Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1972, Side 2
Blaðamaðurinn Napóleon
hafði gott vald á leiðara-
skrifum, hann var fær
smádálkahöfundur og lét
engar hneykslisfréttir
fram hjá sér fara.
Napoleon Bonaparte á yngri árum.
Napóleon
og blöðin
frh. af forsíðu
sér að halda fram skoðunum al-
mennings: „Þér, herra minn,
fyllið þann flokk, sem innst
inni þráir frjáls blöð og mál-
frelsi og trúið statt og stöðugt
á almætti hins þögla meiri-
r hluta. En hlustið nú á, hvað ég
hef um þetta að segja í lokin.
Og keisarinn lagði hönd á
sverð sitt. — Gott og vel. Svo
lengi sem ég ber þetta sverð
og það skal ég fjandinn hafi
það gera lengi enn, munuð þér
ekki sjá einn einasta anga af
draumi yðar verða að veru-
leika.“
En þegar bliku óhamingj-
unnar dró á loft, skipti keisar-
inn um skoðun á frelsi blað-
anna, eða lét svo að minnsta
kostL Á þeim örvæntingar-
þrungnu dögum var blaðafrelsi
i lög leitt. Það var fom óvin-
ur keisarans, sem nú hafði
gerzt samverkamaður hans,
Benjamín Constant, sem samdi
drögin að nýju stjórnar-
skránni. f 64. grein hennar var
kveðið á um fullt frelsi blað-
anna. Árangurinn lét ekki á
sér standa. Fjölmörg blöð hófu
göngu sína, mörg þeirra réðust
að keisaranum, oft hatursfullt
og ærumeiðandL En hann hafði
engan tima til að sinna þeim.
Honum vannst heldur ekki tími
til a8 fá íylgismenn sína til að
skrifa gegn þessum blöðum eða
til að skipuleggja áróður sér í
hag.
Á St. Helena sagði hann i
trúnaði við einn kunningja
sinn: — Þú getur öðlazt fylgi
fólks með fyrirskipunum, og
þú getur gréitt fé fyrir ytri
merki þess. En það er ómögu-
legt að fá almenníng til að
hugsa svo sem þú vilt. Þessi
viðurkenning kom nokkuð
seint, því allt til valdamissis-
ins hafði hann gert það, sem í
hans valdi stóð til að hefta
frelsi blaðanna og beita þeim
v til gegndarlauss áróðurs fyrir
sjálfan sig.
Sem aðalræðismaður gerði
Napoleon Le Moniteur að sinu
einkamálgagni. Fouché Iög-
reglustjóri fékk að vita, að í
þvi blaði birtust skoðanir
þess opinbera og að vel hæfði,
að önnur blöð tækju það sér
til fyrirmyndar. Þá skyldi
blaðið og vera skyldulesefni í
skölum. Þrjú fyrstu árin var
Napoleon önnum kafinn við að
skipuleggja Le Moniteur og
þáu blöð önnur, sem bann
komst í tæri við. Hann skrif-
aði næstum daglega í Le Moni-
teur. Hann hleypti af stokk-
unum fyrstu mögnuðu blaða-
• herferðinni gegn erlendu ríki
— gegn Englan-di. Og hann reit
leiðara, fréttaskýringar og alls
kyns athugasemdapistla. Hann
gaf öðrum línuna til að skrifa
eftir. Á hverjum morgni las
hann próförk af eigin greinum
og annarra. Hann skipaði fyr-
ir um umbrot og útlit Le
Moniteur. Hann gekk snemma
til náða en ritstjóri Le Moni-
te'ur gát alltaf haft samband
við hann út af blaðínu; jafn-
vel þó svo að aðalræðismaður-
inn væri sofnaður.
1801 las Napoleon dag hvern
11 blöð, flest ensk og þýzk, og
á efni annarra urðu sérfræð-
ingar hans að standa honum
skil, ýmist meðan hann baðaði
sig að morgni eða rakaði.
Hann nennti ekki að hlusta á
efni frönsku blaðanna. — „Ég
veií það, hvæsti hann. Því ég
hef sjálfur séð um, hvað í þeim
stemdur.“
Ritstjórnarstefna hans, bæði
i Le Moniteur og þeim blöð-
um öörum, sem hann komst yf-
ir með ritskoðun sinni, var ein
földL Frakkland átti í styrjöld
og biöðin voiru varnar- og á-
rásarvopn, engu þýðingarminni
en hergögnin sjálf. Þetta gerði
Napoíeon sér vel ljóst og einn
ig einhver hans gáfaðasti and-
stæðingur. 1805 sagði Mettern-
ich við austurriskan dipló-
mata: — Blöðin eru Napoleon
jafnvirði 300 þusund her-
manna. Og öðru sinni sagði
hann og stundi um leið: — Við
verðum að læra af Napoleon,
hvernig tala á til þjóðarinnar.
Við verðum að stæla Le Moni-
teur og yfirlýsingar hersins.
Blaðamaðurinn Napoleon,
sem svo óspart iét ljós sitt
skína á síðurn Le Moniteur á
árunum 1800—1804 var snill-
ingur í að faisa fréttir, - ef
hann viidi slá ryki I augu and
stæðinga sinna. Og hann hafði
mikla hæfileika til að setja eig
in málefni í sem hagstæðast
ljós. Ekki minni maður en
Thiers lýsti beztu greinum
Napoleons á þessa leið: — Full
komin skynsemd, mælska og
stílsnilld.
En Napoleon hafði gott vald
á öðru en leiðaraskrifum.
Hann var einkanlega lipur og
fær smádálkahöfundur og lét
engar hneykslisfréttir fram hjá
sér fara. Þannig beindi hann
penna sínum, ýmist með háði
eða jafnvel niðrandi, að drottn
ingu Prússa, krónprinsi Svía,
prinsinum af Wales, Metternich
og eigin samverkamönnum, ef
honum fannst þeir eiga hirt-
ingu skilið. Hertogaynjan af
d’Abrantes reit í endurminn-
ingum sínum, að þessi hlið
blaðamennsku hans hefði ekki
beinlínis aflað honum vinfeng-
is: — „Hann hefur örugglega
bakað sér fleiri óvildarmenn
með þessu f járans blaði en með
fallbyssunum."
Nú er það svo, að hæðið fólk
er oft og tíðum spéhrætt sjálft.
Þannig var Napoleon farið. Þá
er Frakkland eftir friðinn í
Amens 1802 var ekki lengur
stríðandi land, kom þessi spé-
hræðsla hans einkar vel í ljós-
gagnvart ensku blöðunum.
Þrátt fyrir friðinn var hann
ekki vinsæll í London, hvorki
meðal frönsku útlagablaðanna
né í ensku blöðunum. Jafnvel
The Times réðst heiftarlega að
honum. Napoleon bar fram há-
værar kvartanir yfir ensku
blöðunum og vildi fá ensku
stjómina til að grípa fram
fyrir hendumar á þeim. Eng-
lendingar svöruðu af háttvísi,
að Napoleon skyldi höfða mál
gegn blöðunum fyrir enskum
dómstólum, (Hann hugleiddi
reyndar að fara í mál við The
Times) en einnig var athygli
hans vakin á sívaxandi árás-
um Le Moniteur í garð Eng-
lands (þar var Napoleon sjálf-
ur að verki) og honum bent á,
að það væri opinbert málgagn
en ensku blöðin væru óháð
ríkisvaldinu.
í skilaboðum brezka utanrík
isráðherrans til franska sendi-
mannsins í London sagði —
virðulega: — „Ég er þess full-
viss, að yðar ágæti gerir sér
vel ljóst, að hans hátign Breta-
kóngur hvorki getur né vill —
þrátt fyrir utanaðkomandi
þrýsting — ráðast að frelsi
blaðanna á neinn máta, enda
frelsi þeirra tryggt í stjórnar-
skrá þessa lands. Þetta frelsi
blaðanna er með réttu dýrmætt
hverjum brezkum þegn.“
Napoleon varð öskuvondur.
Hann reýndi ný brögð gegn
ensku blöðunum. Hann sendi
samverkamann sinn, blaða-
manninn Fievée — sem síðar
átti eftir að vinna honum mjög
vel, hvað blaðamál snertir —
til London að reyna að múta
enskum blöðum til hlýðni eða
að minnsta kosti til að þegja.
Þetta mistókst. Þá bannaði
hann ensk blöð i Frakklandi.
Aö lokum brá hann á það ráð,
að stofna í París blað, sem berj
ast skyldi gegn ensku blöðun-
um. Þetta blað bar heitið The
Argus of London. Það var
gætt brezku yfirbragði og likti
mjög eftir brezku blöðunum í
fréttaflutningi með mærðar-
fullri föðurlandsást. Greinarn-
ar voru skrifaðar af tveimur
Frökkum, starfsmönnum utan-
ríkisþjónustunnar, og þýddar á
ensku af Englendingi nokkr-
um.
1803 hófst á ný styrjöld við
England og skömmu síðar
breiddist stríðið út í Evrópu.
Napoleon var önnum kafinn,
en hann gleymdi ekki ensku
blöðunum, né heldur nokkrum
blöðum yfirleitt. 1806 barst
honum njósn af að enska
skáldið Coleridge, sem hafði
ráðizt sérlega hart að honum í
The Morning Post, væri í Róm.
Hann sendi strax sendiboða
með handtökuskipun á Coler-
idge, sem fór til Napólí og
frétti þar af ráðabruggi Napo-
leons. Hann flúði umsvifalaust
til Livorno og komst þar í
bandarískt skip til Englands.
Napoleon gerði út freigátu til
að hertaka þetta hlutlausa
skip og ná Coleridge á sitt
vald, en tilraunin mistókst;
bandaríska skipið komst und-
an — og með því enska skáld-
ið.
Þeir, sem ekki sluppu, voru
frönsku ritstjórarnir og síðan
allir aðrir blaðaútgefendur í
keisaradæmi Nápóleons. Það
var sama, hvar keisarinn var
_og hvað hann hafði fyrir
stafni; hann gaf sér alltaf
tíma til að lesa blöðin óg meta
jákvætt eða — hvað og oftast
varð — neikvætt, það sem
hann las. 1805 skrifaði hann
lögreglustjóra sinum, Pouohé:
— Segðu ritstjórunum, að þótt
ég sé fjarri, þá lesi ég álltaf
blöðin og ef þeir halda áfram
í þessum tón skal ég svo sann-
arlega sýna þeim í tvo heim-
ana. Segðu þeim, að ég rod'
ekki að dæma þá eit'r þvi
vonda, sem þeir hafa skr'Að.
heldur eftir þvi fáa, sem þeir
hafa vel gert.
f lögreglustjóratíð Fouché
var, 1804, stofnað harðsnúið
ritskoðunamáðuneyti, sem
fékk það friða nafn: Ráðgjafar
skrifstofa um frelsi blaðanna.
Hingað lágu allir þræðimir;
að lokum urðu ritstjórarn-
ir sjáifir að mæta þar og taka
við skipunum og hjá skrifstof-
'unni störfuðu fjölmargir
„snuðrarar”, sem röltu um göt-
ur og stræti og sátu á veitinga-
stöðum til að hlera skoðanir
almennings. Og eftir því sem
árin liðu streymdu inn til
Fouohé og manna hans athuga-
semdir keisarans um blöðin.
1805 skrifaði hann: — Ég vil
hafa itök án ritskoðunar. —
(Þetta hljómaði mjög götfug-
mannlega en var á hinn bóg-
inn hræsni einber, þar sem
hann þá nýlega hafði stofnað
harðasta ritskoðunarkerfi, sem
hægt var að hugsa sér). — ég
vil ekki vera ábyrgðarmaður
alls þess, sem stendúr i biöð-
unum.
Ég vil að riitstjórar þeirra
blaða, sem enn blakta, séu
áreiðanlegir menn og nægilega
vitibornir til að birta ekki
fréttir, sem eru ríkimi skaðleg-
ar. Stefna blaðanna skal bein-
ast í þá átt, að þau éiga að ráð-
ast á England . fyrir venjur
þess, siði, bókmenntir og
stjómarskrá . . . 1807 bárust
Fouché eftirfarandi þrumu-
skrif: — Blöðin eru óhemju
veigamikið atriði. Það er ekki
beint hægt að liggja þeim á
hálsi fyrir iilgirni, en. þau eru
í rauninni of heimsk. í skrifum
þeirra finnst engin viðleitni og
þau hin þýðingarmestu sýna
stuðningi við rikisstjórnina lít-
inn áhuga . . . Segðu ritstjór-
unum, að nú skipti ekki framar
má-li að reyna að vera illgjarn
í skrifum, heldur að vera já-
kvæður. Og þeir munu ekki
komast upp méð að njóta sinna
góðu tekna, ef þeir ekki eru til
þjónustu reiðubúnir . . . Tveim-
ur árum síðar hljómuðu skila-
boðin frá herránum til hans
hlýðna þjóns á þessa ieið: —
Bezta aðferðin til að hrósa mér
er að skrifa fréttir sem blása
þjóðinni, hernum og æskunni,
dáðríki í brjóst.
Napoleon varð óánægðari og
óánægðari og herti því stöð-
ugt takið. 1809 kom fyrirskip-
un frá lögreglust:jóran.um,
þar sem sagði, að aðeins eitt
blað í hverju héraði mætti
birta pólitísk skrif. Viðkom-
andi amtménn skyldu velja
blöðin, en þau áttu að taka
leiðaralínu sína úr Le Moni-
teur. Ópólitísk auglýsingablöð
voru leyfð og þau máftu gjarn-
án fást við bókmenntir, vísindi
og listir. 1811 setti keisarinn
svo púnktinn yfir i-ið: Hann
fækkaði blöðum Parísar niður
í fjögur; Le Moniteur, Le Jour
nal de l’Empire, La Gazette de
Frarice og Le Journal de Paris.
Prentsmiðjur annarra blaða og
eignir ailar vonu upptækar
gerðar — án þess að nokkrar
bætur kæmu fyrir, Hvert
hinna fjögurra blaða var sett
undir sérstaka: ritskoðara. I
lögregiúráðuneytinu var komið
á fót „Bureau de 1‘esprit
publio", Þar störfuðu m.a.. all-
ir ritstjórar blaðanna fjögurra.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
12. marz 1972