Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1973, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1973, Blaðsíða 13
kann að þykja undarleg uppá- stunga en hugsi maður þetta til enda er niðurstaðan augljós. Því fleira fólk sem býr i miðbæjun- um, þ.e. nálægt vinnu sinni því færri bifreiðar aka í gegnum borg irnar kvölds og morgna og 'því minni býrði kemur á hvern ein- stakling af vöidum umferðartþung ans. Með myndun nokkurra slíkra jjéttbýliskjarna í hverri borg, sem bjóða fólki upp á gæða íbúðir í hjallahúsformi, með terr- össu og gróðri í nágrenni við allt líf borgarinnar má skapa að- dráttarmiðdepla, sem héldu smám saman aftur af útþenslu borg anna og éyðingu lands af þeim völdum. Það mætti jafnvel vinna ný svæði inni í borgunum en slíkt hefur ekki gerzt í Þý2ka- landi síðustu 100 árin. I þéttbýlis- kjörnunum, sem gætu orðið aHt að 30 hæða háir, má auðveldlega mynda yfirbyggð „opin svæði," sem væri þá nýja borgarrýmið, þar sem fullnægja má hinni fé- lagslegu þörf einstaklingsins. A SAMA HATT MA EINNIG VINNA ónotuð rými yfir gömlum iðnaðarsvæðum fyrir íbúðar- byggingar nálægt miðborgum og bæta þannig skipulagsgalla án mikils tilkostnaðar. Þetta á sér- staklega við ef um fagra staði er að ræða. Vitaskuld er rétt að fá- sinna væri að þétta borgir nú enn meira ef byggt væri með óumbreytanlegum byggingarefn- um, t.d. steinsteypu en með Meta- stadt-kerfinu má breyta þétti- leika borganna tiltölulega auð- veldlega með sömu húsaeiningun um komi eitthvað nýtt upp á ten inginn. En Metastadt-kerfið býður ekki aðeins upp á borgarskipu- lags'kosti. Fyrir einstaklinginn opnast ný ir möguleikar til. að skipuleggja að vild sitt eigið umhverfi. Með konlu nýs barns í fjölskyldu t.d. þarf ekki annað en kaupa nýtt herbergi og bæta við hin. Eins þegar öll börnin eru farin að heiman má selja ónotuðu iherberg in og bæta þeim við annars stað- ar. Einnig opnast sá möguleiki að endurbæta íbúðir án mikils til- kostnaðar eftir því sem bygg- ingatækninni fleygir fram. íbúð- in getur því ávallt verið miðuð við þörf en ekki vegna þess ,,að svona var byggt" í upphafi. INNRÉTTING OG MILLIVEGG- IR ERU stuðluð með 60 cm rast- er. Öll gólf, loft og veggir eru tvöföld, svo að leggja má og breyta leiðslum bvar og hvernig sem er. Þannig má t.d. hafa bað- ker úti á miðju gólfi. Ofnar eru allir byggðir niður í tvöfalt gólf ið og allar raftengingar sömu- leiðis. Metastadt-kerfið er nú þegar samkeppnishæft við flesta núver andi byggingarmáta í Þýzkalandi en með nægílegri fjöldafram- leiðslu má enn lækka þann kostn Framtíðarborg eða býflugnahú? Þannig má hugsa sér þéttbýliskjarna miðborgarsvæðis. Þarna er sunðlauer oe: kvikmyndahús, en samgöngutækin neðst. ^' j a|‘ a ‘ji y— T:í | 1! ÍÝ V m - * - SB’Í f mu Li, H||a| ir .(II *♦' V. wBr. - 1 * m; [ Líkan af stórri sambyggingu, byggðri úr Metastadt-einingum. Kosturinn er hreyfan- leiki osr veruleua meiri tilhreyting; en við eigrum að venjast á steinsteypuöldinni. að að mun. Fyrir því hef ég ör- ugga reikninga máthúsafyrirtæk isins, sem þegar er búið að kosta nokkrum tugum milljóna í Meta- stadt-kerfið." DIETRICH ER BJARTSÝNN A að draumur hans eigi eftir að ræt ast og að þetta síbreytilega kerfi léttbygginga eigi eftir að koma mörgum til að hugsa og taka upp tækni nútímans í stað þess að nota ævafornar aðferðir, sem inni halda vatn og stein og skilja eft- ir sig byggingar sem eru illhagg- anlegar hindranir á sífeHdri þró- un borga okkar. Fyrir einstaklinginn kemur sá kostur sennilega fyrst, að bann mun ekki Jengur þurfa að slíta sér út fyrir hlut, sem er einfald- ari að gerð en allflestar bifreið- ir. Eða mundu margir kaupa handunnar bifreiðar fyrir tíu sinnum meira verð en venjuleg verksmiðjuframleidd bifreið kost ar? Þögn og veiðimenn Framh. af bls. 3 Celans, mikilvægasta Ijóðskáld þýzkrar tungu ásamt Gúnter Eich (og Ingeborg Baohmann)." Margir eru vafalaust sömu skoðunar, og mundu segja að þau væru beztu skáld á þýzka tungu nú, þótt klaufalegt sé að tala um „bezta" skáldið og mjög varhuga vert. Það talar enginn um „bezta fjallið" eða „bezta blómið". eða „bezta fljótið", því að allt er þetta afstætt og misjafrilega eft- irminnilegt, það er allt og sumt. „Die Zeit" gætir sín, enda menn- ingarblað, dómar þess hitta í mark: þau eru mikilvægustu Ijóðskáld þýzkrar tungu, segir blaðið. Slikt má til sanns vegar færa. Eftir virkjun Þjórsár er hún vafalaust mikilvægasta fljót á íslandi, en ekki það „bezta". Þorskurinn er líka, a.m.k. enn, mikilvægasti fiskur landsmanna, en ekki sá „bezti". Þessi dæmi, þótt varla eigi þau heima í þess- um inngangi, eru tekin hér af marggefnu tilefni, svo marg- ir sem skr:fa illa, ábvrpðarlaust og af ónákvæmni um bókmennt- ir — og þá einkom Ijóðlist — heima á íslandi, svo að ekki sé talað um skilningsleysið. En Peter Huohel, Gunter Eich og Ingeborg Bachmann eru hvorki fjöll, blóm, fljót né jrorskar, það er rétt. Þau eru skáld og því verður að taka samanburð- inn hér að framan með fyrirvara. Aftur á móti eru margir sem skrifa um bókmenntir þorskar, flestir þriggja nátta þorskar. Stundum seldir sem fyrsta flokks vara. Þýzku Ijóðskáldin sem rætt hefur verið um í þess- ari grein hafa ekki farið var- hluta af slíkum skrifum um verk sín. En út í þá sálma verður ekki farið í þessum inngangi, enda koma slík skrif ekki við kjarna málsins. Á Celan og Bachmann verður minnzt í næstu grein og munu þá fylgja dæmi um Ijóðlist þeirra og nokkurra annarra þýZkra nú- tímaskálda sem hafa dregið að sér athygli mína. Lísa og Toni Kreitmeier í Oberammergau veittu mér aðstoð við þýðingu Ijóðanna, en þess ber einnig að geta að Gunnar Wendler í Frankfurt rétti mér hjálparhönd við þýðingu Ijóðsins „Alter Kup- ferstich" („Gömul kopar- stunga"), þar sem mætast tveir heimar: myndin bak við glerið og veruleikinn sjálfur. Þýzkar nútímabókmenntir eru lítið sem ekkert þekktar heima á íslandi, þó að þær séu fjölbreytt- ar og gróskumiklar. Tírhi er kom- inn til að við kynnumst þeim l?t- illega milliliðalaust, án aðstoðar annarra, t.a.m. Dana og Svía. Þeir hafa nóg með sig. Skandín- avía er útkjálki engu síður en ísland.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.