Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Síða 13
AUir þekkja núorðið þá gerð loftfara, sem nefnd er heli- kopter, þyrla eða þyrilvængja. Áratugum saman hefur verið unnið að endurbótum á þessu furðuverkfæri, og mikill fjöldi þyrla fiýgur nú um allan heim. Þyrlan hefur leyst svo að segja öll önnur verkefni en það að borga sig i farþegaflugi. Rekst urs- og viðhaldskostnaður þyrlu er svo hár, að ekki hef- ur enn tekizt að láta þær koma í stað annarra gerða loftfara til farþegaflutninga nema með hallarekstri. Meðal annars hefur af þess- ari ástæðu verið Xagt kapp á rannsóknir og smíði á flugvél um, sem á erlendum málum ganga undir skammstöfunun- unum STOL („Short Take-off and Landing"), VSTOL („Very Short Take-off and Landing"), QSTOL („Quiet Short Take-off and Landing"), VSTOL („Vertical Take-off and Landing") og V/STOL („Verticai or Short Take-off and Landing"). „Stol“-flugvé(Iar mun ég hér á eftir kalla brattfleygar, vegna þess hve aðflug þeirra til lendingar og brottflug í flug taki er bratt. Enska skammstöf unin gefur til kynna, að þessar flugvélar þurfi mjög stuttar flugbrautir og lítið athafna- svæði við flugtak og lendingu. Q í skammstöfuninni „QSTOL“ stendur fyrir „quiet“ þ.e. hljóð- látur, og eru þær þannig úr garði gerðar, að þær eru afar hávaðaiitlar. „VTOL“ kalla ég lóðfleygar, þvi að þær eru þeim eiginleikum búnar að geta haf- ið sig svo til lóðrétt til flugs, en uppflugslínan er þó sjaldn- ast hoirnrétt á flugvallarílöt- inn. Það er kannski ekki rétt að segja, að þessir eiginleikar séu •nýir af nállnni, þvi að lengi hafa loftbelgir lyft mönnum ióðrétt upp í loftið. Fyrsta flug þein-a Wilbur og Orville Wright var líka sannkallað „STOL“-flug, því að brun- ið var ákaflega stutt, áður en flugvél þeirra bræðra tókst á loft. ★ Nú skal í stuttu máli gerð grein fyrir þróun hinna venju- legu farþegaflugvéla, sem þó hafa verið ákaflega óvenjuleg- ar margar hverjar. Seinustu áratugina hefur helzta breyt- ingin orðið sú, að flugvélarn- ar hafa getað flogið hraðar, þær hafa verið stækkaðar, og hægt hefur verið að fljúga þeim við verri og verri veður- skilyrði. Samfara þessari þró- un hafa farþega- og vöruflutn ingar aukizt —• og þessi aukn- ing líka verið forsenda stækk- unar og hraðaaukningar —■ og svo hefur tekizt að reka flug- vélarnar með hagnaði, þótt á ýmsu hafi gengið í þeim efn- um. Að stækkun flugvélanna og hinn aukni flughraði urðu möguleg, ber fyrst og fremst að þakka fullkomnari hreyflum og meiri raftækni. Enginn efast um, að ofan- greind þróun hefur verið óum- flýjanleg og ajskileg, en henni hefur fylgt lenging, breikkun og meiri þykkt flugbrauta. FlugvEullarbyggingarnar voru og eru sjálfsagðar og hefðu alltaf þurft að stækka og batna hvort eð var vegna auk- innar umferðar. Fólk hefur yf- irleitt ekki verið á móti aukn- um hraða eða stækkun flugvél anna, en nú er áberandi, að ekki eru allir ánægðir með ým- is atriði, sem þessu fylgja. Fjöldi þotna eða þrýstilofts- flugvéla hefur aukizt mjög, og gerðir þeirra eru margar. Ligg- ur við, að nú sé til þota til að leysa næstum því hvaða verk- efni sem er. Má í því sambandi benda á svörtu DC-9 þotuna með hvita kaninuhausnum á stélinu. Vegna þess hve fflugvélar eru nú vandaðar, áreiðanlegar og endingargóðar, hætta fæst- ar þeirra flugi nema af ástæð- um, sem stafa af of harkalegri snertingu við jörðina eða af skemmdarstarfsemi skæruliða- sveita. ★ Nú skal vikið að nokkrum þeim atriðum, sem setja flug- vélaframleiðendur og yfiivöld borga, bæja og sveita í mik- inn vanda. Nú á tfimum er t.d. orðið ákaflega óhægt um vik hvað varðar nýbyggingu eða jafnvel lengingu fflugbrauta. Þetta stafar m.a. af eftirfar- andi ástæðum: 1) Verði á aðliggjandi landi. 2) Mótmadum frá ibúum ná- grennisins, vegna þess að þeim þykir að sér þrengt. 3) Mótmæium fólks í ná- grenninu gegn hávaða. Arngrímur Sigurðsson BRATT- FLEYGAR FLUG- VÉLAR 4) Stjómmálalegum vand- kvæðurn vegna alls þessa. Að sjálfsögðu er ekki hægt að Xoka augunum fyrir þörf- inni á fullkomnum flugstöðv- um í framtíðinni, vegna stöð- ugrar aukningar á fflutn- ingi fólks og vamings i lofti. Þetta hlýtur að verða svo vegna eftirfarandi atriða með- al annars: 1) Mannfjölg'unarinnar í heiminum. 2) Aukinnar velmegunar þessa fólks. 3) Þarfarinnar á aukinni flutningageitu tU að full- nægja tveimur fyrsttöldu atriðunum. Menn em nú að komast á þá skoðun, að flutnin'gagetan verð ur ekki aukin næstu 10 til 20 árin með stækkun fflugvélanna einni saman. Aukinn hraði kann eitthvað að bæta úr, en um það eru þó enn mjög skipt- ar Skoðanir. ★ Eins og að framan segir, er bygging nýrra flugvalla ýms- um annmörkrum háð. Hægt er að auka afkastagetu þeirra fiugvalla, sem fyrir eru, en þetta er lika tEikmarkað, m.a. af öllum upprunalegum aðstæðum á hverjum stað. Svo kemur 'og að því, að flugvöllur verður fullnýttur, og er þetta aikunn- ugt hvað varðar nokkra flug- velli við stórborgir. Nú gætu manni fallizt hend- ur frammi fyrir að þvi er virð- ist óleysanlegur vandi og farið að lita til annarra sam- göngutækja, t.d. nýjustu gerða af lestum eða skipum. En nú hefur það sýnt sig og marg sannazt, að langmestur hluti farþega kýs flugvélina fram yf ir önnur samgöngutæki á viss- um leiðum. Það er því ekki um annað að gera en að snúa sér að þvi atriði, sem tækntmenn ráða ennþá við, en það er flug- vélin sjálf. Það kann að hljóma sem van þakklæti, þegar fólk snýst gegn þeim farkosti, sem mest- um þáttaSkilum hefur valdið í samSkiptuan mannkymsins frá upphafi. Hvað sem um það má segja, er hitt staðreynd, að fflugvélaiðnaðurinn og flug- rekstur yfirleitt er undir smá- sjá viðskiptavipa og skattgreið enda. Þetta skilja allir, sem um flugmál fjalla, og þeir vilja vissulega gera sitt til að fflugvélm haldi áfraim að vera kærkomin sEimgöngubót, sem þó skili þeim hagnaði, sem nauðsynlegur er til að tryggja örugga atvinnu og nauðsynlega endurnýjun fflugtækjakosts ins. Mannfólkinu virðist það ár- átta að skapa sér böl á eftir bata. Á þeim tímum, sem bar- áttan við reýk og reykingar sýnist vera að bera árangur, er það hávaðinn, sem angrar fólk æ meir, a.m.k. það, sem býr í borgum. Fólk getur ekki einu sinni komið inn á al- menna, opinbera staði eins og sundlaugár, án þess að helt sé yfir það ósámhljóma væli og skruðningum i nafni tónlistar. Það verður að segja flugvéla hreyflaframleiðendum til hróss, að þeim hefur tekizt að gera hreyflana ótrúlega hávaðalitla. Og þessa dagana er verið að gera tilraunir með hinn nýja og merkilega Wank- el-mótor i flugvél. Sein- ustu fregnir herma, að i þeirri flugvél heyrist aðeins lágt fflaut, en þessi litli hávaði er lika að þatkka sérstakri skrúfu og hljóðdeyfikerfi. ★ En hvað er þá til bjargar I flugvallEimálum? Kapp er nú lagt á smíði flugvéla, sem eru þannig, að þær þurfi sem stytztar flugbrautir. Ennfrem- ur er stöðugt unnið að rann- sóknum og tilraunum með flug vélar, sem þurfa svo til enga flugbraut, og framleiðsla er þegar hafin á einni slíkri brezlu'i hernaðarflugvél. Nú þegar eru til margar ■gerðir af brattfleygum flugvél um, og fer notkun þeirra ört vaxandi. Lóðffleygar flugvélar eiga enn nokkuð í land með að ná fjölþættri út- breiðslu, en tilraunir lofa þó góðu, samanber Dornier Do 31. Þvi er nú spáð, með hliðsjón af reynslunni og þeim áform- um, sem hátt ber hjá flugvéla- framleiðendum, að bratt- fleygar farþegaflugvélar fyrir marga farþega verði komnar i notkun um 1980. Hér á eftir verður nokkrum brattfleygum flugvélum stutt- lega iýst samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem nú liggja fyrir. De Havilland-verksmiðjurn ar í Kanada eru þekktar fyrir smíði brattfleygra flugvéla. Frá þeim komu Reaver, Otter, Caribou, BuffEdo og Twin Ott- er. Allar þessar ftogvélar hafa sézt hér á landi. Nú er unnið að undirbúningi að framleiðslu tveggja nýrra brattfleygra 31. október 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.