Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1970, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1970, Blaðsíða 1
7. tbl. 15. febrúar 1970, 46. árg. V Björn Jónsson í Bæ Jóhann Signrj ónsson og hugmyndin um hafnargerð við Höfðavatn mikil veiði í Höfðaá, að fiskar riðluðu hver á öðrum og þegar riðið var á hestum yfir ána bar það við að silungur drapst undan liestsfótum, þá var bara liægt að háfa upp á bíla. Um 1933—35 var kornið upp klak- stöð að Höfða, sáu þeir um hana bóndinn á Ilöfða, Friðrik Guð- mundsson, og höfundur þessar- ar greinar. Tvö ár var seiðum sleppt í vatnið, töluverðu magni, og hefir það Iiklega átt nokkurn þátt í hinni miklu veiði síðar í Höfðaánni. Frið- rik Guðmundsson fluttist burtu 1937 og lagðist þá niður klak þeirra bændanna. Mikið áfall varð fyrir silungsstofn í Höfða- vatni þegar ábyggilega fleiri tonn af silungi frusu í ís. Þetta var að vetri og höfðu gengið hlákur, svo að stórar vakir voru á vatninu. Einhverra orsaka vegna leitaði silungur upp í þessar vakir, cn svo gerði frost og silungurinn varö innlyksa í tjömunum og fraus. Á stóru svæði var varla hægt að stíga niður fæti svo á ísnum að fisk- ur væri ekki þar undir. SAMGANGUR VATNS VIÐ SJÓ Sýnilegt er, að Þórðarhöfði hefir verið aðskilinn frá landi. Hann er jafnvel talinn gamalt eldfjall, sem jafnframt hafi myndað Drangey og Málm- ey. Bæjarmöl hefir a.m.k. ekki verið til því að sjór hefir sýnilega náð upp að núverandi túni á Bæ. Þar eru skeljar og sjávarleifar, en mölin sýnir að smátt og smátt hefir hún myndast og Höfðavatn með. í minni nú- verandi elztu manna var eng- inn samgangur úr vatninu til sjávar, enda stóð það þá mjög miklu hærra en flóð í sjó, enda voru þá allar engjar bænda, er að vatninu lágu og ekki voru því hærra, alveg á kafi í vatni, t.d. þurfti að slá stör á bæjar- flæðum allt upp í mitti á sláttu manni og flytja heyið á báti upp á rindana. Einn vor- dag, er miklar leysingar höfðu verið og óvenju hátt var í vatninu, ruddi það sér farveg í gegnum mölina til sjávar. Geysilegar hamfarir urðu, stærðarbjörg sáust kastast upp úr straumiðunni og dun- urnar heyrðust langar leiðir. Þarna myndaðist skipgengur skurður en flóð og fjöru gætti mjög í vatninu. Allt fram undir 1940 var Skagafjörður ein beztu síldar- mið íslenzka flotans, síldin var þá oft upp í landsteinum, all- ar víkur fylltust stundum af síld. Hafsíldametum var lagt framan við vog og víkur og steini kastað í sjóinn en netið steinsökk þegar af síld sem í það Itom, oft mátti sjá síldarskip svo nærri landi að rétt flaut en þar fylltu- þau sig af gullfiski hafsins. Ekki var óeðlilegt að síldarsaltend- ur við Norðurland litu þá eft- ir aðstöðu til söltunar við Skagafjörð en aðal söltunar- stöðvar voru þá við Eyjafjörð, Siglufjörð og á Ströndum. Um þessar mundir var stór og djúpur ós í gegnum Bæjar- möl til sjávar, flóð og fjara var í Höfðavatni eftir sjávar- föllum og dekkbátar, sem gerðir vom út frá Bæjarklett- um voru iðulega látnir liggja inni á vatninu. Síldarspekúl- antar sem kallaðir voru, höfðu litið á aðstæður til hafnar- H öfðavatn mun vera nálægt 12 ferkílómetrum að stærð eða ca 4 km austur og vestur og 3 norður og suður. Að vatninu liggja 4 jarðir, Bær, Höfði, Vatn og Mannskaðahóll. Vitan lega eru mjög mörg ömefni kringum vatnið, en þó cinna flest í Þórðarliöfða. í vatnið renna nokkrir lækir og Höfðaá. Dýpi í vatninu er mest vest- ur við Þórðarhöfða og Bæjar- möl eða um 6 metrar þó hefir fundizt 9 metra dýpi, er það miðað við stórstraumsfjöru í sjó. Einn hólmi er í vatninu, en er þó að jafnaði í kafi. Á botni vatnsins skiptast á malar- rindar og leirbotn þakinn marhálmi. Reynsla mín er sú, að silungur haldi sig mest í höllum malarrindanna. VEIÐI í vatninu hefir alltaf verið töluverð silungsveiði og var þó meiri hér áður, þegar tómt- húsfólk bjó á Bæjarklettum og smábýlum kringum vatnið, stundum um 40 manns, sem lifði mest á sjófangi og silungi úr vatninu. Þá voru netalagnir út um allt vatn. A vetrum var lagt niður um ís og einn- ig dorgað. Komu menn oft með stórar kippur úr þeim veiði- ferðum. Mest af silungi þessum var um eitt kg að þyngd. I lækjunum og Höfðaá var mikið af silungi. Nokkur ár var svo ill Höfðavatil. Drangey í baksýn. Skipaskurðurinn átti að koma þar sem tvístrikað er yfir malarrifið,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.