Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1972, Page 9
1
12. maæz 1972
ÚESBÓK MORGUNBLAÐSINS S
áhorfandanum, hér er ekkert
aðfengið allt virðist jafn sjálf
sagt og vaxið upp frá náttúx--
unni. Myndin sannar einnig að
fyrir utan sjálft handverkið
hefur hann ekkei’t getað num-
ið á verkstæði Wolgemuts. Á
öllum verkstæðum voru til
myndir eftir Schongauer og
það munu vera kynnin
við þessar myndir sem örvuðu
Diirer mest. Þess má geta að
Schongauer var kominn frá
gullsmiðafjölskyldu likt og
Durer, og hann hafði einnig
numið handverkið hjá föður
sínum, stunguvinnubrögðin,
sem þeir áttu eftir að meistra
betur nokkrum öðrum, einkum
Durer, og er efamál að menn
hafi nokkru sinni náð lengra.
Dúrer snýr heim til Núrn-
berg, að kalli föður síns, að
loknu fjöguri’a ára námi. Var
hann þá kominn á tuttugasta
og þriðja aldursár. Hafði
hann þá þegar málað hina
frægu sjálfsmynd með skegg-
hýung (nú á Louvresafninu).
íklæddur skrautlegum fötum,
síðhærður og haldandi á jurt
nokkurri, litur hinn hlýðni
sonur föður sins og fyrrver-
andi nemandi Wolgemuts,
einna helzt út sem nú-
tima hippi. Þetta er fyrsta mál-
aða sjálfsmynd Durers, sem
varðveizt hefur. Þessa mynd
sendi hann heim til sín og er
álitið að það hafi átt að vera
heimanmundur eða festargjöf.
Litlu seinna lætur hann krulla
hár sitt og málar sig í
iíki Krists, og síðar sem sam-
bland af hippa og ridd-
ara ,klæddur iíkt og meðlimur
bæjaraðalsins, en það braut
að sjálfsögðu algjörlega í bága
við hefð, og skráð sem óskráð
lög. Mynd Dúrers i Kristlíki
sýnir okkur snilld auga og
handar, en sagt hefur verið að
engin sjálfsmynd hans sýni
hann í’aunverulega, heidur
hvernig hann vildi vera i aug-
um anmarra , þótt sjálfsagt
komi svipmót hans sterklega
fram í samræmi við vinnu-
brögð hins mikla realista.
Dúrer Skapaði ekkert eftir
minni. Jafnvel varðandi smá-
atriði í hinum stóru viðamiklu
myndum sínum notaðist hann
jafnan við fyrirmynd. En þi-átt
fyrir algjöra hollustu við raun
veruleikann skóp listamað-
ui’inn myndii' sínar jafnan í
ijósi innri i’eynslu.
Albei’t Dúrer réði ekki
kvonfangi sinu, hann laut hér
erfðavenjum og vilja föðurins,
þar sem hagsmunir sátu, sem
fvrr, í fyrirrúmi. Með vali
tengdadóttur , hinnar 19 ára
gömlu Agnesar Frey, sem kom-
in var frá frekar fátækri en
ættstórri fjölskyldu skyldi’i
borgaraðlinum, fullkomnaði
hann framamöguleika Durers.
Hjónabandið varð barnlaust
og er álit rnargra, sem söguna
hafa xannsakað, að hjónaband
ið hafi ekki verið sérlega sam-
stillt. Menn hafa einkum dreg-
ið þessa ályktun af bréfi, sem
Pirckheimer reit vini sín-
um 1530, þar sem hann finnur
ekki nógu sterk orð til að lýsa
hryggð sinni yfir því að Dúr-
er skyldi hljóta jafn harð-
neskjulegan og ótimábæran
dauðdaga. Og hann skellir
skuldinni á konu hans, sem svo
hafi kvalið hann, að það hafi
flýtt fyrir dauða hans. Hún
hafi haldið honurn frá félags-
skap lifandi manna en í stað
þess haldið honum að harðri
vinnu í hagsmunaskyni, svo að
hún hefði úr meiru að spila
eftir fráfall hans. Hann hafi
sjálfur gagnrýnt hana fyr-
ir þetta, en aðeins hlotið van-
þakklæti að launum, þvi að
sérhver sem vildi þessum
manni vel og bæri umhyggju
fyrir lxonum, væri þaxmeð
óvinur hennar. Hér kemur
vafalítið fram afbrýðisemi í
garð hins elskaða manns. Senni
lega hefur hin fróma og guð-
hi’ædda frú hneykzlast á frjáls-
legum lifnaðarháttum Pirck-
heimers. En margt bendii' til
þess, að hér sé ekki rétt á mál-
um haldið, um það gæti hin
töfrandi velteiknaða mynd af
konu Dúrers ungri, sem hann
áritaði „Mein Agnes“, bent til.
Myndin er frjálslega útfærð
Sjálfsniynd í Kristslíki. Að: neð-
an: Útsýni frá Arco i Suður-
Týrol. Diirer varð fyrstur til að
gera landslag að niyndefni út
af fyrii’ sig.