Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Blaðsíða 12
hærra, cða vel það, en þá voru
lika allar nauðsynjar margfalt
ódýrari en nú, og um fram allt,
kröfurnar tii aiira lífsþæginda
voru sama sem engar.
Eyrarvinnan var mjög stop-
ul. Mest allar vörur fluttust þá
hingað á vorin með seglskip-
um, en fóru aftur síöla sumars
og voru höfð til spekuiants-
túra um sumarið. Póstgufu-
skipaferðir voru þá einar 6
milli landa. Sumarvinnan hér í
bæ að meðtaldri ýmis konar
aukavinnu, sem til kunni að
faila, svo sem mótekju, heim-
reiðslu o. s. frv., var því hvergi
nærri einhlít til framfæris
heilli fjölskyldu, það var því
algengt að margir daglauna-
menn fóru i kaupavinnu um
sumarið. Allir eða flestir
stunduðu þá sjó jafnframt, og
það var sjórinn, sem aliur þorri
hæjarbúa lifði aðallega á.
Um innivinnu mun ekki hafa
verið að ræða að neinum mun,
nema hvað konur urðu auðvit-
að að gegna daglegum störfum,
sauma, bæta, gera á fæturna
o. s. frv. Þá var enginn skradd
ari i bænum, en margar sauma-
konur, sem flestar áttu við
íreanur þröngan kost að búa.
Þegar lýsa skal matarhæfi
bæjarbúa, þá verður aðaliega
miðað við dagiegan kost alþýð-
unnar, því að höíðingjarn-
ir munu hafa haft líka fæðu
og þeir hafa nú, nema allt var
þó óbrotnara en nú. Aðalfæða
alþýðunnar var þá grautur og
íiskur. Það var vatnsgrautur,
oftast óbættur, eða þá með súr-
mj'ölk út á, undanrenningu eða
sírópi. Fiskur var alltaf borð-
aður, þegar hans var kostur,
soðinn, aldrei steiktur, með
floti og kartöflum, væri þetta
til. Ailt var notað, haus og lif-
ur, kútmagar og hrogn. Oft
var troðið mjöii i kútmagana,
og hétu þá mjölmagar. Hrogn-
um var hnoðað saman við mjöl-
deig, og búnar úr kökur, er
svo voru soðnar, soðkökur. Ef
eigi var nýr íiskur til, þá var
hann etinn, siginn eða úldinn.
Harður fiskur var sjaldgæfur
réttur á borði fátæklinganna.
Á vorin var rauðmagi eðiilega
aðalfæða efnamanna, en aiþýð-
an varð að láta sér nægja grá-
sleppuna, einkum eftir að hún
var orðin sigin. Venjulega var
borðað þrímælt, morgunverður
um kl. 10, blautfiskur eða
brauð, og kaffi á eftir; miðdag-
ur kl. 3, það sem fyrir hendi
var, þorskhausar, brauðbiti, og
kl. 7 grauturinn eða kjötsúpa,
þar sem efni voru til, oftast
einu sinni eða tvisvar á viku,
meðan kjötið entist. Þetta var
aðalmáltíðin, og brátt að henni
lokinni var farið í rúmið að
minnsta kosti á veturna. Brauð
ið var rúgbrauð úr Bernhöfts
bakaríi. Franskbrauð var lítið
haft um hönd og sizt hjá al-
þýðu, en súrbrauð á tyllidög-
um. Þá fluttist hingað mikið af
skonroki (brauðkökum) og
kringlum (hagldabrauöi). Var
mikið af því brauði keypt af
alþýðu. Viðbitið var smjör, ef
það var til, en annars tólg, flot,
síróp og púðursykur. Smjör var
fremur torgætt, og um leið ná-
lega óætt, súrt og myglað, fullt
af hárum, því að almennt
hreiniæti stóð þá enn á mjög
lágu stigi, ekki sízt: við sjávar-
siðuna. Smjörlíki þekktist þá
ekki. Algengasta brauðtegund
in var þá kaka eða flatkaka
úr rúgmjölí og vatni, er var
hrært saman í trogi, og s:San
hnoðað saman. Kökurnar voru
flattar út með kefli, þangað til
þær voru orðnar hæfiiega
þunnar og bakaðar við móglóð.
Þessi þjóðlega þrauðtegund
virðist nú vera að detta alveg
úr sögunní.
Nokkuð fluttist þá inn af
rúgmjöli, en mest var flutt inn
af ómöluðum rúgi; var hann
fiuttur laus í iestinni, og
landsmönnum ætlað að mala
hann sjái'fum. Fyrir því var á
öllum efnaðri heimilum hér í
bæ malarkvörn. Af öðrum
korntegundum var þá ekki
flutt annað inn en bankabygg
og heiibaunir. Bankabyggið
var lika malað og haft til
grautargerðar, og þótti hann
miklu betri en rúgmjölsgraut-
ur. Haframjöl þekktist þá ekki.
Baunir voru dý'rar, og því
herramannsmatur og hátíðamat
ur hjá aiþýðunni.
Það hefur lítið verið minnzt
á kjöt hér að framan og ekk-
ert á siátur. Haustið og fram
undir jól var auðvitað bezta
tíð fátækiinganna, þvi að eng-
inn var svo aumur, að hann
gæti ekki fengið innan úr
nokkrum kindum og 2—3 ær-
skrokka. Slátrið var etið jafn-
harðan, meðan það entist, en
kjötið var geymt í súpur, en
sá var gallinn á, að salt var þá
aimennt of mikið sparað, svo að
kjötið úldnaði fljótlega og var
því eiginlega ekki lostæt fæða.
Hangikjöt var lítið haft um
hönd nema á jólunum. Fyr-
ir jólin og sumardaginn fyrsta,
þennan gamla, þjóðlega hátið-
isdag íslendinga, var víðast
bakað eitthvað til hátíðabrigð-
is. Hjá fátæklingum voru það
aðailega lummur, sem voru
borðaðar með kaffinu, sykrað-
ar eða með sirópi. Þá þekktust
ekki jólatré, en þó kunna þau
að hafa verið hjá einstökum
fjöískyldum, en þau fóru að
tíðkast úr því þessu tímabili
lýkur, og nú er svo komið, að
varla er svo fátækt heimili til
í bænum, að ekki sé haft iítið
jólatré eða grenisveigur.
Það hefir nú verið minnzt á
matinn, og er þá eftir að ta)a
um drykkinn. Kaffi var þá
orðið aðaldrykkurinn, eins og
er enn. Með kaffinu var gef-
inn kandísmoli. Te var líka
nokkuð almennt, oft úr blóð-
bergi, sem þá óx mikið á Mel-
unum. Mátaráhöld voru hin
Ógiftar stúlkur, sem tiyrjawar
voru að örvænta, réðti sig
gjarnan i vinnti á eyrina.
sömu og nú, þá var almennt
grautur og súpa borðuð úr
skálum í stað djúpra diska nú.
Hnífapör voru þá enn nálega
óþekkt hjá alþýðu, og pentu-
dúkar aiveg óþekktir nema í
efnuðustu húsum, og þó tæpast
á borðum þar dagiega.
Kiæðaburður var þá al-
mennt margfalt einfaldari og
iburðai-minni en nú. Embættis-
menn og kaupmenn gengu þá
dagiega i frökkum, en ekki í
jökkum, eins og nú tíðkast. AU
ir gengu þeir á útlendum skóm,
þó gengu margir kaupmenn á
kiossum eins og margir aðrir
gerðu, svo sem og fyrr er get-
ið. Klossar voru mjög hentug-
ur fótabúnaður í þvi svaði,
spm þá var á götunum, þvi að
það mátti haía íslenzka skó
innan undir. Annars hefur
tízikan að því búning heldri
manna snertir lítið breytzt, en
það hefir aftur á móti búning-
ur alþýðumanna gert; þeir
voru almennt í lokubuxum svo-
nefndum og duggarapeysu.
Hefði peysan verið liðleg og
úr góðu bandi, þá var hún
ekki óiaglegt plagg, en unnin
úr grófu duggarabandi var
hún allt annað en lagleg. Peys-
an var dagiegur búningur allra
sjó- og daglaunamanna, bæði
eldri manna, unglinga og
drengja, á helgidögum voru
þeir í treyju og með brjósthlif-
ar, alla vega litar, enginn hafði
þá hvítt um hálsinn úr þeirri
stétt. Handiðnaðarmenn voru
líkt búnir hversdagslega og
nú, en á helgidögum voru þeir
í iafafrakka, einkum ef þeir
voru „sigldir". Með þjóðhátíð-
inni vaknaði mikill áhugi á
öllu þjóðlegu, einkum meðal
menntamanna; fyrir því var
það, að stúdentar og skóiapiit-
ar tóku upp nokkurs konar
þjóðbúning. Það var siðtreyja
með líni (flihba) niðurlig-gj-
andi yfir kraganum, stuttar
buxur niður fyrir hné og reim-
acar þar saman, og crasKur I
endanum, Wáir sokkar, og auð-
vitað ísienrtdr skór; húía á
höíðinu. Þetta var laglegur
búningur, fór einkum vel ung-
um og vej vöxnum mönnum, en
þessi búningur hélzt ekki iengi
við, 1—2 ár.
Kvennabúningur var all frá-
brugðinn þvi sem nú er. Allar
heldri konur báru útlendan
búning, voru á „dönskum" bún
ingi, eins og það var kaliað,
eins og útlendur skófatnaður
var alltaf kallaður „danskir"
skór. Þær hafa vafalaust fylgt
útlendri tizku eins og unnt var
með þeim strjálu samgöngum,
er þá voru. Minni háttar kon-
ur gen.gu allar í hversdagsleg-
um isienzkum húfubúningi, en
rmklu íburðarminni, en nú tiðk-
ast. Húfan var miklu dýpri en
nú, með svörtum skúf. Peysa
úr vaðmáli, fínu eða grófu,
eftir því, sem efni leyfðu.
Svuntur úr tvisttaui, haldgóð-
ar og ódýrar, slipsi óbrotin.
Siiki þekktist þá ekki til nokk
urra kiaeða, jafnvel ekki hjá
þeim bezt efnuðu. Skautbúning
báru margar konur, einkum við
alfarisgöngu, en það var gamli
búningurinn (skuplan). Nýi
skautbúningurinn, sem Sigurð-
ur málari Guðmundsson er upp
hafsmaður að, rýmdi hinum al-
veg burt á fáum árum, svo að
eftir 1880 mun varia nokkur
kona hafa borið hann. Annare
var það algengt að margar
konur, sem gengu alltaf dag-
lega á íslenzkum búningi, fóru
alltaf til altaris á dönskum bún
ingi, fengu hann þá lánaðan, ef
þær áttu hann ekki sjálfar.
Þær hafa ekki kunnað við
skupluna, enda var hún ekki
falleg. .
Þá voru engar konur kallað-
ar frúr, aðrar en konur æðstu
embættismanna, hinar urðu að
láta sér nægja „maddömu“-tit-
ilinn, og eins voru konur efna
betri eða heldri borgara kall-
aðar. Þær voru þó ekki blátt
áfram nefndar t. a. m. maddama
Guðrún, heldur kenndar við
mann sinn með danskri end-
ingu t. a. m. maddama Eihar
Jónsen, og það þó að þessi
Einar alltaf kallaði sig og skrif
aði Jónsson. Konur sjómanna
og tómthúsmanna voru blátt
áfram kallaðar Ingibjörg Jóns
eða Guðrún í Hala. Þetta er
nú svo gerbreytt, að nálega all
ar giftar konur eru kallaðar
frúr. Á sama hátt voru aðeins
dætur þjóðhöfðingjanna titlað-
ar „fröken“, maddömudæturnar
voru „jómfrúr" og hinar ekki
neitt. Nú heita allar ungar
stúlkur hér i bæ „frökenar",
en jómfrúr eru ekki lengur til.
Hér skal nú nokkuð minnzt
á skemmtanir baejarbúa, en
þær voru bæði fáar og tilbreyt
ingai-litlar. Á sumrum voru það
aðallega útreiðar á sunnudög-
um; fóru þá aliir, sem gátu náð
sér í byikkju, og var þá ekki
allt vakurt, þótt riðið væri.
Var þá farið snemma á stað,
því að það gilti að nota bykkj-
una sem bezt, Oeigan var þá
fastákveðin 2 kr. fyrir dag-
inn). Venjulega var riðið
upp í Mosfellssveit, einkum
upp í SeljadaJ, eða suður að
Kieífarvatni. Margir fóru líka
upp í Marardal, sem er í Hengl
inum, en þá varð að fara mjög
snemma á stað. Vegurinn iá yf-
Framhald á bls. 14.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
23. maí 1971