Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Síða 10
Á100 ára afmæli Borgarness
Effir Guðmund Sigurðsson
Borgnesingar héldu hátíðlegt hundrað ára af-
mæli kauptúnsins hinn 22. marz s.l. Á kvöldvöku
sem haldin var í samkomuhúsinu flutti Guðmundur
Sigurðsson, sem er gamall Borgnesingur, spjall
um hið forna sveitaþorp, sem nú hefur fengið á sig
stórborgarsvip, og endaði spjall sitt á eftirfarandi
kvæði, sem Lesbókin hefur fengið leyfi til að birta.
Þótt skip vorra drauma brotni á tímanna bárum
og oilið sé næsta skammt milfli gleymsku
og tryggða,
vér minnumsit þess staðar er hefur á hundrað árum
hafizt til vegs sem fyrirmynd íslenzkra byggða.
Og yfir byggðinni sveimar sögunnar andi
með sígilda list og dáðir í orði og verki,
frá því hinn fyrsta bónda bar hér að landi
var Borgarsvipurinn héraðsins aðalsmerki.
Sern Ieyndur neisti lifir í fölnuðum glóðum
hin ljúfa minning frá ævinnar vori geymist;
röm er sú taug sem tengir oss átthagans slóðum
og tign þess fagra héraðs, sem engum gleymist.
Nú gengur æskan létt í lyndi og orðum
til leika í Víkinni frægu er sagan getur:
að Egi'll kal'linn lék á föður sinn forðum
og fékk þá að kynnast vendinum heldur betur.
Því Grímur var strangur, en víst hefur sagan
sæmt hann
þeim sess er æðstan taldi vor norræni kjarni,
og þó tel ég víst að í dag hefði Ásgeir dæmt hann
fyrir dólgslega meðferð á þvíláku efnisbarni.
Hér birtast oss myndir og sýnir í sögunnar Ijóma
af sigrum og tapi í eilífri baráttu mannsins.
Vér hyllum það fólk er hóf til gengis og sóma
höfuðstaðinn í fegursta héraði landsdns.
Hér ólum vér drauminn um auðnu
og veraldargengi,
áhyggjulaus á bernskunnar fyrstu göngu,
og gengum til leika um fjörur, flóa og engi,
þótt fennt sé í sporin, og gu'llin týnd fyrir löngu.
Og ennbá er trú vor að efli hann máttarvöldin,
svo óborin kynslóð af blöðum sögunnar lesi:
að þeir gátu borið höfuð sitt hærra en fjöldinn
sem helguðu manndóm og tryggð sína Borgarnesi.
Á 15. öldinni höfðu þjóðtungurnar
franska, enska, þýzka, ítalska og
spænska sigrazt á latínunni, sem drottn-
að hafði í þúsund ár eftir fall rómverska
ríkisins. Vestur-Evrópa hafði fengið nú-
fimasvip sinn með fjölda tungumála, sem
bæði voru bókmenntamál og ríkismál.
Vel menntaður maður á sextándu og
seytjándu öld var ekki ánægður, nema
hann kynni í viðbót við móðurmál sitt
bæði klassísku málin og að minnsta kosti
tvær eða þrjár helztu tungur í álfunni.
Þegar svo var komið var ekki að undra,
þótt hugur manna færi að beinast að
spurningunni um eitt tungumál, sem
nægt gæti til hinna ýmsu viðskipta við
©ðrar þjóðir. Síðan hafa komið fram
ótal uppástungur um lausn þessa vanda-
máls, framan af að vísu ekki mjög
margar, en á 19. öldinni fjölgaði þeim
mikið og enn meira á hinni 20. Tillögur
þessar eru ákaflega margbreytilegar, en
ihér er þeim skipt í 5 flokka eftir því,
Ihver lausnin er:
1) Ein ákveðin þjóðtunga óbreytt.
2) Tvær eða fleiri þjóðtungur á sama
svæði eða sín á hverju svæði.
3) Ein þjóðtunga með einhverri breyt-
ingu.
4) Samblöndun mála.
5) Gervimál.
Verður stuttlega minnzt á helztu tillögur
innan hvers þessara flokka.
1. Ein þjóðtunga óbreytt
egar farið var að ræða um upptöku
sérstaks alþjóðamáls, þá var eðlilegt, að
latína kæmi þar einkum til greina, þar
sem hún var kennd í skólum um öll
lönd, og langt fram á 19. öld var al-
gengt að doktorsrit væru á latínu. Auk
þess var latína mál rómversk-kaþólsku
kirkjunnar. Skömmu fyrir 1890 komu
fram ákveðnar tillögur um latínu sem
heimsmál, og þar með þýðingar á latínu
á ýmsum nútímafyrirbærum, svo sem
unio postalis, naves vaporariae, ferrae
viae ordines, (þ. e. póstmálasamband,
gufuskip og járnbrautarlínur). Var nú
farið að gefa út blöð og tímarit á latínu
og voru þau alls 10 á tímabilinu frá
Eitt tungumáí fyrir allan heiminn
II. Vandamálið fyrr á timum
og tillögur til úrlausnar
Eftir Mario A. Pei
- Litill úrdráttur -
Þorsteinn Þorsteinsson þýddi
1889—1914. Hin helztu þeirra voru
Praeco Latinus, mánaðarblað, gefið út í
Fíladelfíu í Bandaríkjunum 1895—1902,
og Vox Urbis, hálfsmánaðarblað í Róma-
borg. Páfastóllinn hefur líka gefið út
orðabók með latneskum þýðingum á alls
konar nútímafyrirbærum.
Milli 1870 og '1880 var stungið upp á
klassískri grísku sem alþjóðamáli, og
skömmu síðar komu þýzkir fræðimenn
með svipaða uppástungu, en þar sem þeir
kölluðu hana Gelehrtensprache der
Zukunft (lærðra manna mál framtíðar)
hafa þeir líklega ekki gert ráð fyrir að
það yrði alþjóðamál í nútimamerkingu.
mf egar á 16. öld koma fram tillögur
um frönsku sem alþjóðamál, enda kemst
hún þegar á miðöldum í mikil met svo
sem sjá má á því, að hún var á krossferða-
tímanum notuð við hirðina í Jerúsalem
og Antíokíu og við ensku hirðina allt til
1386. Frá 17. til 19. aldar var hún næst-
um eingöngu notuð í samningum við er-
lend riki og öðrum viðskiptum við er-
lenda ríkiserindreka. Fyrsta áfallið fyrir
frönsku. sem mál stjórnarerindrekstrar,
hefur líklega verið þegar Disraeli ávarp-
aði Berlínarfundinn á ensku, en eftir
fyrri heimsstyjöldina var einkarétti
frönskunnar í þeim efnum lokið.
Einhver fyrsta bending um, að enska
kynni að sækjast eftir að verða heims-
mál, var það er heimspekingurinn Davíð
Hume hvatti sagnfræðinginn Eðvarð
Gibbon í bréfi til hans 1767 að rita á
ensku í stað frönsku. Hefur hann reynzt
sannspár í þessum orðum: „Látum
Frakka stæra sig af hinni miklu út-
breiðslu máls síns. Vorar vaxandi fram-
kvæmdir í Ameríku, þar sem vér þurf-
um síður að óttast að skrælingjar flæði
yfir, gefa fyrirheit um meiri staðfestu
og varanleik enskrar tungu“. Nú eru
talsmenn ensku milljónir í engil-
saxneskum löndum og að minnsta kosti
þúsundir í öðrum löndum. Mestu for-
mælendur ensku sem alþjóðamáls voru
þýzki málfræðingurinn Jakob Grimm og
danski málfræðingurinn Ottó Jespersen.
Mesti sigur enskunnar var á Bandung-
ráðstefnunni 1955, þar sem fulltrúar 29
Asíu- og Afríkuríkja, með ef til vill
hundrað mismunandi tungumál, kusu
af sjálfsdáðum ensku sem aðalumræðu-
mál fundarins, þó að enskumælandi
þjóðir ættu þar engan fulltrúa.
Þessi meðmæli með rússnesku sem
heimsmáli birtust í bókmenntatímariti í
Moskvu: „Rússneska er orðin heimsmál.
Hvert málið tekur við af öðru gegnum
aldirnar. Latína var mál fornaldarinnar,
franska lénsveldisins, enska auðvaldsins.
Rússneska er heimsmál sósíalismans.
Franska er 'tungumál hirðsnápa, en
enska hrognamál kaupmangara. Þær
voru mál ríkjandi stétta og uppskafn-
ingsmenntamanna. Ensk tunga spillti
fólki í öðrum löndum. Rússneska er
fyrsta heimsmál alþjóðahyggju. Enginn
getur kallað sig menntamann ef hann
kann ekki rússnesku". Ekki er kunnugt,
að rússneska hafi fengið nokkurn tals-
mann vestan járntjalds, en auðvitað
kemur hún til greina ef velja ætti al-
þjóðamál. Og þá líka kínverska sem töl-
uð er af fimmta hluta mannkyns.
Önnur tungumál, sem stungið hefur
verið upp á, eru ítalska 1902 og 1922,
hollenzka 1869 og aftur 1924, danska
1905 og ungverska 1938. Mjög sterk með-
mæli með þýzku komu á Hitlers-
tímabilinu 1938. Jafnvel malajíska, „ít-
alska austurlanda“, fékk meðmæli hjá
Páli Carus í tímaritinu Monitor í
Chicago 1909.
2 Tvær eSa fleíri þjóðtuno-ur á sama
svæði eða sín á hverju svæði
A 17. öld stakk Comenius upp á að
enska og franska yrðu notaðar í Vestur-
Evrópu en rússneska í Austur-Evrópu,
en það er ekki fyrr en á 20. öld, að
svipaðar tillögur komu fram um að tvö
eða fleiri tungumál séu ríkjandi saman
Framhald á bls. 11
10 LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS
16. apríl 1967