Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Side 13
BÓKMENNTIR
Framhald af bls. 6.
um til dæmis Mike Nichols, sem eitt sinn var með-
limur í frábærum ádeiluleikfiokki, er tókst aðdáan-
lega vel að sameina góða skemmtun og hvassa ádeilu
á ýmislegt í lífsháttum okkar. Ekki leið á löngu áð-
ur en þessi flokkur var farinn að framleiða vinsæla
útvarpsþætti og skömmu síðar leystist hann upp.
Ekki löngu þar á eftir gat Nichols sér frægð fyrir að
stjórna einmitt þess háttar innihaldslausum gaman-
leikjum og ómerkilegum söngleikjum, sem áður hefðu
orðið skotmark ádeilu hans. Jafnvel verkefni, sem
hvöttu til meiri átaka, eins og kvikmyndun „Hver
er hræddur við Virginíu Woolf?“, virðist mér í hönd-
um hans hafa orðið að vellulegri skemmtimynd.
Alan Arkin, sem lofaði góðu er hann byrjaði með
Second City-leikflokk sinn, nálgast það óðum að
fara sömu leiðina, hann sóar hæfileikum sínum í
leik ómerkilegra hlutverka (þó má vera að samvinna
Nichols og Arkins að gerð kvikmyndarinnar „Catdh-
22“ eigi eftir að leysa listamannshæfileika þeirra úr
læðingi). Og að því er varðar Zero Mostrel, sem er
e.t.v. mesti gamanleikari á leiksviði nú á tímum, þá
hefur hann ýmist leikið hjá leikhúsum, sem ein-
göngu hafa léttmeti á boðstólum, eða hinum alvar-
legri, og hefur verið jafnfjarri því að vera á réttri
hillu á báðum stöðunum.
ar sem sumt af þessu hæfileikafólki hefur
smám saman hallazt að æ léttvægari viðfangsefn-
um, er aftur annað, sem hefur horfið frá léttmetinu
að alvarlegri verkefnum. Helen Hayes og Melvyn
Douglas, sem bæði hafa leikið lengi á Broadway, hafa
nú fengið löngun til að reyna sig í alvarlegri hlut-
verkum og þess vegna slegizt í hóp með APA næsta
leikár og munu koma fram á C'hekhov- og Walt
Withman-kvöldum — kvöldum sem ég vænti mér
afar lítillar ánægju af. Og nýlega var stofnað til
leiklistarhátíðar í Berkshire af William Gibson og
Arthur Penn, sem hvorugur hefur til þessa sýnt neinn
sérstakan áhuga á ógróðavænlegri leiklist. Meira að
segja Paddy Chayevsky er nú farinn að skrifa fyrir
litlu leikhúsin og hefur lagt hinu nýja félagi, undir
stjórn Zero Mostrels og Burgess Merediths, til leik-
rit. Ef þessu heldur áfram, ætti það ekki að koma
neinum á óvart, þó að hér myndaðist ný tegund leik-
listar, sem léti mikið yfir sér og hefði sterkan bak-
hjarl, jafnvel ekki ósennilegt að hún yrði styrkt af
Boger Stevens, þar sem Barbra Streisand yrði í aðal-
hlutverki í leikritum Maeterlincks, Lenormands og
Gorkís.
Það er ekki ætlun mín að draga i efa einlægni höf-
unda og flytjenda leiklistar í viðleitni þeirra til að
fjölhæfa sig og reyna sig á nýjum sviðum í listinni.
Ég er einungis að reyna að sýna fram á, að hafi á
annað borð markazt skýr skil milli ákveðinna þátta
leiklistarinnar, er ekki auðvelt að ráða bót á slíku.
Erfiðleikarnir í Lincoln Center frá því það hóf starf-
semi sína leiða þetta jafnvel enn glögglegar í Ijós;
mistök Kazans sýna, að þó það sé haft að markmiði
að öðlast vinsældir verður það engan veginn fúll-
nægjandi grundvöllur mikilhæfrar leiklistar, og mis-
tök Blaus og Irvings benda til þess, að jafnvel hin
háleitustu markmið dugi ekkr til, án alhliða leik-
'hússkilnings og agaðrar sköpunargáfu. Lincoin
Center hefur orðið orustuvöllur þessara tveggja stríð-
andi afla í bandarískri leiklist, og hún getur ekki
átt framtíð fyrir sér, nema þar geti á einhvern hátt
farið saman „raunveruleiki“ og „gieði“. En sann-
leikurinn er sá, að það er hvergi ólíklegra að sá
samruni takist en einmitt í slíkri opinberri menning-
armiðstöð.
Til allar hamingju er þriðju tegund leiklistar
að finna í Bandaríkjunum, og er hún fyrst og fremst
í höndum yngri kynslóðarinnar, þar sem sameinast
eiginleikar æskunnar, ákafi, fjör og innlifun. Þessi
leiklist kom fram á sjónarsviðið á árunum milli 1950
og 1960, þegar stefnan „utan-Broadway“ ríkti í leik-
húsheiminum. Hún reis hæst með starfsemi „Living
Theater“, beið nokkurn hnekki við réttarhöldin yfir
Judith Malina og Julian Beck og útlegð þeirra, efldist
nokkuð með sýningum tilraunakenndra kabaretta
„utan-Broadway“-höfunda eftir 1960, og hefur nú
öðlazt fullan styrk í viðbrögðum sínum gegn hinu
óþolandi Víetnamstríði.
Þriðja leikhúsið hefur smátt og smátt orðið sama-
staður þeirra, sem eru vonsviknir og óánægðir með
yfirdrepssiðferði valdhafanna og yfirdrepsskapinn i
listrænum efnum hjá menningarleiðtogunum. Og þó
að leikrit þess séu sprottin úr jarðvegi tilfinninga
um eigið tilgangsleysi, leita þau lausnar frá pólitísku
sinnuleysi og sljóleika á ófjötraðan, frjálsan hátt. Ein-
læg hreinskilni er reyndar mikilvægasta kennimerki
þessarar stefnu — beitt með skáldaleyfi sem verður
til að auka aðdráttarafl hennar og vinsældir.
Þar sem eldri kynslóðin varð að láta sér nægja
stopular leyniárásir á pólitíska spillingu í vandlega
dulbúnum dæmisögum, eins og „f deiglunni", hvílir
engin hula yfir skotmörkum ungu kynslóðarinnar,
og hún gerir vægðarlaust gys að þeim. Þó að við-
fangsefnin séu pólitísks eðlis, er þriðja leikhúsið
yfirleitt myndað af fólki, sem hefur ímugust á hinum
pólitísku kerfum; það talar í róttækum anda, en hug-
myndir. þess eru það ekki, það er anarkistar í við-
horfi en ekki í áætlunum, hefur jafnlítið umburð-
arlyndi gagnvart hinum frjálslyndari og íhaldssam-
ari stofnunum.
Þrjú verk, sem hafa komið fram nýlega, eru ein-
kennandi fyrir þriðja leikhúsið. Þau eru: „Viet
Rock“, svíðandi bitur ádeila á Víetnamstríðið, „Dyna-
mite Tonite“, gamanádeila i óperuformi á kalda
striðið, og „MacBird”, hlífðarlaus skopstæling á
Macbeth, sem fylgir atburðarás bandarískra stjórn-
mála.
„Viet Rock“ er leikrit með söngvum eftir Megan
Terry og var samið upp úr óundirbúnum sýningum
hjá „Open Theater", en það er afsprengi „Living
Theater“, þar sem notaðar voru að nokkru tilraunir
Becks í sviðsbrögðum og hlutverkaskiptum leikara.
Atburðarásin, sem þróuð er úr lauslega tengdum at-
vikum, kabarettþáttum og ,.hamskiptum“ leikara,
fylgir lífsferli sjö bandarískra hermanna frá fæð-
ingu til æviloka, þrammandi frá uppfræðslustöðvum
til heræfinga'búða til rannsóknarstofnana þingsins
og að lokum út á sjálfan vigvöllinn, þar sem her-
mennirnir komast í kynni við fjandmannaáróður,
Saígonhórur og Víetkongskæruliða. Báðir stríðsaðilar
eru hafðir að spotti í „Viet Rock“, og það kryfur
fjarstæðufíflsku og ruddaskap stríðs yfirleitt, að ekki
sé minnzt á hræsnisfullt orðagjálfur þeirra, sem
æsa til þess.
„Dynamite Tonite“ eftir Arnold Weinstein og
William Bolcom er „leikaraopera“, sem flutt er í
barnalegum, einföldum Ijóðum, hljóðfall undirleiks-
ins er ýmist tangó, vals, „soft-shoe“ eða „gigue“,
og undirtónn alls verksins er eins konar friðþæging.
Hvað tónlistinni viðkemur, hefur hún þau áhrif, að
dægurtónlist . okkar tíma virðist gamaldags og
kreddukennd, en í hinu leikræna sameinar „óperan**
góðlátlegt grín og djúpar tilfir.ningar.
Leikritið gerist í ímyndaðri styrjöld — styrjöid
sem áberandi líkist styrjöldinni milli Freedoníu og
Sylvaníu í kvikmynd Marxbræðra „Duck Soup"
— en hefur engu að síður örlagaríkar afleiðingar.
Þrátt fyrir einföld sviðsbrögð og súrrealískan stíl er
„Dynamite Tonite“ skarpleg. bitur athugun á þvi,
hvernig stríðandi þjóðir nota mannslíf til þess að
útkljá deilumál sín.
En langkröftugasta leikritið, sem komið hefur
fram hjá þriðja leikhúsinu til þessa, er án efa „Mac-
Bird“ eftir Barböru Garson, sem hafnar voru sýn-
ingar á „utan-Broadway“ í nóvember. Þetta verk
skipar hinum unga höfundi þegar sess sem einstök-
um skopstælingarmeistara. Þegar hún notfærir sér
Macbebh eftir hentugleikum, sýnir hún, að hún hef-
ur óvenjunæmt eyra fyrir Shakespeare-hrynj andi og
sýnir einnig áhrifamikla hæfni til að semja hljóð-
fall og áherzlur liðinna tima að nútímamálvenjum.
En tilgangur frú Garsons er þó vart fagurfræði-
legur. „MacBird" er heiftúðugt reiði-leikrit, sem
veitir ólgandi gremju höfundarins í garð bandarísks
stjórnmálalífs síðustu sex árin hömlulausa útrás.
Hugsið ykkur „Macbeth" með Lyndon Johnson í
aðalhlutverki, John Kennedy sem Duncan og Bobby
Kennedy sem MacDuff, og persónur eins og Egg
of Head (Adlai Stevenson) stytta sér stundir við
að flytja hamletskar einræður um það, hvort þeir
eigi heldur að draga sig í hlé frá hinni nýju stjórn
eða vinna að þvi að breyta henni innan frá.
Hinn stjórnarfjandsamlegi undirtónn er skýr og
augljós — í þessu verki eru allir stjórnmálaleiðtog-
ar útsmognir, valdagírugir og blóðþyrstir, og bera
þar allir skarðan hlut frá borði. En jafnvel þótt leik-
ritið sæti háværri gagnrýni (og henni ekki allri
óverðskuldaðri), er mjög sennilegt, að það hljóti þann
dóm að vera eitthvert vægðarlausasta mótmælaverk
amerískrar leiklistar, jafnframt því að vera eitt af
þeim hótfyndnustu.
Af þessum sökum er það í heild dæmigert fyrir
þriðja leikhúsið — þessa kjallarahreyfingu sem nú
er að þróast í kabarettum, á leikhúsverkstæðum og
í vinnustofum — þar sem allar skoðanir eru spurn-
ingar, öllum viðteknum siðvenjum vísað á bug, all-
ar kennisetningar tættar niður. Stundum frábært,
stundum afleitt, en kemur alltaf á óvart; slík leik-
rit tilreiða kerlög, sem ólgar og freyðir af ósvikinui
leiklist. í stuttu máli sagt, leikhús þar sem raun-
veruleiki og gleði haldast á ný í hendur, og leiklist-
in er enn á ný frábær, óbeizluð og fuill af gleði.
DE CAULLE
Framlhald af bls. 2.
að var svo eitt sinn við eina af
þessum sýningum, að Útlendingaher-
sveitin marséraði framhjá síðust. Þegar
hún gekk hægt framhjá okkur á eftir
kindinni, sem var heilladýr herdeildar-
innar, hyllti mannfjöldinn hana eins og
venjulega en þá var það sem de Gaulle
sneri sér að mér og sagði með þessari
sérkennilegu rödd sinni, sem margir
samstarfsmenn minir í stjórninni reyndu
svo ákaft að líkja eftir: „Þarna er stað-
urinn fyrir æsku Þýzkalands í fram-
tíðinni**. Þetta voru hans eigin orð. Ég
hefði ekki endurtekið þau hér, ef margt
hefði ekki gengið svo úrleiðis í Frakk-
landi og hinum frjálsa heimi. Ég verð
að segja sannleikann í þessu efni. Það
hafa allir gleymt því í dag, og einnig
sjálfur Hershöfðinginn, að hann byggði
afstöðu sína til Þýzkalands á þessari
skoðun. Á Potsdamráðstefnunni hafði
Þýzkalandi verið skipt í austri en ekki
vestri. Þess vegna þurfti að koma nýrri
skipan á mál Rínarlanda og Ruhrhér-
aðanna. Rínarlönd voru ekki „fransk-
kynjað landsvæði", og „hernaðarlegt og
stjórnmálalegt öryggi Vestur-Evrópu
geiði það mikilsvert, að Rínarlönd og
Ruhrhéruð væru undir yfirráðum þeirra
þjóða, sem Þýzkaland ógnaði. Þessi land-
svæði þurfti að aðskilja frá Þýzkalandi
í eut skipti fyrir öll á þann hátt að íbú-
arnir skildu, að framtíð þeirra væri
ekki bundin Þýzkalandi**.
En þó að þessi væri skoðun de Gaull-
es og hefði verið frá æsku og fram á
elliár, þá hamlaði það ekki því, að
hann gæti skipt skyndilega um skoð-
ur,. Hann beitti sig hörðu, en honum
tókst líka að breyta um skoðun á þeim
forsendum, að tímarnir væru breyttir,
og hann þyrfti einnig á einhverju nýju
að haida, ef hann ætti að geta haldið
sér í sviðsljósinu.
Frá fyrstu tíð hafði ég barizt gegn
hugsjónum fasismans, og á hernámsár-
unum barðist ég við óvininn sem átti
þessa hugsjón, en ég hafði alla tíð verið
sannfærður um, að friður í Evrópu yrði
aö byggjast á sáttum milli Þýzkalands
og Frakklands. Stríð milli þessara landa
hlyti að _þýða ógæfu fyrir báðar
þjóðirnar. Ég hamraði á þessari skoðun,
en de Gaulle var mér andvígur á þess-
um tíma og dembdi yfir mig endalausum
ræðum, krydduðum söguLegum tilvitn-
unum, til að réttlæta afstöðu sína.
Hvernig gat ég fellt skoðun mína að
skoðun hans?
Árið 1945 var Þýzkaland líkt og kol-
svart gímald í miðri Evrópu. Það eina
sameiginlega með Bandamönnum var
óttinn við óvininn. Strax og sigur vannst
hlutu að verða árekstrar. Eina leiðin til
að komast hjá þeim árekstrum um
stundarsakir var að viðhalda óttanum,
jafnvel löngu eftir að hann var orðinn
ímyndun ein. Það var nauðsynlegt að
geta trúað því að Þýzkaland hygði á
hefndir.
E nda þótt mér fyndist þetta heldur
lítið sannfærandi skoðun, var ég samt
neyddur til að fylgja henni meðan ég
var undir stjórn de Gaulles. Jafnvel eftir
að hann lét af völdum neyddist ég til að
bíða enn um hríð, áður en mér yrði
fyililega ljóst að mér hefði skjátlazt.
Ég hafði ekki valið milli auðveldrar
aðferðar og óvinsællar heldur hafði ég
valið milli flókinnar aðferðar og trufl-
andi fyrir de Gaulle og þess að hjálpa
honum til að koma fótunum undir þjóð
mína á ný. Það var svo komið í fyrsta
skipti, að Frakkland gat sætt það tvennt
að búa við einstaklingsfrelsi og lýðræðis-
stjórn. Mér fannst að þessu tækifæri
mætti ekki glata. Ég ákvað því, að vísu
ekki sársaukalaust, að fórna Þýzkalandi
vegna þeirrar þjóðar sem stóð mér nær,
Frakka.
Það datt mér sízt af öllu I hug, að
sá aagur myndi renna upp, að de Gaulle
kastaði algerlega fyrir róða hinni rót-
grónu óbeit sinni á Þjóðverjum og þrosk-
aði með sér skyndilega ástúð í þeirra
garð. Þetta var vel reiknað herbragð.
Það var að vísu engin raunveruleg vin-
átta, sem þarna var um að ræða, enda
þott Þjóðverjar tækju þessari breyttu
afstöðu af innilegri hlýju. De Gaulle
elskar svo ákaft að vera hrósað og
hylltur, að hann gleymir þeim brögðum,
sem hann beitir til þess. Hylling og lof
Framhald á bls. 14.
16. apríl 1967
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13