Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1971, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1971, Page 2
Herbert von Karajan Það er koraið að kvöldi ein- hvers mikilvægasta dags hátíð- arinnar í Salzburg. Þessi litla borg með „brúðuhúsunum" gló- ir. Hún glóir ekki aðeins aí al- mennri eftirvæntingu eða ný máluðum húsum. Það er heitrt. Svo heitt, að fjöldi fólks hefur eytt mest öllum deginum niðri við svalandi ána, sem er því naer eina afdrepið, þangað til það fær sér ískalt steypibað, býr sig upp á og heldur af stað til hins stærsta hinna þriggja leik húsa hátíðarinnar, í Mereedesn um, sem víða sést bregða fyrir eða hötelbílnum, sem safnar saman gestum og tekur upp i þá, sem vilja og verða á leið hans. Sumir ganga prúðbúnir þessa leið í sólskininu og mæta við og við einhverjum bæjarbúa, sem er á heimleið frá því að kaupa i matinn og heldur á troðinni körfu, þar sem stærðar brauðhleifar og bjúgu gægjast upp. Bæjarbúar horfa grannt og forvitnislega á hina prúð- búnu gesti. Sjálfir eru þeir þvi líkastir á svipinn, sem þeir séu í þann veginn að missa af ein- hverju stórkostlegu. Að sýning unni lokinni mxmu þeir koma aftur út að veginum og virða áhorfenduma fyrir sér. Asinn fer dvínandi inni í „Það er hvassviðri í kringuin hann“ ■ í i. óperuhúsinu. Það eru fáar mín- útur til stefnu. Menn rétta úr sér og reisa höfuðin, jafnvel meðfram göngunum, þar sem heppilegast er að hafa augun hjá sér, eigi maður ekki að falla niður fyrir. Ein stúika hef ur beygt sig fyrir ofurvaldi hit ans og klæðzt stuttum kvöld- kjól. Hún ber höfuðið aðeins hærra en aðrir gestir. Annars rikir mikið samræmi og virðu- leiki í klæðaburði þetta kvöld. Hvít minkakápa, sem skartaði á fremsta bekk á frumsýningu á „Carmen" í fyrra vetur hefur nú verið skilin eftir heima. í kvöld á sundurgerð ekki við. Klukkuna vantar tæpt korter í sjö. Bráðum hefst frumsýning og flutningur á „Don Gio- vanni“. Listrænn stjórnandi Salzburg-hátíðarinnar á að stjóma verkinu. Það er sjálfur Herbert von Karajan. Heima í rúmi sínu í Anif ligg- ur Herbert von Karajan og flat magar í rúminu. Reglubundnar hvildir eru honum nauðsyn líkt og jðgaæfingarnar. Hann er nokkuð ánægður með gang máiia í þetta sinn. Hitinn er heppilegur fyrir flutning verks ins þótt hann sé hvimleiður að öðm leyti. Einmitt þennan morg un hafði von Karajan haft orð á því, hve raddir söngvaranna væru góðar í saimanburði við hina slöku útkomu fyrri vetrar þegar sífellt rigndi með tilheyr andi afleiðingum fyrir radd- böndin. Þetta er frumsýning og — fiutningur „Don Giovanni" þetta árið, en von Karajan nauð þekkir verkið af áralangri rannsókn sinni og hefur loks lagt blessun sína yfir æfingu hljómsveita og söngvara. Hann getur því óhræddur og rólegur legið smástund enn, horft upp í loftið og hvílt sig fyrir átökin. Klukkuna vantar átta minútur í sjö og sýningin á ekki að hefjast fyrr en hálf átta. Hann hallar sér á kodd- ann og hyggur gott til kvölds- ins. Skyndilega rennur upp fyr ir honum, að sýningin á alls ekki að hefjast klukkan hálf átta — heldur klukkan sjö. — Ég klæddi mig á fjórum mínútum og ók til óperuhússins á sex —, sagði hann síðar með verðskulduðu stolti í röddinni. Nú fer engin minúta á glæ. Klukkan er aðeins fjórar mín- útur yfir sjö, þegar meistarinn skálmar upp á pallinn og lyftir tónsprotanum. Eitt sinn var hann bezt klæddi maður allrar Vinarborg ar. Sá timi er liðinn. Nú hefur von Karajan tekið upp „harð- ákveðið kæruleysi" í klæða- burði, ef svo má segja og geng ur gjarnan í einhverjum þægi- legum stökum buxxxm og nær- skorinni peysu. Klæðaburður hans stingur þvi mjög í stúf við föt hinna formföstu Þjóðverja og Austurríkismanna sem méð honum starfa. Von Karajan er maður hold- grannur í andliti, svolítið harð- leitur og kann að virðast eilít- ið hrokafullur, en það er þó líklega misskilningur. Augun eru blá og hörð. Þau eru dálítið sérstæð; liggja mjög utarlega í höfðinu, svo utarlega, að manni finnst hann nærri geta séð það, sem fram fer á bak við hann og standi maður á ská Mtið eitt aftan við hann má horfa beint í augu honum. Karajan er unglegur í andliti, heldur en hitt; ber aldurinn all vel. Það eru aðeins hendur hans, sem greinilega eru sextiu og eins árs. Þar eru þær hrukkur, sem vantar á ennið og hálsinn. Von Karajan er ekki hávaxinn og hann er grannur maður vexti. Annar þáttur stendur yfir. Seinni hlutinn hefur verið held ur slakari þeim fyrri og kemur ekki allskostar vel fyrir eyru og sjónir í samanburði við hinn stðrkostlega fyrsta þátt. Von Karajan er kannski ekki í ess- inu sínu. Hann er þó í óvenjulegu frum sýningarskapi í kvöld. Aðstoð- arstjórnandi hans skýrði svo frá: — Yfirleitt leggur hann mikið upp úr þvi, að ég sitji ná- lægt honum á sýningu. En þeg- ar ég spurði hann þetta kvöld, hvort ég ætti ekki að sitja hjá honum svaraði hann aðeins; — Nei, farðu baksviðs og aðgættu, hvort ekki sé allt í lagi. — Hann stendur á stjómpalli og sveiflar sprota sínum. Snilli klæðskera hans kemur hér ber- lega í Ijós. Föt von Karajans hæfa honum líkt og köfunar- búningur froskmanni. Þau hindra engar hreyfingar hans og hann getur hindrunarlaust lyft og haldið höndunum hátt á lofti, olnbogum oft öxlum hærra. Von Karajan er prýði- lega á sig kominn til allrar þess arar leikfimi. Hann stundar skíðaíþróttina £tf kappi, kafar og iðkar siglingar. En þetta hlýtur að vera þreytandi þrátt fyrir það. Og ætii það færi hon um mikla ánægju? Von Karajan er mjög vinnu- harður maður og yfirleitt harð ur í hom að taka, næstum harð- stjóri. Undirmenn hans segja hann hreinan þrælapísk og verður það varla dregið í efa. Hann stefnir að fullkomnun í öllu, sem hann tekur sér fyrir 2 LÉSBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. ágúst 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.