Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Blaðsíða 7
Tveir sterkir. Annars vegar lögreg-luforinginn, sem er tákn valdstjórnar og einræðis Francos, en hins vegar villt naut á sléttum Andalúsíu. Trúlega lætur það lífið á nautaatsleik- vang inum. við þetta fólk í lestarkeiTunni. t*að var bændafólk, jafnvel það sem bjó í borgum á borð við Teruel og Castellón, og lífskjör þess voru ólýsanlega hörð. Eitt hið furðulegasta, sem ég komst að í þess- um löngu samtölum mínum var, að flestir voru í sínum beztu fötum. Það var merkistilefni að fara svo langa ferð í lest og því klæddust menn sparifötun- um. En aumkunarverðir sýnd- ust þeir í buxum, sem höfðu verið bættar mismunandi bót- um f jórum sinnum á sama stað, konurnar i kjólum, sem skipt hafði verið um heil stykki í með allt öðrum lit. Skórnir voru ólýsanlega tötralegir og sokkarnir götóttir, jafnvel sá hiutinn, sem náði upp fyr- ir öklann. Húfur karlmann- anna voru flestar rifnar og kvensjölin trosnuð á jöðrunum, þó ekki vegna þess, að þau væru með kögur. Þeir, sem misst höfðu tennur, höfðu ekki fengið falskar í staðinn, og margir lilu út fyrir að þurfa á læknisaðstoð að halda, en virt- ust ekki eiga aðgang áð neinu slíku. Eftir ytra útliti að dæma var þetta fólk það bláfátæk- asta, sem ég hef nokkum tíma séð. En i fari þess, og öllu, sem það gerði, var einhver óbifan- leg reisn og djúpstæð gleði. Það söng ein.s og það væri statt í kirkju. Því hverjum tón voru gerð alvarleg skil, þó án iburðar, og samstilltar raddir fluttu okkur inn á stöðina í Teruel. „Adiós, norteameri- eano!“ sögðu samferðamenniin ir hógværlega þegar ég tók niður ferðaskjóðuna mína og spurðist til vegar inn i mið- borgina. Þetta fólk hafði veitt mér staðgóða kynningu á Spáni og ég átti eftir að vera því þakklátur æ síðan. Ég var tregur til að skiljast við það, en ferðin var á enda, og nú hélt hver til síns heima. 1 hug- anum sá ég það halda heim í sveitahúsin sín með stokkrósir kringum dyrnar eins og í Eng- landi, rétt eins og það væri venjulegt evrópskt sveitafólk. Seinna átti ég eftir að sjá í hvers konar hibýlum það bjó í raun og veru. Teruel var mér innganga í nýjan heim, hinn harða, mis- kunnarlausa heim skortsins I sveitahéruðum Spánar. Lífs- sviðið, sem ég sá í Teruel, er hræðilega takmarkað innan þrengsta hrings, sem ég hef nokkurn tíma þekkt. Göturnar voru jafnþröngar, eins og höggnar í þétt berg. Bygging- arstíllinn var ekki .viðkunnan- legur eins og útsýnismyndirn- ar i lesbókum mínum um Spán. Veitingahúsin voru óviðkunn- anleg, leikhúsin voru Ijót og lúðrasveitin á aðaltorginu spil- aði falskt. En það var einhver sannfærandi varanleiki yfir þessari borg, sem vakti aðdá- un, og því iengur sem ég dvaldist þar, því betur geðjað- ist mér að henni. Ég man eink- um eftir beizkri lykt af sikorí- rót eða ámóta kaffilíki, sem verið var að brenna, og enn þann dag í dag verðúr mér hugsað til Teruel ef ég finn lykt af brenndri síkorírót. 5 Fyrsta morguninn fór ég sam kvæmt venju minni í gönguferð um útjaðra borgarinnar til að athuga, að hvaða leyti hún kynni að vera frábrugðin Burriana-héraðinu eða Castell- ón, og þar sem ég gekk eftir veginum heyrði ég kallað til mín, „Eh, norteamericano!" Þegar ég sneri mér við, sá ég einn manninn, sem ég hafði deilt brauðinu og óstinum með í lestinni daginn áður, standa við húsdyr sínar. Hann bauð mér inn á heimili sitt, og það vildi ég óska að hann hefði ekki gert, þvi að ennþá sé ég það fyrir mér eins og þann dag, og eftir að hafa séð heim- ili hans, gat ég ekki lengur lagt neitt upp úr sögubókaæv- intýrum um Spán, þetta þrótt- mikla land. Veggirnir voru byggðir úr steini, án steinlims og kalks, en þeir höfðu verið vandlega þéttir með leir og voru bæði vind- og vatnsheldir og mynd- uðu írausta og viðfelldna vörn gegn náttúruöflunum. Gólfið var úr troðinni mold, sem orð- in var slétt af aldalangri notk- un, því að ég gizkaði á að hús- ið hefði verið byggt fyrir að minnsta kosti þrjú hundruð áv- um síðan. Ekke^t ryk barst frá gólfinu og það var ótrúlega slétt, því meðan aldir liðu jafn aðist moldin þar til hún varð eggslétt eins og hellusteinn. Tvö herbergi voru í húsinu, og milliveggurinn var gerður úr lélegasta timbri, sem ég hef séð, og tæpast nógu gott til að reka sanmn ódýra, um- búðagrind í landi eins og Þýzkalandi. Ég gat séð gegn- um vegginn á mörgum stöðum, þar sem viðurinn hafði orpizt gða flísar dottið úr, því fjal- irnar voru næfurþunnar, og það á landsvæði þar sem eitt sinn hafði verið gnægð skóga, og þar sem þeir voru ennþá til, þótt í minna mæli væri. Væri timbur ennþá unnið í Teruel- héraði, þá naut heimili sem þetta þar einskis af. í húsinu var eitt borð, einn stóll, eitt rúm, ein vagga. Það var næstum allt og sumt. Þarna voru engir eldhússkápar, eng- ar hillur, engir ruggustólar, engir bekkir, engir borðstofu- skápar, ekkert baðherbergi, engin eldavél, ekkert. Hús- bóndinn, sem var um fimmtugt, og kona hans á svipuðum aldri, höfðu unnið í Teruel í fjörutíu ár, því að þau höfðu byrjað tíu ára gömul. Þau höfðu sparað aura sína af nýtni, og eftir fjögra áratuga vinnu var þetta allt, sem þau höfðu safnað. Ég var ókunnugur og var ekki hræddur við synjun, svo ég bað um að fá að sjá allt. Hvaða föt áttu þau? Hvaða borðbúnað? Hvers konar mat- arbirgðir? Hvaða bækur? Bælkur? Hvorugt hjónanna kunni að lesa. Föt? Fyrst og fnetnst þau, sem þau höfðu ver- ið í á lestarferðalaginu og svo eildri föt til að vinna í, og óg hef þegar lýst hvemig spari- fötin litu út. Mat? Þau áttu nóg tnl að iifa af í þrjá daga, þvú þau áttu engan isskáp, og eftir þrjá daga mumdu þau íara í búðina til að kaupa meiri mat, ef þau ættu peninga. Ég kunni ekki spánska orðið yfir vom, en eftir óbeinum ‘ieiðum spurði ég þau hvaða áætlanir þau hefðu um framtíðina. Framtíð- ina? Hvaða framtlð? 6. Þamnig reikaði ég fram og aftur um Teruel, þessa fá- skrúðugu fjailaborg, og lét spánskan raunveruleika dynja á mér. Kvöld eitt fór ég í dóm- kirkjuna, sé ég að nota rétta orðið yfir svo lítiifjörlega kirkju, og þar tók ég i fyrsta sinn þátt í guðsþjónustu á Spáni. Hún var yfirþyrm- andi áhrifarík með kertum og kór og prestum, sem virtust bera allan þunga þessa fá- tæka samfélags á herðum sér. íbúarnir í Teruel, sem ég sá við bænagjörð þetta k\'öld, voru guðhræddir, og trúin var þeim ákaflega mikilvæg, en þegar ég litaðist um í hálf- dimmu kirkjunnar, sá ég með- al safnaðarins nokkra bændur, sem ég hafði verið samferða í lestinni. Þessi biðjandi hópur var úr anmarri stétt, og ég gladdist að fá tækifæri til að sjá hann. Kirkjufólkið var bet- ur klætt heldur en fyrri kunn- ingjar mínir og karhnennimir betur rakaðir líka, en þeir voru álí'ka traustir, og þegar ég hitti þá seinna í kaffihús- um eða verzl'unum, voru þeir áliika aðlaðandi. Dvölin i Teruel var spenn- andi og áhrifaríkur timi fyrir ungan mann, sem var að reyna á eigin spýtur að kanna hvem- ig Spánn væri, og etftir að ég hatfði séð nokkur hús betri borgaranna á staðnum, með gólfi eins og hjá okkur í Pennsylvania og bókaskápum og hillum undir mat og lit- skrúðugum húsagörðum, tók ég að velta því fyrir mér hvort það hafd verið fyrir óheppni, að ég rakst fyrst á þennan moldargölfskofa með næstum engu í. Hafði ég verið blekkt- ur atf tilviljun? Var sveitalií á Spáni betra en ég hatfði kom- izt að niðurstöðu um? Ég hélt því út í sveit í andstæða átt og stanzaði á þnem bóndabæjum, sem ég valdi af handahófi, kjmnti mig, og það var tekið á móti mér af gestrisni. Bænd- urnir og konur þeirra buðu mér vatn og vin, þar sem það var til, og virtust fagna þvi að tala við norteamericano, sem hatfði lagt það á sig að læra mál þeirra, þótt kunnáttan væri léleg. Þau sýndu mér heimili sín: moldargólf, eitt borð, of fáa stóla tH að geta setið formlega til borðs með einum gesti, Báeinar flíkur, engar matarbirgðir. 7. Þegax ég sagði vinum mínum í Ameriku, að ferð minni vaeri heitið til Badajoz, ypptu þeir öxhim, því að þeir höfðu aldrei heyrt hennar getið, og þegar ég sagði vinum mínum á Spáni frá þessu, glottu þeir, því þeir vissu betur. „Hamingjan góða, hvers vegna Badajoz? Þar er bókstaflega ekkert að finna." Á spánsku bljómar þessi setn- ing alveg afdráttarlaust: „Absoilutamente nada“, þar sem fyrsta orðinu er deilt nið- ur í sex áberzliuatkvæði. Þeir reyndu að telja mér hughvarf og sögðu, að Badajoz væri að- eihs birgðastöð við landamær- in, að hún væri týnd i tóm- leika Extremadura, og ef ég væri fastákveðinn í að heim- saskja afskekkta borg, því þá ek'ki gimstein eins og Murcia í gretnnd við Miðjarðarhafið, eða Jaén í fjöllunum, eða Oviedo, þar sem helgir dómar Krists eru geymdir? „Hvers vegna Badajoz?" Framh. á bls. 10 31. október 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.