Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Side 7
ÚR SÖGU REYKJAVIKUR
SVIPAST UM
í AÐALSTRÆTI
EFTIR ÁRNA ÓLA
I?.gykiavíkurborg telur aldur sinn
frá árinu 1786 þegar Reykjavíkurþorpi
voru veitt kaupstaðarréttindi. En þorp-
ið var þá 34 ára gamalt, því að saga þess
hefst með verksmiðjunum (innrétting-
unum) sumarið 1752. Elzta gatan í borg-
inni, Aðalstræti, er þá líka 34 árum
eldra en borgin.
Það var Skúli Magnússon landfógeti
sem skipulagði þorpið að upphafi. Hann
ákvað breidd strætisins, en það skyldi
vera jafnbreitt Víkurhlaði alla leið til
sjávar. En Víkurhlað var milli bæjarins
og kirkjugarðsins. Og hann ákvað að
ve’-ksmiðjuhúsin skyldu standa vestan
götunnar í beinni röð. Að þessu skipu-
lagi hans býr borgin enn í dag, því að
Aðalstræti má heita óbreytt, að öðru
leyti en því, að þar hafa risið stærri
hús en þau, sem stóðu þar í öndverðu.
Þ; ð hefir hvorki verið stytt né lengt,
og það sem merkilegast er, að hússkipan
hefir haldizt þar hin sama frá upphafi
að vestanverðu.
Eitt var einkennilegt við fyrstu húsa-
byggingar í Aðalstræti, að þrjú syðstu
húsin að vestanverðu sneru stafni að
götunni, en öll hin sneru hlið að henni.
Hvað gekk Skúla til að skipta húsun-
um þannig? Hvers vegna lét hann þau
ekki öll snúa stafni að götu, eða þá
öll snúa hlið að götu? Gatan var svo
stutt, að annaðhvort skipulagið hefði
farið henni betur.
H ^r ber að líta á það, að verk-
sm.ðjurnar eignuðust gamla Víkurbæ-
inn, eins og hann var þá. Nú vitum vér
ekki hvernig húsakostur var þar. En
syðsta hús bæjarins mun hafa verið hin
svonefnda Ullarstofa, stórt og stæðilegt
hús, að vísu með moldarveggjum og
torfþaki, en þiljað innan. Á uppdrætti
Sæmundar Hólms af Reykjavík um
1789, er hún nefnd „bæarhús" og er það
fullgild sönnun þess, að hún hafi verið
eitt af bæjarhúsum Víkur. Hin hús
bæjarins voru rifin, vegna þess að
verksmiðjurnar gátu ekki notazt við
þau, og tvö hús reist á rústum þeirra.
Þessi hús voru látin snúa austur og
vestur, eins og Ullarstofan. Og það
bendir til þess, að bæjarhúsin, sem rifin
voru, hafi snúið eins, og staðið þarna
hlið við hlið, eins og títt var á sveita-
bæjum. Það hefir því þótt eðlilegt, að
hin nýju hús, sem reist voru þarna á
rústum þeirra, sneru eins og væri sam-
hiiða Ullarstofunni.
En fyrir norðan gamla bæinn, þar
sem Grjótagata gengur nú upp frá
Aðalstræti, skagaði Grjótabrekkan miklu
nær sjávargötu Víkur, og brekkan var
mjög stórgrýtt. Hefir því ekki þótt
árennilegt að ráðast á hana með þeim
veikfærum, er menn höfðu þá, og sneiða
framan af henni svo stóra spildu, að
þar væri hægt að koma fyrir húsum,
er sneru austur og vestur, eins og syðstu
húsin. Þess vegna taka menn hinn auð-
veldari kostinn, reisa húsin þétt upp
að brekkunni og láta hliðar þeirra vita
að götunni. Er líklegt að Skúli hafi
sjáifur ráðið þessu. Með þessu móti gat
húsaiínan haldizt bein allt norður undir
Giófina, eða þangað sem sjávargatan
frá Götuhúsum kom niður á sjávargötu
Víkur, rétt ofan við naust þeirra Vik-
urmanna, sem þá huét enn Ingólfsnaust.
egar verzlunarhú«in voru flutt úr
örfirisey 1779—80, var sölu'búðin sett þar
sem Ingólfsnaust hafði staðið. Tvö hús
vc.ru reist að baki hennar ofan við
Grófina, en við Aðalstræti sunnan við
Götuhúsastíginn, var reist ibúðarhús
handa verzlunarstjóranum.
Vér vitum hvernig húsaskipan var
við Aðalstræti vestanvert frá upphafi,
og til þess að sanna þá staðhæfingu,
að húsaskipan haldist þar enn óbreytt
efiir 200 ár, skulu hér talin þau hús^
sem voru þar upphaflega, og þau hús,
sem nú standa þar.
Syðsta húsið var Ullarstofan, en þar
eru nú Uppsalir (nr. 18).
Næsta hús var kallað Lóskurðárstofa,
en þar stendur nú hús H. Andersen &
Sön (nr. 16).
Þriðja húsið var Spunastofan, en þar
er nú óbyggð lóð (nr. 14).
Þá kom Vefstofan, en þar er nú verzl-
ur. August Svendsen (nr. 12).
Fimmta húsið var Undirforstjórahús-
ið og það hefir eitt staðið af sér allar
umbvitingar tímans og stendur enn eins
og það var á dögum innréttinganna (nr.
10).
Þar næst kom geymsluskáli úr timbri
og var þar verzlað um hríð, en svo
re'sti Einar Hákonarson hattari þar íbúð-
arhús en tengdasonur hans, W. Breið-
fjörð, reisti þar stórhýsið, er enn stend-
ur og var um eitt skeið nefnt Fjala-
kötturinn (nr. 8).
Þar fyrir norðan stóð moldarkofi,
sem hafður var til mógeymslu. Þar er
nú Morgunblaðshúsið (nr. 6).
Þar næst kom íbúðarhús verzlunar-
stjórans. Þar er nú verzlunarhúsið
Aðalstræti 4.
Seinast kom svo krambúðin, fyrsta
veizlun í Reykjavík, rekin fyrst af sjálf-
um konungi, en svo af ýmsum. Þar
hefir stöðugt verið verzlað fram á þenn-
an dag eða um 188 ár. Þar er nú
veiðarfæraverzlunin Geysir (nr. 2).
F.ins og á þessu má sjá, voru upp-
hafiega 9 hús að vestanverðu við Aðal-
stræti, og þau eru 8 núna og ein lóð
auð. Öll standa þessi hús þar sem elztu
húsin stóðu, svo að skipulag Skúla fó-
geta helzt þar enn. Að vísu er orðinn
mikill munur á stærð húsanna frá því
sem áður var, og geta menn séð það ef
þeir bera nýrri húsin saman við sölu-
búð Silla og Valda sem var annað
veglegasta hús innréttinganna. En hvergi
mun samt hafa orðið jafn mikill munur
á eins og á lóðinni nr. 6. Þar stóð upp-
haflega lítilfjörlegur moldarkofi, en nú
er þar komið eitt af giæsilegustu stór-
hýsum borgarinnar. Það er því ekki úr
vegj að rifja upp ágrip af byggingarsögu
þess staðar, þar sem svo mikil umskipti
hafa orðið.
F
ns og fyrr er getið hófst smíði
verksmiðjuhúsanna sumarið 1752. Þá
var hér ekki um annað eldsneyti að ræða
en mó, og hefir Skúli þess vegna látið
taka upp mikið af mó um vorið og
sumarið að hafa til vetrarforða. Er því
líklegt að móskemman við Aðalstræti
hafi verið reist þetta sumar, svo að hægt
vaeri að geyma eldsneytið undir þaki.
Hefm hún þá verið eitt af eiztu húsum
verksmiðjanna. Ekki hefir þetta verið
virðnlegt hús í upprennandi verksmiðju-
hverfi. Veggir og gaflar voru hlaðnir úr
toifi og grjóti og torfþak yfir, og senni-
lega enginn gluggi á því, birtan hafi átt
að koma inn um dyrnar. Húsið var
12'4 alin á lengd, 5% alin á breidd, en
um bæð þess er ekki getið. Árið 1774
var það virt á 4 rdl. og má á þeirri
virðingu sjá að það hefir ekki verið
beysið. Að vísu er það þá orðið 22 ára
gamait og ef til vill hefir ekki verið
hugsað mikið um viðhald þess. Það stóð
þó lengi enn og hefir sjálfsagt verið
notað allan þann tíma, og ekki var það
rifið fyrr en um 1800. Var lóðin þá
leigð einhverjum til kartöflúræktunar,
og var þar gerður mikill kartöflugarð-
ui, sem náði frá Aðalstræti og þar upp
undir sem Mjóstræti er nú. Þarna hafði
áður verið stórgrýtisurð, en nú var
grjótiff horfið. Það var komið í dóm-
kirkjuna. Árið 1788 var sendur hingað
danskur steinsmiður, Johan Larsen að
nafni, og hafði honum verið falið að
taka upp grjót og koma því þangað, er
kmkjan skyldi standa. Mun hann fljótt
hafa séð að hægast var að ná í grjót í
Grjótabrekkunni. Var svo rifið upp allt
grjót á þessum stað og eins á lóð Einars
Hakonarsonar þar næst fyrir sunnan, og
öllu ekið á sleða um veturinn þangað
sem kirkjuna skyldi reisa á Austur-
volii. Neðri hæð dómkirkjunnar er því
að mestu ieyti úr grjóti frá þessum stað.
Ekki er mér kunnugt hver eða hverjir
réðust í að gera þennan mikla kartöflu-
garð, en sennilega hafa það verið verzl-
unarmenn hjá Sunckenberg.
N
l'u vikur sögunni að því, að árið
1801 kom nýr lyfsali að Nesi við Sel-
tjcrn, og leyfði Kansellí þá um leið, að
lardiæknir og lyfsali mættu fiytjast til
Reykjavíkur, en sá flutningur dróst
enr. um 30 ára skeið.
Nýi lyfsalinn hét Guðbrandur Vig-
fússon Faðir hans var Vigfús sýslu-
maður Jónsson og hafði hann fengið
Þingeyjarþing 1776. Bjó hann fyrst á
Skútustöðum, svo á Héðinshöfða, þá á
Breiðamýri og seinast á Sigurðarstöð-
uin á Sléttu og varð þar ruglaður á
geðsmunum og sagði af sér 1786. Flutt-
isr hann þá að Grásíðu í Kelduhverfi og
dó þar sumarið 1795. Hann var talinn
vei viti borinn, en jafnan þunglyndur
og þótti það koma niður á börnum hans,
þó ekki sé þess getið um Guðbrand.
Kann fór ungur til Kaupmannahafnar
og nam þar lyfsalafræði. Þar kvæntist
hann danskri stúlku, sem Johanne Sop-
hie hét, og kom hún með honum að
Nesi. Þeim varð ekki barna auðið.
Guðbrandur lézt árið 1822, en ekkja
hans hélt áfram lyfsölunni enn um
tveggia ára skeið eða þar til Oddur
Thorarensen tók við. Þá náði frúin
kaupum á Ióðinni nr. 6 við Aðalstrætl
og Jét reisa þar íbúðarhús árið 1825.
Þetta var einlyft timburhús, eins og
þá tíðkaðist, og sneri hlið að götu, en
á bak við var hinn mikli kartöflugarður
og mun frúin hafa stundað hann vel á
meðan hún átti þarna heima, því að
hans er getið sem eins af beztu görðum
í bænum.
Árið 1838 keypti Þórður Jónsson eign-
ina og bjó í húsinu til æviloka. Hann
var sonur séra Jónasar Jónssonar í
Reykholti, sem var „mikill gáfumaður,
vel að sér og kennimaður góður“, en
var að mörgu leyti mæðumaður. Hann
var fyrst kvæntur Sigríði Jónsdóttur
prests í Garði í Kelduhverfi, en hún
andaðist af barnsförum eftir árs hjóna-
br.nd. Sonur þeirra var Jón í Vík í
Héðinsfirði, en hann fórst í snjóflóði
1841. Seinni kona séra Jónasar var
Þórdís systir fyrri konu hans, og áttu
þau mörg börn. Einn sonur þeirra, Björn,
drukknaði uppkominn í Fnjóská 1834.
Og svo missti séra Jónas seinni konu
sína 1844 á þann voveiflega hátt, að
hún brenndist til bana við að þvo þvott
í hveri (sumir segja að það hafi verið
Snorralaug).
órður Jónasson var fæddur árið
1800 og' fyrir honum lá meiri emb-
ætiisframi en flestum öðrum. Hann
varff fyrst sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu
1835. en yfirdómari í landsyfirdómi 1836
og f’uttist þá til Reykjavíkur. Dómstjóri
varð hann 1856 og gegndi því embætti
til 1877. Jafnframt var hann settur til að
gegna mörgum öðrum embættum: sýslu-
maður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, amt-
maður nyðra eftir Grím landfógeti og
stiftamtmaður hvað eftir annað og
gegndi því embætti einu sinni 5 ár
samfleytt frá því er Trampe fór og þar til
Hilmar Finsen kom. Er mælt að Þórði
mundi hafa verið veitt embættið, ef
hann hefði viljað, en hann vildi ekki
sleppa dómstjórastöðunni. Það þótti líka
eitthvert virðulegasta embætti hér á
landi að vera dómstjóri, eða háyfir-
dómari eins og það var kallað þá. Það
varpaði því sérstökum ljóma á litla hús-
ið í Aðalstræti, að slíkur höfðingi skyldi
búa þar svo lengi.
Þess ber að geta hér, að í þessu húsi
var skrifstofa fyrsta blaðsins sem gefið
var út í Reykjavík. Það var Reykia-
víkurpósturinn, sem hóf göngu sína
haustið 1846. Var Þórður Jónasson að-
alritstjórinn, en með honum voru þeir
bræðurnir Sigurður og Páll Melsteð.
Blað þetta gáfu þeir út um þriggja ára
skeið. Hins má þá líka geta, að María
dóttir Þórðar dómstjóra giftist Óla Fin-
sen póstmeistara og voru þau foreldr-
ar Viihjálms Fin'ens, stofnanda Morgun
Framhald á bls. 14.
16. apríl 1967
LESBOK l.IORGUNBLAÐSINS 7