Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1972, Blaðsíða 3
UM ÞYÐINGAR
FRANSKRA LJÓÐA
Á ISLENZKU
þeirrar stefnu sem hóf 'ljóðið aft-
ur til virðingar eftir þá niðurlaeg-
ingu sem það hafði verið í á lið-
inni öld, upplýsingaöldinni, þeg-
ar það var svo fyrirlitið í nafni
skynseminnar að tæpast gátu
nokkur skáld orðið til, en skyn-
samlegir hagyrðingar á hverju
strái. Sem fyrr segir vissi Alex-
ander Jóhannesson prófessor
ekki um nema eitt kvæði eftir
Victor Hugo I íslenzkri þýðingu
árið 1944, La nature (samtal
mannsins við tréð í líkingu nátt-
úrunnar sem vill allt fyrir mann-
inn gera, þangað til hann vill fá
það í þjónustu manndrápa), en
sú þýðing Steingríms var því mið-
ur ekki annað en klúður. Nafn
höfundarins franska var hins
vegar löngu þekkt á íslandi, þar
sem ein af skáldsögum hans,
Vesalingarnir, hafði komið út í
íslenzkri þýðingu. En síðan
Alexander Jóhannesson gaf
út bók sína um menningarsam-
band Frakka og Islendinga hefur
Jón Helgason prófessor I Kaup-
mannahöfn þýtt tvö kvæði eftir
Hugo, og þau eru að
minnsta kosti þeim mun betur
heppnuð en þýðing iSteingríms að
þau eru á skiljanlegri íslenzku.
Ég hef ekki borið þau saman við
frumkvæðin. Victor Hugo fædd-
ist 1802 og komst á nlræðisald-
ur. Hefur enginn maður verið
áhrifameiri í frönskum bókmennt
um síðari tíma.
Maður er nefndur Théophile
Gautier (frb. Gótji). Hann var
eitt frægasta ijóðskáld Frakka,
uppi á sama tíma og Victor Hugo,
eða frá 1811 til 1872. Hann
fylgdi rómantísku stefnunni fram-
an af, en setti síðan fram nýja
kenningu, þar sem lögð var
áherzla á hreinleika og fegurð
listarinnar. Kenningin hlaut nafn
ið „listin fyrir listina" eða „list-
in listarinnar vegná", l’art pour
l’art. Gautier hafði með þessu
áhrif á önnur skáld, syo sem
Baudelaire (frb. Bóduler) sem
hafði að ýmsu leyti svipuð við-
horf gagnvart bókmenntum
og listum. Ekkert hefur verið
þýtt á íslenzku eftir Théophile
Gautier, svo mér sé ikunnugt, en
þó er óhjákvæmilegt að minnast
á hann í ritgerð sem þessari til
að gefa hugmynd um hvernig ein
stefna teingist annarri og eitt
skáld öðru skáldi (til dæm-
is Gautier og Baudelaire), því
alltaf eru einhver tengsl á milli
skálda, þótt eitt rísi gegn öðru,
ein kynslóð gegn annarri, ein
stefna gegn annarri, eftir því
hyaða breytingar verða í þjóðfé-
lagsháttum, trúarbrögðum, vís-
indum og siðaskoðunum, eða
hvort jörð skelfur af byltingum
eða nötrar af styrjöldum þjóða í
milli, en saga skáldskapar skilst
ekki til fulls nema vitað sé hvern
ig hann er tengdur slíkum breyt-
ingum.
Nú víkur sögunni að einu
merkilegasta ská'ldi Frakka,
Charles Baudelaire. Hann fædd-
ist 1821 og varð spámaður nýrra
tíma í skáldskap. Hanrí hafði mik
ið dálæti á bandaríska höfundin-
um Edgar Allan Poe og þýddi
ýmis verk hans á frönsku. Ný
sýn hans gagnvart Ijóðinu varð
ekki sízt fyrir áhrif frá Poe eða
kenningum hans. Hann tók hins
vegar upp á því fyrir áhrif frá
einum landa sinna, Aloysius Ber-
trand, að því er hann sjálfur seg-
ir, að yrkja rímleysuljóð, og hef-
ur slík Ijóðagerð síðan breiðzt út
um allan hnöttinn. Sumir spek-
ingar uppi á íslandi þylja
að vísu enn upp úr sér formúlu
um, hvað sé Ijóð, en það er önn-
ur saga. Charles Baudelaire var
ekki gæfumaður að sama skapi og
hann var mikill snillingur. Hann
var utanveltumaður í nýju þjóð-
skipulagi, þar sem veldi aðals-
manna var liðið undir lok, en við
hafði tekið þjóðfélag borgaranna,
það sem við köllum nú á dögum
„hið borgaralega þjóðfélag”.
Hann varð hassneytandi og lét líf
sitt af völdum eiturlyfjaneyzlu
rúmlega hálffimmtugur. Áður en
hann féll frá var hann orðinn
aumingi sem var ekki lengur fær
um að tala mannamál, heldur gaf
frá sér einhver óskiljanleg hljóð
eins og barn. Meðal skálda og
listamanna voru fleiri en hann
sem gáfu sig að hassi og öðrum
fíknilyfjum á þessum tíma, enda
varð þá til kiúbbur hassneytenda,
Le Club des haschischins, en við-
riðinn hann var m.a. fegurðar-
dýrkandinn sem ég áður gat um,
Théophile Gautier, þótt hann var
aði sig betur á lyfinu en Baude-
laire sem svo hörmuleg örlög
hlaut í blóma lífsins. Frá þessum
arftökum rómantísku stefnunnar
um miðja 19. öld er æsilyfjatízka
nútímans komin. Og íslenzk æska
sú er tilheyrir lista- og mennta-
snobbinu hefur verið næm að til-
einka sér þessa nýju tízku, eft-
ir að hún hafði verið uppvakin í
Bandaríkjunum. Að vísu hlaut is-
lenzka menntaæskan að vera tlu
árum á eftir tímanum að tileinka
sér nýju lífspekina, þvi enn
þann dag í dag verður allt að
koma hingað gegnum Danmörku,
einnig það sem verst er í erlendri
menningu, og getur þá krókaleið-
in stundum orðið grátbrosleg, til
dæmis: New York, Keflavík,
París, Stökkhólmur, Kaupmanna-
Jóhann Sigurjónsson
Sorg
Vei, vei, yfir hinni föllnu borg!
Hvar eru þín stræti,
þínir turnar,
og Ijóshafið, yndi næturinnar?
Eins og kórall í djúpum sjó
varst þú undir bláum himninum,
eins og sylgja úr drifnu silfri
hvíldir þú á brjóstum jarðarinnar.
Vei, vei!
I dimmum brunnum vaka eitursnákar,
og nóttin aumkast yfir þínum rústum.
Jóreykur lífsins þyrlast til himna,
menn í aktygjum,
vitstola konur í gylltum kerrum.
- Gefið mér salt að eta, svo tungan skorpni í mínum munni
og minn harmur þagni.
Á hvítum hestum hleyptum við upp á bláan himinbogann
og lékum að gylltum knöttum;
við héngum í faxi myrkursins,
þegar það steyptist í gegnum undirdjúpin.
Eins og tunglsgeislar sváfum við á bylgjum hafsins.
Hvar eru þau fjöll, sem hrynja yfir mína sorg,
hálsar, sem skýla minni nekt með dufti?
í svartnætti eilífðarinnar flýgur rauður dreki
og spýr eitri.
Sól eftir sól hrynja í dopatali
og fæða nýtt líf og nýja sorg.
Eftir
Jón Óskar
höfn, Reykjavik. Nokkrir íslenzk
ir námsgarpar hafa tekið þeim
mun meira ástfóstri við hasstízk-
una sem þeir voru öðrum seinni
að komast í eitrið. Hafa þeir gert
hassdýrkun að trúarbrögðum og
eru mörg íslenzk skólablöð full af
vakningargreinum þessara nýju
heittrúarmanna sem sumir nefna
sig byltingarsinna(l) f ákefð
sinni að boða trú á hinn sanna
guð, hafa þeir mjög beitt þeim
rökum að hass sé ekki hættulegra
en brennivín. Þeir hefðu gott af
að íhuga sögu Baudelaires og
kynna sér það sem hann skrifaði
um eiturlyf, Paradísarmissi hans
(Les paradis perdus), ef þeir þá
hefðu skilning á þvl sem um er að
ræða, sem er að vísu nokkuð vafa
samt.
Baudelaire er talinn einn helzti
upphafsmaður symbólismans,
þeirrar stefnu sem einhver mikil-
fenglegustu og frægustu skáld
tuttugustu aldar (nefna mætti
nöfn eins og Marcel Proust og
James Joyce) urðu fyrir áhrif-
um af, ef þeir voru ekki beinir
dýrkendur hennar. Því er þó
ekki þannig varið, að symbólism-
inn komi einkum skýrt fram í Ijóð
um Baudelaires. Symbólisminn er
Framh. á Ibls. 12.
3