Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1971, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1971, Page 14
Lambatungur, en yfir þeim beint í suðri gnæfir Sauðham arstindur. Andspænis okkur teygði sig langur skriðjökuil úr Vatna- jökli og klýfur hlíðina eins og rostungstönn. Þetta er Axar- fellsjökull, eða Öxnafellsjök- ull, en fyrir ofan hann kennd- um við aftur hinn fagra snævi þakkta tind Grendii. Við lögðum aftur af stað og fórum fyrst suður eftir Koliu- múlanum og fundum brátt reið götuna. Eftir henni fórum við ofan á mikla hjalla, sem Leiðar tungur heita. Síðan eftir hjöll unum aftur til norðurs og vor- um þá komin neðan undir Tröllakrókana. Þeir eru engu áhrifaminni þaðan séðir. Kletta belti þetta er íbogið og minnir á yfirnáttúrulega stórt úileik hús eða kór í dómkirkju, hundrað sinnum stærri hið minnsta, en sá sem fyrirhugað ur er í Hallgrímskirkju á Skóla vörðuholti. Þarna myndi vera ákjósanlegur skemmti- og sam- komustaður eða útivistarsvæði í átt við það, sem nú er í Þórs- mörk. En gæta yrði þess vel fyrirfram, að ekki komi fyrir sams konar umgengni og þar hefir átt sér stað og vildi ég mælast til þess við náttúru- verndarráð að dalur þessi yrði friðlýstur fólkvangur og aldrei opnaður bifreiðum heidur ein- ungis göngu- og reiðmönnum. Við snerum úr þessu „risa- leikhúsi" og héldum sömu leið og við komum eftir Leiðartung um. Við fundum reiðgötuna, sem lá niður að ánni. Ofarlega við reiðgötuna rið- um við fram á rjúpu og skammt frá henni lá refur und ir steini og var engu líkara en skötuhjúin hefðu verið að ræð ast við, þegar við rákum þau upp. Þetta er annars all ógreiðfær gata í krókaleiðum niður snar- bratta hlíðina og víða erfitt að átta sig hvar hún liggur í þéttu birkikjarrinu. Þegar við vorum komin nið- ur, héldum við suður með ánni fram hjá Leiðartungugili og Stórahnausgili. Hér er hlíð- in skógi vaxin, mjög fallegum og heilbrigðum hríslum. Bæði gilin eru ákaflega stórskorin, en fjöllin sem þau grafa sig í, eru úr líparíti og koma þarna fram óteljandi litbrigði. Ýmist riðum við hestunum eða teymdum þá i dalbotninum, vegna þrengslanna meðfram ánni. Hitinn var orðinn óskap legur, því að dalurinn er mjög djúpur og aðþrengdur á allar hliðar. Áin rennur fast við Stórahnaus, sem er snarbratt- ur og verður að fara utan i honum. Nokkru neðar beygir áin frá, um lítið nes, áður en hún steypist í þrengslum miili Kollumúia og Uiakambs, sem lokar dalnum að sunnan- verðu. Á nesi þessu er leitar- mannakofi og fram úr því miðju er hengibrú yfir jökul- ána. Hér skilja leiðir. Pétur Guð- jónsson og synir hans halda upprunalegri ferðaáætlun og riðu norður á Sturluflötj en við hin fórum suður í Lónsfjörð, yf ir brúna, fram hjá ölkeldugili og upp Iliakamb, sem er mjór eins og hnífsegg, framan i rana sem gengur úr Kjarrdalsheiði miili Ölkeldugils og Jökulsár- gljúfursins. Reiðgatan liggur þarna upp i bröttum sneiðing- um en hengiflug er á báða bóga. Af Illakambi lítum við til baka og kvöddum þennan dá- samlega dal. Hér skipti ferðin um svip og fékk annað tak- mark, blandið trega. Hið óþekkta var ekki lengur fram- undan, ekki lengur takmark ferðar okkar. Spennan var horf in, ferðinni lokið, en um leið hófst ný ferð að öðru takmarki, ferðin heim á leið, heim til hversdagsleikans. Og þegar öllu er á botninn hvolít eru þá ekki ailar slíkar ferðir og öil ævintýri til þess að sætta okk- ur við hið daglega lif og kenna okkur, að í því líður okkur raunverulega ailtaf bezt. Guðrún á Bakka Framh. af bls. 5 arkirkju. Starf hennar þar hófst árið 1903, þegar hún, tvítug að aldri, hóf starf í söngkór kirkjunnar. Þar starf- aði hún síðan í áratugi ásamt fjölskyldu sinni. Nú er á það að líta, að lengst af þess tíma var kirkjan óupphituð nema við guðsþjónustur. Ur þeim vanda bœtti Guðrún jafnan með því að bjóða kórnum að œfa sig heima hjá sér. Þótt heimilið vœri lítið, reyndist þar alltaf nóg rúm. Guðrún var kjörin formað- ur sóknarnefndar árið 1933. Var hún það síðan óslitið næstu 22 ár. Á þessu tímabili eða nánar tiltekið 16. febrúar 1941 stofnaði hún ásamt sex öðrum konum kirkjufélagið „Geislann“. Þetta var kven- félag, sem hafði það að mark- miði sínu að stuðla að skreyt- ingu og viðhaldi Esldfjarðar- kirkju og kirkjugarðsins. Þetta félag hefur aldrei orðið fjölmennt, því að ætlazt var til að fundir yrðu haldnir á heimilum meðlimanna. En engu að síður hefur þetta félag orðið einn sterkasti stuðningsaðili kirkjunnar. Geisla-konurnar sáu um viðhald kirkjugarðsins með prýði, þar til lögin um kirkju- garða frá 1963 veittu sóknar- nefndinni fjármagn til að sjá um þá hluti. Fyrsta fundagerðarbók „Geislans“ er glötuð. Því verð ég að hafa það, sem ég segi um starfsemi félagsins í upp- hafi, frá félagskonunum sjálf- um. Þar ber mest á starf i félagskvenna við útfarir. Þœr gáfu tjöld til að skreyta með kirkjuna við útfarir. Sá stður er nú lagður niður. Auk þess skreyttu þœr kirkjuna með blómum samkvœmt ósk að- standenda. Þœr gróðursettu tré, þar sem nú heitir skrúðgarður Eskfirðinga. Er mikil prýði að þeim reit, þegar ekið er inn í kauptúnið. Samkvœmt fundagerðar- bókum má sjá, að þœr gáfu rafmagnsupphitun til kirk j- unnar, létu steypa kirkju- tröppurnar, gáfu fermingar- kyrtla (í félagi við kvenfélag- ið „Döggina“). Þœr létu einn- ig gera sáluhlið úr járni fyrir kirkjugarðinn. Þœr létu einn- ig lagfæra steypugirðinguna um garðinn. Svo keyptu þœr tvö rykkilín til kirkjunnar og gáfu teppi á kirkjugólfið. Þœr gróðursettu líka trjáplöntur meðfram gangstígum kirkju- garðsins. Seinast gáfu þœr kirkjunni messuskrúðasam- stœðu eftir Sigrúnu Jónsdótt- ur. Nutu þœr við þá gjöf að- stoðar prestshjánanna, sem þá voru á Eskifirði, síra Jóns Hnefils Aðalsteinssonar og konu hans Svövu Jakobsdótt- ur. Þessi samstœða er þegar ein sú glœsilegasta sem ís- lenzk kirkja á. Eru þar altar- isklæði, hökull og dúkur á prédikunarstól (antipendium) í mismunandi litum kirkju- ársins og með mynztrum í samrœmi við það. Þessi upptalning er aðeins lítill hluti þess, sem „Geisl- inn“ gerði undir forystu Guð- rúnar á Bakka. Þetta hefði aðeins verið mögulegt með ótrúlegri fórnfýsi og starfs- krafti Guðrúnar. Allt, sem hún gerði, gerði hún vel og af höfðingsskap. Fyrirrennarar mínir vissu vel hvern haulc þeir áttu í horni þar sem Guðrún var. Slíkur starfskraftur er mikil Guðsgjöf hverjum söfnuði. En Guðrún á Bakka var ekki einhöm í félagsstarfi sínu. Hún var þróttmikill starfskraftur í leikstarfsemi Eskifjarðar fyrir stríð. Og góðtemplarastúkan á Eskifirði naut starfskrafta hennar lengi. Var hún lengst af œðstitempl- ar hennar. En blómaást hennar og blómarœkt er samt það, sem einlcenndi einkalíf hennar mest. Gömul mynd úr Eski- fjarðarkirkju lýsir þessu vel. Myndin er sennilega tekin 1 7. júní Þar sést hvernig Guðrún skreytti kirkjuna á hátíða- stundum og fyllti hana blóm- um. Þetta var hennar aðferð til að hafa sólina í kringum sig. Blómin voru hennar líf og yndi. Hún vildi hlúa að þeim og sjá þau vaxa og þroskast. Meðan hún hafði heilsu til stundaði hún jarð- rœkt. Garðurinn á Bakka var annálaður fyrir fegurð og þá umhyggju, sem hún sýndi honum. „Við verðum að drífa okk- ur út i Vaðlavik á morgun," sagði Guðrún á Bakka við mig að síðustu. 1 þá fögru sveit fór hún að jafnaði þeg- ar hún var ung — til að tína blóm. Þessi orð eiga að vera blóm- sveigur minn á leiði hennar, mín, sem naut þess heiðurs að jarðsyngja þessa gömlu kempu. Minning hennar á það fyllilega skilið að varðveitast í minni sveitunga hennar. Því að hún var áreiðanlega ein lit- ríkasta persóna í félagslífi Eskifjarðar síðastliðin 60 ár. Heimskauta- borg undir tjaldhimni Framh. af bls. 5 jafnvel landverð á íslandi. Á þessu ári hefur gangverð á hektara af þokkalegu sumar- bústaðalandi verið 150 þúsund. Enda er Island alis ekki haft í huga í þessari áætlun, heldur lönd, sem nú eru með öllu óbyggð, eða þá með strjálli byggð Eskimóa. Hafa höfund- arnir i huga landflæmi þau, Lít- ið sem ekkert nýtt, sem eru norðan til í Kanada og Alaska og á eyjaklasanum þe:m hin- um mikla, sem þar er norð- an við. En Lappland er einnig nefnt, Síbería og jafnvel Suð- urskautslandið. Veruleiki innan 12 ára Trúiega mundi norðurhjara- borg af þessu tagi ekki spretta upp nema í sambandi við sér- stakan atvinnurekstur, eða hugsanlega í sambandi við námavlnnslu eða olíulindir á þessum svæðum. Nú er bú- izt við, að mikil olia sé undir hafsbotni á svæðlnu frá Noregi og norður til Svalbarða. Kann að koma í ljós, að mikil olía og aðrar náttúruauðlindir leynist víðar þarna norður frá. Hlýt- ur að teijast miklu Líklegra, að tjáldborgir verði byggðar á þessum svæðum af slíkri nauó- syn, heldur en tii dæmis vegna þess að nokkrum tugþúsundum manna þætti orð'ð þröngbýlt í New York eða Ríó. I greinargerð áætlunarinnar segir, að gera megi ráð fyrir með fullri vis.su, að fyrsta tjaldborgin af þessu tagi verði komin vel á veg eða búin eftir 12 ár. En hvað með tjaldhim- ininn? Hvernig verður ending hans í sviptivindum heim- skautalandanna. Poiyester- netið, sem ber himininn uppi, er svo gott efni, að það getur enzt í 100 ár. Annað mál er með hinar gagnsæju himnur, sem mynda sjálfan h'nrninn. Þær endast mikiu skemur, en tekið er fram, að hægt sé að fram.kvæma viðhaid á þeim án þess að taka loftþrýstinginn af tjaldhimninum í heild. Höfundarn'r benda á sér- stakan kost, sem slíkur tjald- him'nn hlýtur að hafa i för með sér. Venjulega verður að ganga mjög sterklega frá hús- um í norðlægari löndum og mikið kostar að gera þau vatnsheld, að ekki sé talað um einangrun. Undir tjaldhimnin- um verður alltaf logn og þar hvorki snjóar né rignir dropa. Þar af leiðir, að stórkostlegur sparnaður verður í gerð allra húsa. Þök þurfa ekki að vera vönduð, né einangrun, þar sem hitastigið á alltaf að vera yfir frostmarki. Vel mætti hugsa sér, að slík- ar heimskautaborgir yrðu byggðar hver út frá annarri, í röð eða einhvers konar klösum og yrði þá opin leið und- ir tjaldhimnana, án þess að hætta sér út í hei-ms,kautakuld- ann. Til að gera þetta allt saman ljósara, hafa fyrrnefnd- ir aðilar staðið að gerð módels með gagnsæjum tjaldhimni og var honum þar haldið uppi með biásara. Fylgja hér með nokikr- ar myndir af þessu módeli. Gísli Sigurðsson. Úr æviminningum Björns Krist j ánssonar Framh. af bls. 7 þessu Zölinersmáli, er harla einkennileg, og þá ekki síður ritaranna, en maður verður að heimtá mie-ira af blaðamönnun- um en einstaklingum, og jaíln- an verður maður að gjöra ráð fyrir, að blaðamenn skoði ekki, að þeir séu að halda ú.i blöð- unum handa steinblindum og rænulausum lýð. Ég skal geta þess, að „Þjóð- ólfur“ gaf það fyllilega i skyn í hauist, svona alveg upp úr þurru, að hr. Sigurður Fjeld- sted hefði verið sendur til þess að líta eftir gjörðum mínum er- Lend's. Herra S'gurðuir Fj-eld- sted fór sa-mistundis með ieið- réttingu t-il ritstjóra „Þjóð- ólfs“, þar sem hann tjáði, að hann fiæri með mér til að gæta fjárins á leiðinni eins og í fyrra, samikvæmt ósk minni til félagSstjórnar Borgfirðinga, en „Þjóðólfur" neitaði að taka þessa leiðrétnngu, tj'áði að ég hefði elnhvers staðar beint þvi að sér, að hann þægi mútur af Zöllner og Vídalín, en sem ég haí hvergi sagt. E'ns og kunn- ugt er, eru prentfrelisislög Is- iands þannig, að maður mætti ekiki segja slikt, þó maður vissi það u-pp á sínar tíu fingur, o-g það er líka kunnug , að ég hefð: aldrei ritað neítt, er va.rð að hefur við lög. Framh. í næsta blaðl. Ótgefandl: H.f. Árvakur. Reykjavik Framkv.stJ,: Haraldur Sveinsson Kltstjórar: Mattlilas Johanncssen Kyjólfur KonráS Jónsson AAstoSarritstJ.: Styrmlr Gunnarsson RitstJ.Ntr,: Gísll KleurSsson Auglýsincar: Árni GarSar Krlstinsson Rltstjórn: ASalstrœtl 6. Híml 10100 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. september 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.