Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1972, Blaðsíða 9
bókstaf viðkemur, nema Kaupa
lögin, sem eru frá árinu 1922.
Þau eru vitanlega orðin mjög
ófullkomin.
—• Hver er gangur þeirra
kvörtunarmála, sem berast til
samtakanna?
— Fyrst verður neytandi að
kvarta við viðkomandi aðila.
Kf það ber ekki árangur get-
ur hann snúið sér til Neytenda
samtakanna. Þar er útfyllt
kvörtunarblað og þau gögn,
sem fyrir hendi eru, látin
íylgja með. Þá taka samtökin
við málinu, leita álits beggja
hlutaðeigandi aðila, og gera að
því loknu tillögu um lausn
málsins. 1 langflestum tilvik-
um sætta báðir sig við þá lausn
og oft er það, að seljendur visa
til samtakanna að fyrra bragði,
því að neytendur geta einnig
verið ósanngjarnir. Ef sam-
komulag næst ekki er visað til
matsnefnda.
— Við hvað styðjast þessar
matsnefndir helzt í störfum sín
um?
— Þar sem almenn neytenda-
lög eru ekki fyrir hendi er lit-
ið um skýr fordæmi. Neytenda-
samtökin hafa gertsérstaka
samninga við nær alla gólf-
teppaframleiðendur og efna-
laugaeigendur. Þeir sæta því
ákvæðum þeirra samninga.
Þannig smáþróast þetta varð-
andi ýmislegt fleira. Við höf-
um t.d. sérstakan mann til að
annast það, sem viðkemur skó-
kaupum og öðru þvílíku. Okk-
ur vantar tilfinnanlega mann-
afla, menntað fólk, sem gæti
tekið á ýmsum málum. Við
reynum hægt og hægt að
byggja upp starfsemina og
okkur hefur orðið nokkuð vel
ágengt, þegar tekið er tillit til
þess, að núverandi stjónn tók
við nokkrum skuldum. Við höf-
um nú nánast greitt þær nið-
ur og getum þá lagt krafta
okkar óskipta í uppbygging-
una.
— Mikil gróska virðist vera
í starfseminni, en samt minnist
ég þess ekki, að hafa orðið vör
við einhvers konar áróðurs-
herferð ?
— Nei, við höfum ekki far-
ið þá leiðina. Aftur á móti höf-
um við samband við fólk per-
sónulega og það ber góðan ár-
angur. Aðalatriðið er þó ekki
að fá sem flest fólk í samtök-
in eða sinna sem flestum kvört
unum, heldur að vekja neyt-
endur til umhu.gsunar. Þeir eru
og hafa verið of andvaralaus-
ir. Persónulega hallast ég að
því, að hið mikla verðlagseftir-
lit, sem við höfum búið við, eigi
sinn þátt í því. Það sljóvgai'
neytandann að vita af verð-
lagseftirliti, allavega hér á
suðvesturlandi. Aftur á móti er
verðlagseftirlit liklega nauð-
synlegt utan höfuðborgarsvæð
isins, þar sem samkeppnin er
minni eða engin. Verðlagseftir-
litið hér fylgist aðeins
með verði á vörum, en ek'ki
gæðum þeirra. Eigi verð að
vera hagstætt verður að vera
rétt hlutfall á milli verðs og
gæða. Hvaða hlutir eru ódýr-
astir miðað við gæði? Hvenær
gerir kaupandinn beztu kaup-
in?
— En er nóg að vekja neyt-
andann af svefni sínum. Þarf
ekki fyrst og fremst að fræða
hann?
Frarnh. & bls. 11
Leiðbeiningastðð húsmæðra
hefur verið starfrækt síðustu
tíu árin á vegum Kvenfélaga-
sambands íslands. Sigríður
Haraldsdóttir, húsmæðrakenn-
ari, veitir stöðinni forstöðu,
en hún á jafnframt sæti í
stjórn Neytendasamtakanna.
Þegar okkur ber að garði á
Hallveigarstöðum, þar sem leið
beiningastöðin hefur aðset-
ur sitt, rekum við fyrst augun
í litskrúðugan matvælapakka á
borðinu. Utan á pakkanum
skín sólin á bláa fjallatinda,
en samkvæmt áletruðum upp-
lýsingum er innihaldið morg-
unverður sjálfrar náttúrunn-
ar.
Þessi morgunverður er með-
al annars biandaður saman úr
hráu haframjöli, möluðum
hveitikornum, dálitlu af korn-
flögum (Corn-fiakes), rúsínum,
hnetum og þurrkuðum eplum.
Kílóið af þessari fæðu kostar
um 335 krónur. Til samanburð-
ar fyrir lesendur má geta þess,
að kílóið af haframjöli kostar
42,40 kr., kornflögum 150—200
krónur, rúsínum 124 krónur,
hnetum 428 krónur, þurrkuð-
um eplum 315 krónur. Kílóið
af blönduðu krúska kostar 52
krónur. Auk þess er rétt að
taka það fram, að það er ekki
nema fyrir sterk meltingarfæri
að innbyrða mikið magn af
hráu haframjöli daglega, en
meginuppistaða fæðunnar er
haframjöl.
— Sigríður, fæst Leiðbein-
ingastöðin eitthvað við vöru-
rannsóknir?
— Því miður höfum við
hvorki aðstöðu né fjármagn til
að fást við rannsóknir. Þessi
pakki varð á vegi mínum og
mér fannst ástæða til að
athuga, hvort neytandinn væri
þarna ekki hlunnfarinn. Mörg-
um finnst sjálfsagt, að þarna
höndli þeir sjálfa heilsuna, þeg
ar þeir virða fyrir sér þessa
gullfallegu mynd. Annars
styðjumst við að mestu leyti
við erlendar rannsóknir, þegar
fól'k leitar til okkar um upp-
lýsingar. Að sjálfsögðu fylgj-
umst við einnig með reynslu
hér heima af ýmsum hlutum eft
ir því sem unnt er að koma
því við.
— Er mikið hringt í Leiöbein-
ingastöðina?
— Það eru að meðaltali um
tíu hringingar á dag, jafnt frá
Sigríður Haraldsdóttir
Borgar sig að
eiga frysti-
kistu og
hvaða þvotta-
vél er bezt?
eru meðal spurninga, sem oft
heyrast hjá Leiðbeiningastöð
húsmæðra — Rætt við Sigríði
Haraldsdóttur forstöðukonu
Mest er spurt imi heimilistækin
konum og körlum. Siðustu tvö
árin hef ég unnið fullt starf
hjá Kvenfélagasambandinu, en
áður var einungis um hálft
starf að ræða. Símatíminn er
daglega frá klukkan þrjú til
fimm. Það hefur sýnt sig, að
mikil þörf er fyrir slíka upp-
lýsingastarfsemi. Öll fræðsla,
sem snertir neytendamál, er
líka vel þegin af almenningi.
Efni í tímarit K.I., Hús-
freyjuna, er meðal annars val-
ið með hliðsjón af þeim spurn-
ingum, sem berast til Leiðbein-
ingastöðvarinnar, en í ritnefnd
eru konur, sem hafa sérþekk-
ingu á ýmsum sviðum. Þar a®
auki hefur K.l. beitt sér fyr-
ir útgáfu fræðslubækiinga. Ot
hafa komið bæklingar um
frystingu matvæla, bletta-
hreinsun, sjálfvirkar þvottavél
ar, hagræðingu heimilisstarfa
og félagsmál og fundarstjórn.
Rit þessi eru til sölu hér að
Hallveigarstöðum. I undirbún-
ingi er svo bæklingur um glóð-
arsteikingu matvæla (grill) og
loks höfum við hug á að gera
bækling um næringarefna-
fræði. Þetta vinnum við með
hliðsjón af þeim atriðum, sem
spurt er um. Starfsemi Leið-
beiningastöðvarinnar hefur
þvi ieitt í ljós hvaða fræðslu
er mest þörf fyrir.
— Er þá mest leitað upplýs-
inga um áðurnefnda hluti?
— Langflestar spurningar
eru í sambandi við heimilis-
tæki. Margir eiga erfitt með að
átta sig á eiginleikum hinna
ýmsu heimilistækja, áður en
kaupin eru gerð. Algengt er að
fólk sé í vafa um, hvort það
borgi sig að kaupa ýmis tæki,
en það er undir aðstæðunum
á heimilinu komið og hvernig
heimilisrekstrinum er hagað.
Varðandi viðgerðarþjónustuna
hefur það vandamál myndazt
síðustu árin, að enginn er
heima til að taka á móti við-
gerðarmanni. Það geta ekki ail
ir fengið viðgerðarmann á milli
klukkan fimm og sjö.
Þá er mikið spurt um bletta-
hreinsun og meðferð ým-
issa efna, matreiðslu og fryst-
ingu matvæla. Hvað snertir fé
lagsmál er mikið spurt um það,
hvað börn eigi að borga mikið
heima fyrir fæði og húsnæði
og eins er mikið spui’t um heim
ilishjálp. Oft getum við bent
fólki á Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar, þegar á að
stoð þarf að halda og við vís-
um einnig á Byggingaþjónustu
Arkitektafélags íslands, þegar
um innréttingar eða húsbygg-
ingar er að ræða. 1 sambandi
við heimilishjálp má geta þess,
að haldið hefur verið á vegum
ríkisins og Reykjavíkurborgar
námskeið i heimilishjálp til
sjúkra og aldraðra í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur.
— Hefur Leiðbeiningastöðin
aðstöðu til að vinna að fleiru
en nevtend'ftfræðslu.
— Ég hef ferðazt út um iand
og haldið fyririestra, en æski-
legt væri, að ég gæti sinnt
ferða,ö"rum rnp'n en ég geri. Á
vegum Kvenféla"'aspmbaudsins
er jafnframt t °i«bein'nnrastöð-
inni starfandi þráfaskóli og
námshrinmr ýmiss konar eru
starfandi i kvenféiö-zum víða
um landið. Það er eitt af kenpi
keflum K.f., að koma á fót
námshringum t'i þess að fá
Framli. á bls. 11
14. maí 1972
ÚESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9