Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1972, Blaðsíða 10
Dauði konungur. Teikning- eftir Diirer.
Ein af mörgiun sjálfsmyndum Diirers.
Fyrsta sjálfsmynd, sem varðveizt hefur í máiverki eftir Durer.
með leikandi og andríkri fjöð-
ur. Það er eitthvað einlægt, fág
að og innilegt í þessari teikn-
ingu ,og hann hefur sjálfsagt
útfært hana á fáeinum mínút-
um. Hér kemur fram eitthvað
náið og persónulegt milli
hjóna, þannig teiknar enginn
venjulegt módel. Diirer teikn-
aði og málaði konu sína tíðum,
og þessar myndir af henni bera
vott um viðkvæma áherzlu er
hann leggur á andlits-
drætti hennar, og vitnar það
um allt annað en tilfinninga-
leysi. Myndir af Agnesi ungri
bera þess vott að hún hafi ver-
ið'fögur og glæsileg kona.
Nokkuð undarlegt má teljast
að ársfjórðungi eftir að hann
giftist (1494) yfirgefur hann
konu sina og tekur sér á hend-
ur ferð til Italiu. Þetta þarf þó
ekki að setja í samband við
hjónaband hans, öllu frekar
það, að á þessum tima geysaði
banvæn pest í Núrnberg. Það
að yfirgefa borgina og skilja
þar eiginkonuna eftir á hættu-
stund vekur spurningar af
ýmsu tagi, en þótti vist ekkert
siðferðislega rangt á þeim tim
um, — „illum minime in bell-
om et peste mori, qui in eis non
esset“ (þeir komast helzt af í
hernaði eða farsótt, sem þar
eru ekki staddir). Hér kemur
einnig til að Dúrer hafði lengi
þráð, að taka sér þessa ferð á
hendur og notaði nú tækifær-
ið ,þegar hver sem gat forð-
aði sér burt úr borginni. Hann
heldur yfir Brennerskarð og til
Feneyja þar sem hann dvelur
yfir veturinn, en heldur svo
yfir Veróna, Trient og Bozen
til Núrnberg aftur. 1 Feneyj-
um uppgötvar hann feg-
urð ítalskrar listar og verður
fyrir miklum áhrifum af henni.
Á ferðalagi þessu opinberast
honum fegurð landslagsins.
Hann gerir þrjár tylftir vatns-
litamynda og pennateikn-
inga hvers konar fyrirbæra, er
á vegi hans urðu, m.a. hinar
frægu myndir af humar og
krabba auk margra frægra
landslagsmynda. 1 þessum
myndum sínum náði hann hug-
blæ andrúmsloftsins á þann
veg, að það telst fyrst aftur á
19. öld sem sambærilegt kom
fram norðan Alpafjalla. Þessar
myndir eru eitt hið merkasta
framiag þýzkrar listar frá þess
um árum, og hér var Dúrer
ótvírætt brautryðjandi. Árið
1505 fylgir Dúrer í fótspor
vaxandi frægðar og ferð-
ast öðru sinni til Feneyja. Þá
geysaði pestin í Númberg og
nú með enn meiri krafti. Það
er undir áhrifum þessarar skeif
ingar sem hann teiknar mynd
sína af dauðanum á hestbaki.
Dúrer dvelur í Feneyjum í tvö
ár og heimsækir einnig
Bologna og Róm. Á þessum ár-
um áttu sér stað miklar hrær-
ingar á Italíu. Á meðan Dúr-
er dvelur í Bologna ríður
Július páfi II sem sigurvegari
í borgina. Litlu seinna fylgdi
Michaelangelo á eftir honum
og byrjaði á Siztininsku kap:
ellunni ári seinna. Víst er að
hann hefur orðið fyrir miklum
áhrifum af list Leonardos á báð
um þessum ferðum sínum, auk
áhrifa annarra ítalskm lista-
manna. Þegar hann kemur til
baka er hann svo vel stæður
að hann er fær um að festa
sér hús það er enn stendur og
er eitt af aðdráttaröflum ferða-
langa er heimsækja borgina í
dag. Allt þrengdi sér í
átt hinna stóru forma hjá Dúr-
er, en samt gat hann ekki þeg-
ið öll stór verkefni, vegna þess
að þau gáfu ekki nógu mikið
í aðra hönd. Kona hans varð
að falbjóða grafískar myndir
hans á mörkuðum, torgum og
stórum kaupstefnum, svo sem í
Augsburg, Frankfurt, Ingol-
stadt og víðar.
Dúrer sótti einnig áhrif til
Niðurlanda á ferðum sín-
um þangað og þar hélt hann
dagbók, sem er góð heimild um
strit hans, því dagbókin var að
mestu nákvæmur samtíning-
ur útgjalda hans. Á meðan á
þessari ferð stóð varð hann
jafnvel, þótt hann væri þegar
heimsfrægur maður, að fá lán
uð 100 gyllini vegna þess að
hann komst í fjárþrot. Meðal
þeirra persónuleika sem hann
hitti á þeirri ferð sinni var Er-
asmus frá Rotterdam og af hon
um gerði hann tvær myndir.
Árið 1497 setur Dúrer
upp eigið grafik-verkstæði
með þrykkpressu og iðnsvein-
um. Hann er gæddur svo mik-
illi framkvæmdadirfsku að
hann lætur binda inn grafísk-
ar seríur í bókarformi til dreif-
ingar, hann verður eigin for-
leggjari og formar eigin dreif
ingarmiðstöð. Um aldamótin
nær markaður Dúrers frá
London til Feneyja. Efnislega
notar hann almenn við-
fangsefni, en enginn hafði áð-
ur séð slíka fullkomnun og ná-
kvæmni í teiknitækni. Með
grafík sinni nær hann að gera
metsölubækur sem innsigluðu
og útbreiddu frægð hans.
Það var Friðrik vísi kjör-
fursti af Sachsen , sem varð
fyrsti stóri viðskiptavinur
hans og velunnari (þessi fursti
gerðist einnig verndari M.
Lúthers). Seinna fylgdi sjálfur
keisarinn Maximillian I i kjöl-
farið, sem var skrautfíkinn að-
dáandi allra lista en efnalítill.
Dúrer málar hann og keisar-
inn endurgeldur honum með
því að fara fram á það við
þegna sína i Núrnberg, að þeir
gefi honum eftir alla skatta og
önnur gjö-ld fyrir alla lífstíð.
En borgaraðallinn hafnar því,
en frá árinu 1515 veitir keisar-
inn honum þess í stað árleg
heiðurslaun er námu 100 gyll-
inum. Þetta jafngilti árstekjum
sem hægt var að lifa af
á þeim timum. Þessi peningur
skyldi greiddur af hluta skatt-
tekna keisarans frá Núrnberg-
borg. En þvi miður þurfti að
dreifa þessum tekjum keisar-
ans á svo marga staði, að þvi
fylgdu stöðugir erfiðleikar að
fá þessa peninga greidda.
í Núrnberg, heimaborg hans,
veittu ráðandi öfl honum verk-
efni af mjög svo skornum
skammti, samt var hann kjör-
inn í aðalráð bæjaraðalsins íjt
ir lífstið. Heiðurinn kostaði
borgina litið, en var engu að
siður til mikils gagns varð
andi þjóðfélagslega stöðu
Dúrers.
Við lok æfidaga sinna átti
Dúrer tvö almenn borgarhús
ásamt húsi með garði, skápa
fulla af verðmætum hlutum,
sumpart af suðrærnum uppruna.
Auk þess 6000 gyUini í reiðufé.
Þar með taldist hann í hópi 100
ríkustu borgara i Númberg, en
þó einn sá efnamirmsti i þeim
hópi.
Á ferðalagi í Hollandi lifði
Dúrer eins og fursti og fékk
móttökur sem slíkur. Það er
álitið að i þessu ferðalagi hafi
hann smitast af malariu sem síð
ar leiddi til dauða hans.
Það er í öllu falli vafalaust að
hann var breyttur maður þeg-
ar heim kom, fallinn i hug-
leiðslu og svartsýni. Að und-
anskildum listrænum tilþrifum
árið 1526 málar hann naumast
nokkuð eftir þessa för, hann
sökkvir sér niður i fræðileg
atriði varðandi málaralist, svo
sem fjarvídd, einnig kastala-
og virkisbyggingar. Hann rit-
ar þrjár bækur sem út koma.
Eiginkona Dúrers, sem erfði
hann, hélt áfram með miklum
dugnaði verzlun með grafik
hans og bækur. Hún virðist
ekki hafa gert sér grein fyrir
þeim verðmætum sem hún hafði
á mxlli handa. Einungis það,
sem var i vörzlu Pirckheimer-
fjölskyldunnar eftir lát henn-
ar (1539), hefur varðveizt.
Hitt rauk út í veður og vind
á næstu öldum. Af þeim 190
myndum, sem vitað er um, mun
nálægt 60 vera til ennþá, sem
sannanlega teljast ekta.
Þýzk rómantík eftir 1800, og
síðan komandi þjóðernisstefna,
gerði úr þessum mikla persónu-
leika, og fyrsta verulega sjálf-
stæða myndlistarmanni norðan
Alpafjalla, eins konar tákn-
mynd virðuleika og einfeldni.
Steyptu mynd hans í eir þar
sem voldugur loðkragi umlyk-
ur háls og herðar. Árið
1871 þegar 400 ára afmæli
Dúrers var haldið hátiðlegt,
hafði sigur í stríði við Frakka
þegar skapað vísi að samein-
uðu Þýzkalandi. Og þá verður
Dúrer fyrst hið þjóðlega tákn,
skáldið, hugsuðurinn og málar
inn. Árið 1928 þýddi 400. ár-
tíð Dúrers svipað fyrir Núrn-
berg og Ólympiuleikarnir fyr-
ir Múnchen, tilefni og tækifæri
til að efla og auka reisn borg-
arinnar. Hús Dúrers var gert
upp i núverandi mynd og kom
það með öllu óskaddað úr loft-
árásum síðari heimsstyrjaldar-
innar, og mun vafalitið fá að
standa svo lengi sem viðhald
þess reynist mögulegt.
Árið 1842 heimsótti amer-
íska sikáldið Henry Wads-
worth Longfellow Núrnberg
og varð djúpt snortinn af borg
inni. Tveim árum síðar lauk
hann við Ijóð er hannn efndi
„Nuremberg", en þar koma
fram eftirfarandi þýddar ljóð-
linur:
Því virðist hin forna borg
f egurri
og sólskinið bjartara,
að hann gekk einu sinni götur
hennar
og dró andann þar . . .
]0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
12. marz 1972