Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1972, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1972, Síða 12
Mj’nstiirnotkim er yfirleitt lítil í Íslen7knm húsbúnaði. Stafar Jiað meðal annars af þeirri tízku að mála veg'gi frem ur en að veggíöðra. Auk þess er- algengt að gluggat.jöld og gólfteppi séu einlit og áklæði á hiisgögnum án mynsturs. Allt getur það verið gott og bless- að og myndað prýðilega heild. Mynstur er alls ekki nauðsyn í húsbúnaði. Hinsvegar hefur margsinnis verið sýnt framá á mjög sannfærandi hátt, að mynstur er viðbótarþáttur í iieildarmynd innréttingar og húsbúnaðar. Á saina hátt má segja að einhver ákveðinn lit- ur sé ónauðsynlegur í húsbún- aði eða máiverki til dæmis. En um leið er búið að skerða fyllstu möguleika. Mynsturnotkun er gamalt fyrirbrigði; jafn gamalt skráðri menningarsögu mannkynsins. En l»ar sem mynstur voru áður handunnin, þá eru þau af- kvæmi iðnbyltingarinnar á vor um dögum. Og það er hægt að velja úr aragrúa af mynstur- tegundum; sumt prentað, annað ofið. I»að er hægt að velja svo fínlegt mynstur í gluggatjöld- in og á stólana, að það sjáist ekki fyrr en vel er að gáð. Og það er hægt að velja sér stór- hrikalegt popp-mynstur, þar sem ein rós er metri í þvermál og litskrúðið eftir því. Mynsturnotkun telst samt vandaverk og það útheimtir vissulega smekk og tilfinningu að raða vel saman fleiri en einni tegund af mismunandi mynstri. Varasamt er að nota margar mynsturtegundir í eina og sömu stofu og venjulega til mikilla hóta að nota einlita fleti inn á milli til að heildar- áhrifin verði ekki alitof óröleg. En engin regla er án undan- tekninga og vissulega er vel hugsanlegt að allt sé mynstrað, ghiggatjöld, gölfteppi, veggir og lnisgögn. En slíkt útheimtir mikla nákvæmni í samröðun og sú liætta er þá fyrir hendi, að heihlin verði eitt ofboðslegt kraðak af mynstri. í að minnsta kosti fimmtán ár hefur venjan verið sú að mála alla veggi hvíta, hvort heldur það er í stofum, eldhús- úm, eða svefnherbergjum. Hvít ur litur er fallegur með, en þessi hvíta er orðin of yfir- þyrmandi. Hún er ri'yndar líka í öllum opinberum byggingum, verzlunum og skrifstofum. Helzt hefur mátt sjá mynstur í gölfii’ppum, mjög lítið í áklæð- Við prófum Toyota 1900 Mk II Hús og húsbúnaður Japanska efnahagsundrið er fyrir löngu heimsfrægt og margt er búið að láta á þrykk út ganga um hæfileika og getu Japana til að framleiða snotr- ar og oft góðar iðnaðarvörnr á mnn lægra verði en annars staðar er unnt. Bílaframleiðsl- an er þýðingarmikill þáttur í iðnframleiðslu Japana; I>ar hafa þeir lagt undir sig heim- inn og bezti markaður þeirra cr i mesta bílaíramleiðslulandi heimsins, Bandaríkjunum. Jap- anir hafa lagt megináherzlu á smábíla og miðlungsbíla eftir Evrópumælikvarða. Bílar þeirra eru áþekkir; alltaf snotr ir, en sjaldan frumlegir. Einn þeirra japönsku bíla, scm hvað mest hefur selzt víða um lönd, er miðhingsgerð af Toyota, auðkenndur með Corona Mark H. Á síðasta ári mátti segja, að þessi bíll væri einn helzti tízkubíll, sem til Islands var fluttur og mátti stundum sjá heilar breiðtir af Toyota Mark II, sem kaupcnd- ur biðu eftir. Ástæðan var raunar augljós; verðið var einkar hagstætt miðað við út- Jit og gæði bílsins. I janúar 1971 kostaði hann kominn á götuna um 340 þúsund. En síð- an hafa átt sér stað verðhækk anir á sjálfum bílnum og auk þess hækkaði yenið. Kaupend- ur, sem nú bíða eftir Toyota Corona Mark II, munu fá hann á um 400 þúsund, kominn á göt- una. Það er geypileg liækkun á rúmu ári og verður að telja að verðið sé þar með komið á yztu þröm. I»að er að vísu gömul saga, að vel getur borgað sig að greiða vel fyrir vandaðan hlut. Það skal ósagt látið, hvort hægt sé að fá eitthvað betra fyrir peningana en Toyota Mk II. Hann virðist að minnsta kosti vandaður, hvað sem reynslan kann að leiða í ljós. Til að sjá sýnist manni bíllinn fremur smár, enda er iiann að- eins 4.32 m á lengd og 161 cm á breidd. En hann er rúmur að innan og þegar setzt er undir stýri virðist Iiann ailur meiri en séð verður utan frá. Þyngd- in er í meðallagi, 1010 kg, en í akstri liefur maður tilfinn ingu fyrir allmiklu meiri þyngd. Ég kunni mjög vel við það; öðrum kann að þykja það gaili. Þessi tilfinning virðist sprottin af þvi að nokkuð liátt hlutfall þungans hvíli á fram- iijólunum. Við venjulegar að- stæður kemur það ekki að sök, en kenmr ótngtarlega í ljós á þvottabretti og liolóttum vegi. Mark II. þykir heldur ekki sem beztur i snjó og stafar það trú- lega af þessu sama. Aksturseiginleikar eru i siak- ara meðallagi og verðnr ekki sagt, að billinn liggi nægí- lega vel. Á malbiki og steypu leikur flest í lyndi og ánægju- legt að aka honum þar. En á holóttum vegi fer ánægj- an lit í veður og vind; fram- lijölin lenda mjög liunglania- lega í holurnar og leiðir högg og skjálfta óþægilega upp í stýrið. Vélin er fjögurra strokka, vatnskæld, 113 heftöfl SAE. Hún er greinilega betri en und irvagn og f jöðrunarkerfi, hl jóð lát og viljug. Hámarkshraði er sagður 165 km á klst, en ferða liraði (cruising speed) 140 km á klst. og hef ég hvergi séð það sundurgreint fyrr. Mætti ætla að liærri talan táknaði liraða, sem bíllinn getur náð, en þolir ekki að ganga á til lengdar. Uppgefinn hámarks- iiraöi er þó venjulega sá liraði, sem bíllinn á að geta gengið á til lengdar án þess að tjón verði af. Niður langar brekkur og undan vindi er að sjálf- sögðu alltaf hægt að koma bíl Iiraðar en uppgefinn hámarks- hraði segir til um. Viðbragðið frá kyrrstöðu í 100 km hraða var 13,7 sek á árgerð 1971, en hefur eitthvað lækkað í ár. Ejórir gírar eru áfram, aisam hæfðir og er skiptingin létt og nákvæm. Ástig á pedala er þægilegt, en 2,5 cm á milli þeirra er of lítið. Vélin liefur sveigjanleik, sem lientar fyrir mismunandi ökulag. Hún kvartar ekki, þött ökumanni verði það á að skipta of lljótt upp, en vilji maður nýta ork- una, er auðvelt að komast i 40 km hraða i fyrsta gír og 80 í öðrum. Eftir að komið er í 100 km Iiraða, gerist }>ó fátt mark vert, enda ekki tii þess a»tlazt að menn aki svo hratt, nema á hraðbrautum erlendis. Toyota Mark II er svo norm- al að eftir fáeinar mínútur und ir stýri, finnst rnanni allt gam- alkunnugt. Útsýnið er ágætt og stólarnir að íraman í harð- ara lagi, en lieidur vel forniað ir og veita góðan stuðning. All ur frágangur að innan er aðdá unarverður og mikil natni við smáatriði. Bíllinn gefnr tvi- mælalaiist þá tilfinningu, að iiann sé mjög þéttur og vel sam an settur, enila Iieyrðist hvorki hósti né stuna úr bodýinu, jafn vel í verstu liolum. Þessa til- finningu kunna trúlega margir vel að meta. Aftursætið er rúm gott fyrir þrjá meðaimenn en skottið er afar grunnt og tak- markast farangursrými veru- lega vegna þess. tjtlit er alltaf smekksatriði. Að mínum dómi hefur ánægjn Ieg þróun átt sér stað hjá Toy- ota og flestar gerðir þaðan hættar að vera sviplausar eftir líkingar af ameriskum eða evrópskum bilum. Þeir liafa fengið sinn svip. Hann er allt- af iagiegiir og smekklegur, en aldrei stórbrotinn. Og þannig er Toyota Corona Mark II. Jap anir hafa tekið ítölsku línuna til fyrirmyndar, en fágað hana svo, að italir geta naumast bet ur. Mér virðist Jiessi bíll þræða svo hinn gullna meðalveg, að mjög margir nuini fella sig vel við hann. í akstri minnir hann mig einna helzt á Volvo Aina- son; sæmilega kröftugur, dálít- ið þungur og því miður ekki nægilega góður í stýri. GS. Italska línan er ráðandi í útliti bílsins og má segja að hann sé mjög snotnr, hvar sem á hann er litið. Framsæti og mælaborð í Toyota Corona Mk II. Notkun á mynstri 12 ^ESBÓK morgunblaðsins 12. marz 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.