Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1971, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1971, Blaðsíða 15
Lausn á síðustu krossgáfu <E K b 4 -j Cfc a: u T 5» « cc 5 2 X *o ~ 0 n ct 2. íÍl T c T et T * ~i J JíU T 3 T or: V- «. T - <r T 3 ot <t iíi *o Q at u; T - T i 1 >4 tt T w n 1 u or v\ <r J ,£ - 9 ■3 Uj - J FPF 7. i Uí vu v-l a. <r © T n V) Œ [K T T IP X <£ 4 '< et j: -~7- -X- jjl £± >U - ■í. z. ar -> Q eí > T JC. H T T T U) Ot b 3 oi I:j 1 tí. X <t u 1 ¥ u. u> T , 3 ** 55 « Q z 0c sl T V- o 4) 3 X V* 114 •4 <t S **- S tt- tr - v— —> I >A ~h u m c <£ || VN ÍS'S ,c»3: 4* t- q: •*. '<Z' ■h o T X. jf= u tí 'ö 9 Œ tí I : <t 'se. <t £ 2. X ur. i?, S- - ±j e. 4 - H T X o ~tí ¥\ i T tí 1 ií < 3 ful^i £E W <C VI v\ -« ot OL V .. i U> ví 3 1 1 •> F '«c X - T <r U U IP O.cX % -I ~ l' 1 z <E u. 2 U is í |s|li •* ... <P 0 l s«I T o T Œ 1 i ar ~tí Uá \ T 'œ u <r 1 .r: ot v> 0- œ 1- % u> w 1 I Wmn \ V) a 'o nd U3 z 'iA u í.'ÍI 5,-r m Mm \ 5TT U m || Dúnmjúkum höndum strauk kulið um krónu og ax, og kvöldið stóð álengdar hikandi feimið og beið. Að baki okkar týndist í mistrið hin langfarna leið, eins og léttstigin barnsspor í rökkur hins hnígandi dags. Steinn Steinarr. Sumarið er víst liðið ennþá einu sinni og ekkert við því að gera. En það fylgir því söknuður; það hafði lengri viðdvöl og var bœði sólrík- ara og betra en sumur hafa verið í áraraðir. Búnaðarmálastjórinn taldi það bezta sumar síðan 1939 og hefur þá trúlega miðað við sauð- fé, enda er það sú eina viðmiðun, sem nokkurt mark er á takandi. Þar af leiðir líklega að dilkar verða með vænsta móti, sem þýðir með öðrum orðum að neytendum gefist kostur á að kaupa meira spik til að fleygja. Var okkur ekki sagt, að við vœr- um á leið inní kuldann? Einhver Dani var að minnsta kosti búinn að sanna það. Þetta sýnir bezt, að ekkert mark er takandi á Dönum. En sem sagt: Hér norður á verald- arlijara höfum við lifað það, sem flestir voru búnir að missa trú að gœti átt sér stað: Raunverulegt sumar, sem ekki var bara gott fyr- ir sauðfé, heldur einnig fyrir fólk. Nú heyrðist ekki talað um kal; það- an af síður um grasbrest og óþurrka. Hvað verður um stofnan- ir eins og kalnefndina og harðœris- nefndina eftir svona ár? Og hvern- ig fer nú, þegar menn missa í stór- um stíl af hallœrislánunum? Ekki nóg með það; margir voru búnir að sjá og sannreyna aö því aðeins er vit í heyskap að maður losni við heyið handa reiðhestum Reykvík- inaa. Nú eru þvílík ókjör til af heyi um allar trissur, að það er næstum verðlaust og selst ekki einusinni fyrir kostnaðarverði. Svona geta þeir farið illa út úr góð- œrinu, sem stíla uppá sjálfsögð harðindi með tilheyrandi heyleysi. Á sumrinu fjölgaði bílum meira en elztu menn muna og náðist það velmegunarmark, að einn bíll er nú orðinn á hverja fjóra landsmenn. Af þeim sökum báru sig fleiri en nokkru sinni áður að komast út á þj óðvegina um lielgar, allra- helzt ef þeir gátu ekið í óendanlegum lestum og moldar- mekki svo rétt grillir í næsta bíl. Sérstaklega þykir ómissandi að komast í þesskonar lestagang um verzlunarmannahelgina og alveg nauðsynlegt að allir fari á sömu staðina til þess að lestirnar rofni ekki. Fyrir og eftir verzlunarmanna helgi heyrast engar tilkynningar frá vegaþjónustu FÍB, enda jafngott að þeir sitji uppi með sínar bilanir, sem álpast út á vegi í annan tíma. Nú þarf að vinna ötullega að því að koma hverju ökufæru tæki í lestir um næstu verzlunarmannahelgi og svo þarf að útvarpa allan sólar- hringinn og dást að því, hvað lest- irnar ganga snurðulaust. Bítlaböll- in í félagsheimilunum gengu líka mjög snurðulaust. Vrðu á þessu sumri þær framfarir helztar í slíku skemmtanáhaldi, að skótau taldist óþarft með öllu. Segir sig enda sjálft, að þeir sem dansa vel á skóm, hljóta að gera betur berfætt- ir. Sumir glöggir menn á hreyfing- ar í samtímanum segja þetta anga af Jesúsbyltingunni vestanhafs. Einhver ferðalangurinn sagðist naumast hafa augum litið mann í venj’ulegum jakkafötum í Kaup- mannáhöfn í sumar. Þessi al- þjóðlega breyting hafði þó ekki í sumar hlotið viðurkenningu á Hótel Sögu. Sagði maður einn, nýkominn í sínu fínasta pússi frá Skandinavíu, sínar farir ekki sléttar, er honum var ekki hleypt inn í þetta eðla hótel. Var mdðurinn í ermalausum jakka og geta állir séð, hvílíkt hneyksli það hefur verið. Þá er ekki mikið að drekka frá sér glóruna, æla yfir fólkið við nœstu borð og brjóta glösin. Því erum við vön og það œtti að vera í lagi, svo fram- arlega sem drullusokkurinn ér klæddur a la 1950. En að koma í einhverskonar vesti og kalla það jakka; það er of stór biti til að kyngja. Þesskonar ma'nn er bezt að senda strax heim. Ótrúlega margir notuðu þetta sólríkasta sumar í manna minnum til að „komast í sólina“, helzt á Majorku og Sólarströndu á Súður- Spáni. Sumir komu heim fölari yf- irlitúm en þeir fóru; hitinn hafðí verið svo œgilegur, sólin svo sterk, að veslings fólkið hafði orðið að hýrast í forsœlu állan tímann. En aðrir létu sér nægja laugarnar hér heima og ganga nú með íslenzka brúnku, sem er ruxttúrlega ekki nærri eins fín, enda miklu ódýrari. Og nú er það liðið þetta sumar langra sólardaga, berfættrar œsku og bílalesta í fjallháum rykmekki. Það er gleymt þegar gleypt er og senn strýkur kulið dúnmjúkum höndum um krónu og ax eins og Steinn segir í Ijóðinu, sem ég vitn- aði til hér í upphafi. Dúnmjúkum höndum með hemi á pollum. Og hrími á stráum í morgunsárið. Það. verður ekki aðeins kvöldið, sem stendur álengdar hikandi feimið og bíður, heldur sjálfur veturinn í nánd, grár fyrir éljum. Og hin lang- farna leið sumarsins gleymist og týnist „eins og léttstigin barnsspor í rökk- ur hins hnígandi dags“. Gísli Sigurðsson. 19. septembei- 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.