Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Side 6
James A. Michener Siðprúðar konur sjást ekki á reiðhjóli Minnispunktar 40 ára á Spáni. Framhald af forsíðu um austurslrönd Spánar“ á minnið og bjó mig andlega und ir komu mina til landsins með því að endurlesa valda kafla úr Don Quixote. En siðasta kvöldiö fengum við skeyti, sem sagði okkur að hætta við Cast- ellón de la Plana og fara þess stað til smáþorpsins Burri- ana, þar sem appelsínufarmur biði okkar. „Burriana hefur enga höfn!“ mótmælti ég, því í „Leiðsögu- bókinni" stóð: „Skip kasta akk erum á götunum, og þeir, sem forsjálir eru, gæta vandlega kaðla sinna.“ „Þeir flytja appelsínurnar til okkar á prömmum," útskýrði skipstjórinn. „Við leggjumst þá ekki upp að?“ „Nei“. Vonbrigði mín voru svo greinileg að hann bætli við: „En þú getur farið í iand á einum prammanum og hitt okk ur i næstu viku í Valencia." Sjaldan hafði ég heyrt dá- samiegri orð, og aila þá nótt var ég uppi á dekki og beið þess að líta augum í fyrsta sinn þann stað, sem ég mundi stíga fæti á land á Spáni, en engin ljós sáust, og loks sást sólin koma upp í austri yfir Maliorea, sem nú lá að baki, og loftið varð þrungið mildri fegurð Miðjarðarhafs- ins. Fyrsta sjón mín í Burriana? Það var ekki sjón. Það var iykt, því að iandgolan bar út til óhreina skipsins okkar ilm af appelsínublömum, þungan og beizkan og óumflýjanlega spánskan. í þeirri átt, sem þessi frábæri ilmur kom úr, sá ég síðan lága strönd byrja að risa upp úr öldunum og koma í ljós með ótrúlegum hraða. Skipið hægði ferðina. Akkoris- keðjurnar runnu útbyrðis. Linum var kastað til manna í árabátum, sem bundu þær við baujur, og við lögðumst róiega með straumnum, reiðubúnir að taka á móti farminum, sem beið okkar. Þá var það sem ég sá hina ógleymanlegu mynd Spánar, og innleiðsla mín næstu mínúturn ar á eftir var svo íullkonrin, að sú spánska sýn stendur mér endalaust fyrir hugskotssjón- um. Síðar átti ég eftir að sjá nautaat í Ronda og dómkirkj- una í Santiago de Composteta og salarfylli af málverkum eft- ir Velázques í Prado, og skarð hjá Roncesvalles þar sem Ro- land hlaut bana og stóru veð- urbitnu olífugarðana í Bada.joz og helgivikuskrúðgöngurnar í Sevilla. Ég átti eftir að sjá þann Spán, sem menn höfðu skrifað um í tvö þúsund ár, en sjaidan átti það fyrir mér að liggja að sjá neitt svo tákn- i*ent fyrir Spán. Ung var hún loknð inni til þess að koma í veg fyrir sanineyti við unga menn. Hnn situr enn bak við járnrimlana, en orðin görnul. 3. Ég man ekki lengur hvernig ég fann upp aðferð mína til að kanna ókunnugt land, þvi ég hef fylgt þessari aðferð frá fyrstu tíð er ég minnist. Ég kem inn í landið án bess að gera boð á undan mér og án bréfs til eins eða neins. Ég staldra við og virði íyrir méi’ sviðið fyrir framan mig, tala við hvern sem kærir sig um að tala við mig, fer síðan á umferðarmiðstöðina og kaupi miða með vagni til endastöðv- ar einhverrar leiðar, sem ég vel af handahófi. Þannig lendi ég í einhverju þorpi úti á iandi, og þar dvelst ég í nokkra daga, sit, horfi og tala. Út úr þessu koma stundum af- ar dauflegir dagar en stundum lika eftirminnilegir dagar. Við lok síðari heimsstyrjald- arinnar gerði ég þetta í Kant- on og sá nægilega mikið af Kína til að seðja ímyndun- araflið áratugum saman. Ég notaði sömu aðferðina í Bal,i, og er ég var síðar staddur í Tokyo og hafnaði í Morioka, Japan, snaraði ég mér út úr Tokyo og hafnaði í Morioka, sem er smáborg í norðurátt. Fyrir það, sem dreif á daga mína þar, öðlaðist ég skilning á Japan, sem ég hefði aldrei hlotið að öðrum kosti. Ég gleymi oft Tokyo en aldrei Morioka. Morioka geymist mér ætíð í minni með litlu búðirn- ar sínar, lýstar ljóskerjum, og ána sem kvíslast milli steina á víð og dreif. Allt gott, sem ég hef skrifað um Japan, á rætur sínar í Morioka. Hertogafrúin af Alba. Stétta- inunurinn kemur berlega í ljós í útliti og kla'ðnaði. Sígaiinamóðir gefnr barni brjóst. Maður skykli halda að hún væri um fertugt, en raunverulega er hún 17 ára. 1 Castellón fór ég þar af leið andi á umferðarmiðstöðina o.g komst að því, að ráðagerð mín mundi ekki heppnast. Það leit út fyrir að allir tiltækir vagn- ar gengju til Burriana, en þarna var járnbraut sem iá um sveitirnar, og samkvæmt ráði flakkara nokkurs keypti ég miða til Teruel. Þannig komst ég inn í einn afkima Spánar, sem útiendingar heimsóttu sjaldan. Lestin, sem flutti mig þang- að, var aðeins með þriðja far- rýmis vagna . uppdubbað nafn á kassakerrum með gróf- um trébekkjum, sem fylltust áð ur en blásið var til brottferð- ar, svo að meira en helming- ur farþeganna varð að standa. Þegar iestin lagði af stað, hreyfðist hún afar hægt og þeytti óvenjumikiu sóti inn um rúðulausa gluggana. Hreyfing- ar hennar voru skrykkjóttar og hrikti í henni, útlitið forn- legt og hreint og beint hrif- andi. Þvi hún var full af þess kon- ar mannlegum verum, sem ég hafði aldrei rekizt á í skóla- bókum mínum um Spán. Hér voru engir stórgæðingar, eng- ir iðnjöfrar. Hér voru engir „cabaileros“ i leðurbúningi, engar fagrar konur með höfuð- blæjur. Þarna var aðeins blá- fátækt fólk eins og sild í tunnu, klætt í afgömul föt, hrúgað saman í óhreina kassa- kerru. Ég hafði verið óviðbú- inn þessari hlið Spánar, en þeg ar ég var setztur og byrjaði að kynnast þessu þögula og auð- sýnilega tortryggna fólki, fann ég, að ég var staddur meðal samlyndasta fólks, sem ég hafði nokkurn tíma hitt í Evrópu, og hin endalausa lest- arferð varð mér nákvæmlega það, sem ég hafði vonazt eftir. 4. Fyrsta klukkutímann hélt lestin hóstandi suður á bóg- inn meðfram ströndinni í stefnu á Valencia, og sætur appelsínuilmur myndaði and- stæðu við þrúgandi lyktina í vagninum, en þá beygði braut- in skyndilega til vesturs og leiðin lá upp brattan dal um- luktan lágum fjöllum, með straumharðri á og rytjulegum skógi. Mestan hluta dagsins héldum við hægt upp i móti, svo ég varð sannfærður um að Teruel hlyti að tróna upp á háu fjalli, og sú tilfinn- ing hefur fylgt mér æ síðan. Ósköp hefði þessi langa ferð getað orðið daufleg og leiðin- leg með sót í augum og svang- an maga. Landið var gróður- snautt og varla sást þorp né önnur mannleg vegsummerki til að rjúfa tilbreytingarleys- ið, og þeir fáu vegfarendur, sem við sáum, reyndust vera fjárhirðar, ótrúlega fátækir. Meira að segja hundarnir þeirra voru horaðir og óásjá- legir. En eftir því sem ásýnd lands ins harðnaði, því elskulegri urðu bændurnir í kassakerr- unni minni. Þetta. voru stór- kostlegir karlar og konur, harðir eins og unnið leður, skapfastir eins og fjöilin, sem við ókum á milli. Við ein vega- mótin keypti ég vænan skammt af brauði og osti, og þegar ég lagði þetta í sameiginlegan sjóð, má segja að ég hafi ver- ið meðtekinn^ i hópinn. Mér voru réttar vínflöskur, ans- jósudósir og grjótharöir pylsu endar. Við vorum öll orðin svo svöng þegar hér var komið, að matarleifarnar jöfnuðust á við veizlumat og það þótti sjálf- sagt, að þeir menn og konur, sem bezt sungu, syngju fyrir okkur nokkra hljóðláta söngva, ekkert hávært og ekk- ert sem freistaði söngvaranna til að bi-ýna raustina um of, heidur kyrrlátar, þróttmiklar stökur um ást og sveitalíf og hátíðirnar, sem haldnar eru í spánskum smáborgum. Mér tókst að skilja nokkur orð. Það leið á daginn smám sam- an, og á meðan talaði ég mikið 3 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. október 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.