Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Qupperneq 15
■ur stendur enn óhaggaður og sést á honum hvar kirkjan hefir staðið og hve stór hún hefir verið'. Á kostnaðarreikningi kirkj- unnar eru talin vinnulaun þeirra, sem „færðu burt“ torf- veggi gömlu kirkjunnar og jöfnuðu rústir hennar, en ekk- ert er minnzt á leghellu séra Sigurðar, hún hefir verið lát- in óhreyfð þama í rústunum. Kirkja séra Gisla stóð fram tál 1825. I>á var hún rifin og reist ný kirkja á grunni henn- ar. Mun sú kirkja hafa stað- ið fram til 1942, en var þá rif- in þegar hafin var smiði þeirr- ar kirkju, er nú stendur þarna. Og síðan hefir engin kirkja staðið í kirkjugarðin- um. Fyrir nokkrum árum fóru fram endurbætur á kirkju- garðinum og var þá meöal ann- ars sléttaður elzti hluti hans, norðurendinn. Þar komu menn niður á rústir elztu kirkjunn- ar. I þeim miðjum rákust þeir á legstein þeirra séra Sigurðar Sigurðssonar og Sigriðar Hákonardóttur, en hann var þá sokkinn í jörð. Steinninn var tekinn upp og fiuttur nokkuð afsíðis, svo að hann væri ekki fyrir þeim sem voru að vinna þama. En staðurinn, þar sem hann lá, var merktur, svo hægt væri að flytja hann þangað aftur. Jafnframt var og mælt kirkjustæðið forna, rftir þeim veggjaleifum, sem þar fundust. Legsteinninn hefir ekki enn verið fluttur á sinn stað, og veidur þar um, að menn eru ekki sammála um hvar hann eigi að vera, og hafa komið fram þrenn sjónarmið. Sumir vilja að hann sé fluttur í nýju kirkjuna og komið þar fyrir á vegg. Aðrir vilja að hann sé fluttur í Þjóðminjasafnið. Og svo erú þeir, sem viija að steinninn sé fluttur á sinn stað, á leiði þeirra Sig- urðar og Sigríðar í miðjum rústum elztu kirkjunnar. Allar hafa þessar tillögur nokkuð til síns ágætis. Það lýsir umhyggju safnað- arins fyrir þessum steini, að menn válja fiytja hann inn í kirkjuna sem nú stendur þarna. En ýmislegt mælir því í gegn. Steininum verður ekki komið fyrir á kirkjuvegg öðru visi en við það raskist sá stíll, sem á kirkjunni er. Hann á heldur ekki erindi þangað nema sem kirkjugrdpur, því að þar verður hann ekki í neinu sambandi við sinn upphaflega stað, þar sem kirkjan stendur nú iangt frá kirkjugarði. Um þá tillögu að flytja stein inn í Þjóðminjasafnið, þá eru fordæmi fyrir sliku, en sumum mun finnast, að einhver tak- mörk séu fyrir þvi, hve mörg- um legsteinum skuli hrúgað Þar saman, oig að þeir steinar, sem þar eru geymdir, ættu heizt að hafa á sér þjóðiegan svip og einkenni. Undantekn- ing væri, ef einhver sérstakur steinn er í bráðri hættu að tor- tímast. En um þennan stein er oðru máli að gegna. Hann er ekki „þjoðlegur" að neinu leyti, gerður úr eriendu bergi, höggvinn af erlendum manni og ietrið á honutn er latína. Honum er heldur ekki hætt við tortímingu. Haiui hefir geymzt vel á Staðastað um 280 ár, og hann gæti enn geymzt þar vei um aldir. Flest mælir með því, að steinninn sé fluttur aftur á sinn stað innan rústar elztu kirkjunnar á staðnum. Þar má gamga svo frá hon.um, að hann sökkvi ekki í jörð. Auðvitað verður þá líka að hreinsa hann og ganga svo frá honum að vindar, frost og sandrok geti ekki máð áletrunina, né skófir setzt í hana. Til þess eru nú flumdin ráð, svo þetta er auð velt. Um leið ætti svo að af- marka kirkjurústina giögglega á einhvem hátt, og ætti kirkja Ara fróða það skilið, að þetta yrði gert sómasamlega og af smekkvisi. Ef vel væri að farið, gæti þetta jafnframt orðið minnismerki hans, enda getur það tæplega talizt vansalaust, að á Staðastað skuli ekkert hafa m-innt á Ara fróða fram á þennan dag. Smásagan Framh. af bls. 5 vakningasamkomur. Herra Piok, í herbergi númer 7, til- kyinmti mér að þrátt fyrir að hafa beðið yður oft og mörg um simmum, þá hefðuð þér ekki vakið hamm klukkan fimm. Og þess vegna er hann búinn að missa af flugvél til Breziku Guyana. Dagblöðim voru ekki borin á herbergin í morgun. Og aftur verð ég að segja yður að blöðin eigið þér persónulega að láta Vignaies dyravörð hafa. Og reiðhjól sendisveinsins, sem er að sjáifsögðu eign hótels- ins, hefur veriö skemmt. Hvað í ósköpumum gerið þér eiginlega á næturnar? W. A. G. Inskip. Spyrjið mig ekki, herra hót- elstjóri. Hvað viðkemur skemmda hjól inu: ég skildi hjólið eftir á sama stað og ég fann það, það var óskemmt. Ég huggsa alltaf vel um hlutina. Ég skil ekki hvurnig þér haldið að ég hafi tima til að fara i hjólreiða- túra. í sambandi við dagblöð- in, lögreglan og hinir lásu þau og skildu við þau svoleiðis að ég hélt að það mundi ekki vera skemtilegt að láta gestina hafa þau svoleiðis. Ég vakti íferra Pick, í herbergi númer 7, klukkan 4.50, tólukkan 5.00, 5.15, og 5.30. Hann sagði mér að snauta burtu, að hamn ætl aði ekkert á fætur og svo kastaði hann eldspitustokk í mig, eldspiturnar fóru út um allt, ég geri alltaf allt eins vel og ég get en Guð almáttugur veit að ég hef aldrei lent í næturvarðstöðu einsog þesari, svona miklar skriftir, ég hef varla tíma til neins annars, ég er ekfci með fjórar hendur og sex augu og ég þarf aðstoð til að eiga við Herra Wills og hina, herra hótelstjóri. Ég er fátæk- ur maður og þér meigið skamma mig, en þér meigið etóki gera grin af trúmálum mínum, því Drottinn sér allt og refsar mönnunum, ég veit ekki hvurskonar vinnu og vandræð am ég hef lent í, allt og sumt sem ég vii er róleg næturvinna og ég fæ ekkert nema skamm- ir. Chas. E. Hillyard. 30. nóvember. Klutókan 12.25 var barnum lokað og barþjónn inn fór klukkan 1.00, og Herra Wilis og hinir voru eftir á barnum. Iíerra Wills féktó 12 Carib bjóra, Herra Wilson 6, Herra Percy 14. Frú Roscoe fimm gin. Klukkan 1,30 fór frú Roscoe og það var smásöng ur og gítarspil í herbergi núm- er 12. A'llt í lagi. Lögreglan kom klukkan 1.35 og sáitu lengi á bamum, drukku ekkert og sögðu ekkert, bara horfðu á. Klukkan 1.45 kom maðurinn sem þeir kalla Paul, með Herra McPherson frá MS Nap aroni, þeir voru báðir dettandi og hlæjandi í hvert sinn sem eitthvað brotnaði og svo sagði maðurinn sem þeir kalla Paul að Eldflaugasýningin væri að birja og að Minna Malcolm skildi koma niður að skipi sem væri nikomið. Herra Wills og hinir dreifðust og skildu eftir eina eða tvær hálftómar flösk- ur og svo sagði maðurinn sem þeir kalla Paul mér að fara upp í herbergi númer 12 og segja Minnu Roscoe að Malc- olm væri á leiðinni. Ég skil ekki hvurnig fólk getur látið svona, þetta er nóg til þess að gera mann að presti. Ég sá að lásinn á barhurðmni var brot- inn, hékk á bara smáspýtu. Og þegar ég fór upp i herbergi múmer 12 og sagði Frú Roscoe að Malcolm væri á leiðinni, að skipið væri nikomið var konan strax edrú og vildi ekki heyra meiri gítarspii og spurði mig hvar hún gæti falið sig, hvurt liún ætti að fara. Ég veit svei mér ekki, mér finst heimsendir vera að nálgast, en hún hlust- aði ekkert á mig, fór að taka til í herberginu og pakka nið- ur, og svo hljóp hún út á gang- inn og án þess að ég gæti stopp að hana, hljóp hún niður stig- ann að bakdirunum. Og svo, á ganginum, var stór maður á hlaupum, alveg bláedrú en snarvitlaus einsog fyllibytta og spurði mig hvar hún sé hvar hún sé. Ég spurði hvort hann væri hér í leifi einhvers, hann sagði vertu ekki með þessa ivælu, hvar er hún, hvar er hún. Svo, ég mundi hvað mér hafði verið skipað í sambandi við Herra Jimmenez síðast og benti honum til skrifstofu hót- elstjórans. Hann heyrði ein- hvur læti í herbergi Herra In skips og ég heyrði rödd herra Inskips sem var sifjuleg og svo rödd Frú Roscoe og stóri rauði maðurinn hljóp þangað inn og ég heyrði ekkert nema bamm bamm boddd boddd i fimm mínútur og öskrin í þess- um kvenmanni. Ég veit sveimér ekki hvurnig þetta næturvarð- starf er orðið, ég ætti að fá xnér rólegra starf i lögregl- unni. Eftir nokkra stund varð allt hljótt og rauði maðurinn dró Frú Roscoe út úr herberg- inu og þau töku leigubíl, og lögreglan sat róleg niðri á ÍJteefandi: H.f. Árvnkur, Reykjnvik Framkv.stJ.: Haraldur Svelnjuon Ritstjórar: Matthlas Johannesscn Eyjólfur Konr&O Jónsson AAstoSarrltstj.: Styrmlr Ounnarsson RltstJ.ntr.: Gísll SÍfnrSsson Auclýslngar: Árnl GarSar Kristlnsson Rltstjórn: Aðalstraett 0. Síml 10100 barnum. Svo komu Herra Percy og hinir smásaman að barnum og þeir voru að tala í rólegheituim og þeir drukku ekkert og svo fóru þeir klukk- an 3. Klukkan 3.15 kom Herra Wills aftur og fékk sér einn viskí og tvo Carib bjóra. Hann bað um ananas og ávexti en það var ekkert til. Klukkan 6 kom Herra Wills á barinn og bað um sódavatn en það var ekki til. Við verð- um að eiga meiri sódavatn handa Herra Wiils, herra hótel stjóri. Klukkan 6.30 komu dagblöð- in og ég lét Vignales dyravörð hafa þau klukkan 7. Chas. Hillyard. Herra Hillyard, athugið: 1 ófyrirsjáanlegum veikindum herra Inskips er ég sem stendur yfirmaður hótelsins. Ég vænti þess að þér munið halda áfram skýrslugerð yð- ar, en mér þætti vænt um ef þér gætuð haft skýrslur yð- ar eins stuttar og mögulegt er. Robt. Magnus, vara-hót- elstjóri. lsta desember. Klukkan 10.30 kom C. E. Hfflyard á vakt i C-Hóteli, alit í lagi, bar lokað á miðnæti. Klukkan 2. Herra Wffls 2 Carib bjóra, ein brauð sneið. K1 6. Herra Wills, 1 sódavatn, Kl. 7, Hillyard nætur- vörður leystur af, af Herra Vignales, með: eitt vasaljós 2 iskápslikla og herbergislikla númer I, 3, 6 ,og 12. Bar ósnert- ur, allt í lagi. C. E. H. Svipmynd Framh. af bls. 12 um matreiðslukonum tilsögn,“ segir Eileen hjá eldavélinni. „Þegar þið giftizt verðið þið góðar eiginkonur vegna þess að þið berið skynbragð á mat- argerð.“ Morguninn eftir fer einn af starfsmönnum Eileen með Evu til ljósmyndara. Þau aka ekki í leigubíl heldur strætisvagni, en það er liður í „lítillætis“- áætlun Eileen. Evu fellur ekki að aka í strætisvagni og hún hefur orð á því. 1 ljósmynda- stofunni tekur ljósmyndarinn polaroid-mynd af henni. Hún lítur á hana, stappar í gólfið og æpir: „Nei.“ Ljósmyndarinn horfir spyrj- andi á hana. „Hve gömul ertu?“ Eva sendir honum tælandi augnaráð gegnum löng augna- hárin. „Sautján ára.“ Hann verður að gjalti. Fyrir utan ljósmyndastofuna fleygir Eva vindlingi sinum í drykkjarskál. Starfsmaðurinn tínir hann upp og lætur hann í öskubakka. Á næsta viðkomu- stað komast þau ekki upp til Ijósmyndarans nema með vöru- lyftu. „Ég stig ekki fæti inn í þetta,“ tilkynnir Eva. Starfs- maðurinn ýtir henni inn i lyftuna. Þau fara upp þegj- andi. Næstu helgi er Eva um kyrrt ásamt öðrum íbúum húss- ins heima í New York. Tuttugu og átta ára gömul fyr- irsæta, Sharon, hringir seint um kvöldið til Eileen i sumar- setrið. Iiún kveður Evu hafa sagzt eiga að fara í reynslu- ljósmyndun. Hún hafi verið meiri hluta dagsins að róta í klæðaskápum Eileen til að in þín liggja um allt, í gang- finna eitthvað að fara í. „Föt- inum, í stiganum, alls staðar," segir Sharon. — Þegar Ijós- myndarinn birtist var hann enginn Ijósmyndari heldur rúm lega þrítugur glaumgosi. Þau lögðu af stað um átta- leytið I hvítum sportbil með upphafsstöfum hans á númers- plötunni. „Hún er ekki komin ennþá.“ Klukkan er eitt. Eiieen finn- ur símanúmer mannsins og hringir til hans. Hann svarar sjálfur i símann. „Þetta er Eileen Ford,“ segir hún með ís- kulda í röddinni. „Ég hef ástæðu til að ætla, að hjá yður sé sautján ára gömul stúlka, Eva að nafni, sem býr hjá mér.“ Maðurinn segist ekki hafa hugmynd um hvað hún sé að fara og leggur heyrnartól- ið á. Hún hringir aftur. Þjónn segir, að húsbóndinn sé ekki heima. „Ágætt," segir Eileen, „tilkynnið honum að ef hann vilji segja saksóknaranum eitt- hvað um óleyfilegt sam- band sitt við ólögráða ungling, þá sé hann á leiðinni.“ Hún leggur heyrnartólið á. „Eva verður komin heim eftir 10 mínútur,“ segir hún. Svo hringir hún til Sharon. „Ég ætla að biðja þig að ná í leigubíl strax í fyrramálið. Hann á að aka Evu á flugvöll- inn og bílstjórinn á að koma henni í flugvél til Stokk- hólms.“ Sharon þrábiður Eileen að gefa Evu annað tæki- færi. „Þú getur ekki farið að senda hana heim. Hún verður stórkostleg fyrirsæta.“ „Mér er sama hve stórkost- leg hún verður. Það getur hún orðið fyrir annað fyrirtæki. Ekki mitt.“ Morguninn eftir hringir Sharon aftur. Hún segist hafa rætt lengi við Evu. „Hún sér ákaflega eftir þessu. Grætur og segist aldrei skuli gera það aftur.“ Eileen lætur mildast. Alla vikuna er Eva með hin- um nýja vini sínum, en hún kemur snemma heim á kvöldin. Eileen aflar sér upplýsinga um hann og enda þótt hann þyki ekki beint óæskilegur, vill hún samt sem áður heizt losna við hann. Hún fær hugmynd. „Ég hef komið í kring stefnumóti fyrir Evu,“ segir hún vini sín- um. „Viðkynningu við tuttugu og sjö ára gamlan austurrisk- an greifa. Ég er viss um að henni lízt á hann. Hann er mjög aðlaðandi. Ég hef aldrei vitað til að stúlka gæti stað- izt hann.“ En nú fær hún að reyna það. Eva fór út með greifanum, en þegar heim kom var glaumgos- inn hennar ennþá hærri á met- unum. „Ég ætti að reka heimili fyr- ir munaðarlaus börn,“ segir Eileen. Þar væri ég á réttri hillu. Þá gæti ég annazt um öll þau börn, sem engir kæra sig um. En auðvitað eru alltaf ein- hverjir, sem ekki vilja láta neinn sjá um sig. Ég hef hitt nokkra þeirra — nokkrir hafa misheppnazt.“ „Eva?“ „Nei, Eva er ekkert mis- heppnuð. Hún hefur bara ekk- ert „veganesti" að heiman. En hafi foreldrar hennar ekki ag- að hana, er það skylda min að 31. október 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.