Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1972, Blaðsíða 11
Um kosningarétt
^ og kjörgengi
íslenzkra kvenna
Þetta ár 1913 voru 20 konur
kosnar til finnska þingsins.
Eftir kosningarnar 1914 hefur
Hannes Hafstein ekki lengur
meirihluta þingsins með sér,
en er við völd í þingbyrjun og
leggur þegar fram stjórnar-
skrárfrumvarpið frá árinu áð-
ur sem stjórnarfrumvarp. Jafn
framt hefur hann þann boð-
skap að flytja frá Kristjáni
konungi 10., að hann muni nota
sér þann rétt, sem 1. gr. stjórn
arskrárinnar nýju veiti honum,
til þess að ákveða í eitt skipti
fyrir öll, að íslenzk mál skuli
eins og hingað til borin upp
fyrir honum i rikisráði hans.
Og það er skilyrði fyrir stað-
festingu stjórnarskrárinnar, að
Islandsráðherra nafnsetji
þann úrskurð með honum. Hug-
ur þingmanna er þvi fyrst og
fremst bundinn því, hvernig
leysa skuli þennan vanda, svo
háðum liki, en lítt er rætt um
kosningarétt kvenna. Einn af
nýliðunum á alþingi, Guðmund
ur Hannesson læknir (1. þm.
Hún.) tjáir sig þó um það efni
sérstaklega: „Nú á að veita ná-
lega öllum, sem komnir eru til
vits og ára, þennan kynlega
rétt, kosningaréttinn, þennan
rétt, sem gerir alla jafna,
hversu ólíkir sem þeir eru, og
gefur Jesú eitt atkvæði og Júd-
asi eitt.“ Guðmundur telur
hyggilegra, að löggjöfin hefði
beðið eftir brýnni nauðsyn og
einróma kröfum um þetta, en
krafan sé hvorki rík né þörf-
in brýn, þegar um sé að ræða
þá flokka, sém bæta eigi við,
verkamenn og kvenfólk. „1 þús
und ár hafa nú tveir flokkar
stjórnað þessu landi: bændur
og menntamenn: Nú bjóðast
þessir flokkar til þess, mikið
til af 9jálfsdáðum, að skila af
sér stjórninni í hendur verka-
manna og kvenfölks. Ég van-
treysti þeim ekki, en brýna
nauðsyn sé ég ekki til þessa
nú sem stendur."
Stjórnarskrármálinu er vis-
að til 7 manna nefndar undir
formennsku Skúla Thoroddsen.
Hannes Hafstein biðst lausnar
og eftir þiikið þóf kemur meiri
hluti þingmanna sér saman um
nýjan ráðherra, Sigurð Eggerz.
Hann fer á konungsfund og
tjáir honum, að alþingi muni
gera fyrirvara um ríkisráðið,
en getur ekki fengið staðfest-
ingarloforð hjá konungi, með-
an óséð er, hvernig fyrirvar-
inn verði orðaður. Hefst þá hið
fræga fyrirvarastríð og af-
greiðsla stjórnarskrármálsins
dregst á langinn.
Loksins kemur meiri hluti
þingsins sér saman um orðalag
fyrirvarans, sem mörgum þykir
þó ærið loðið, og öðrum þykir
sem fyrirvari sé óþarfur. Bene-
dikt Sveinsson verður sann
spár um það, að ef fyrirvarinn
verði að nokkru hafður, synji
konungur stjórnarskránni stað
festingar. Hann greiðir þvi
einn atkvæði á móti afgreiðslu
stjórnarskrárfrumvarpsins með
þessum hætti, en 24 samþykkja
í neðri deiid, en um orðun fyr-
irvarans deilast atkvæði meira.
Annars töldu sumir þingmenn,
að jafngott væri að láta stjórn
arskrárfrumvarpið óafgreitt
undir þessum kringumstæðum.
En ráðherra Sigurður Eggerz
segist hafa þá von, að konung-
ur staðfesti stjórnarskrána með
hyggiiegum fyrirvara, eftir-
þeim hlýja hug, sem hann hafi
fundið, að konungur bæri til
íslands. Niðurstaðan verður sú,
að stjórnarskrárfrumvarpið er
afgreitt óbreytt með fyrirvara
meiri hlutans, og kemur nú til
kasta ráðherra að koma málinu
fram, en það var erfitt við-
fangsefni. Þegar illa horfir um
framgang stjórnarskrármálsins
tekur að hvessa í Kvennablað-
inu. Bríét segir: „Ætluðust
menn þá aldrei til annars 1911
en að fá sem fallegasta stefnu-
skrá á pappírnum fyrir næstu
kosningar? Komu báðir flokk-
ar sér þess vegna saman 1912,
að leggja málið á hilluna og
gefa ekkert um aukaþings-
kostnaðinn? Var stjórnarskrár
málið 1913 aðeins tálbeita, sem
menn vonuðu, að aldrei fengist
staðfest? Voru það aðeins póli-
tísk fjörráð við þáverandi ráð-
herra að senda hann með þetta
frumvarp á konungs fund, til
að.fá fullvissu um, hvort það
fengist samþykkt á sínum
tíma? Og var það af gremju
yfir því, að H(annes) H(af-
stein) hafði í það skiptið verið
of duglegur, að svo var veitzt
að honum fyrir þá ferð? Og
var það loks til þess að koma
i veg fyrir, að stjórnarskrár
málið öðlaðist staðfestingu kon
ungs, að menn voru svo sólgnir
eftir að semja einhvern hala
við frumvarpið i sumar?“ Um
svipað leyti og islenzkir alþing
ismenn mæddust yfir fyrirvar-
anum, var haldið 2. norræna
kvennaþingið i Kaupmanna
höfn. Fulltrúi íslands var Björg
Þorláksdóttir Blöndal. Hún
skýrði svo frá ástandi kvenrétt
indamála á íslandi, að konur
hefðu þar aðgang að öllum emb
ættum, og þar væri nær engin
andstaða gegn því, að þær
fengju pólitísk réttindi. Nú
lægi fyrir frumvarp, sem veitti
þeim þau. En er hún lýsti fer-
tugsaldursákvæðinu, var mjög
að því hlegið á fundinum, en
Danir hlógu ekki að þessu til
lengdar, þvi að árið eftir komu
dönsku flokkarnir sér saman
um að veita konum kosninga-
rétt til ríkisþingsins með ná-
kvæmlega sömu reg’.u og í ís-
lenzku stjórnarskránni.
Um mánaðamótin nóvember
og desember fer Sigurður Egg-
erz á konungsfund með stjórn
arskrána og fyrirvarann. Ekk-
ert samkomulag næst, konung-
ur neitar að staðfesta stjórnar-
skrána og Sigurður biðst lausn
ar. Málið er komið í sjálfheldu,
og Briet verður svo reið við
ráðherra, að hún gengur í
heimastjórnarfélagið Fram i
mótmælaskyni. Eftir mikið þóf
tekur flokksbróðir Sigurðar,
Einar Arnórsson við ráðherra
embætti, i mai árið eftir, og nú
skal hann reyna að leysa þann
vanda, sem Sigurði mistólcst.
Kvennablaðið segir, að það sé
með glaðri von, sem konur
heilsi ráðherraskiptunum. „Vér
vonum, að þar sem sá fráfar-
andi ráðherra með tilstyrk
flokksforingja sinna gerði a.l-
ar vorar vonir að engu og
steypti vorurn íslenzku stjórn-
máium i þær ögöngur, sem
varla var sýnilegt, að þau kæm-
ust úr óvirðingarlaust, þá séu
nú likur til að fari að rakna úr
þeim og þau komist aftur á
réttan kjöl. Og fái nýi ráðherr-
ann okkar með tilstyrk góðra
manna þessu fram komið, þá á
hann sannarlega skilið fylgi
vort við fyrstu kosningarnar,
sem við konur tökum beinan
þátt í sem kjósendur.
Röskum mánuði eftir, að Ein-
ar Arnórsson tók við ráðherr
embætti, staðfesti Kristján 10.
ný grundvailarlög handa Dön-
um, og fólu þau, sem fyrr seg-
ir, í sér kosningarétt og kjör-
gengi konum til handa. Fóru
danskar konur i þakkarskrúð-
göngu til konungs og ríkis-
þingsins. Einari Arnórssyni
tekst að koma fram fánamáli og
fá staðfesta stjórnarskrána
með þeim skilmálum, sem bæði
konungur og meiri hiuti alþing
is láta sér líka, en þetta kostar
þau átök í flokki hans, að
hann klofnar, en heimastjórnar
menn verja Einar vantrausti.
Það var hinn 19. júni, að kon-
ungur staðfesti stjórnarskrána,
og þegar þessi góðu tíðindi
spurðust út hingað, gaf
Kvennablaðið út sérstakan
fregnmiða til að fagna sigri.
Um stjórnarskrána og kvenrétt
indin segir Lögrétta 23. júní.
„I vorum augum er hér um
hreina og beina réttlætis-
skyldu að tefla. í Vorum augum
er það nokkuð ofbeldiskennt að
fyrirmuna nokkrum fullveðja
borgurum þjóðfélagsins að
hafa atkvæði um landsmál,
þeirn er þess óska á annað
borð. . . Enginn veit, hve miklu
góðu það getur komið til leiðar
með tímanum, að kveneðlið fái
Eftir
Gísla Jónsson
menntaskóla-
kennara
12. hluti
að njóta sín í landsmáium jafn
hliða karleðlinu. Og víst er, að
þar sem reynsia er fengin fyr-
ir þeirri breytingu, sem hér er
i vændum, þar er hvarvetna lát
ið hið bezta af henni."
Þegar reykvískar konur
höfðu sannfaérzt um; að fregn
irnar um staðfestingu stjórnar-
skrárinnar væru réttar, tóku
þær þegar að ræða og undir-
búa einhverm mannfagnað
vegna hinna nýfengnu rétt-
inda. Kvenréttindaféiag Is-
lands og Hiö íslenzka kvenfé-
lag ákváðu svo, að haldin
skyldi minningarhátíð í þessu
tilefni og fengu með sér fot’-
menn flestra kvenfélaga bæjar
ins. Kom öllum saman um, að
bezt væri að halda þessa hátíð
samtímis því, er alþingi kæmi
saman 7. júli Mikill viðbúnað-
ur var hafður og margar undir
búningsnefndir að starfi. For-
stöðunefnd hátiðarhaldsins
birti greinargerð um það og
undirbúninginn, og viðtal kom i
Isafold við ónefnda konu um.
hvað til stæði. Forstöðunefnd-
in mæltist til þess, að allir
vinnuveitendur gæfu verka-
fólki sínu frí síðari hluta dags-
ins. Starfsfólkið mundi borga
það með því. að ganga með
margfaldri ánægju að starfi
daginn eftir. Vísir óg Isafold
taka rösklega undir þessa
áskorun og hvetja emnig aljar
konur bæjarins, ungar og gatnl
ár, að taka höndum saman óg
gera daginn sem hátíðlegastan.
„Brynltiidur“ segir i Morgun
blaðinu hátíðarmorgúninn:
,-,Það má enga kónu vanta í
fylkinguna, frá 6 ára börnum
tll áttræðra kvenna. Þetta verð i
ur nú samt engin herfylkin^ .
svo karlmönnunum er alveg
óhætt að láta sjá sig við Aust-
urvöll, það mundi meira að
segja gleðja okkur að sjá þá
hópast þangað til að samgleðj
ast okkur.“
Hinn 7. júií var bjart og fag-
urt veður i Reykjavik. Austur
völlur var allur fánum
skrýddur þeim megin, sem vissi
að alþingishúsinu. Báðum meg-
in við aðalhlið vallarins voru
nýju íslenzku flöggin og ýmis
önnur flögg þar út í frá, ræðu-
stóllinn einnig skreyttur ís-
lenzka fánanum
Um klukkan hálffimm raðaði
fylking kvenna sér upp í
barnaskólagarðinum og hélt af
stað. Fremst gengu 200 ljós-
hærðar smámeyjar, allar með
iítil, ný islenzk flögg i höndum
sér.
Fór fylkingin um Lækjar-
götu, Austurstræti, Pósthús-
stræti, Kirkjustræti og inn á
Austurvöll og staðnæmdist þar.
Þaðan gekk svo sendinefnd,
sem færa átti alþingi ávarp,
inn i þinghúsið kl. sex. Sátu þá
forseti sameinaðs þings, sr.
Kristinn Daníelsson og ráð-
herra, Einar Arnórsson, i sæt-
um sínum, en þingmenn aðrir
stóðu umhverfis.
Þingið tók á móti nefndinni
í neðri deildar salnum. Stóðu
konurnar á miðju gólfi, en frök
en Ingibjörg H. Bjarnason las
upp skrautritað ávarp til þings
ins, og var það geymt í mjög
vönduðu og skrautlegu skinn-
hulstri. Texti þess var svo: „Á
þessum mikilvægu tímamótum,
þegar hið háa alþingi kemur
saman í fyrsta sinni eftir að is-
lenzkar konur hafa með nýjum
stjórnarskrárbreytingum öðlazt
full stjórnmálaleg réttindi, þá
hafa konur Reykjavikurbæjar
óskað að votta hinu háa alþhigi
og hæstvirtum ráðherra vorum
gleði vora og þakklæti fyrir
þau mikilsverðu réttindi, sem
stjórnarskráin veitir íslenzk-
um konum. Vér könnumst fylli
lega við það frjálslyndi og rétt
læti, sem hið háa alþingi hefur
sýnt í mörgum og mikilsverðum
réttarbótum nú á síðari árurn,
■ísl. konúm til handa, seni jafn-
an hafa verið samþykktar af
miklum meiri hluta allra hirma
pólitísku flokka þingsins.
Ingibjörg H. Bjarnasoti
12. marz 1972
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11