Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1971, Síða 16
mmnmwtmm
mism
Lausn á síðustu krosslgátu
í BLÖÐUM víða um heim hefur að
undanförnu mátt sjá ýmislegt um
efnahagsundrið í Japan. Kennir þar
bœði aðdáunar, en um leið uggs
yfir því, að guli kynstofninn muni
búa yfir þeim dugnaði, útsjónar-
semi og skipulagsgáfu, að þjóðir
Vesturlanda megi sannarlega fara
að vara sig. Þeir, sem gerst þekkja
til í Japan, hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að undrið eigi rœtur sín-
ar í nœstum takmarkalausum trún-
aði einstaklingsins við verkefni
sitt, fyrirtœki og yfirboðara. Það
er í rauninni sami hugsunarháttur
og sá, er í styrjöldinni á Kyrrahaf-
inu kom ungum Japönum til að
gefa sig fram til að stýra sjálfs-
morðsflugvélum: Láta lífið fyrir
föðurlandið og granda heilu her-
skipi.
Fyrir nokkrum árum var talað
um efnahagsundrið í Vestur-
Þýzkalandi, en Japanir hafa ekki
aðeins farið framúr Bretum og
Frökkum, heldur einnig Vestur-
Þjóðverjum. Þar með eru þeir
komnir í þriðja sœti á eftir Banda-
ríkjamönnum og Rússum. Fljótlega
eftir stríðið fóru ódýrar iðnaðar-
vörur frá Japan að berast út um
heiminn. Oft voru það stœlingar
á rótgrónum iðnaðarvarningi Vesi-
urlanda og þótti heldur ómerkilegt
góss. Smátt og smátt fóru menn að
vakna upp við þann vonda draum,
að eftirlíkingin var farin að taka
fyrirmyndinni fram; auk þess var
verðið mun hagstœðara.
Af öllu því, sem skrifað er í blöð
um efnahagsundrið í Japan, má
ráða, að þar í landi líti fólk á fram-
leiðsluna og samkeppnina á hinum
alþjóðlega markaði sem nokkurs
konar styrjöld, þar sem Japan verð-
ur að sigra, hvað sem það kostar.
Sumt af þessu minnir á menningar-
byítinguna í Kína og allan þann
heilaþvott. Flestir Japanir ráða sig
til lífstíðar hjá einhverju fyrir-
tœki og þeim er meinilla við að
taka sér frí. Hjá mörgum stórfyrir-
tœkjum og verksmiðjum byrjar
dagurinn á því, að starfsfólkið kem-
ur saman og syngur lofsöng um
fyrirtœkið og framleiðsluna. Sums
staðar er lofsöngurinn sunginn aft-
ur að kvöldi og nokkrir úr hópnum
ganga fram og segja hvatningar-
orð.
Þetta kapítalíska kerfi er rekið
með sérstæðu sniði; nokkur stór-
fyrirtœki hafa töglin og hagldirnar.
Þau borga lág laun, en hvert um
sig er líkt og dálítið velferðarríki
með sósíalísku sniði. Þau byggja
urmul íbúða, þar sem starfsmenn-
irnir fá inni með vildarkjörum; þau
koma á fót matsölustöðum, þar sem
matur er seldur ótrúlega ódýrt, og
ekki nóg með það: Þessi fyrirtœki
byggja jafnvel fjallahótel, þar sem
starfsfólkið getur dvalið sér til
hvíldar og hressingar.
Flestir Japanir líta svo á, að það
samsvari drottinssvikum að fara til
annars fyrirtœkis, sem býður betri
laun. Annaðhvort er maður hjá
Toyota eða Nissan. Yfirleitt verður
lítill tími til tómstundaiðkana;
starfið er ofar öllu. Þó leyfir aðal-
forstjóri Sony útvarps- og sjón-
varpstækjaverksmiðjanna sér að
eíga prívat áhugamál, sem hann
sinnir, þegar enginn sér til. Morita
forstjóri ferðast rnikið og hefur
hundrað sinnum farið til útlanda.
Þegar dagsverkinu er lokið í ein-
hverri erlendri borg, labbar Morita
forstjóri út. Hann skoðar í búða-
glugga og punktar hjá sér, hvernig
Sony-vörunum er stillt út.
Margt bendir til, að okkur ís-
lendinga vanti með öllu þann sér-
staka hugsunarhátt, sem fœðir af
sér efnahagsundur. Einhver myndi
segja, að bœttur sé skaðinn og er
það annað mál. Þegar á heildina
er litið, hafa íslendingar trúlega
litla tilhneigingu til að verða fag-
idíótar. Bœði hefur það kosti og
galla. Hagvöxturinn kynni að ganga
eitthvað tregar fyrir bragðið, en
áreiðanlega mun ganga þeim mun
betur að finna höfund Njálu.
Spurningin verður þá, hvort á að
ganga fyrir. Ef til vill eigum við
einhvern Morita, sem skoðar vör-
urnar sínar í búðargluggum á
kvöldin. Þó hef ég ekki heyrt hans
getið. Hitt er aftur á móti kunnara,
að einn af máttarstólpum íslenzks
iðnaðar hefur haldið sjálfstœða
málverkasýningu, að einn kunnasti
bókaútgefandi landsins er sjálfur
mun betur ritfœr en sumir þeirra
höfunda, sem hann hefur verið að
koma á framfæri, og að forstjóri
stórrar ferðaskrifstofu hefur um
árabil stjórnað kór með góðum ár-
angri. Um íslenzka bœndur hefur
það verið sagt, að þeir kunni skil á
flestu nema landbúnaði; aftur á
móti kunni danskir kollegar þeirra
ekki skil á neinu utan búskaparins.
Ef það dæmist rétt vera, að hag-
vöxturinn sJcipti mestu máli, þá er
vitaskuld reynandi að taka Japani
til fyrirmyndar: Enginn myndi
þora að fara í sumarleyfi, því þá
kœmi í Ijós, að fyrirtækið kemst
af án hans í þrjár vikur. Skáldin
myndu ráðin til að yrkja um þýð-
ingu framléiðslunnar fyrir föður-
landið og starfsfólkinu myndi
svella móður á hverjum morgni eft-
ir að hafa sungið fullum hálsi söng
fyrirtœkisins. Hjá stórfyrirtœki eins
og álverinu myndi starfsfólkið
koma saman á hverjum morgni og
syngja með viöeigandi hugsjóna-
blœ:
Ó, ÍSAL,
mikil náð er að fá að vinna
í álinu
og geta aukið framleiðsluna dag
frá degi
o.s.frv.
Þetta vœri mjög hugnœmt. Og
kannski hagkvœmt. Verst ef enginn
hefði lengur tíma til að huga dá-
lítið að höfundi Njálu.
Gísli Sigurðsson.