Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1971, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1971, Side 4
KARAJAN ar voru setztir, að hér yrði því miður vist engin sýning i kvöld. Von Karajan leitar fullkomn unar i starfi sinu. Nær hann henni í óperunni? Óperan gef- ur stundum stærstu tækifærin, en hún hefur líka sína ókosti. — Mér þætti vissulega leitt að geta ekki hvað sem væri á mínu sviði —, segir von Kara- jan sjálfur, — en ég held mað- ur nái beztum árangri með lit- illi hljómsveit. Synfóníuhljóm- sveit Berlínar er eftirlæti mitt. Ég sagði þeim, að réðist ég þangað færi ég sennilega ekki aftur. Ég yrði svo háður verk- efninu. Raunar fellur mér það. Ég vil helzt bera ábyrgð áöllu saman, smáu semstóru, liki mér verkefni. — Hann heldur áfram að tala um hljómsveitir: — Mannleg samheldni og gagn- kvæm virðing er þeim nauðsyn. Við upptökur vinnum við stund um átta tíma á dag, ef rignir úti. En viðri vel þá förum við gjarna út að ganga eða spilum keiluspil. Ég reyni að fáhljóm- sveitina til að verða vanagang eða rútínu, megi segja svo. Sé verk æft nógu vel stendur það eins lengi og hver vill. Hljóm- leikaferðir losa um reipin. í>ær taka stundum tíu daga. t>egar liðið er jafn mikið og hér fer allt úr skorðum. Sýningin er á enda. Ekki er mikið klappað. Skyldi þeim ekki hafa likað? Listafólkið tekur því klappi, sem kemur. Von Karajan er hvergi sjáan- legur. Hann er kominn heim innan tuttugu mínútna frá þvi tjaldið féll. Sagt er, að gestir verði við kvöldverð hjá hon- um. Hann neitar þessu næsta morgun álika móðgaður og hann hefði verið sakaður um að eitra fyrir einhvern í mat. Sumir segja hann einangrað- an og einmana. — Ég er full- komlega upptekinn og heillað- ur af starfi mínu og lifi —, seg- ir hann sjálfur. — Ég vildi ekki skipta við nokkurn mann. — Von Karajan er þeirrar skoð- unar, að stjórnandinn sé nærri því jafn mikill sköpuður ogtón skáldið og stefnir jafnan að þvi að endurskapa verk, sem hann stjómar. Hann sveigir og beyg- ir verkið að eigin vilja unz það er komið i þá mynd, sem hann vill. Hann les aldrei gagnrýni. Hann sjálfur er eini gagnrýn- andinn, sem vert er að gera til hæfis. Þó hefur komið fyrir, að hann lærði af öðrum. — Einu sinni hafði ég lengi glímt við atriði, sem lét ekki að vilja mín um. Þá fór ég og fylgdist með uppfærslu annars stjómanda. Hann hafði engan viljakraft og lét atriðið „bara flakka“. I>á rann upp fyrir mér, að enda þótt mér tækist að sveigja það að vilja mínum dygði það ekki, þvi að það væri verkinu í óhag. Ég reyndi sömu aðferð og hinn og hún reyndist prýðilega. — Tilfinningaátök þreyta meir en likamleg —, segir von Karajan. — Og meiri tilfinninga þensla er bundin við hægari en stórbrotin atriði. Við gerðum eitt sinn tilraun með áhrif heyrnar á mannslíkamann. Mæli tæki mældu öll viðbrögð; í einu hægu atriði komst blóðþrýsting ur minn upp í 173, en hann er venjulega 125. — Maður hefur á tilfinningunni, að von Kara- jan vildi gjarnan vera eins kon ar goð; geta skilið út í æsar, hvernig við sjáum og heyrum og útskýrt það og nýtt í verki. Von Karajan er geysikraft- mikill persónuleiki. En hann verður stöðugt að endurnýja þrek sitt. Það gerir hann með reglubundnum hvildum og jóga æfingum. Þær hóf hann ungur, er hann var að leita einhverrar trúar, lífsspeki eða annars, sem komið gæti reglu á rótið i huga hans. Hann stundar æfingamar ennþá daglega í einn og hálf- an tíma. Enn kemur hann einu atriði að um túlkun: — Ég brýni alltaf fyrir fólki minu að það sé ekki nóg að flytja verkið á venjulegan hátt; það verði einnig að leika það. Ekki eigi aðeins að heyr- ast, að verkið sé fallegt heldur verði það einnig að sjást. — Ætla má að von Karajan hafi vegnað sæmilega, þegar litið er yfir hús- og bileignir hans. Hann á nú fjögur hús. Eitt í Vín, sumarbústað í St. Tropez og annan í frönsku ölpunum og enn eitt i Berlín. Húsið í Anif er hins vegar eign Salzburg- hátíðarinnar. 1 bílaflota von Karajans eru Jagúar, sem hann geymir í St Tropez, Ford GT, Morris Minor og Rolls Royce. Auk þess á hann flugvél og flýgur henni sjáifur. Þessi far- artæki notar hann til ferðalaga sinna. Von Karajan ferðast því aðeins að það sé nauðsyn og vill þá hafa allt til reiðu er á staðinn kemur, til þess að eng- ar óþarfa tafir verði. Eliette, þriðja eiginkona von Karajans er þrjátiu árum yngri en hann og ber þvi kannski ennþá meiri virðingu fyrir hon um en konur yfirleitt fyrir mönnum sinum. Von Karajan er vissulega ráðríkur maður og ekki alltaf auðvelt að horfast í augu við hann; við þennan stál bláa viljastyrk. Anita, önnur kona hans var ólík Eliette. Von Karajan og Anita vom gift í sextán ár. Þau höfðu verið skil- in í nokkra mánuði, er hann kvæntist Eliette, sem nú hefur verið eiginkona hans i ellefu ár. Anita og Von Karajan eru enn góðir kunningjar og hún kemur oft frá Vinarborg til að hlýða á, er hann færir upp verk. Á fyrstu konu von Kara- jans minnist enginn. Von Karajan hefur sagt, að honum þyki aðeins vænt um að starf hans sé auglýst — en helzt ekki hjónabönd hans. Þrátt fyrir þetta virtist Eliette óeðlilega taugaóstyrk, er hún var spurð álits um frumsýningu þá, sem hér um ræðir. — Stór- kostleg —, var svar hennar. Og hvernig fannst henni annar þátt Framh. á bls. 14 — Annað fólk skemmtir sér, sagði frú Carter. — Nú, sagði eiginmaður hennar, við erum búin að skoða ........ — Skakka Búddann, græna Búddann, svifmarkaðina, sagði frú Carter. — Svo fáum við okkur að borða og komum okk ur í háttinn. — 1 gærkvöldi fórum við á Evubar... — Ef þú værir ekki með mér, sagði frú Carter, þá mundirðu hafa uppi á einhverjum, þú veizt hvað ég er að fara — Stöðum. Rétt er það, hugsaði Carter og virti fyrir sér konu sína yf- ir bollana; það hringlaði í arm- böndunum hennar í takt við te skeiðina; hún var komin á þann aldur þegar lifsnægð kona er hvað fegurst, en óánægjan hafði þegar rist hana rúnum sínum. Þegar hann leit á hálsinn á henni minntist hann þess, hve erfitt var að af- þræða kalkún. Hvort er það mín sök, hugsaði hann, eða hennar — eða var þetta máski meðfætt lýti, kirtilgalli, ein- hver erfðagalli? Það var leitt til þess að vita hve æskumað- ur fór oft villt á merkjum fjör- ieysis og merkjum fyrir- mennsku. — Þú lofaðir, að við skyld- um reykja ópíum, sagði frú Carter. — Ekki hérna, elskan. 1 Saigon. Héma „gerir fólk það ekki.“ SMÁSAGA GRAHAM GREENE Klámmyndin — Óskaplega, sem þú ert sið hlýðinn. — Það væri ekki um neitt að ræða nema einhverjar skita- búllur. Þú yrðir áberandi. Það mundi glápa á þig —. Hann sló út trompinu. — Og svo kakka- lakkarnir. — Ég fengi að sjá fullt af Stöðum, ef ég væri ekki með eiginmann í eftirdragi. Hann sagði vongóður: „Þess- ar japönsku nektardansmeyj ar . . . en hún var búin að heyra nægju sína af þeim. „Fortjótar gæsir í lífstykkjum,“ sagði hún. Gremjan vall upp í honum. Honum varð hugsað til fjárins, sem hann hafði varið til ferðar hennar og til þess að létta á samvizku sinni — hann hafði farið of oft að heiman án hennar — en enginn félagsskap ur er ömurlegri en félagsskap- ur konu, sem ekki er óskað. Hann reyndi að hemja sig við kaffið en langaði mest að bíta í bollabarminn. — Þú helltir niður, sagði frú Carter. — Fyrirgefðu. Hann snarað- ist upp af stólnum og sagði. — Jæja þá, ég skal fara og koma einhverju í kring. Bíddu hérna. Hann laut yfir borðið. -— Þér er bezt að vera við öllu búin, sagði hann. — Þú áttir upptökin. — Mér er nær að halda, að ég sé ekki eins viðkvæm og sumir, sagði frú Carter með daufu brosi. Carter gekk út úr hóteiinu og áieiðis upp Nýveg. Drengur slóst í fylgd með honum og sagði: — Stelpu? — Ég er með konu, sagði Carter tómlega. — Strák? — Nei, þakka þér. — Klámmyndir? Carter staldraði við. — Hvað kostar? Þeir stóðu þama og prútt- uðu smástund á horninu á sóða legu strætinu. Með leigubílnum, leiðsögumanninum, myndun- um, yrðu þetta hátt I átta pund, en Carter hugsaði sem svo, að það væri þess virði, ef það styngi upp í hana og hún hætti að nauða um „Staði“. Hann sneri við að ná í frú Carter. Þau óku 'Jengi vegar og námu staðar við sporðinn á brú yfir skurð, mórauða lænu, sem af lagði óskýran fnyk. Leiðsögumaðurinn sagði: — Fyigið mér. Frú Carter greip um hand- legg Carters. — Heldurðu, að það sé óhætt? spurði hún. — Hvernig ætti ég að vita það? sagði hann og stifnaði við tak hennar. Þau gengu svo sem fimmtíu metra spöl í rökkri og námu staðar við bambusgerði. Leið- sögumaðurinn barði nokkrum sinnum upp á. Þegar upp var lokið sá hann garðholu og timb urkofa. Eitthvað — sennilega mennskt — hnipraði sig í rökkrinu undir flugnaneti. Húsráðandi vísaði þeim inn í loftlausa kytru tneð tveimur 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. ágúst 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.