Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1970, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1970, Blaðsíða 9
Barnard úrvinda af þreytu eftir ígræffsluna í Washkansky. Sekúndurnar virtust verffa aff klukkustundum, en svo gcrffist undriff: Iljartaff byrjaffi aff slá. asta blóðdropa fyrir lífi sínu. Um þetta leyti vor,u fréttamenn farniir að streyma að. Þeir reyndu að kiomast inn í sjúkra- húsið undir öllu mögulegu yfirskyni, klæddust lækna- og hjúkrunarkvennabúningum, lágu á gluggunum og klifruðu jafnvel upp í trén fyrir utan, til að sjá inn. Læknarnir ákváðu að halda fund með sérfræðingum í sem flestum gneinum, þar sem skyldi með Washkansky og snúizt við væntanlegum við- brögðum líkamaims við nýja hjartanu. Fundurinn sam- þykkti að halda skyldi áfram meðhöndluninni sem hafin var. Á þriðja degi var Washkanský svo langt kominn, að hann fékk kjúklinga að borða og lét sér vel líka. Reynt var að halda frétltamönnum og Ijós- myndurum, sem mest frá hon- um, því annars var hætt við, að honum hrakaði. Svo hækkaði hj artslátturinn — en fundur sérfræðinga komst að raun um, að það stæði ekki í neinu sambandi við höfniun líkaimans á hjartanu, einkum vegna þess, að Waslh- kansky fór fram á flest- um öðrum sviðum. Banmard bjóst við því að vakna við góð- ar fregnir morguninn eftir, en þá reyndist púlsinn vera kom- inn upp í eitt hundrað og þrjá- tíu slög. Þessi dagur skæri væntanlega úr um það, hvort líkaminn hafnaði hjartanu eða ekki. Útvarpið sagði, að Wash- feansky kallaði Bernard „manninn með gullnu hendum- iar”. Barnard leit á hendur sín- air og leiðrétti: „maðurinn með bólgnu hendumar”. Sjúkdóm- urinn hafði nú þegar sett möirk sín gneinilega á þær. Ekki var að vita, hve marga hjartaflutn- inga hann 'gæti framkvæmt úr þessu. Þegair hanm ræddi við Washkansky þennan morgun lá illa á sjúklingnum; hann gat ekki sofið og vildi fá að vera í friði. Homum var gefið svefn- Zyf. Þegar hann vakanaði aft- Ur var hann í góðu skapi og hafði ágæta matarlyst. En þetta stóð ekki lengi. Hjartsláttur- inn hækkaði. Sérfræðingarnir ákváðu, að nú yrði að láta til skanar skriða, ef líkaminn ætti ekki að hafna hjartanu og sjúklingurinn að deyja. Þeir tóku til sinna ráða og heppn- •aðist að halda Washkansky við góða líðan næstu fimm dag- ana. Á tíunda degi vaknaði Washkansky við slæma líðan og var hungraður. Hann svaf þá nótt og þorðaði til skiptis. Morguninn eftir var hann hins vegar hress og kátur og bað um rakáhöld. Hanin hlustaði á útvairpið og sagði, að ef þeir héldu, að hann ætlaði að lypp- ast niður, þá skjátlaðist þeim. Næsti dagur reyndist svip- aður. Þó þreyttist Washkansky bráðlega. Kona hans kom í heimsókn. Þau héldust í hend- Ur og Washkansky sagði henni að herða upp hugann; hann mundi spjara sig. Sjónvarps- menn komu á vettvang og mynduðu Washkansky frá öll- um sjónarhornum. Fundur sér- fræðinganna að kvöldi þess dags komst ekki að neinni mik- ilvægri niðurstöðu. Hert var þó enn á hreinlæti til að fyrir- byggja algerlega, að sýklar og bakteríuir kæmust að Wash- kansky. Þetta kvöld var hringt í Barnard og honum tilkynnt, að hann hefði fengið næsta hjartaþega — það var dr. Blaibarg. Líðan hans var slæm, en búizt var við, að hann héldi út þar til Washkansky vasri kominn úr hættu. Barn- ard fór og lei't á hann. Hann kvaðst vilja gangast undir að- gerðina og því fyrr því betra. Það var sama daginn, sem læknarnir rákust á grunsam- legan blett á röntgenmynid af lungum Washkanskys. Það kom upp úr kafinu, að hann hafði fengið lungnabólgu. Það var tekið fyrir allar heim- sóknir og Washkiansky ein- angraður svo fullkomlega, sem hægt var. Honum var sagt, að hanin væri með svolítið kvef. Byrjað var á penisillíngjöfum. Washkansky var heldur niður- dneginn og hóstaði ákaflega. Eftir hver't hóstakast dró mjög af honum. Daginn eftir át hann fylli sína og virtist vera að ná sér. En þegar næstu röntgen- mynldir voru skoðaðar sáust þar engin batamerki. Ekki skýrðust málin við það, að sýklar fund- ust litlir sem engir og smitun- in átti því að vera rénandi. Ákveðið var nú að halda áfram penisillíngjöfum til vonar og vara þar til næsta moirgun. En það tók brátt að draga til hins venna. Washkanisky átti erfitt um andardirátt og varð loks að anda með hjálp tækja. Mánudaginn 18. desember, sem var fimmtándi dagur hins nýja lífs Washkanskys, versnaði staðan enn. Púlsinn var óeðlilega hraður og öndun- in einnig. Washkansky var ís- kalt á höndum og fótum. Það var nú orðið sýnilegt, að hann dæi brátt ef eitthvað yrði ekki gert á stundinni. Washkansky spurði aðeins, hvort nokkur von væri enin. Barnard fyrir- skipaði að hefja onrustuna þeg- ar í stað. Daginn eftir skaut Washkansky læknunum skelk í bringu. Er hann vaknaði átti hann erfitt um andardrátt, átt- aði sig ekki vel á umhvenfi sínu og kom varla upp nokkru orði í samhengi. Lækniarnir uppgötv- uðu þegar, að of lítill sykur var í hlóðinu og gáfu Wash- kansky glúkósa. En fleira fylgdi. Hvítu-blóðkomaforði Washkanskys fór nú ört minnk andi og bráð hætta var á ferð- um. Þetta var hið alvarlegasta, sem hent hafði til þessa. Það kom í ljós við greiningu, að sýklar höfðu séð við lækmm- um. Nú var spumingin sú, hvort Washkansky væri svo illa farinn, að lyf ynnu ekki á sýklum þessum. Enn var smá- von og læknannir ásettu sér að halda í hana allt þar til yfir lyki. Ann Washkansky kom í heimsókn með bróður sínum og mági. Hún var miður sín en Barnard bað hana að herða upp hugann. Enn var Washkansky á lífi og e.t.v. mátti vekja bar- dagaþrótt hans með því að hvetja hann. Barnard bað því konu hans að stappa í harun stálinu. Hún reyndi allt, sem í hennar valdi stóð og þar kom, að Washkansky brosti breitt þótt langt væri leiddur og lof- aði að gefast aldrei upp, þótt móti blési. Nú var baráttunni haldið áfram af meira kraftien nokkru sinni. Ýtt var undiir með Washkansky, hvar sem hamn dróst aftur úr. En hann var á undanhaldi á fleiri og fleiri vígstöðvum. Hvítu blóð- kornunum hiríðfækkaði. Lung- un sendu súrefnislaust blóð aft ur inn í æðarnar og sjúkling- urinn blánaði upp. Dælt var súrefni í gríð og ergi. En allt kom fyrir ekki. Enginn vildi viðurkenna það — en það var staðreynd, að hér var tvennt að dauða komið: maður og hjarta. Barnard ákvað að setja dæl- una í samband. Hann taldi sig mundu geta fengið u.þ.b. sólar- hrings frest með því. Hinir læknarnir reyndu að telja um fyrir honum. Þeir sögðu, að ástand Washkanskys væri ber- sýnilega vonlaust og allir viður kenndu það nema Barnard. En Barnard hélt við sirrn keip, og fékk þá á sitt band. Samt töldu þeir óráð að setja dæluna aftur í samband, aðeins til að auka kvalir Washkanskys og allra annarra. Kona Washkanskys kom, en stóð stutt við. í þessu máli var ekkert lengur að gera. Louis Washkansky lézt um morguninn eftir átján daganýtt líf. Barnard þakkaði hverjum um sig, sem þátt hafði átt í að- gerðinni og umönniuninni og gekk friam í kaffistofuna, þar sem hann stóð drykklanga stund líkt og stirðnaður. Þegar hann vaknaði loks af dvalanum fannst honum hann verða að komast eitthvert langt í buritu. En krufningin var eftir. Hana varð að gera umsvifalaust. Það kom í ljós, að lungun voru svo gegnsýkt að tilgangslaust hefði verið að tengja dæluna. Washkansky hefði dáið hvort eð var. Barnlaxd ásakaði sjálf- an sig fyrir dauða hans. En hin ir læknarnir vissu betur. Þeir töldu um fyrir honum með þeitn árangri, að óðar en varði var Barnard farinn að ráðgera næsta hjarbaflutning sinn. En ýmislegt varð að gera fyrst. Hann fó,r til Blaibergs og spurði hann, hvort hann treysti sór til að bíða smátíma og, hvort hann væri enn ákveðinn í því að leggjast undir skurðhnífinn. Barnard sagði honum, að Wash- kansky hefði ekki dáið vegna hj artaflutningsins, að því er séð yrði. Blaiberg svaraði aðeins: — Ég vil vera við góða heilsu og haldi ég ekki góðri heilsu, vil ég frekar deyja. Hvenær geturðu geirt aðgerðina? — Barnard sagðist þurfa að skreppa utan í tíu daga, en að- gerðin yrði fnamkvæmd svo fljótt, sem auðið væri. Blaiherg svaraði: — Það er ekki bara mín vegna, sem mér leikur hug- ur á því, að þetta heppnist — heldur einnig vegna þín og hinna læknanna. — 1B. febrúiar 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.