Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1971, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1971, Side 3
Strax í barnæsku vildi hann verða „sá fljótasti, harðasti og: bezti.“ hendur og þar, sem hann hefur aðeins dauðlegt og venjulegt fólk undir sinni stjórn er ekki að undra, þótt einhver fái stundum að kenna á þessari takmarkalausu kröfuhörku hans. Finni hann galla einhvers staðar lætur hann endurtaka atriðið hvað eftir annað þar til hann er ánægður. Á æfingum hefur hann eins konar reynslu- áhorfendahóp, gjarnan um tutt- ugu manns. Þegar hann hefur keyirt fólk sitt til þess að endur taka atriði svo oft sem honum líkar gefur hann mei’ki og þessi áhorfendahópur klappar. Líki honum ekki fiutningur hróp- ar hann oft upp yfir sig, stekk- ur niður hin fjörutiu og átta þrep, lagar gallann og hleypur upp aftur í hendingskasti. Það er furðulegt, að slíkar aðfarir skuli ekki þegar hafa la-gt rúmt sextugan mann í gröfina. Eitt sinn kom fyrir, að söngvari fékk sig fullsaddan af skömm- um von Karajans og svaraði honum fullum hálsi af sviðinu. Það mun hafa komið á meistar- ann og hann baðst afsökunar. Von Karajan veit vel að sam- band hans við undirmenn hans er tvihliða. Nú hefur hann húð skammað þetta fólk og hrósað þvi til skiptis í langan tima þár til. hann varð .ánægður með verkið. Nú ætti þetta . fólk loks að geta gert hlutinn eins og hann ætlast tii — eða eins og því sjálfu sýnist. Söngvurum er ekki alltaf sérlega vel við von Karajan. En þegar þeir standa á hinu mikla sviði og raddir þeirra yfirgnæfa hljómsveitina, þá finnst jxeim þeir glataðir án bendingar frá honum. Þegar söngvari upphefur raust sina gjóar hann augunum gjarna snöggt til meistarans. Einn sagð ist. ævinlega hafa beðið þessar- ar bænar: „Meistari, gleymdu mér nú ekki!“ Og annar, sem fór eitthvað illa út úr skiptum sínum við von Karajan fullyrti, að hann væri afar viðsjárverð- ur og betra væri að hafa auga moð honum. Hann ætti oft til að breyta tempóinu á eileftu stundu — ekki vegna þess það þyrfti, heldur til að sjá, hvort söngvarinn væri með á nótun- um. Stundum tekur von Kara- jan undir með söngvurunum. Söng hans heyra aðeins tveir menn, sem sitja rétt hjá honum og þeir segja hann likjast því mjög, er nashyrningur geispi og rymji í senn. Herbert von Karajan fæddist í Salzburg. Faðir hans var læknir en einnig góður tónlist- ai’maður. Hann taldi þó tónlist- ai-brautina ekki þá gæfuleg- ustu í þessu lífi og fékk son sinn til að stunda verkfræði- nám, sem hann hélzt við í eitt og hálft ár. Þá ákvað hann lífs starf sitt og tók að stefna að ákveðnu marki í því efni. Af þessu leiddi, að hann sagði skil ið við fjölskyldu sina — eða hún við hann. Hann stjórnaði fyrst opinberlega aðeins átján ára gamall. Það var i Salzburg. En brátt hélt hann þar til sem honum hafði boðizt staða. — Aðalmarkmið mitt þarna var að kynnast prógramminu út og inn og öðlast þjálfun. Þai’na ríkti mikill agi; ég vann oft fjórtán til sextán tima á dag og fann ekki fyrir því. Þvi á ég nú oft erfitt með að urnbera fólk, sem ekki getur einbeitt sér að verki eða haidið séf að því. Er hann hafði lært og unnið þarna i sjö ár hélt hann til Aachen þar sem hann gekk i nazistaflokk- inn. Vinir hans verja þetta spor hans enn þann dag í dag, og segja hann hafa mátt til vegna ferils sins, sem ella hefði verið i hættu. Svo hafi hann nú lika verið ungur maður. 1 þriðja lagi hafi hann fengið að kenna nóg á þessai’i ákvörðun sinni. Þetta er haft eftir menntuðum gyð- ingi: — Ég fer aldrei á Kara- jan-konsert, nema ég hafi ekki vitað, að hann átti að stjórna. - Og margir eru ekki jafn heflaðir í orðum og þessi. Árið 1952 réðst von Kara- jan til Vínaróperunnar. Mis- sætti kom upp og hann sagði upp starfinu. Menntamálaráð- hei’ra ásakaði hann opinberlega fyrir persónulega metnaðar- girnd. Von Karajan hugðist koma upp keðju óperuhalla um Évrópu, svo flytja mætti sömu uppfærsluna milli þeirra án þess að nokkuð fæi’i úr skoi’ð- um. Hann segir þetta hafa mis- tekizt vegna hégómaskapar og — girndar annai'ra stjórnenda — þeir hafi aliir viljað gera þetta sjálfir. Samstundis er von Kai’ajan hafði sagt upp fór allt starfslið óperunnar í tveggja daga verkfall og heimtaði hann aftur. Sýningar féllu niður. Hann var kominn aftur innan fáeinna vikna. Og nú var hann ekki lengur settur undir menntamálaráðuneytið. Að tveim árum liðnum sagði hann upp á ný en þá að visu án slikra deilna sem fyirr. Þó kvaðst hann aldi’ei rnundu starfa aftur i Austurríki; —eft ir þrjá mánuði var hann kom- inn enn á hý. Eftirtektarverð er sú árátta hans að vilja ævinlega fá vilja sínum fi’amgengt skilyrðislaúst. Wolfgang, bróðir hans segir, að hann hafi ævinlega viljað. vera „sá fljótasti, harðasti ogbezti". Annar, kunningi, segir þetta stafa af því, að Furtwangler hafi tekið honum tak í upphafi ferils hans og þvi reyni hann nú allt hvað hann geti til að skapa sér stórkostlegan feril. En þrátt fyrir allar tilgátur hlýtur stáiharður meðfæddur vilji að hafa verið upphafið og grundvöllurinn. — Maður verð ur að vita hvert maður ætlar i upphafi og beina öllum kröft- um sínum i þá átt —, segir hann sjálfur. E.t.v. hefur von Karajan gleggri hugmyndir um vald en ábyrgð. Árið 1963 lýsti „The Times" „einu mesta hneyksli í sögu þessa óperu- húss“ í Vin, er von Karajan vildi flytja heila sýningu með öllu tilheyrandi starfsliði allt niður í hvislara frá Milanó til Vínar. Þvi miður hafði hvislar- inn ekki atvinnuleyfi og var auk þess svo óvinsæll, að starfs liðið gekk af sviði og úr húsi og tilkynna varð gestum, sem þeg- Robert Frost Blóma- brúskurinn Við heysins þurrk ég hlaut að sýna rögg sem hann, er grasið sló í morgundögg. Sú morgundögg er léði ljá hans bit, var löngu þornuð, brostu tún og fit. Ég leita varð að hverfisteini hans, er heyrðist til, sem stiginn væri dans. En hann var þegar utan sjónarsviðs, og sömuleiðis ég varð einn míns liðs. „Svo öllum fer,“ ég sagði, ungur sveinn, „hvort saman vinna eðá hver og einn.“ Sem ég það mælti, dægurfluga flaug mér fram hjá, þögul gegnum loftið smaug. í leit að gærdags blómabikar hún sér brá á sveimi yfir holt og tún, um loftið margan hnitað fékk sinn hring, sem hefðu blómin visnað allt í kring, á leifturvæng hún skjótt mér sveif úr sýn, um síðir flaug hún aftur heim til mín. Með spurn í huga, sem ei svar við fékk, ég sjálfur kaus að snúa heysins flekk. Sem bjóst að starfi, benti hún mér á einn blómaskúf þar straumi nokkrum hjá. Þeim blómum ljárinn mundi hafa hlíft, en hvert eitt strá á lækjarbakka stýft. Ég sá, er leit þau döggum drifnu blóm, að dægurflugnagrös það voru tóm. Þeim hlífði grasabanans bljúga lund, svo blómgast mættu þau um riokkra stund, sízt til að beiria að sér okkar hug, en yndið, gleðin lyftu sál á flug. Við dægurflugan kveiktum kyndli á, .sem kom með fagran boðskap dögun frá: Ég heyrði, hvernig fuglafjöldinn kvað, og fagran ljáinn hvísla grundum að. Sú einsemd hvárf, sem fyrr mér grið ei gaf, mig gleðja skyldi samstarf héðan af, og hjá þeim sem ég vinna mundi með, þótt mæddist stundum, verða svölun léð, mér veitast honum tryggðarorð að tjá, sem tæpast hafði búizt við að sjá. „Menn hjálpist að,“ ég sagði ungur sveinn, „livort saman vinna eða hver og einn.“ Þóroddur Guðnnindsson þýddi. 8. ágúst 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.