Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Qupperneq 10
Bæjarforagur í Reykjavík fyrir 100 árum Eftir Klemens Jónsson OPUS DEI Sambland reglunnar af svæsnum og miskunnarlausum kapítalisma og menntalegri úr- valsstefnu hefur aflað henni svo slæms orðs meðal spænsks almennings, að allar velferðar- miðstöðvar hennar, góðgerðar- stofnanir og skólar og starf- semi þeirra, megna ekki að eyða þvi. Fyrrum opinber embættismað ur á vegum rikisstjórnarirmar í Madrid, sem ég hitti að máli vildi hvorki fordæma Opus Ðeí né taldi hann regluna svo bráðhættulega, en sagði samt: „Margir okkar játa það fúslega, að brýn þörf sé meiri andlegheita í spænskum stjóm- málum. Þau hafa lengi verið á heldur lágu plani, eins og þér vitið. Og auðvitað hafa féiag- ar Opus Dei jafn mikinn rétt til þess og aðrir að sækja eftir miMlvægum stöðum. Þeir hafa líka vissulega unnið mikilsvert starf í nýtizkun efnahagsmála okkar. Hins vegar liggur ekki ljóst fyrir okkur, í hverjum anda, tilgangi þeir sækja eft- ir þessum stöðum og tíl hvers þeir hyggjast nota þær.“ Ráðherraskiptin i október 1969 voru einhver mesti sigur Opus Dei frá upphafi þess. Þetta voru víðtækustu stjóm- arskipti frá þvi i borgara- styrjöldinni. Þrettán viku af nitján ráðherrum. Tæknikratar þeir, sem Franeo var nú um- kringdur, voru aimað hvort, fé lágar i Opus Dei eDegar opin- berlega hlyrmtir reglunni. Að- almaðurinn var Laureano Lopez Rodo, óumdeildur leið- togi tæknikratanna. Hann sat áfram í embætti áætlanamála- ráðherra. Rodo heldur engri leynd um félagsskap sinn í Opus Dei: „Það skiptir álika máli og sú staðreynd, að ég er félagi í Tennisklúbbi Madrid- borgar. En kenna mátti áhrif hans á mörg mikilvægustu um- skiptin, þar á meðal frávikn- ingu José Solis Ruis, svarins fjandmanns Opus Dei, og bandamanna hans tveggja, Fraga Fribame og Fernando Maria Castiella. Meðal hinna nýkomnu voru hagfræði- prófessorar, lögfræðingar, verkfræðingar, forstjóri stál- iðjuvers. Hin nýja tegund spænskra ráðherra. Næst Rodo stóðu tveir menn: Gregorio Lopes, hagvísindamaður, sem varð utanríkisráðherra (hann hefur árum saman talað máli inngöngu Spánar í Efnahags- bandalagið) og Luis Carrero Blanco, flotaforingi, geysihæf- ur maður, sem líklegastur þyk ir nú í forsæti stjórnarinnar þegar (ef, eins og Madridbú- ar segja í gamni) Franco deyr. Hvað svo sem verður, virðist augljóst, að Carrero Blanco og Rodo hafi átt mestan hlut að útnefningu Juans Carlosar prins í hitteðfyrra. f byrjun fyrra sumars virt- ist ástandið komið í allgott horf. Jafnvel þótt þessi trú- arregla hefði nú alla stjðmar- taumana í hendi sér og hlnir nýju ráðherrar væru nýgræð- ingar i stjórnmálum — hvað um það, það var máski ekki svo hábölvað að öllu athuguðu. Og hvað sem þvi leið, þá hlaut að fara að draga að dauða Francos og umskiptin gætu aldrei orðið á verri veginn. Að málinu athuguðu voru það í rauninni tæknikratarnir og engir aðrir, sem höfðu komið fótunum undir Spánverja á nýjan leik, framið efnahags- legt kraftaverk og komið þvi um kring að fyrram gjörspfllt- ur þjóðariðnaður var nú orð- inn aðalþáftur nýs efnabags- lifs, sem blómstraði, og bar ávöxt alls staðar, þar sem lit- ið varð. Það var og ekki hægt að neita þvi, að 'kjör spæmsks almennings höfðu mjög batnað undanfarinn áratug. Það skipti því ekki höfuðmáli þótt fram- farimar værn að þakka hræsn isfuBri, úrvalsóðri trúreglu og auðmarmaveldL Erfitt var að bera á möti því, að án Opus Dei kynni Spáxm að hafa glat- að öllu efnahagslegu, iðnaðar- legu og þar af leiðandi pöli- tisku valdi; sokkið án þess að skilja eftir sig hið Tnimnsta merki. En einmitt á þessari gjeffi- stundu rötuðu tæknikratamir í slæma klipu. Tvenm feflmaleg fjármálahneyksli bifuðu stahi þeim, sem þeir höfðu reist á vald sitt Hið fyrra — San Roq u e-málið — átti rætur sin- ar i deilu Spánverja og Breta um Gibraltar. Þegar þúsundir spænskra verkamanna misstu lifibrauð sitt, er Franco lokaði leiðum milli Spánar og Gíbralt- ar, hugðist hann bæta þeim það að nokkru með þvi að koma á hjálparsjóðí, sem nam þrjátíu milljónum steriingspunda og skyldi sendur til San Roque, þar sem flestir verkamanna þessara bjuggu nú við sára fá- tækt og atvinnuleysi. Féð kom aldrei fram. Bankinn þó hend- ur sínar af allri vitneskju um málið. Borgarstjórinn í San Roque sagði af sér. Hann átti þó sannanlega engan þátt í fjár hvarfinu. Sjóðurinn hafði ein- faldlega gufað upp. Ekki fór hjá því að nafn Opus Dei kæmi mjög upp í umræðum manna um þetta mál. Enginn ákærði neinn, en hins vegar féllu blettir á mannorð ýmissa og slæmur grunur vofði yfir öðrum. Skömmu eftir þetta sprakk önnur sprengja og jafnvel enn stærri fyrir það, að tæknikrat- arnir héldu, að þeir væru bún- ir að gera hana óvirka. Þetta var Matesahneykslið. Matesa var mikið og auðugt fyrirtæki, sem framleiddi vefnaðarvéiar. Fyrirtækinu hafði verið heitið einum sjötíu og tveimur millj- ónum sterlingspunda úr ríkis- sjóði snemma árs 1969 til þess að geta staðið við nokkrar pantanir erlendis frá. Um sum arbil sama árs var orðið ljóst, að þessar „pantanir erlendis frá“ höfðu aldrei verið gerðar; voru uppspuni frá rótum. Juan Vila Reyes forstjóri fyrirtækis- ins og forn samverkamaður Opus Dei-tæknikratanna var fangelsaður ásamt með bróður sínum og mági og vofði yfir þeim kæra fyrir fjársvik. Þeg- Framhald & bls. 14. 1 línum þeim, sem hér fara á eftir, verður gerð tilraun til þess að lýsa lifnaðarháttum Reykvikinga kringum 1870. Sú lýsing mun vafalaust eiga nokkurn veginn við allt tima- bilið fram að 1890, en úr þvi og einkum eftir 1900 fer bær- inn að vaxa óðfluga, og lífið breytist þá, svo að segja á öll- um sviðum, og samfara því hef ur allur hugsunarháttur ger- breytzt. Um vegina er það að segja, að á þeim var engin götu- mynd, ófærur hvenær sem rigndi. Engin götulýsing var þá, kom ekki fyrr en um 1876, og er það til marks um menn- inguna, að flest íjóskerin voru brotin fyrsta kveldið, er kveikt var, og það voru ekki strákar, sem það gerðu. Húsin voru ek’ki mikilfengleg eða glæsileg og eru mörg þeirra enn tiL Húsgögnin í hin um betri húsum voru fremur snotur og við þeirra tíma hæfi. í dagstofu var mahogniborð, sófi með skápum til beggja enda, hægindastólar, spegill o.s.frv., líkt og nú er hjá efna- minni borgurum, og þó tæplega það. 1 húsum efnaminni borg- aranna voru húsgögnin bæði fá og einföld. Fæstir þeirra munu hafa haft fleiri en tvö herbergi, auk eldhúss, nfl. svefnher- bergi og stofu, sem bæði var borðstofa og setusofa í senn. Stundum var herbergi á lofti handa börnum og vinnu- stúlku. 1 setstofu var venju- lega borð með klöppum til beggja handa, svo hægt væri að stækka það, er matur var á borð borinn, 3—4 tréstólar, og hjá þeim efnabetri hrosshárs sófi, hjá hinum einfaldari sófi með trébotni og dýnu yfir, stoppaður að baki og á brík- um, en sennilega víðast enginn. Þá var loks kommóða, oft stór og lagleg, grænmáluð með stór um og djúpum skúffum, venju- lega f jórum. 1 þeim var geymd- ur fatnaður, og annað er fé- mætt þótti. Allvíða voru skatt- ol, fremur klunnaleg. Á veggjum var yfirleitt fátt til prýðis, engin málverk, ein- ungis nokkrar myndir af nán- ustu ættingjum eða merkis- mönnum, svo sem Jóni Sigurðs- syni. Eftir þjóðhátíðina varð Fjallkonumynd Benedikts Gröndals mjög algeng. Glugga- tjöld voru auðvitað þá í öllum betri húsum, en i hinum létu menn sér nægja kappagardínu úr rósóttu sirtsi, en þegar bú- ið var að kveikja var alls stað- ar hengd upp hvit gardina, og þetta sama tíðkaðist einnig í betri torfbæjum. Gluggablóm voru þá víða einkum í hinum betri húsum, gólfdúkar voru þar sömuleiðis, en vaxdúkar eöa línoleum þekktust þá ekki. Hjá efnaminni mönnum, hvort sem þeir bjuggu í húsum eða torfbæjum, var þá algengt að þvo gólfin á laugardagskvöld- um, og strá síðan yfir þau hvit um sandi, sem sóttur var út i Örfirisey var hann þá nægur fyrir suðvestast á eyjunni. Ég hef margan sandpokann sótt út í eyna, og vaðið grandann ber- fættur, ef tafið var þar of lengi, sem oft bar við, þvi að þurrum fótum mátti þá aðeins ganga um stórstraumsf jöru. Ofnar voru víðast að minnsta kosti einn í húsi eða bæ, oft- ast var það svo nefndur „bí- leggjari". Það var ferkantaður kassi sem stóð á tréfæti; eld- holið vissi út að eldhúsinu og var fyllt þar af mó. Þessir ofn- ar gáfu ekki mikinn hita. Aðr- ir ofnar, sem líka voru mikið notaðir, voru kallaðir vindofn- ar, með spjaldi á rörinu, til þess að tempra súginn. Um þetta leyti tóku að flytjast hingað svo kallaðir magazin- ofnar, sem tóku hinum langt fram og voru kyntir með kol- um, en í hinum ofnunum var brennt mó; var hann aðallega tekinn upp I Vatnsmýrinni og Kaplaskjóli af Vestanbæing- um, og í Norðurmýri af Aust- anbæingum. Mórinn þaðan þótti öllu betri; honum var ek- ið I svo nefndum móvögmxm, grind settri milli tveggja hjóla og voru það einustu vagnarn- ir, er þá þekktust hér. En úr Vatnsmýrinni voru engin til- tök að aka mónum vegna veg- leysu, hann var fluttur heim á hestum eða á sleðum að vetr- inum eftir tjörninni. Mórinn var aðaleldsneytið þá, en kol þekktust varla. Þetta var ofboð eðlilegt, því að eldavél- ar þekktust þá varla nema á efnuðustu heimilum, en urðu bráðlega eftir þetta altíðar. Þá voru eldstór hlaðnar upp úr steini og potturinn settur á hlóðirnar. Svo kallaður þrífót- ur tíðkaðist þá víða, og á torf- bæjum hékk potturinn viða í keðju ofan úr ræfrinu. Ljósmaturinn var aðallega tólg arkerti, og svo steinolía. Hún var við endalok þessa tímabils nálega ný, og lamparnir voru mjög smáir fyrst, en fóru óð- um stækkandi og urðu betri, svo að um 1874 voru sæmileg- ir borðlampar og hengilampar orðnir almennir. Annars voru kertin lengi fram eftir mjög- mikið notuð og sjálfsögð á jól- unum. Margir áttu kertaform og steyptu kertin heima, og ein kona hafði það þá að at- vinnu að steypa og selja kerti. Það var ekkja Sigurðar kaup- manns Sívertsens, sem bjó í Hafnarstræti. Ég hef nú lýst híbýlum efn- uðu mannanna, og liggur þá fyrir að lýsa torfbæjunum og kotunum. Margir bæirnir voru alls ekki óvistlegir. Fyrst göng með moldargólfi, eldhús úr þeim annað hvort iil hægri eða við endann, en til vinstri var stofan með trégólfi og tréþilj- um, og venjulega með 6 rúðna glugga. Sumir bæirnir voru tví loftaðir og tréstigi upp að ganga. Loftinu var þá venju- lega skipt í tvö herbergi með tréþili og hurð á milli. 1 slíkum bæjum var venjulega þríbýli, og höfðu allar fjölskyldurnar aðgang að eldhúsinu og var það því aðallega undir konun- um komið, hvernig sambúðin gafst. Innanstokksmunir voru rúmin, borð undir glugga, tveir eða þrir tréstólar, bekkur og kommóða, stundum skatthol. Rúmin voru auðvitað trérúm með ábreiðu yfir. Þá tíðkuðust mikið svo kallaðir beddar, það var strigi spenntur milli tveggja sláa, en fæturnir þann ig, að slá mátti beddunum sam- an á daginn. Sængurfötin fóru auðvitað eftir getu manna en hjá fátæklingum voru þau nauða ómerkileg, marhálms- dýna neðst eða heyrusl eða hefilspænir, ein rekkjuvoð og brekán. í flestum býlum hékk þá taug niður úr rjáfrinu yf- ir rúminu, með tuskuhnúð á endanum. Það var kallað- ur „léttir". Var það sett til þess að menn ættu hægara með að rísa upp i rúminu. Um nokkra híbýlaprýði í kot unum var ekki að tala. Það hefði heldur ekki verið mögu- legt, þótt vilji og geta hefði verið til, því allt ægði þar í óþrifnaði, bleytu og skít. Sum- ir kofarnir voru svo lélegir, að menn nú á dögum hefðu hikað sér við að stinga þar inn gæð- 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. mai 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.