Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1973, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1973, Blaðsíða 11
 Þennan dag skein desembersólin í heiöi. En lá- réttir geislar hennar megnuöu ekki einu sinni aö lina freðinn svörö eða ihem á pöllum. Ein'kennilegt; það var snjór og hálka í Flóanum. En autt í Hreppurh og Tungum. AMt autt nema árnar. Stóra Laxá hefur byrjað að ryðja af sér ísnum. En hana hefur vantað kraft og jakahrönnin lí miðálnum fraus saman að nýju. Svona er áin mjög falleg, jafn- vel fallegri en á sumardegi; ísinn tiltölulega sléttur utanmeð, hrönnin í miðju. Og desembersólin slaer gullnum blæ á jakana. Stórkostlegt á fitmynd, mundi sóma sér vel á póstkorti eða landkynningarbæklingi. En því miður var engin myndavél með. Aðeins blýant- ur og teikniblokk. Vegurinn auður uppeftir Hreppnum. iHlemmifæri. Leiðin lá til fjalla, en betra að hafa hraðann á; birtan er stutt, farið að skyggja um klukkan þrjú. Hruni, enginn útivið þar. Og enginn dans nema í félagsheimilinu. Hér eru um allt þessir sérstöku hól- ar, sem löngurn voru settir í samband við huldufólk; hólar með klöppum eða dálitlu stuðlabergi og hunda- þúfu efst. í mínum huga eru svona hundaþúfur alveg sérstaklega tengdar spóanum. Að sumu leyti fer meira fyrir honum en öðrum fuglum ó þessum slóðum. En mér finnst hann aHtaf skemmtilegur og hann fer ein- staklega vel á þessum uppmjóu bundaþúfum. Þær eru sérstaklega hannaðar handa honum. En nú er lítið um spóa og annan fugl utan bæjarhrafnana í Skipholti, sem flögruðu með gargi útyfir veginn. Jafnvel uppi á Skerslum var logn. Jarlhetturnar blasa við þaðan. Brekknafjöllin vestast og síðan óslit- in röð austur með jaðri Langjökuls. Eins og tann- garður, slitinn þó og skörðóttur með einstaka víg- tönn. Og að sjálfsögðu ekki stingandi strá. Ég stöðv- aði bilinn á brekkubrún og dró upp á blað alla röðina. En fiarlægðin var f það mesta; ekki fullkomlega hæg'; að greina t'ndana hvern frá öðrum. Þeir mundu sjást betur af hæðunum við Gullfoss. Hvítá rann milli skara á Brúarhlöðum. Eða höfuð- ísa, ætti maður kannski að segja. Litiill jökull í henni núna. Og lltið vatn. Niður f gljúfrið hjá staka drangan- um vætlar smálaakur, sem fellur samanvið umhverf- ið að sumarlagi og þá tekur enginn eftir honurn. F.11 núna var hann bólginn og hvítur í búningi vetrarins. Einu sinni tók brúna af I jökulhlaupi. Þá hefur verið tignarlegt um að litast við gljúfrið og merkilegt að drangurinn skyldi þola það álag. En hann stendur enn. Það er ekki síður fallegt að sjá uppeftir ánni, þar sem 'hún kemur út úr gljúfrinu neðan við Gullfoss og tekur á sig nokkra mjúka sveiga með einstaka birki- hríslum slútandi fram af bökkunum. Nú er um tvær leiðir að velja að Gullfossi: Þá gömlu upp með Hvítá, niðurgrafinn veg að mestu leyti og seinfarinn. Hann er eins og vagnvegirnir voru í gamla daga. Hin leiðin er eftir nýja veginum handan við Gýgjarhólskotsfjall. Sá vegur var lagður nýlega. „Eruð þið nýbúnir að finna Gullfoss" spurði er- lendur ferðamaður og var hent gaman að. Hann taldi, að svo hlyti að vera, fyrst ekki hafði verið lagður vegur að þessu merka náttúrufyrirbæri. Nýi vegurinn er að minnsta kosti nægilega góður til þess, að túristar spyrja ekki lengur slíkra spurninga. Ég fór samt gömlu leiðina, það er styttra. Mold- arvegur á köflum, skorningarnir frosnir hjá Bratt- holti, það er efsti bær í Biskupstungum, og einn þeirra bæia á ísiandi, sem standa lengst frá sjó. Og handan Hvítár: Tungufell og Jaðar i Hrunamannahreppi, fjalla- jarðir með heimalönd inn að afrétti. Brattholtsféð var á túninu að viðra sig, gulleitt til að sjá, innistöðu- litur. Nú láta menn rollurnar einungis út til að viðra þær, jafnvel á auðri jörð. Enda eru þær stríðaldar og lita e’kki við jörð. En Einar bónda sá ég ekki. Hann er einsetumaður, Einar í Brattholti, mætur og greindur maður, bókamaður. Ég heimsótti hann á dögunum fyrir sjónvarpið og þá sagði hann frá jóla- haldi í Brattholti fyrr á tíð. Foréldrar hans fluttust til Ameríku, en Einar ólst upp f Brattholti, sem land á að Gullfossi. Hann ólst upp með Sigríði, þeirri sérstaeöu konu, sem varð landsfræg fyrir að koma í veg fyrir sölu á Gullfossi til útlendinga. Ég 'man lltillega eftir Sigríði í Brattholti; hún var þó oröin gömul, þegar ok'kar fundum bar saman. Þá var verið að feggja upp í göngur inn á Kjöl og við gistum fyrstu nóttina í Brattholti, tveir unglingar. Mér fannst Sigríður býsna fornaldarleg og ekki beiníínis hlýleg í svörum. Það var í gamla bænum, sem síðar brann og þar með bókasafn Einars, merki'legt og óbætanlegt safn. Ofan við Brattholt liggur leiðin uppá nýja veginn, grófan vanþróunarveg með hnullungamöl úr einhverj- um árfarvegi. Þannig eru nýir vegir hafðir og þykir sjálfsagt. Nú ölasir B'láfell við, hvítt niöur í rætur. Og Kerlingarfjöllin í beinu framhaldi ti'l austurs. par sér ekki á dökkan díl. En Framafrétturinn, landflæm- ið innf Bláfell, virðist með öllu snjólaust utan smá- vegis fannir í lautum. Nú var enginn við Gullfoss og heldur enginn úðastrókur uppaf fossinum. Hann var i klákaböndum, vatnið einkennilega grænblátt. Skúra- ræksnin, sem eiga að heita veitingahús standa yfir- gefin á gljúfurbarminum. Fátt er ömurlegra en yfir- gefin hús. Öðru máli gegnir um landið, náttúruna. Fossinn er ekki síður fagur uppbólginn af klaka en 'í sólskini að sumarlagi. Sjá'lft landslagið, rofabörðin, uppblásn- ir grjóthólar, meföldurnar innar og 'loks fjöllin; þetta verður einhvernveginn formsterkara í vetrarklæðun- urr og snjórinn myndar fallega teikningu í klettana. Niðurinn í fossinum var einasta hljóðið, sem unnt var að greina; það var því líkast sem frosin þ'ögn hvíldi yfir landinu. Unz blár jeppi birtist. Hann var á leið fram og fór hægt á frosnum skorningunum. Þaö voru Kanar af vellinum. Mér fannst þeir ein- hvernveginn eins og illa gerðir hlutir hér. Skerslin innaf Gullfossi eru enginn staður fyrir menn frá Kansas og Tennessee. Eða er það kannski misski'lningur og þröngsýni? Mér finnst samt 'heldur ófíklegt að trjá- lundafólk úr Vesturheimi sjái margt fagurt við rofa- börðin og urðirnar, sem þarna eru svo víða. En fjær: Bláfell og Sandvatns'hlíðin með enda'lausum, aflið- andi grjótflákum, sem hefjast í sjálfar Jarlhetturnar. Og jökullinn. Af melöldu innundir Sandá gafst afbragðs útsýni yfir þessar beina'beru slóðir; brjóstin visin og fölar kinnar, eins og Bólu-Hjálmar sagði. En fölvinn býr yfir ýrnsu, sem ekki er síður fagurt en grængresi. Að minnsta kosti í mynd. Einhverju sinni hefur mikil gróska verið iþarna. Og þykkur jarðvegur, sem nú er blásinn útí hafsauga, utan einstaka torfa. Sumar eru rneira en mann- hæðar háar og standa eins og mirnnismerki um aðra og betri tið. Þá hefur ríkt skeið mildrar veðráttu og engin skepna hefur þá verið hér til að gera sér gott af kjarngresinu, sem bætti við jarðveginn frá ári til árs og kannski hefur Langjökull ekki einu sinni verið til þá. En Jarlhetturnar hafa staðið eins og þær eru, sorfnar og meitlaðar af 'ísaldarjökli. Héðan sáust þær vel, tindur fyrir tind og ég teiknaði þær; til þess 'hafði leikurinn verið gerður. Maður teiknar fjöll ívið Ihærri en þau í rauninni eru. Sjónreyndin virðist meiri og minni blekking. Ætla mætti, að Ijósmyndavélin væri ólygnust. En taki maður mynd með venjulegri linsu, þá verða gamalkunnug fjöll eitthvað svo lágreist og aumingjaleg. Augað virðist sjá þau lítið eitt öðruvísi og teikni maður þau vísvitandi svolítið hærri en þau eru í rauninni, virðist útkoman verða rétt. Um leið dvínaði skammdegisskíman og bláleitt húm- ið tó'k við. Þetta gagnsæja húm, sem 'hvorki verður málað né teiknað; eitt af því sem ekki s'kilar sér í mynd. Logn, það er víst ekki mjög oft lognværa 'hér. Á grjótflákunum frammeð Jarlhettum man ég eftir að 'hafa fengið eitthvert 'harðasta veður, sem ég hef kom- ið út í. Það var í göngum rétt fyrir 1950. Þá stóö af jöklinum; vindsveipirnir komu i gegnum skörðin milli Jarlhettanna og þaö var útilokað aö haldast á hesti. Og jafnvel óstætt, stundum létum við fallast á hnén og héldum okkur í steina. ( þesskonar 'harðviðrum fýkur jökulsandurinn upp, sé 'hann þurr og vinnur á torfunum með rokinu. Þetta er frekar erfitt land fyrir ræktun, einkum skógrækt. En það lagast áreiðan'lega með næsta hlýindaskeiði eftir svo sem tíu þúsund ár. Gísli Sigurðsson peeectfl tMQj ilújgjbccjií

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.