Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Síða 15
er mótað af listrænum toga,
heillandi og fagurlega,, eins og
andlegir menn kunnu bezt að
rita á 13. öld. Kirkjulegur andi
samtíðarinnar leynir sér
hvergi, sé að honum gætt.
Sömu eínkenni, en langtum
skýrari koma fram í Jóns saegu
baptista. Þau eru á stundum
svo skýr, svo iik einkennum
Njálu að furðu gegnir, að þeim
skuii ekki hafa verið veitt at-
hygli fyrr.
Ég hef þegar rakið að
nokkru áhrifin, er ég tel, að
höfundur Njálu hafi orðið fyr
ir af kynnum sínum í skaft-
fellskum sveitum. Þessi rök eru
skýr í draumi Flosa, er hann
hittir Járngrim í Lómagnúpi.
Miðaldamenn trúðu mjög á
drauma og margvíslega fyrir-
boða, eins og viða kemur fram
í Njálu. Darraðarljóð eru þar
skýrt dæmi. Sama er að segja
um sýn meyjarinnar á Reykj-
um á Skeiðum. En uppsetning
þessara atburða eru með skýr-
um mótum klerkiegrar listar í
Njálu.
Klerkleg tilþrrf eru víða
bundin í Njálu. Þau eru oft á
tiðum falin í óskyfldum atvik-
um sögunnar, likt og listaverk
á miðöldum í afkimum kirkna.
Skulu hér tilgreind nokkur
dæmi, þó rúmsins vegna verði
þar stiklað á stóru.
Höfundur Njálu lætur Flosa
'fara Fjallabaksleið hina syðri,
óg er það mjög sennilegt. Hún
er þekkt frá fyrstu sögu. En
hitit er víst, að höfundur sög-
unnar hefur ekki farið þessa
leið, og er því ókunnugur þar til
leiðar. En hins vegar er óhætt
að álykta, að hann hefur ver-
ið kunnugur á Fjallabaksleið
nyrðri, enda var hún alþingis-
leið úr Skaftafellsþingi og vísi
tasíuleið biskupa. Sagan grein-
ir, að Flosi hafi farið niður í
Goðaland, en það er mjög úr
leið, þegar farið er niður til
Fljótshlíðar eða tii Þrihyrn-
ingsháls, og ennfremur er það
ilil leið og torfarin eða jafnvel
lítt fær. Ég tel skýringuna á
þessu, að hér hafi höfundinn
vantað skilgreiningu, og því
gripið tii ömefnis, er hann
þekkti úr máldagaskrám
kirkna. Goðaland er eign
Breiðabólstaðar i Fljótshlið frá
fyrstu rituðum heimildum. Sýn
ir það, ef rétt er, hvar hugur
hans var, hvar voru rætur
þekkingar hans.
Hér ber þvi að sama brunni
og áður. Á biskupsárum Árna
Þorlákssonar var eðlilegt, að
kirkjuvaldsmaður, er hafði um-
sjá og umboðsvald yfir kirkju
eignum, hefði slik sjónarmið.
Hann var bundinn óvíkjanleg-
um hugsjónum kirkjunnar, og
gat ekki slitið sig frá markmið-
um hennar. Grimur prestur
Hólmsteinsson var einmitt af
slíkri gerð, sannur og beinn,
eins og ritverk hans hið mikla,
Jóns saga baptista sýnir greini
lega. En fleira er einnig í máli,
er beinir i sömu átt. SkaJ nú
vikið á þau mið.
32.
Klerkar miðaldakirkjunnar
áttu greiðari aðgang að sálar-
'lífi almennings, en nokkrir
menn höfðu haft áður. Prest-
arnir öðluðust gegnum skriftir
sóknarbarna sinna greiðari að-
gang að leyndustu ætiunum,
verkum og leyndarmálum fólks
ins, en nokkur tök voru að fá.
1 .skriftastólnum voru. sóknar-
börnin að tala við guð, með
milligöngu prestsins, er leið-
þeindi og tók gjald fyrir í
nafni kirkjunnar. En hann var
bundinn þagnarheiti, sjálf-
sögðu og órjúfanlegu. Slyngur
og gáfaður prestur, er léngi
þjónaði fjölmennri sókn, varð
af starfi sínu mikill mann-
þekkjari, og varð furðu vel að
sér um flest mannlegt, tilfinn-
ingar fólksins og sálarlif þess.
Fátt er til frásagna um slik
skipti frá fyrri tímum. En mann
legt er mennskt, alltaf með
sama eðli, breytingar i viðhorf
um eru háttrænar, tizkulegar á
breyttum timum.
1 skriftunum fékk prestur-
inn aðgang að leyndustu hvöt-
um, gerðum og ætlunum sókn-
arbarna sinna. Einmitt af þeim
varð hann kunnugur mannlif-
inu, leyndardómum þess og mis
munandi manngerðum. Höfund
ur Njálu kamn óvenjulega góð
skil á mannlegu lífi. Skilgrein
iing hans er oft á tiðum hvat-
skeytileg, örugg og viss. En í
einum þætti sögunnar kemur
þetta greinilegast fram,
einmitt þeim kalfa hennar, sem
er einna listrænastur, ber í list
sinni fyllstu eimkenni bóklegr-
ar frásagnar, eins og bezt gat
orðið i postulasögum.
Kaflinn um húskarlavíginn
er um margt minnandi á dul
skriftanna í kaþólskri tíð.
Gunnari og Njáli eru sögð hin
dulu mögn, hatrið milli hús-
freyjanna, Hallgerðar og Berg
þóru. Konan er hér undirrit
hins illa. Húsbændurnir vita
fyrirfram að eitthvað illt hlýt-
ur að gerast. En þeir eru eins
og presturinn í skriftarstóln-
um, þeir mega ekki greina frá
ætlunum sínum, þeir mega ekki
koma í veg fyrir hin illu örlög,
aðeins vara við i hálfkveðnum
orðum.
Frásögnin af húskarlavígun-
um er skýr og innileg, rökvis
og í mörgu eimföld — en fremst
öllu listræn. Hún minnir i alla
staði á það fremsta í viðræð-
um manna — munnlegri frá-
sögn, innilegar samræður, gerð
ar í ful’lum trúnaði. Heimilis-
friðurinn er í hættu á báðum
bæjunum, Bergþórshvoli og
Hlíðarenda , út af deilum hús-
freyjanna. En gætni og velvilji
húsbændanna kemur í veg fyr-
ir stórtðíindi. Aðeins verður
þráðurinn rakinn að nokkru
siðar meir i skiptum Þráins og
Njálssona. Þó kemur fleira til
að aukin tiðindi urðu.
Framhald.
Ein
milljón
á flótta
Framhald af bls. 3.
und manns, sem ferðast liöfðu
fótgangandi yfir ófærur, marg-
ir létu lífið á leiðinni, meira að
segja hundarnir dóu. Á leiðar
enda kom fólk, sem var útlits
eins og Belsenfangar. Og í
hópnum var ekki einn einasti
karlmaður. Þeir voru dauðir
eða í fangclsi eða gengnir í
lið með skæruhemum. Sjötiu
af liundraði flóttamannanna
vom börn, en drengur var þar
enginn eldri en 10 ára; þeir
éru téknir og settir í búðir —
gætu verið efni í skæruliða, til
vonandi ógnvalda. í búðunum
liefur fram að þessu ríkt hin
niesta eymd, matar og vatns-
skortur og hafa yfir liundrað
börn látizt í mánuði liverjum.
Er þetta er ritað er gert ráð
fyrir að flest þeirra liafi verið
flutt til þeirrar flóttamannaný-
lendu í Kassalahéraði er Qu-
ala en Nalial nefnist, og þar
eiga þau að hef ja nýtt líf.
Hvers vegna gerist þetta?
Hvers vegna fara þessar flóð
by'lgjur aumra manna ytfir
landamæri, sem valdapólitiskar
ástæður loka þeim flestum um
aldur og ævi? Landamæri, sem
forfeður þeirra og þeir sjálfir
gátu áður farið um að vild
allra sinna férða og þó oft ver
ið innan sama þjóðflokks. Því
þetta er ekki eini staðurinn —
á kortinu yfir flóttamanna-
strauminn fram og aftur eru
einnig Kongó, Ruanda, Tanz-
ania, Mozambique og Angola.
Kringumstæður þessara at-
burða eru allar hinar flókn-
ustu, en séð með augum flótta-
mannanna verður veruleildnn
sáraeinfaldur. Ég get brugðið
upp augnabliksmyndum. 1 flug
ferðinni til Uganda frá Karto-
um, aðsetri Súdanstjórnar, var
millilent í borginni Juba, sem
lengi hefúr verið orrustuvöll-
ur í Súdanstyrjöldinni. Við sát
um þarna fáein saman á flug-
vellinum og töldum nokkrar
vélbyssur og þrjár þyrlur í
kringum okkur og ræddum um
uppruna þeirra, sem var rússn
eskur að hluta, þáttur í vopna-
aðstoð á línunni Sovétríkin-
Egyptaland-árabiska Norður-
Súdan, sem reynir að merja hið
afriska Suður-Súdan undir
hæli. — Á meðan við vorum
með okkar pólitisku vangavelt
ur, var fjórða þyrlan í notk-
un, bær Joan Solomona að
brenna, eiginmaður hennar að
deyja og margir fleiri. . .
Ég get sagt frá manninum,
sem ég talaði við i flóttamanna
stöðinni í Quala en Nahal,
gömlum manni, sem ég held að
hafi verið 63 ára en virtist
miklu eldri, með gisinn hvit-
an skeggkraga. Hann hét Mo-
hammed Adam og var múham-
eðstrúarmaður. Hann kom í búð
irnar í janúar í fyrra — hvers
vegna? Eþíópískir hermenn
kveiktu i bæ hans, hús hans
brann að honum ásjáandi, fjöl
skyldan tvístraðist i allar átt-
ir. Eiginkonan og tvær ung-
ar dætur, sem misstu eigin-
menn sína. Hvernig? Hann
veit það ekki, hann sá aðeins
að herbíll kom og sótti þá, ef
ÚtKefandl; H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stJ.: Haraldur Svelnsson
Ritstjórar: Matthias Johannessen
Eyjólfur KonráS Jónsson
AöstoSarrltstj.; Styrmir Ounnarsson
RltstJ.fltr.: Gisll Slgurösson
Auglýslngar: Arni GarSar Krlstlnsson
Rltstjórn: Aðalstraetl 9. Simi 14100
til vill voru þeir látnir. Voru
þéir í mótspyrnuhreyfihgunni?
Nei, en þannig fara þeir áð,
hermennirnir. Við spyrjum
hvort honum falli vel þarna.
Ekki sem verst, er svarið —
en hjarta hans er enn heima,
hann leggur höndina á brjóst
sér með virðulegri látlausri
hreyfingu. „Ég myndi ek'ki
vera hér stundinni lengur ef
ég gæti farið heim. En ég held
ekki að það eigi eftir að verða,
ekki á meðan ég lifi.“ Þetta er
í fáum orðum skilningur hins
fátæka þorpsbúa á því sem nú
er að gerast í Éritreu. Sjálf-
stæðisþráin brennur þeim æ
heitar í brjósti, aðskilnaðar-
stefna byggð á sterkum sögu-
legum og pólitískum forsend-
um. Hvort álger skilnaður við
Eþíópíu væri gæfulegur er mál
út af fyrir sig en hitt er stað-
reymd, að keisaraveldið hefur
um langt skeið kúgað Eritreu-
búa og svipt þá ákvörðunar-
rétti á öllum sviðum. Nú hef-
ur stjórnin hafið ógnarherferð
ir á hendur landsmönnum með
blóðsúthellingum, útþurrkun
heilla bæja, sem hlutlaus vitni
hafa greint frá, til þess að
brjóta á bak aftur frelsishreyf
ingku sem vex og harðnar.
„Ég held ekki að ég eigi eft-
ir að komast heim.“ Þetta verða
þúsundir nýrra flóttamanna að
gera sjálfum sér ljóst. Hundr-
uð þúsunda, ' sem verið hafa
flóttamenn um langan tíma síð-
asta áratuginn vita það. 1 lönd-
um þeirra hefur styrjöld geisað
svo lengi, að endir á þessum
hörmulegu þjóðflutningum
verður ekki eygfrar. Þar með
er upp risið hið mikla vanda-
mál: Þeir verða að setjast að
utan heimalands síns, geta séð
fyrir sér, komið bömunum í
skóla. Koma framtíð sinni i
eðlilegt horf. Þar eru mörg og
stór ljón í veginum og séu
þeir látnir afskiptalausir af um
heiminum efnahagslega tekst
þetta ekki. Á ferð gegnum heim
flóttamannanna i Úganda,
Súdan og Eþíópíu eru hinar
stóru nýlendur eins og vinjar
i eyðimörk. Fyrir Svía að sjá
minnir það einna helzt á kvitt-
un fyrir milljónirnar sem söfn-
uðust í Flóttamannahjálpinni
1967. Flóttamannanefnd Sam-
einuðu þjóðanna er aðalfarveg
urinn með „framkvæmdafu'll-
trúa“ í hverju landi, sem oftast
er stjóm þess. En hér eru
sænskir peningar — og fé frá
öðrum Norðurlandaþjóðum —
festir í sjúkrahúsum og heilsu
verndarstöðvum Orí skólum,
kornabörn eru alin á mjólk-
inni „okkar“, æskufólk stund-
ar nám. Við eigum þátt í að
móta framtið, sem maður dirf-
ist að ætla að væri mikil hætta
búin ef Norðurlandanna nyti
ekki við.
Við ökum til Quala en Nahal.
Það er griðarstórt svæði, um
70.000 ekrur, og maður hristist
og skekst á aifleitum vegum,
sem allir eru sundirskornir. En
svartur jarðvegurinn þarna,
sem kallast „eotton soil“ eða
baðmullarjarðvegur, er mjög
frjósamur. Þrautseigju þarf til
að efla áhuga á jarðrækt, til
að fá menn til að lita á jarð-
veg og uppskeru sem félagslegt
öryggi — flóttamennirnir eru
að uppruna hálfgerðir hirðingj
ar, í þeirra augurn er land
sama og fóður handa úlföld-
um, það verður að venja þá
stig af stigi við að rækta
mannamat. '
Við komum í fyrsta þorpið.
Það er snoturt, með uppmjóa
kofa sina og sólgljáð, grábrún
stráþök. Hér búa um 3000 mann
eskjur, en þorpin eru alls þrjú.
Á miðju „torginu" stendur
slátrarinn; hann sker sundúr
ltind og vegur. Hann er ekki
alveg sáttur við vogina og verð
ur sér til gremju að fleygja á
hana nokkrum bitum til viðbðt
ar. Bakarinn heldur til hjá
brennheitum ofni, sem grafinn
er niður í jörðina. Brauðið
hans er betra en heima i Sví-
þjóð, hann bakar allt að 300
brauð á dag. Við spyrjum
hvort hann hafi verið bakari
heima hjá sér í Eritreu. Nei,
hann var greenmetissali, en
hvað skal gera?
Skólinn: Hann er eins og alls
staðar í þróunarlöndum á við
bætiefnasprautu. Úrmull kátra
krakka sem brosa með öllu and
litinu gera bókaramenntinni
skil í einum kór svo undir tek-
ur í húsinu. Þetta eru allt
drengir. 1 hverju þorpi eiga áð
vera barna- ög unglingaskólar
fyrir bæði telpur og drengi, fen
enn vantar fé. Skólabæktir
verða einnig að biða betri tíma.
1 frímínútunum flykkjast þéir
út og sparka á milli sín gömlu
ræfilslegu aldinhýði — manni
verður á að húgsa mitt i öllúm
nauðsynjaskorfinum; hér vafit
ar fótbolta.
Já, þetta er þegar orðið starf
andi þjóðfélag — þjóðfélag
flóttafólks, sem án aðstoðar
Sameinuðu þjóðanna hefði stað
ið uppi bjargarlaust í grann-
landi, sem sjálft er fátækt.
Þjóðfélag, sem án áframhald-
andi vaxtaraðstoðar mun lam-
ast og allar vonir þess bi'esta.
Eitt hundrað og tíu þúsund
Bandarikjadalir hafa farið’
gegnum Rauða hálfmánann í
Súdan til húsbygginga og fyr-
ir sjúkráhús, útbúnaðinn kosta
Sameinuðu þjóðirnar en Súdan
starfsmannahaldið. Það bætir
lifskjör allra á þessu svæði, er
eins og svo margt annað ekki
aðeins til fyrir flóttamennina.
Sama gildir um vatnið. Verið
er að ljúka miklum vatnsveitu
framkvsmdum. Við stöndum
hátt uppi á barmi griðarmikill-
ar stiflu; kolsvartir verka
menn burðast með þungar pip-
ur; þá ber við himin eins og
áhrifamikla táknmynd um afr-
iska þrælkun. Þrjátiu og fjög
urra kílómetra leiðsla ásamt
aukaleiðslum á að veita vatni
inn á öll heimili byggðarlags-
ins.
Vatn er einnig á öðrum stöð-
um. Spölkörn inni á byggða-
svæði flóttamannanna nemum
við staðar. Við veginn, handan
við lágan ás er vatnsból. Þang
að rennur vatn frá díkinu um
regntímann. Þetta vatn notar
flóttafólkið. Brekkan er gler-
hál af votum leir og þarna rik-
ir ein mesta glaðværð sem ég
hef séð. Þetta eru aðallega smá
strákar og telpur en þó fáeinir
fullorðnir. Þau hlaupa með
miklum bægslagangi niður að
vatnsbólinu og upp eftir aftur
með blikkílát sin, hella vatn
inu i svarta skinnbelgi á þolin
móðum litlum ösnum. Þetta er í
síðasta skipti, sem þau gera
þetta, næsta regntíma verður
komin vatnsleiðsla.
23. maí 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15