Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Qupperneq 11
Götulýsing hófst í Reykjavík
1876 og til marks um menn-
ingarástandið má nefna
að götuljósin voru flest
brotin fyrsta kvöldið og
það voru hvorki börn né
unglingar, sem það gerðu.
ngi sínum. Verst af öllum þess
im kotum var eitt, sem lá norð-
in og neðan við Vesturgötu. í
igningum rann því allt vatn
íiður og inn í gönginn, svo þau
^oru oft upp í ökla; göngin til
ítofunnar voru svo lág, að
;kki var hægt að ganga upp
éttur, velvöxnum manni;
fluggi á henni upp að götunni
rar svo lítill, að fullorðinn
naður hefði tæplega komizt
>ar út, ef á hefði þurft að
íalda. Eldhúsið var fyrir enda
jangsins, og var alltaf fullt af
•eyk, svo að súrnaði í augum,
aeim sem inn komu. Samt varð
íúsfreyjan í þessu koti á þessu
rímabili og lengur, áttræð eða
re 1 það, og sýnir það bezt,
ívað heilsugott sumt eldra
’ólkið var, þótt við eymdar-
kjör ætti að búa.
Stéttamunur var þá miklu
neiri og strangari <=n nú. Emb-
Bttismenn og kaupmenn, að
ninnsta kosti þeir helztu,
íéldu saman, og þágu boð og
læizlur hver hjá öðrum, en all-
r aðrir voru útilokaðir. Hjá
íinum, handiðnaðarmönnum og
jómthúsmönnum, var víst litið
um samkvæmislíf, nema á jól-
.im og gamlárskvöld. Verzlun-
arstéttin hélt fast saman, eink-
Jm að því er vöruverð snerti,
t>æði á útlendri, og ekki siður
í innlendri vöru. Hún var þá
eina stéttin, sem hafði samtök
sín á milli. Verkamönnum og
daglaunamönnum hefir þá
naumlega komið til hugar, að
þeir ættu að bindast samtökum
um kaupgjaldskröfur, enda
myndu þeir þá alls ekki hafa
komizt neitt áleiðis í þá átt, því
að þeir voru allir skuldugir
kaupmanninum og honum háð-
ir, en hann skapaði þeim kaup-
ið alveg eftir eigin vild, og það
var smánarlega lágt, einkurn
kaup kvenfólksins, sem gekk í
eyrarvinnu. Þ>á var miðað við
dagkaup, en ekki tímakaup, og
vinnutiminn langur, venjulega
frá kl. 6 til 8 eða 14 tímar á
dag, án matarhlés, því að
verkafólkinu var færður mat-
ur, sem það svo gleypti í sig.
En þar við bættist að vinnan
var þá næsta stopul, aðeins þá
er skip voru fermd eða af-
fermd.
Jafnaðarstefnan var þó þá
farin að ryðja sér talsvert til
rúms í útlöndum, og verkföll
þar orðin alltíðkanleg. 1 raun-
inni er það furðanlegt, hve
seint þessi stefna fór að gera
vart við sig hér á landi og á
það vafalaust rót sína að rekja
til þeirrar kúgunar, sem al-
þýðan hafði átt við að búa hátt
á 3. öld af hendi verzlunarein-
okunarinnar. Menjar hennar
sáust langt fram á 19. öldina.
Verzlun var þá gríðarmikil í
Reykjavík, því að þangað
sóttu Mýramenn, Borgfirð-
ingar, Árnesingar og Rangæ-
ingar, þótt þá væri talsverð
verzlun á Eyrarbakka, og jafn
vel Mýrdælingar, auk nær-
sveitamanna. I búðunum var þá
verzlað með alla hluti milli
himins og jarðar, því að þá
voru engar sérverzlanir. Dag-
lega var ekki mikið að gera í
búðunum, þó að þær væru oft
fullar af fólki, því að þær
voru þá nokkurs konar sam-
komustaður fyrir almenning,
en á sumum tímum var afar-
mikið að gera: i vertiðarbyrj-
un, mánaðamótin janúar og
febrúar, þá komu sjómenn að
hvaðanæva og þurftu að taka
út til vertíðarinnar, um lokin,
þá var venjulega mikið fyllirí
og ólæti, sömuleiðis urn Jóns-
messu leytið, um lestirnar, sem
stóðu htest frá 5.—15. júlí, og
um haustið í sláturstiðinni.
Um lestatímann var mest að
gera, þá var líf og fjör í bæn-
um, ómögulegt að þverfóta fyr-
ir þröng í búðunum, bæði fyr-
ir innan borðið og utan; ill-
mögulegt að komast áfram í
Hafnarstræti fyrir hestaþvögu
og krökkt af tjöldum á Aust-
urvelli. Hann var þá með dæld
um og smáhæðum á milli, en var
lagaður og sléttaður 1875, er
Thorvaldsenslíkneskið var
reist. 1 tjöldunum var oft kátt
á kvöldin og háreysti þvi að
þá var brennivín falt í hverri
búð. Margir ferðamenn tjöld-
uðu líka í Fossvogi, enda voru
þeir þar nær hestum sínum.
Reykjavíkurdrengir gættu
hestanna og fengu ákveðna
borgun fyrir hvern hest um
sólarhringinn, og höfðu margir
drjúgan skilding upp úr þvi.
Æði mikið var þá fiutt hing-
að til bæjarins af nautum til
slátrunar. Keyptu kaupmenn
þau, og var þá sendur kjötlisti
út um bæinn, svo að menn
gætu skrifað sig fyrir svo og
svo mörgum pundum af kjöti.
Var oft skrifað á dönsku á list
ann af kaupendum, þótt is-
lenzkir væru, t. a. m. 10 pd.
Höjreb, 8 pd. Mörbrad o. s.
frv. Efnaminna fólkið sældist
aðallega eftir slaginu, þvi það
var beinlaus biti. Ef tiltækilegt
þótti að slátra nautinu eftir
undirtektunum, var það drepið,
stungið eða svæft, eins og það
var kallað. Ef undirtektirnar
voru daufar, var beðið betri
tima. Kjötið var síðan borið út
og oft rekið aftur. Nokkrum
dögum síðar var borinn út
rukkunarlisti, svo að það
fylgdi talsvert umstang svona
slátrun, en á annan hátt var
ekki hægt að fá nautakjöt þá.
Á haustin var miklu slátrað af
sauðfé, það var skorið og aðal-
lega á almenningsfæri, fram-
an í öllum. Var krökkt af
krökkum og hundum þar á
blóðvellinum, og lítið hreinlæti
viðhaft af slátrurunum.
Iðnaðarmannastéttin var all
fjölmenn, margir timburmenn
og snikkarar, járnsmiðir, gull-
og silfursmiðir, en fátt um
steinhöggvara og múrara; fátt
var sömuleiðis um skósmiði,
enda gekk allur almenningur
þá á íslenzkum skóm eða kloss-
um, sem flutt var mikið af
hingað, en nálega enginn ann-
ar skófatnaður. Margir af iðn-
aðarmönnum þá, voru vel efn-
aðir menn og þvi mikils
metnir borgarar, og skulu
nokkrir þeirra nefndir hér:
Jakob snikkari Sveinsson,
Einar snikkari Jónsson, alltaf
kallaður „Spillemand", því að
hann spilaði á fíólin, Egill bók
bindari Jónsson, Björn járn
smiður Hjaltested, Einar prent-
ari Þórðarson og ýmsir fleiri.
Þeir mynduðu félagsskap um
þessar mundir (1873), og stofn
uðu Iðnaðarmannafélagið, sem
enn er til í fullum blóma. Fé-
lagið var stofnað aðallega í
þvi skyni að mennta og efla
stéttina, og hélt það í þvi
skyni sunnudagaskóla fyrir
unga nemendur. Verzlunar-
menn höfðu einnig félagsskap
með sér, og stofnuðu 14. des-
ember 1869 styrktar- og sjúkra
sjóð verzlunarmanna, og var
H. Th. A. Thomsen einn af að-
alstofnendunum. Sjóðurinn er
enn starfandi.
Ailiur þorri bæjarbúa var,
eins og þeir voru þá nefndir,
tómthúsmenn, þ. e. sjómenn og
verkamenn. Þá atvinnu stund-
uðu þeir jöfnum höndum; jafn-
vel góðir formenn stunduðu al-
genga vinnu, þegar því var að
skipta. Vinna við affermingu
skipa og fermingu var kölluð
eyrarvinna, eða að ganga á eyr
inni. Það var ekki létt vinna.
Öll kornvara, kol og salt var
borið í pokum á bakinu, eða
öllu heldur á höfðinu, en önn-
ur vara á börum. Þegar nú lit-
ið er til þessa, hins langa
vinnutíma og hins lága kaups,
þá er það auðsætt, að hér var
ekki um neina sérlega eftir-
sóknarverða vinnu að ræða,
en samt er það víst, að marg-
ar stúlkur, einkum þær sem
voru orðnar rosknar og farn-
ar að missa von um giftingu,
réðu sig ekki í vist, nema með
því skilyrði fyrir vistráðning-
unni, að þær fengju að fara í
Kollafjarðarrétt um haustið.
Þar var venjulega mjög sukk-
samt, og voru hestar pantaðir
til þeirrar ferðar dögum eða
jafnvel vikum áður. Vinnu-
konukaupið var þá 35 krón-
ur árlega, auk einhverra fata,
eftir nánari samningi, og
vinnumannskaupið helmingi
3. mai 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11