Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Síða 4
 Margrét Friðjónsdóttir FJÓRAR ÖRSTUTTAR SÖGUR Það grerðist eitt sinn anstnr i sveitum, að bóndakona nokk- ur braut í sér efri góniinn eftir endilöngu. Um há-annatímann og ekki viðlit að komast frá. Hún þrjózkaðist því við að hafa hann svona uppi í sér. — Ogr það var undanfari þess, sem á eftir kom. Alian veturinn kom eitthvað upp á, ogr fyrr en varði var kominn annar há-annatími. Að honum enduðum var hún orðin svo kippótt i framan, að mað- urinn tók af skarið, setti hana upp í mjólkurbíl og skipaði henni að fara og láta tjasls þessu saman. Hún fór í tannlækningradeild háskólans — það var ódýrast. I*ar féilust mönnum hendur. Eftir alit streðið og aumingrja- dekrið við vanþakkláta gervi- tannaeigrendur, kemur þá ekki sveitakonan! Bústin og saelleg undir hvítum skýluklút, tyggir og kyngir og allt gerir með brotnum gómi í háll't annað ár! Prófessorinn sendi eftir tveim kótelettum út á matliar og kvikmyndavélinni fram í geymslu. Vildi sjá og vottfesta það, sem konan staðhæfði — að hún borðaði með þessu. Gervihelmingarnir lögðu nú tii atlögu við kóteletturnar. Ein mínúta, tvær minútur, — og þær lágu báðar þrautnagaðar í valnum. Viðstaddir horfðu agndofa á einvígið. „Annað eins tangarhald á munni, góni og tungu'. Þvílík stjórn- kænska!“ Þeir ræddu fyrirbærið fram eftir degi. Þessa nýuppgötvuðu vöðvastarfsemi og hreyfanleik munnfæranna. Hvernig var þetta hægt? Þá sat bóndakonan i rútunni með nýviðgerðan góminn og Ieið fjarska veL Hún vissi það: Það er bara um tvennt að ræða langt uppi í sveit með brotinn góm og aldrei heiman- gengt. Að trimina munninn upp í að nota hann — eða taka hann út úr sér. Hinn hljóðláti sigurvegari * I tilefni umhverfisverndar Pönnukökuleikur AHtaf voru þær yfirvofandi — þessar ferðir með dallinn. Fyrst niður stigann — þá tröpp- urnar — beygja — meðfrani húsinu — beygja — framhjá staurnum og hliðinu — og þar en ekki fyrr stóðu þær — tvær gráar öskutunnur. Frostbitran í fangið og gæsahúð á berhand- leggjunum. Dallurinn ábyggi- lega minni en hann átti að vera, — aila vega minni en á hæðinni fyrir neðan — há fata ineð stigpedaia. Það var ekki einleikið, hvað oft þurfti að fara. Dagurinn var allur mjög mis- hcppnaður. Hún hafði skil- að fullnaðarprófsteikningunum (eins og þær voru nú) og farið heim með Jóhönnu úr skólan- um (en átt að koma beint heim). Heima klukkan hálf átta beið hennar fálæti og fiski- bollur í kaldri sósu. „Þvo svo upp,“ sagði pabbi hennar. „Og henda ruslinu." Þegar hún kom út á svellað- ar tröppurnar, var treginn alveg að yfirbuga hana. Frost- ið ÍM'it í skósólana, og snjó- breiðan út að tunnum var hvít, köld og misktinnarlaus. Hún lokaði aiigunum og gerði upp- reisn út í frostloftið — yfir tröppuhandriðið. Heyrði ruslið detta nema nokkur blöð, sem flögruðu á augnalokunum. Tók þau af, án þess að opna aug- un og henti aftur. Hljóp svo upp stigann, skilaði dallinuin, og fór inn til sín í dúkkulísu- leik, meðan hún beið þess, að pendúllinn sveiflaðist tii baka. Þess var ekki langt að bíða. Tvö högg á forstof uhurðina. Maðurinn á neðri hæðinni liafði verið að hcndu úr pedala fötunni sinni og séð eggjaskurn ið, hafragrautskögglana og allt hitt úti á stétt. Ö, tregi! Við fellum tjaldið. Vfirborð lungnabiaðranna er um hundrað fermetrar, sem er miðlungsíbúðarstærð, — nema tjörálfunum fjölgi því meir. Og hafið, biáa hafið er orðið of lítið fyrir aiia dallana, sem hent er í það. Við sitjtim spennt og kreppt yfir lísuleikn- Uin. Nær skclhir kólfurinn til baka? Það voru góðir dagar. Nokk- uð góðir. Hún hafði sofnað upp við brúna feldinn á kvöld in, og vaknað upp við hann á morgnana, Þá fór hann í vinnuna og hún fór að baka pönnukökur. Hann kom heim og þau borðuðu pönnu- kökurnar. Þau urðu þrjú, og dagarnir héldu áfram að vera nokkuð góðir. 30ta hvern þeirra kom hann heim með 30 pakka af osti. Úr j»eim bakaði hún pönnukökurnar. Sv-o fór e-ð að breytast. Af e-u. Haim drakk osta- hleypi(nn) = sagði hún./Pönnu kökurnar voru ekki nógu göð- ar = sagði hann. Fór svo að hlaupa iit á kvöldum. Hún fór að vakna upp fyrir birtingu og fann að e-ð var fraimmdan. Starði bara á brúna feldinn og stráin úti, sem voru líka brún — vegna vetrarins. Og á litla þriðja. Hann var svo lítiU og Iummó. Ef hún horfði lengi á litla snjáldrið, fór hún oft á fætur og byrjaði á nýju pönnuköku- deigi (degi). En þær urðu aldrei nógu góðar. „Það er e-ð, sem vantar,“ sagði liann. Fór svo að segja það hærra og hærra, því það varð alltaf æ greinilegra. Þau urðu viðskila um vorið. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. maí 1371

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.