Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Síða 5
VIÐ lifum á friðartímum. Eða svo er
safft. Að vísu hefur alltaf einhversstaðar
verið barizt frá lokum síðari heims-
styrjaldar og ekki er beinlínis útlit fyrir
bráða uppstyttu í þeim efnum. Útlitið
er þó friðvænlegra nú en í áraraðir, þá
er andi kalda stríðsins blés svalast, enda
hefur heiminum verið skipt í áhrifasvœði
ólíkra stjórnmálaskoðana og lögð áherzla
á, að ekki megi raska því jafnvægi. Með-
an enginn kássast uppá annarra manna
eigur og skoðanir, œtti friður að geta
haldizt. Samt virðast dæmin sanna, að
það sé nálega ómögulegt.
Ef til vill skipta eignir þó minna máli;
margir væru fúsir til að láta eign náung-
ans í friði, ef hann aðeins vildi skipta um
skoðun. Á stórum svœðum heimsins skipt-
ir þvílíku höfuðmáli, hverja skoðun ein-
staklingurinn hefur, að sökum þess á hann
á hættu að vera hundeltur og útskúfaður,
sviptur frelsi og stundum lífinu. Enginn
hefur hugmynd um þann aragrúa óham-
igjusamra manna, sem kallaðir eru póli-
tískir fangar og oft hafa ekkert til saka
unnið annað en það að hafa ranga skoð-
un. Öll einrœðisríki eru sek um þessa
óhœfu, en kvartanir frá dýflyssunum í
Síberíu og Grikklandi, Kúbu eða Spáni,
heyrum við að sjálfsögðu ekki.
Nútíminn hefur fullkomnað og gert að
íþrótt og vísindum ýmsar aðferðir til að
þvinga skoðanir uppá fólk og fylgjast
með hlíðni. Þessi starfsemi felur í sér um-
fangsmiklar njósnir, pólitískar ofsóknir
og skœruhernað, ef með þarf. Um allan
heim ganga kommúnistar lengst í þessum
efnum, oftast með fulltingi erlendrar
herraþjóðar og leiðir þetta hugann að
því, hvað 67 starfsmenn rússneska sendi-
ráðsins eru að gera hér á Islandi.
Þar sem heitt er í kolunum og njósnir
og aðrar „friðsamlegar aðgerðir“ duga
ekki, er skæruhernaður boðorð dagsins.
Grunur leikur á, að skæruliðar séu oft
hugsjónamenn að nafninu til, en mann-
dráparar af lífi og sál. Tilgangurinn helg-
ar œvinlega meðalið og slík samtök verða
einatt til þess, að hverskyns rumpulýður
fær þá útrás, sem hann jafnan dreymir
um. í erlendu tímariti mátti á dögunum
lesa samtal við skœruliða, raunar frá
Arabalöndum, og sagði hann þar hrein-
skilnislega, að alger friður vœri eitthvað
það allra dauflegasta, sem hann gœti
ímyndað sér og vonandi kæmi ekki til þess
að heimurinn yrði svo leiðinlegur í bráð.
Þrátt fyrir mannréttindadómstól og
samþykktir um málfrelsi, ritfrelsi og
skoðanafrelsi á alþjóðaráðstefnum, ríkir
einræði og harðstjórn í stórum pörtum
heimsins og afleiðingin er grimmilegar
mannaveiðar. Þeir sem rekast spakir í
flokki, þurfa venjulega ekki að óttast, að
hundum verði sigað á þá, en fari menn
að burðast með sjálfstœða skoðun, er voð-
inn vís. Skáld eins og Pasternak og
Solzhenitsyn eru fórnarlömb mestu skoð-
anakúgunar, sem sagan greinir frá, en
víðar er pottur brotinn. Eitt íslenzkt
skáld, Guðmundur Kamban, lét lífið
vegna þess að einhverjir Danir töldu hann
hafa haft. skoðun, sem eftir stríðið var
ékki aðeins röng, heldur glœpsamleg.
Nasisminn var ugglaust ekki hótinu verri
skoðun en kommúnisminn var og er, en
Hitler tókst um síðir að koma því til leið-
ar, að orðinu einu fylgir eftirminnilegur
viðbjóður. Fjöldamorð Stalins og hin
frœga kúgun fyrr og síðar í kommúnista-
ríkjunum, hafa ekki dugað til að setja
neinn viðlíka blett á kommúnismann. Þar
hjálpaði uppá sakirnar að Rússar urðu
meðal sigurvegara í styrjöldinni, handhaf-
ar að áhrifasvœði og hluthafar í kalda
stríðinu.
íslenzkur stjórnmálamaður sagði mér
eitt sinn sögu af Grikkja, sem hér var
staddur á árunum, þegar það spurðist, að
brezki verkamannaflokkurinn hafði unn-
ið sigur eftir stríðslokin og að Churchill
mundi fallinn. Grikkjanum varð á að
spyrja: „Verður nú ekki Churchill að
flýja til fjalla?“
Grikkinn dró ályktun af reynslunni
heima fyrir. Honum var nokkur vorkunn.
Sem betur fer, er þesskonar hugsunar-
háttur okkur framandi. Okkur leyfist að
skipta um skoðun og þannig er það í flest-
um lýðrœðisríkjum. Þeir Lindsey, borgar-
stjóri í New York og Hannibal Valde-
marsson geta skipt um flokka að vild,
eða jafnvel stofnað nýja. Við getum flutt
til Ástralíu og jafnvel komizt heim aft-
ur, ef samskotin ganga vel. En annars-
staðar eru milljónir hnepptar í átthaga-
fjötra og sumir hætta iífinu á flótta. Þar
eru mannaveiðar atvmnugrein og röng
skoðun glœpur.
Gísli Sigurðsson.
spurOT 11111 Tierra Jimmlnez. Eg
reyndi að seggja henni hvar
hamn var en hún sagði að hún
heyrði ekíkert. Eftir korter kom
hún í toíl, hún var reið og syfj
uð, og ég fór upp til að ná í
hann. Dyrnar voru ekki lokað-
ar, ég fór inn og kom við fót-
in á honuan og kallaði á hann,
lágt, og hann stök á fastur og
fór að æpa. Þegar hann hafði
ramkað við sér sagði hann að
hann haifi verið með Mar Tröð,
og svo kom hamn niður og fór
fourt með konunni, mér fannst
ekki nauðsynlegt að nefna
þetta.
Herra hótelstjóri, má ég
biðja yður aftur, að segja bar-
þjóninum að segja mér þegar
kvenfólk er á hótelinu. C.
Hillyard.
27. nóv. Kl. 1 f. h. bamum lok
að, Herra Wills og Ameríkani,
19 Carib bjórar og Klukkan
2.30 kom lögreglan og spurði
eftir Herra Wills, hún sagði að
ameríkaninn segði að hann
hafi verið rændur 200 dollur-
um, að hamn hafi verið að
drefcka í C-Hóteli með Herra
Wil'ls og öðrum. Herra Wills og
lögreglan báðu um að barinm
yrði opnaður til að leita, ég
sagði þeixn að ég gæti ekiki opn
að barimn fyrir þá sísona, lög-
reglan yrði að koma með hótel
stjóranum. Svo sagði amerikan
inn að þetta væri bara grin svo
hló hann og þeir reymdu að fá
iögregluna til að hlæja, en lög
reglan var á svipinn einsog
mér leið. Svo hlógu þeir og
Herra Wills fór í leigubíl þvi
hann gat ekiki keirt sjálfur og
amerikaninn beið firir utan og
þeir duttu báðir þegar þeir
voru að fara inn í bilimn, og
Herra Wills sagði að hvunær
sem þú vilt flá bankalán
kondu þá bara í bankan minn
manni. Lögregian fór, einsöm-
ul. C. Hillyard.
Hillyard næturvörður, athug
ið: „fannst ekki nauðsynlegt
að nefna“ . . . Þér eigið ekki
að ákveða hvað er nauðsyn-
legt að nefna í þessum
skýrslum. Síðan hvenær urð
uð þér eigandi að þessu hót-
eli, þannig að þér getið
ákveðið hvað sé „nauðsyn-
legt“ að nefna? Ef einn gest-
urinn hefði ekki minnzt á
þetta, hefði ég aldrei fengið
að vita að það voru óp og
óhljóð í hótelinu um nótt-
ima. Viljið þér gjöra svo vel
og segja mér hver Herra
Jimmenez er. Og í hvaða her-
bergi hann er, eða var. Og
í leyfi hvers. Ég hef sagt yð-
ur sjálfur að nöfn allra hót-
elgestanna eru á töflu við
Ijósrofana. Ef þér sjáið
Herra Jimmenez á þessari
töflu, eða gætuð gefið mér
einhverjar upplýsingar um
hann, væri ég yður sérlega
þakklátur. Konan sem þér
spyrjið um er frú Koscoe, í
herbergi 12, eins og þér vit-
ið fullvel. Það er skylda yð-
ar að sjá til þess að gestir
séu ekki ónáðaðir af óþarfa
heimsóknum. Þér eigið ekki
að gefa neinar upplýsingar
um gesti okkar, og i framtið-
inni vænti ég þess að þér vís
ið öllum slíkum fyrirspurn-
um til min. W. A. G. Inskip.
Herra Hótelstjóri, ég spurði
tvisvar, ég veiit sveimér ekki
hvurskonar starfi ég er í, ég
hélt altaf að næturvarðarstarí
væri rólegt, og mér er illa við
að skifta mér af einkamálum
hvits fólks, en það var maður
lika í herbergi númer 12, hann
var þar þegar ég fór upp að
sækja hami, fannst ekki nauð-
synlegt að nefna, þvi mér
flannst mér ekki koma við,
herra hótelstjóri. C. E. H.
28. nóv. Bar lokað á miðnæti,
barþjónn fór kl. 12.20. Herra
Wiils og aðrir voru eftir, og
þeir fóru allir kl. 1.25. Herra
Wills 8 Carib bjóra, Herra Wil-
son 12, Herra Percy 8, og mað
urinn sem þeir kalla Paul, 12.
Frú Roseoe slóst í hópinn
fclukkan 12.33, fjóra gin, allir
kölluðu hana Minnu frá Trini-
dad og svo fóru þau að singja
lagið og fleiri svoleiðis. Allt í
lagi. Seinna var smásöngur og
gitarspii í herbergi númer 12.
Maður kom inn og bað um að
fá að nota símann klukkan 2.17
og meðan hann var að nota
hann komu 7 aðrir inn og ætl-
uðu að berja hamn, svo hann
hætti við að hringja og þeir
hlupu allir í burtu. Klukkan 3
tók ég eftir að lásinn var ekki
á sfcápn'um, ég kíkti inn, engin
kafca, en Msinn var efcki á til
að byrja með, herra hótel-
stjóri. Herra Wills kom niður
aftur toliukkan 6 til að ná í eft
irmatinn sinn, hann kíkti í
ískápinn og fann ekkert. Hann
fékk sér ananasbita. Það var
disfcur í ísfcápnum en það var
ekkert á honum. Herra Wi'lls
tók hann útúr, kötturinn
stökk ofan á diskinn og hann
datt og brotnaði. Það vantar
peru í bílskúrinn. C. E. H.
Viljið þér gjöra svo vel að
skrifa fullt nafn yöar undir
skýrsluna. Þér hafið fyrir
vana að skrifa „allt í lagi“.
Viljið þér gjöra svo vel að
hugsa yður dálítið um áður
en þér skrifið slíkt. Ég vii fá
að vita hvað þér eigið við
með „alít í lagi.“ Mér er
tjáð, ekki af yður, sem ekki
er við að búast, að það sé
orðin föst venja hjá lögregl-
unni að heimsækja hótelið á
nóttunni. Mér þætti yfirmáta
vænt um ef þér gætuð gefið
yður tima til að skrifa niður
á hvaða timum þessar heim-
sófcnir eiga sér stað. W. A.
G. Inskip.
Herra Hótelstjóri, allt í lagi
þýðir að allt sé einsog venju-
lega. Ég skilekki, ekkert, sem
ég skrifa líkar yður við. Ég
veit sveimér ekki hvurskonar
starf þetta næturvarðarstarf er
orðið, fölk þarf að byrja að fá
sér háskólapróf til að verða
næturverðir, ég er ekki ment-
aður, þersvegna halda allir að
þeir meigi móðga mig. Charles
Ethelbert Hilyard.
29. nóv. Bar lokað á mið-
nætti og kl. 12.15 fór barþjónn
inn, eftir voru Herra Wills og
Frú Roscoe og fleiri á bam-
um. Herra Wills og Frú Roseoe
fóru klukkan 12.30, eftir voru
Herra Wilson og maðurinn sem
þeir kalla Paul, og þeir fóru áll
ir klukkan eitt. Klukka tutt-
ugu mínútur í 2 komu Herra
Wills og hinir aftur og fóru
aftur Klukkan fimm mínútur 1 3
Klultkan 3.45 kom Herra Wills
aftur og tók brauð og mjólk,
ólífur og kirsuber, svo bað
hann um hnetur, ég saggði að
við ættum eingar, hann drakk
2 Carib bjóra, og fór eftir tiu
mínútur. Hann tók liika hand-
tösku Frú Roscoe með sér. Alla
sjússana, fyrir utan 2 Carib
bjóra, tók maðurinn sem þeir
kalla Paul. Ég veit ekki, herra
hótelstjóri, mér fellur efcki svo
leiðis vinna, þér ættuð að ráða
næturbarþjón. Klukkan 5.30
komu Frú Roscoe og maðurinn
sem þeir kalla Paul aftur á bar
inn, þau voru að rífast.
Herra Paul saggði mér er illt
afað sjá þig, og Frú Roscoe
saggði ég þarf að æla, og svo
ældi hún út um alit gólf og
æpti að hún hefði aldrei viljað
þessa andskotans mjólfc. Ég
var að hreinsa þetta upp þeg
ar Herra Wills kom niður og
bað um sódavatn, við þurfum
að eiga stærri birgðir af sóda
vatni handa Herra Wills, svo
þarf ég aðstoð við að eiga við
Herra Wills, Paul og hina,
herra hótelstjóri.
Lögreglan kom klukkan 2,
3.48 og 4.52. Þeir sátu lenngi
á barnum. Það var skotið tvis
var af byssu í portinu bakvið
hótelið. Leynilögreglan er að
rannsaka málið. Ég veit svei-
mér efcki, ég held ég ætti að fá
mér aðra vinnu. Klukkan 3
heyrði ég einhvem hrópa
„Þjófur" og ég sá mann hlaupa
út um bakdyrnar, og Herra
London í herbergi númer 9,
saggði, að hann saknaði 80
senta og sigarettupafcka, sem
var ofan á komóðunni hans. Ég
veit smeimér ekki hvenær fólk
ið héma sefur eiginlega. Chas.
Ethelbert Hillyard.
Hillyard næturvörður, at-
hugið: Stolið var mun meira
en 80 sentum. Farið var inn
í mörg herbergi um nóttina,
í mitt herbergi einnig. Þér er
uð ráðinn hér til þess að
'koma i veg fyrir svona hluti.
Áhugi yðar á siðferði gesta
okkar virðist trufla yður í
skyldustörfum. Geymið allar
prédikanir unz þér haldið
Franili. á bls. 15
31. október 1971
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5