R. var móðursystir mín, þótt við værum mjög jafnaldra. Hún var af síðasta hjónabandi ömmu minnar, sem var þrígift. Kona G. var aftur á móti sonardóttir annars manns hennar af fyrra hjónabandi hans og því ekki skyld okkur R., þó ætíð hefði verið mikil vinátta með henni og mínu móðurfólki. Sem verkstjóri var G. óvenju vel þokk- aður, þó feimni hans, óframfærni og oft á tíðum bros- legt lítillæti gagnvart undirmönnum og starfsfólki Framhald á bls. 14. 16. apríl 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.