Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Qupperneq 9
E7
Hver.ium mundi detta í hug að hafa borðkrókinn þannig í nýju húsi á íslandi? Hér er
trégólf en skápar og veggir málaðir í mismunandi bláum litum og fura í stólunum. Þetta
er i sænsku eldhúsi.
íslenzkt eldhús, 10 ára gamalt. Þá var þetta
hið cina rétta lag á innréttingum. Síðar komu
mósaíkflisar, rennihurðir, ofn uppi á vegg og
eldavélin í borði — allsstaðar nákvæmlega
eins.
Amerískt eldhús þar sem gamalt og nýtt er
notað jöfnum höndum og forðazt að fá sama
svip og á skurðstofu á spítala. Þarna eru ný-
tízku grillofn og uppþvottavél felld inn í
fremur gamaldags borð úr dökkum viði.
Harðplast á borði. Bitar í lofti.
f1! nr m nn [XI n© Tl
LlI H js yy 15 [5 LiL 11
staklingshyggjumenn og sú hyggja kemur jafnvel fram í þessu, að
hver og einn vill hafa íbúðina sína, og þá líka eldhúsið, með sér-
stöku sniði. Það er ekki til neins að abbast uppá þann hugsunarhátt
svo framarlega sem húsbyggjendur hafa efni á honum. En þá kemur
þessi leiðindasaga, að innréttingasmiðir virðast hafa takmarkað hug-
myndaflug og húsbyggjandinn, þrátt fyrir einstaklingshyggjuna,
treystir því að þetta, sem „fólk tekur“, hljóti að vera bezt einnig fyrir
hann.
Efalaust er allt þetta harðplast nokkuð gott; það er auðvelt að
þrífa það og það á að endast allvel. En það er afskaplega dautt efni
og varla verður mjög langur tími liðinn þar til leiðinn fer að gera
vart við sig vegna þess að alltof mikið er af því.
Mig furðar stórlega á því hvað litið er notað af ýmsum léttum
og fallegum viðartegundum í eldhúsi; tegundum eins og eik, álmi,
hnotu, harðfuru og furu. Með þessum viði má að einhverju leyti nota
dökkar og þungar viðartegundir eins og tekk og palisander, en það er
betra í hófi. Við brennum okkur líka oft á þvi soðinu að nota annað
hvort enga liti eða einhverjar æpandi ósamstæður. Það er víst eitt af
því sem „fólkið vill.“
Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því, að talsverð breyting muni
verða á næstunni á okkar dýru og vönduðu eldhúsum. Þau verða
að vísu áfram bæði dýr og vönduð, en ég geri ráð fyrir að þeir sem
leita eftir sérsmíði fái seint og um síðir einhverjar haldbetri leið-
beiningar en þessar sífelldu tilvitnanir í rödd fólksins.
Sannleikurinn er sá að möguleikarnir til ólíkrar útfærslu á sér-
smíðuðum innréttingum eru óendanlegir og það án þess að verðið
þurfi að hækka. Við höfum öll þessi efni, sem til þarf. Það vantar
aðeins hugkvæmnina.
Margir af okkar ágætu arkitektum teikna sjálfir eldhúsinnrétt-
ingar og gera það oftast prýðisvel. En ekki nálægt því allir hús-
byggjendur leita til arkitekta með innréttingar. Þessvegna er inn-
réttingasmiðum nokkur vandi á höndum. Það er eðlilegt að þeir bendi
á eitthvað sem þeir hafa áður gert og mundi trúlega gefa þeim beztan
ábata. Húsbyggjendur mættu gjarnan athuga betur, hvort ekki er
hægt að lækka þetta gífurlega verð á eldhúsinnréttingum um leið
og eldhúsið væri gert í senn frumlegra og persónulegra. — G.S.
Óneitanlega er þetta sænska eldhús bæði rómantískt og heimilislegt.
Það er smiöað á ódýran máta, en samt mundi enginn taka það til
fyrirmyndar hér: Skáparnir eru með gleri og málaðir dökkgrænir
og fura fyrir ofan eldhúsborðið.
16. april 1967
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9